Morgunblaðið - 10.09.2011, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Nú þegar elskulegur bróðir
minn Birgir er dáinn sækja á mig
minningar. Þá sérstaklega úr
frumbernsku þegar eldri systk-
inin voru öll komin í skóla þá varð
það hlutverk Birgis að hafa ofan
af fyrir mér sem var yngst. Og
það gerði hann svo sannarlega.
Ég hugsa um þegar við krupum á
bekk við borðstofugluggann og
hann kenndi mér að anda á frost-
rósirnar svo það þiðnaði smá-
blettur til að horfa út í stórhríð-
ina. Það var eins og ævintýri. Við
fórum líka í leiki eins og fela hlut
og róa.
Birgir hafði smitandi, dillandi
hlátur. Þegar hann fór að hlæja
fór ég líka að hlæja og þá veltist
hann um af hlátri og við hlógum
og hlógum og ég vissi aldrei af
hverju hann byrjaði að hlæja.
Þetta var svo gaman. Hann
þreyttist aldrei á að renna sér á
sleða. Hann sagði: Gulla haltu
þér fast, tók svo tilhlaup og brun-
aði niður Nönnustíginn og hróp-
aði: Frá, frá, Stígur lögga stend-
ur aftan á. – og allir viku til
hliðar. Hann hljóp líka með mig
upp brekkuna því það var fljót-
legra en að taka mig af og ganga
upp eftir. Það varð að flýta sér
strax í næstu ferð. Einstakir for-
ystuhæfileikar hans og keppnis-
skap fylgdu honum frá vöggu til
hinsta dags.
Birgir var uppfinningasamur
og sístarfandi og við áttum bú í
hraunbolla á bak við Sjónarhól
þar sem hann bjó til borð og
fleira. Þar voru kindur og hross
sem hann sinnti meðan ég bakaði.
Svo sagði hann namm namm og
þóttist borða kökurnar. Það voru
óskrifuð lög að fara ekki lengra
að heiman en að við heyrðum
þegar mamma bankaði með gift-
ingarhringnum í gluggann. Þá
var einfalt gler í gluggum og það
heyrðist vel um nágrennið. En
stundum gleymdi hann sér og fór
með mig niður á bryggju sem var
stranglega bannað. Þar fór hann
að dorga með öngul og spotta en
ég hímdi við bryggjuna og þorði
ekki. Hélt ég myndi detta milli
fjalanna í sjóinn. Við máttum
heldur ekki fara upp fyrir Tungu.
Auðvitað fór hann með mig þang-
að á gömlu öskuhaugana þar sem
hann hoppaði á gömlum báta-
skrúfum og fór í stangarstökk og
fleira meðan ég tíndi falleg gler-
brot í búið.
Birgir Björnsson
✝ Ágúst EinarBirgir Björns-
son fæddist 22.2.
1935 á Sjónarhóli í
Hafnarfirði. Hann
lést á heimili sínu í
Hafnarfirði 2. sept-
ember 2011.
Birgir var jarð-
sunginn frá Víði-
staðakirkju í Hafn-
arfirði 8.
september 2011.
Þegar ég byrjaði í
skóla vorum við allt-
af samferða að
heiman og heim og í
frímínútunum var
hann aldrei langt
undan því ef ég varð
fyrir áreitni, stríðni
eða einhver togaði í
flétturnar mínar var
hann strax kominn
vígalegur og til í
tuskið þó að það
væru stærri strákar. Hann
þekkti ekki hræðslu og var vel
sjóaður af eldri bræðrum sínum
heima. Já, það var gott að eiga
Birgi bróður þó að honum fyndist
þegar hér var komið að hann
hefði einkaleyfi á að stríða mér og
toga í flétturnar.
Birgir var gæfumaður í hjóna-
bandi og þegar við hófum búskap
og eignuðumst börn í sama hverfi
urðu heimilin samtvinnuð og
börnin eins og systkini. Þau kær-
leiksbönd hafa aldrei rofnað.
Birgir lagði sig fram um að
halda merki foreldra okkar á lofti
og það gleður mig að stofnaður
hafi verið styrktarsjóður í hans
nafni fyrir unglingastarf FH.
Blessuð sé minning hans.
Guðlaug Berglind
Björnsdóttir.
Með fráfalli Birgis Björnsson-
ar sjá Hafnfirðingar nú á eftir
einum af þeim mönnum sem
gerðu handboltanum í Hafnar-
firði ómetanlegt gagn. Hann var
einkar vel fallinn til forystu. Var
sem dæmi til þess tekið þegar
hann, sérstaklega sterklegur
maðurinn kom hlaupandi inn á
völlinn í broddi fylkingar sem
fyrirliði á einum mesta blóma-
tíma handboltaliðs FH. Liðið
fylgdi fyrirliða sínum ekki bara í
kröftugri innkomu á völlinn held-
ur var haft að leiðarljósi að sigra.
Já, að sigra það voru einkunnar-
orð fyrirliðans.
Við handboltastelpurnar feng-
um sem betur fer að kynnast per-
sónunni Birgi og viðhorfum hans
og metnaði. Hann varð þjálfari
okkar og með fordæmi sínu og
framkomu náði hann að leiða
fram þá viljafestu og sigurvilja
sem öllum einstaklingum og lið-
um er nauðsynlegur til árangurs.
Fyrir þetta verð ég Birgi ævin-
lega þakklát.
Ingu og fjölskyldu sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Sylvía Hallsteinsdóttir.
Við viljum minnast Bigga
Björns með fáeinum orðum.
Biggi var mikill íþróttamaður og
hreystimenni sem átti glæstan
handboltaferil með FH og ís-
lenska landsliðinu, bæði sem leik-
maður og þjálfari. Hann var mik-
ill leiðtogi innan sem utan vallar
og starfaði mikið fyrir FH, enda
alla tíð mikill FH-ingur.
Seinna var hann fenginn til að
stýra íþróttahúsinu í Kaplakrika
sem hann gerði af mikilli rögg-
semi. Bigga verður sárt saknað í
Kaplakrika.
Við sendum aðstandendum
okkar samúðarkveðjur.
Örn Hallsteinsson
Hallsteinn Arnarson
Valur Örn Arnarson.
Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um vinsældir handknattleiks-
ins á Íslandi. Fátt sameinar ís-
lenska þjóð meira og betur en
þegar „strákarnir okkar“ eru að
keppa á stórmótum og margir ís-
lenskir handknattleiksmenn eru
óneitanlega orðnir að goðsögn-
um. Nú er einn þeirra manna er
skópu þessa sögu fallinn í valinn.
Birgir Björnsson FH-ingur lést
2. september sl. eftir stutta en
snarpa orrustu á þeim leikvangi
þar sem hann gat ekki ráðið ferð-
inni, eins og hann gerði svo oft á
handknattleiksvöllunum.
Birgir var einn þeirra sem
ruddu handknattleiknum braut í
íslenskri þjóðarsál. Þegar hann
lagði skóna á hilluna átti hann
langan og glæsilegan feril að baki
bæði með FH og landsliðinu.
Hann var sannarlega einn af
„strákunum okkar“ sem allir
hrifust af enda ótrúlega fjölhæfur
leikmaður, í senn fimur og sterk-
ur og gekk að hverjum leik af eld-
móði og kunnáttu en jafnframt af
heiðarleika og drengskap. Hann
þróaði með sér sérstakan skotstíl
sem oft kom andstæðingum hans
á leikvellinum í opna skjöldu,
kastaði sér niður og skaut föstum
skotum á milli varnarmanna,
skotum sem oftar en ekki sungu í
netinu.
En Birgir var ekki aðeins frá-
bær leikmaður heldur líka góður
og uppörvandi félagi. Það var
engin tilviljun að hann var um
langt árabil fyrirliði FH-liðsins
og í það hlutverk var hann einnig
valinn hjá íslenska landsliðinu
m.a. á fyrsta heimsmeistara-
mótinu sem Íslendingar tóku
þátt í árið 1958 og svo aftur á
mótinu 1961. Á því móti má segja
að brautin hafi verið rudd þar
sem Íslendingar skipuðu sér þá í
fremstu röð sem þeir hafa svo
verið lengst af síðan.
Með meistaraflokki FH lék
Birgir í um tuttugu ár, samtals
fimm hundruð leiki. Það met
verður seint slegið, jafnvel þótt
lið leiki nú miklu fleiri leiki en
fyrrum. Þegar hann hætti keppni
hóf hann þjálfun með glæsilegum
árangri, lengst af hjá FH og einn-
ig á Akureyri þar sem hann lagði
undirstöðu að veldi norðan-
manna. Og á erfiðum tíma var
Birgi falið að þjálfa íslenska
landsliðið sem hann rækti af
kostgæfni auk þess sem hann sat
í landsliðsnefnd HSÍ um tíma.
Birgir var íþróttamaður af
Guðs náð. Hann gat náð langt í
hvaða íþróttagrein sem var. Fim-
leikamaður var hann á yngri ár-
um og góður kylfingur þegar ald-
urinn færðist yfir.
Handknattleiksíþróttin á Ís-
landi þakkar Birgi Björnssyni
fyrir það óeigingjarna starf sem
hann vann henni og þau spor sem
hann markaði bæði innan vallar
og utan. Við minnumst hans sem
góðs drengs og ylur þeirra minn-
inga er huggun harmi gegn nú
þegar hann er genginn. Guð
blessi Birgi á þeim leikvelli sem
hann er nú stiginn út á og veiti
Ingu, eftirlifandi konu hans, og
börnum þeirra þremur Magnúsi,
Sólveigu og Laufeyju svo og öll-
um afkomendum þeirra og hans
nánustu ættingjum og vinum
styrk og huggun.
Kveðja frá Handknattleiks-
sambandi Íslands
Knútur G. Hauksson
formaður,
Einar Þorvarðarson
framkvæmdastjóri.
Kæri vinur.
Við hjónin vorum svo heppin
að kynnast þér ung að árum í
gegnum handboltaíþróttina og að
halda vinskap við ykkur hjónin æ
síðan. Eftir æfingar komstu oft
heim í mat til okkar Sigrúnar og
þar var mikið spjallað um leiki,
æfingarnar og keppnisferðir. Síð-
ar áttum við skemmtilega tíma í
kringum landsliðið í handbolta.
En þér nægði ekki að vera leik-
maður, slíkur var áhuginn og
ákafinn og byrjaðir því ungur að
þjálfa handbolta, samhliða fullri
vinnu, eigin æfingum og keppn-
um. Sá langi ferill þinn hófst á
Akranesi. Við hjónin minnumst
þess oft þegar þú komst í heim-
sókn til okkar nokkrum vikum
eftir að þú hófst þar þjálfun og
lýstir af aðdáun þessari heillandi
stúlku sem þú hafðir kynnst þar.
Þar var komin inn í líf þitt hún
Inga Magnúsdóttir, þín eigin-
kona, barnsmóðir, eilífi vinur
þinn og okkar hjóna.
Þú varst frábær íþróttamaður
og vannst alla meistaratitla með
FH í handbolta sem hægt var að
vinna, úti og inni. Og ferillinn var
ekki síður merkilegur fyrir það
hve langur hann var eða allt til 38
ára aldurs, sem var einstakt á
þeim tíma. Þú varst leiðtoginn,
innan sem utan vallar, og ákafur
baráttumaður. Félagsmál FH
voru þér hugleikin alla ævi og þar
hafðir þú Ingu þína þér við hlið.
Fyrir utan handboltann áttum
við einnig margar gleðistundir.
Við keyptum saman okkar fyrstu
veiðistöng og fórum saman í okk-
ar fyrstu golfferð erlendis. Einn-
ig fórum við margar minnisstæð-
ir veiðiferðir hér innanlands.
Okkur hjónum er sérstaklega
minnisstæð ein veiðiferð við Foss
á Síðu, þar sem þú hafðir verið
ungur í sveit. Ein ljósmynd, úr
þeirri ferð, sýnir þig láréttan
taka heljarstökk aftur á bak í öll-
um veiðiskrúðanum. Þú vílaðir
ekki allt fyrir þér.
Eftir handboltann tók golf-
íþróttin við. Þar tókuð þið Inga til
hendinni líka og urðuð bæði for-
menn Golfklúbbsins Keilis. Við
áttum saman margar góðar
stundir í golfferðum um Ísland og
önnur lönd. Minnisstæðust er þó
ferðin sem við fórum saman til
Kaliforníu fyrir þremur árum og
sú stund er við stóðum við flötina
á átjándu holu á Pebble Beach,
golfvellinum fræga, og dáðumst
að fegurðinni þar allt í kring.
Hvíl í friði og takk fyrir allt
sem þú gafst svo óeigingjarnt af
þér til allra þinna samferða-
manna.
Við hjónin sendum Ingu og
fjölskyldu þinni einlæga samúð-
arkveðju okkar.
Pétur Antonsson og
Sigrún Jónsdóttir.
„Hann er rosalega mikill FH-
ingur hann Biggi, það er bara
enginn harðari“ – sagði Gunnar
Ari, elsti drengurinn minn þegar
hann kom heim skælbrosandi eft-
ir að hafa spilað nokkra pútt-
hringi í Hraunkoti með þeim
bræðrum Boða og Birgi heitnum
Björnssyni. Aldursbilið var auka-
atriði. Þeir bræður buðu Gunnari
Ara reglulega að vera með,
drengnum til mikillar ánægju
sem þótti ekki ónýtt að vera vitni
í viðureignum bræðranna. Veitti
víst ekki af því þær gátu verið
fjörugar.
Fyrir mig að koma til Hafn-
arfjarðar inn í gallharða FH- fjöl-
skyldu er erfitt að tala um hver er
eindregnasti stuðningsmaður fé-
lagsins. Þar eru margir góðir
kallaðir en að öllum öðrum ólöst-
uðum þá tel ég Birgir hafi risið
þar hæst á stalli.
Birgir var orðinn goðsögn í lif-
anda lífi. Ást hans og elska gagn-
vart félaginu birtist á margvís-
legan hátt. Hann lifði og hrærðist
fyrir félagið og lagði sannanlega
sitt af mörkum til að FH yrði að
þeim óumdeilda íþróttarisa sem
það er í dag. Birgir var einn af
þeim framsýnu og galvösku FH-
ingum sem árum og áratugum
saman börðust af einurð fyrir
uppbyggingu íþróttasvæðisins í
Kaplakrika. Sú barátta var far-
sæl fyrir íþróttaunnendur og
hafnfirskt samfélag. Einnig naut
golfklúbburinn Keilir síðar þess
að hafa Birgi innan sinnan raða
en mér er minnisstætt þegar
hann fór með mig um völlinn fyrir
rúmu ári og greindi mér af mikl-
um eldmóð frá draumi um fram-
tíðarskipan þessa glæsilega golf-
vallar okkar Hafnfirðinga.
Birgir hafði ómældan áhuga á
fólki, ekki síst unga fólkinu sem
hann þekkti vel eins og fjölskyld-
ur þeirra. Virðing hans fyrir
ungu fólki var mikil og hún var
gagnkvæm. Birgir var sannkall-
aður brúarsmiður milli kynslóða
og mikil fyrirmynd. Það var
merkileg stund og eftirminnileg,
fyrir Kristján og eflaust fleiri
FH-stráka á sjöunda áratugnum
sem svokallaðir lukkupollar, að fá
að mæta heim á Reykjavíkurveg
til sjálfs Bigga, fyrirliða FH. Það
var toppurinn þann veturinn.
Eftir langan og árangursríkan
feril með landsliðinu og FH, bæði
sem leikmaður og þjálfari varð
Birgir í lok 9. áratugarins for-
stöðumaður Kaplakrika, kjarna
og miðstöðvar okkar FH-inga.
Því starfi sinnti hann af alúð og
opnaði það fyrir ungum sem
öldnum. Um leið og krökkum var
gert ljóst að þau þyrftu að um-
gangast svæðið og húsið af virð-
ingu fundu þau einnig hversu vel-
komin þau voru. Og ekki var
verra að þetta voru jú allt FH-
ingar.
Þau voru geislandi heiðurs-
hjónin Inga og Birgir þegar þau
birtust hönd í hönd, hvort sem
það var í Krikanum, á Keili, í
Hafnarborg eða Sjálfstæðishús-
inu. Ást þeirra var falleg, allt að
því snertanleg. Einlægur áhugi á
fólki, fjölskyldu og samfélagi
skein í gegn. Að finna hlýju og
stuðning hvernig sem viðraði var
ómetanlegt. Nú þegar Birgir er
fallinn frá situr eftir söknuður og
eftirsjá en þó fyrst og fremst
þakklæti fyrir að hafa kynnst
þessum minnisstæða höfðingja
og heiðursmanni.
Við Kristján sendum Ingu,
börnum þeirra og öllum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðj-
ur. Megi hið eilífa ljós lýsa Birgi
Björnssyni.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir.
Sæll meistari.
Ég á eftir að sakna þess að
heyra þig heilsa með þessari
kveðju þegar við hittumst.
Kveðja sem hefur fylgt þér og fé-
lögum þínum í FH í áratugi sem
tilkomin var vegna afreka ykkar
á handboltavellinum. Þú varst
nefnilega afreksmaður. Og fyrir-
mynd okkar ungu drengjanna
þegar við stigum okkar fyrstu
skref í handboltanum. Þú varst
góð fyrirmynd.
Ég á líka eftir að sakna þíns
þétta og ákveðna handtaks sem
var svo lýsandi fyrir þig og þinn
karakter.
Ég á einnig eftir að sakna mik-
ið samtala okkar um handboltann
og golfið og FH.
Og ég á eftir að sakna þess að
sjá þig ekki í pöllunum á leikjum
3. flokks FH en ég veit þú fylgir
okkur áfram og hvetur til dáða.
Ég man, sem lítill pjakkur, eft-
ir þér stappandi stálinu í þína
menn fyrir handboltaleiki. Þú
varst nefnilega ótvíræður leiðtogi
í þínu liði. Og það þurfti sterk
bein í það hlutverk, slíkir voru
snillingarnir í þessu magnaða
gullaldarliði okkar FH-inga. En
það fór aldrei á milli mála hver
leiðtoginn var.
Ég man líka þegar þú lékst,
fyrstur manna, 500. leikinn fyrir
FH í troðfullri Strandgötunni þar
sem Hafnfirðingar hylltu þig.
Sem þú svo sannarlega áttir skil-
ið.
Ég man líka, 20 árum síðar,
þegar þú færðir mér skjöldinn
góða og bauðst mig velkominn í
500 leikja klúbbinn sem meðlim
nr. 2. Það þótti mér mikið vænt
um.
Ég man eftir okkur ungu
strákunum í FH þegar við mætt-
um á Sævanginn þar sem þið Geir
Hallsteins voruð að byggja og
vantaði aðstoð. Þá mættu menn
þegar meistararnir kölluðu. Og
fengu kók og prins póló fyrir. Þú
stjórnaðir verkinu af mikilli
ákveðni. En ekki hvað?
Ég man eftir þér á aðalfundum
Keilis og FH. Að sjálfsögðu við
fundarstjórn. En ekki hvað?
Ég man ótalmargt fleira enda
afrekaskrá þín með eindæmum.
Fyrst og fremst man ég þó eftir
þér sjálfum. Fyrst og fremst
ákveðnum en ljúfum manni.
Skemmtilegum og heillandi með
góða nærveru.
Mér þótti afar vænt um kveðj-
una frá þér um daginn og að sjálf-
sögðu mun ég hugsa vel um
drenginn þinn.
Mér þykir afar leitt að geta
ekki fylgt þér síðustu skrefin en
eins og þú veist er ég staddur í
golfferð erlendis ásamt öðrum fé-
lögum FH-meistara. Ég færi þér
góðar kveðjur frá þeim öllum. Við
munum hugsa til þín.
Elsku Inga og fjölskylda. Ég
og fjölskylda mín vottum ykkur
öllum mína dýpstu samúð og biðj-
um Guð að styrkja ykkur og
styðja.
Vertu sæll, meistari,
Guðjón Árnason.
Kveðja frá
Golfklúbbnum Keili
Í dag kveðjum við Keilisfélag-
ar einn af okkar bestu félögum
Birgi Björnsson. Birgir var far-
sæll formaður Keilis árin 1969-
1970, einnig var Birgir starfs-
maður klúbbsins um skeið þar til
hann lét af störfum af eigin ósk
fyrir aldurs sakir.
Á meðan Birgir starfaði fyrir
klúbbinn stóð hann sínar vaktir
af miklum dugnaði og var snyrti-
mennskan í hávegum höfð svo
eftir var tekið.
Birgir var hvers manns hug-
ljúfi og einstakur félagi sem bar
hag klúbbsins ávallt fyrir brjósti.
Þau hjón Birgir og Inga unnu
ómælt starf fyrir klúbbinn sem
við þökkum nú af heilum hug.
Guð blessi minningu góðs
drengs.
Við sendum Ingu, börnum og
barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd félaga í Golf-
klúbbnum Keili,
Guðmundur Haraldsson.
✝
Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og
útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur,
SIGRÍÐAR INGUNNAR ÓLAFSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Hæðargarði 33,
Reykjavík,
sem andaðist þriðjudaginn 23. ágúst.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 2B á hjúkrunarheimilinu
Eir fyrir góða umönnun og hlýju.
Signý Þ. Óskarsdóttir,
Ólafur H. Óskarsson, Ingibjörg Björnsdóttir,
Anna H. Óskarsdóttir, Þorgrímur Ólafsson,
Þráinn Sigurbjörnsson,
Skarphéðinn P. Óskarsson,Valgerður G. Björnsdóttir,
Vigdís S. Ólafsdóttir,
Jónas M. Ólafsson, Guðrún B. Guðlaugsdóttir,
Sigurrós Ólafsdóttir,
Aðalheiður Sigurjónsdóttir,
Skapti S. Ólafsson, Kolbrún G. Gunnarsdóttir,
Ólöf J. Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐBJARGAR GÍSLADÓTTUR
frá Selnesi,
Gullsmára 5,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana í veikindum
hennar.
Ingibjörg Óskarsdóttir,
Helgi Óskar Óskarsson, Kristín Þorkelsdóttir,
Þröstur Óskarsson, Guðrún Margrét Karlsdóttir,
Svala Óskarsdóttir, Bjarni Sævar Geirsson,
barnabörn og langömmubörn.