Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Á aðeins átta vik-
um hafa tvær góðar
vinkonur okkar
horfið úr hópnum,
sem haldið hefur saman í áratugi
og gengið undir nafninu „Tækni-
legi saumaklúbburinn“. Í þessum
vinahópi var Kristjana bæði lífið
og sálin og kjörin skjalfestur
heiðursfélagi og það ekki að
ástæðulausu. Alltaf lagði hún
gott til málanna, hennar létta
lund, bjartsýni og jákvæðni
hvatti okkur hinar og uppörvaði.
Ótrúleg var þrautseigja hennar
og æðruleysi í miklum veikind-
um. Hún gaf mikið af sér, en hún
fékk líka mikið til baka. Við, vina-
hópur hennar, minnumst allra
skemmtilegu ferðalaganna og
stundanna saman og við brosum
gegnum tárin, því það hefði
Kristjana viljað.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Magga og fjölskyldu
sendum við samúðarkveðjur.
F.h. hópsins,
Vilborg Gestsdóttir.
Elsku Kristjana,
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kristjana
Gísladóttir
✝ KristjanaGísladóttir
fæddist 1. október
1945. Hún lést 29.
ágúst 2011.
Kristjana var
jarðsungin 8. sept-
ember 2011.
Ég er heppin að
hafa átt þig að og
þakka fyrir þann
tíma sem ég átti
með þér. Elsku
frænka, ég hugga
mig við það að hafa
fengið að sjá þig rétt
áður en þú kvaddir
okkur. Þú lást sof-
andi en eitthvað
fékk mig til að vekja
þig og mikið er ég
glöð með það í dag. Þrátt fyrir
veikindi þín geislaði af þér og já-
kvæðnin og góða skapið var að
sjálfsögðu til staðar.
Það er sárt að kveðja konu sem
ég og eflaust margir aðrir vorum
búin að ákveða að myndi lifa að
eilífu. Ég á ófáar minningar um
þig sem ég mun varðveita alla tíð.
Þú hefur verið mér góð fyrir-
mynd og verður áfram.
Hvíldu í friði, elsku frænka.
Íris Telma Jónsdóttir.
Í dag kveðjum við Kristjönu,
okkar yndislegu föðursystur og
mágkonu. Það er skrítin tilhugs-
un að fá ekki að sjá hana aftur,
vera með henni eða bregða á leik
með einhverju óvæntu og
skemmtilegu.
Kristjana elskaði lífið og sam-
ferðafólkið sitt, það fengum við
fjölskyldan hennar svo sannar-
lega að kynnast. Hún var ein-
hvern veginn alltaf til staðar fyrir
alla, alltaf tilbúin að hjálpa til eða
hlusta ef maður þurfti á því að
halda. Við fengum sérstaklega að
kynnast umhyggju hennar og
hlýju þegar faðir okkar/eigin-
maður lést, en þá opnaði hún
heimili sitt fyrir okkur. Eftir það
passaði Kristjana alltaf vel upp á
að við værum með í öllu sem
varðaði fjölskylduna. Maður upp-
lifði sig alltaf eins og maður væri
einstakur þegar maður var hjá
henni og minningin um faðmlögin
hennar á eftir að ylja okkur um
ókomin ár.
Kristjana var potturinn og
pannan í því að halda allri stór-
fjölskyldunni saman og á hún
meðal annars heiðurinn af því að
haldin eru árleg jólaböll í ættinni.
Hún var líka dugleg að skipu-
leggja summabústaðaferðir og
aðra hittinga og var hún byrjuð
að skipuleggja systkinaferð til
Flórída á næsta ári.
Það er ekki hægt að minnast
Kristjönu án þess að tala um
veikindi hennar og þær raunir
sem hún mátti ganga í gegnum
en einhvern veginn kom hún því
alltaf þannig fyrir að hún var
fyrst og fremst að njóta lífsins.
Hún kenndi okkur líka að meta
það góða sem lífið hefur upp á að
bjóða.
Við verðum alltaf þakklát fyrir
þann tíma sem við áttum saman
og munum ávallt geyma minn-
inguna um yndislega frænku og
mágkonu í hjarta okkar.
Elsku Magnús, Borghildur,
Gísli, Kristín, Pétur og Hildur
Una, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Kristín, Sigþór og Elfa
Dögg Marteinsbörn,
Guðbjörg og fjölskyldur.
Elsku Kristjana frænka
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ástarþakkir fyrir ástina,
stuðninginn og samverustundirn-
ar allar.
Falleg minning þín mun lifa
með okkur ávallt.
Brynjar frændi, Bára og
börnin.
Þegar sorgin knýr dyra eru
það ljúfu minningarnar sem ylja
okkur og styrkja. Og þannig er
það núna þegar við kveðjum allt-
of fljótt „stóru frænkuna“ í lífi
okkar, hana Kristjönu. Hún var
svo sannarlega stóra frænkan í
bakaraættinni sem fylgdist með
okkur öllum, styrkti ættarböndin
með ýmsum uppákomum, var
alltaf til staðar þegar eitthvað
stóð til og fús til að hjálpa hvar
sem hún gat.
Kristjana var mjög brosmild,
glaðlynd og glæsileg kona sem
við dáðumst að og litum upp til.
Hún var fyrirmynd okkar í svo
mörgu og einstakur gleðigjafi
hvar sem hún var. Við minnumst
hennar og þökkum fyrir svo
óendanlega margar góðar stund-
ir í gegnum tíðina. Fyrir söng
hennar og gleði sem ávallt fylgdi
henni og við munum alltaf varð-
veita í hjörtum okkar. Það er svo
margs að minnast sem ekki verð-
ur gert í þessum fáu orðum en
minning hennar mun lifa með
okkur.
Kristjana upplifði sár og erfið
veikindi sem hún barðist hetju-
lega við og missti aldrei móðinn.
Hún er og verður hetjan sem við
getum öll tekið til fyrirmyndar og
eftirbreytni.
Við kveðjum elsku Kristjönu
með þakklæti fyrir að hafa átt
hana að og fengið að vera henni
samferða.
Hugur okkar er hjá Magnúsi,
Borghildi, Gísla Þór, Kristínu,
Pétri Má og Hildi Unu.
Jóna frænka og börn.
Í örfáum orðum langar okkur
að minnast Kristjönu, mömmu
Gísla, æskuvinar okkar. Allar
þær góðu minningar sem við eig-
um frá kynnum okkar við þessa
einstöku konu, koma nú upp í
hugann og sýna okkur hversu
mikils virði hún var okkur og
hversu mikil áhrif hún hafði á
okkur félagana á mótunarárum
okkar.
Heimili Kristjönu og Magga
var okkur alla tíð opið og ófáar
stundirnar sem við áttum við eld-
húsborðið og spjölluðum saman.
Hlýja, kærleikur, húmor og um-
hyggja voru einkennandi fyrir
hana. Fordómaleysi og skilning á
þörfum og athafnasemi ungra
drengja átti Kristjana í ríkum
mæli. Kristjönu varð sjaldan
svarafátt og oftar en ekki veitti
hún okkur svör við hinum ýmsu
spurningum sem brenna á ung-
um drengjum. Hispursleysi
hennar var slíkt að auðvelt var að
bera borð fyrir hana hluti sem
okkur þótti jafnvel var erfitt að
viðra við eigin foreldra. Að þessu
leiti var hún okkar stoð og stytta.
Kristjana var sú manngerð sem
býr ekki til vandamál heldur
leysir þau á sinn hátt og hafði ein-
stakt lag á að taka á móti hverju
og hverjum sem var með opinn
faðminn.
Þrátt fyrir minnkandi sam-
veru eftir því sem árin liðu hefur
Kristjana alltaf skipað stóran
sess hjá okkur öllum og mun gera
um ókomna tíð. Það er ótalmargt
í fari Kristjönu sem við getum og
viljum taka okkur til eftirbreytni
sem fullorðnir einstaklingar og
fyrirmyndir. Minningin um hana
er kær og órjúfanlegur hluti
æsku- og uppvaxtarára okkar.
Hvíl í friði.
Ólafur, Haukur og Valdimar.
Elsku Kristjana,
Þú varst alltaf svo létt í lund,
og gaman var að eiga með þér
gleðistund.
Í gegnum ár og tíð,
varstu alltaf svo heillandi, góð
og blíð.
Þitt helsta einkenni er hversu einstök
þú varst,
með þínu stóra hjarta svo mikið
þú gafst.
Þín skrautskrift var skrifuð með
glæsibrag
og kökurnar sem þú gerðir, ekki má
gleyma að minnast á það.
Á ættarmótum þú leyfðir okkur frænk-
um að láta ljós okkar skína,
þú áttir ekki í vanda að nálgast
ættingja þína.
Þú sannarlega hélst ættinni saman
með allri þinni gleði og gaman.
Þín lífsgleði er okkur öllum til
fyrirmyndar.
Elsku Kristjana hvíldu í friði,
í hjörtum okkar minning þín ávallt lifir.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar.
Ástarkveðjur,
Linda, Ása Karen, Anton
og Stefán.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund langar okkur að minnast
Kristjönu frænku okkar í örfáum
orðum. Við höfum þekkt Krist-
jönu frá því við fyrst munum eftir
okkur og má svo sannarlega
segja að Kristjana hafi verið í
miklu uppáhaldi enda stór hluti
af okkar lífi þar sem við bjuggum
í sama húsi og hún og hennar fjöl-
skylda í vel á annan áratug. Á
uppvaxtarárum barnanna var
mikill samgangur og margt
skemmtilegt aðhafst. Við eigum
margar dýrmætar minningar frá
þessum árum sem við geymum í
hjörtum okkar. Kristjana var
mikill gleðigjafi, lífsglöð og hafði
einstakt lag á að sjá alltaf björtu
hliðarnar á lífinu og tilverunni.
Það var sérstaklega gaman að
hitta Kristjönu, hún sýndi okkur
alltaf mikinn áhuga og hafði gam-
an af að fylgjast með hverju því
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur. Alltaf hafði hún líka frá ein-
hverju skemmtilegu að segja og
oftar en ekki fylgdi hennar smit-
andi hlátur.
Á hverju ári hefur stórfjöl-
skyldan, Bakaraættin, haft þann
sið að hittast á jólaballi og var
það ekki síst fyrir tilstilli Krist-
jönu frænku að það varð að veru-
leika. Kristjana stjórnaði jóla-
böllunum af sinni alkunnu snilld,
kynnti nýja fjölskyldumeðlimi og
sagði frá því helsta sem dreif á
daga ættarinnar. Á fyrstu jóla-
böllunum var fátt um börn í fjöl-
skyldunni og hvatti Kristjana til
þess að fjölskyldan bætti úr því
enda hafði hún mjög gaman af
börnum. Árangurinn lét ekki á
sér standa og fjölgaði meðlimum
ættarinnar til muna árin á eftir.
Við kveðjum Kristjönu frænku
okkar með söknuði en fyrst og
fremst kæru þakklæti fyrir sam-
fylgdina og allar góðu stundirnar.
Við erum rík af góðum minning-
um.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V.Briem)
Elsku Maggi, Bogga, Gísli,
Kristín, Pétur Már og Hildur
Una. Við sendum ykkur hug-
heilar samúðarkveðjur og megi
Guð blessa ykkur í sorginni og
gefa ykkur styrk á erfiðum tím-
um.
Aðalheiður, Valdimar, Hall-
dóra Klara og Margrét.
Það er með þakklæti og virð-
ingu sem ég minnist Kristjönu nú
þegar komið er að kveðjustund.
Kynni okkar hófust á námskeiði í
framsögu seint á áttunda áratug
síðustu aldar en þá vorum við
nokkrar sjálfstæðiskonur í Vor-
boðanum að bæta við hæfni okk-
ar í ræðumennsku. Framsögurn-
ar sem fluttar voru á
námskeiðinu vöktu mikla kátínu
og voru okkur hlátursefni í gegn-
um tíðina. Kristjana var glæsileg,
elskuleg, trygglynd og umfram
allt jákvæð kona. Hún átti við
langvarandi veikindi að stríða en
hennar góðu eiginleikar voru
henni mikill styrkur í amstri
dagsins við þjónustustörf í Spari-
sjóði Hafnarfjarðar sem og í öll-
um þeim verkefnum sem hún tók
að sér.
Í einkalífi var gæfan henni
hliðholl og bjó hún fjölskyldu
sinni fallegt heimili enda fagur-
keri.
Kristjana starfaði um árabil
með Sjálfstæðisflokknum í Hafn-
arfirði þar sem henni voru falin
trúnaðarstörf innan flokksins
sem og á vegum bæjarmála en
hún átti sæti í heilbrigðisnefnd og
sinnti störfum varamanns í
barnaverndarnefnd um árabil.
Það er mér mikil ánægja að
hafa fengið tækifæri til að vera
samferða Kristjönu Gísladóttur
og eiga með henni skemmtilegar
og gefandi samverustundir.
Sjálfstæðisflokkurinn naut
krafta hennar en það stjórnmála-
afl sem sá flokkur er verður
meira aðlaðandi með fólk sem
Kristjönu innanborðs.
Elsku Magnús og fjölskylda,
ég votta ykkur innilega samúð,
blessuð og varðveitt sé minning
Kristjönu Gísladóttur.
Valgerður Sigurðardóttir.
Ég hef lesið það í bókum um
lífið eftir dauðann að maður
breytist í engil á himnum þegar
maður deyr. Þegar Guð telur þörf
á þá sendir hann sína allrabestu
engla til jarðarinnar til að hjálpa
fólki og vera því kærleiksrík fyr-
irmynd.
Þessu trúi ég alveg því ég
þekkti einn svona engil en það
var hún Kristjana.
Fyrir 35 árum, þá aðeins þrí-
tug, veiktist hún alvarlega af
mjög sjaldgæfum, alvarlegum og
ættgengum sjúkdómi. Margoft á
þessum árum hefur hún barist
fyrir lífi sínu og alltaf haft betur
þar til nú. Að vísu var hún ekki
ein í baráttunni því Guð sendi
annan engil til jarðarinnar til að
styrkja hana og styðja í barátt-
unni, en það er hann Maggi. Sam-
band þeirra var svo fallegt og ein-
stakt að slíkt er vandfundið hér á
jörðu. Að fá að þekkja og um-
gangast slíkar manneskjur eru
náttúrlega forréttindi og maður
er miklu, miklu ríkari eftir.
Nú er sorg í ranni hjá mörgum
og ég votta elsku Magga mínum,
börnunum þeirra, tengdadóttur
og barnabörnum dýpstu samúð
okkar hjónanna og bið þeim öll-
um Guðs blessunar.
Já, hún Kristjana var engu lík.
Einstök Guðsgjöf. Hafðu þökk
fyrir allt og allt elsku engillinn
minn.
Hildur Guðbrandsdóttir.
Til minningar um mína bestu
vinkonu, Keitý.
Líkt og rósin litur fölnar
lýtur höfði, dofnar sinn.
Brestur kjarkur, blómið sölnar,
beygist bak og hugurinn.
(Kristjana J. Jónsdóttir).
Minning mín um þig verður
alltaf björt og hlý.
Erla.
Góð vinkona kveður eftir langa
og erfiða baráttu við sjaldgæfan
sjúkdóm. Einkennandi fyrir
Kristjönu var hvað hún tók sínum
veikindum af mikilli þolinmæði
og jafnaðargeði, alltaf var grunnt
á gleðibrosi og hlýju í hennar
þrautum.
Fyrstu kynni mín af Kristjönu
voru þegar hún kom með ömmu
sinni og nöfnu til að aðstoða á
æskuheimili mínu í Hafnarfirði,
en Kristjana ólst upp að verulegu
leyti hjá ömmu sinni. Ég man
Kristjönu á sínum yngri árum
sem glaðværa fallega unga
stúlku. Amma hennar Kristjana
var einstök kona, sérstaklega
hvað varðar gæsku og hjarta-
hlýju. Þeir voru ekki margir fer-
metrarnir í litla húsinu þeirra í
vesturbæ Hafnarfjarðar, en þar
var þeim mun meiri hjartahlýja
og góðvild. Kristjana yngri fór
þannig vel nestuð út í lífið frá
ömmu sinni og bar því vitni í
hverju því sem hún tók sér fyrir
hendur.
Það var eins og svo oft, að eftir
unglingsárin hverfa menn í ýms-
ar áttir og endurnýjuð kynni okk-
ar verða fyrst eftir að Kristjana
hefur fundið sér lífsförunautinn
Magnús og stofnað heimili með
tveimur yndislegum börnum. Þar
var til staðar hin gamla góða
Kristjana með sitt fallega bros og
góðu nærveru. Við viljum þakka
Kristjönu fyrir samfylgdina á
liðnum árum og kveðjum með
sorg einstaklega hugrakka konu
og treystum því að hún hafi nú
hlotið lækningu meina sinna. Við
vottum Magnúsi, börnum og
barnabörnum innilega samúð
okkar.
Guðrún og Hersir.
Kveðja frá litlu frænku.
Þú.
Sál þín svo hlý sem blóm
í blíðum æskuróm.
Við sátum saman í gegnum tíð,
ég man ávallt hvað þú varst blíð.
Þú þinn kærleika sýndir og kættir kátt,
mér sárnar að kveðja brátt.
En áttum saman fortíð bjarta
en mundu að þú lifir í okkar hjarta.
Elsku frænka, Guð geymi þig.
Tinna Dröfn.
Elsku Kristjana frænka eða
„uppáhalds frænka „eins og ég
kallaði þig alltaf, það er með
miklum söknuði sem ég skrifa
hér nokkur orð til þín.
Þvílík gleði og hamingja það
var alltaf að hitta þig … fullt af
knúsi og kossum. Það var alltaf
opið hús hjá þér og allir velkomn-
ir til þín og ef það var eitthvað
sem mann vantaði hjálp við þá
varstu alltaf reiðubúin að að-
stoða. Það er mér minnisstætt og
dýrmætt hvað þú fylgdist vel með
dansinum hjá mér í gegnum árin
og það var ósjaldan sem þú komst
að horfa á mig keppa.
Þú varst foringinn í fjölskyld-
unni. Þú varst fyrirmyndin okk-
ar. Þær eru ógleymanlegar
stundirnar á jólaböllunum með
öllum ættliðum fjölskyldunnar
þar sem þú varst ávallt fremst í
flokki, alltaf hress og í góðu skapi
og stjórnaðir jólaballinu með ein-
stakri snilld. Á bakaraættar-
mótinu okkar sumarið 2010 varst
þú í essinu þínu líka, með skipu-
lagninguna á hreinu eins og allt-
af, með alla fjölskylduna í kring-
um þig og áttum frábærar
stundir saman sem munu aldrei
gleymast í minni mínu.
Elsku besta Kristjana frænka,
hvíl í friði. Bestu þakkir fyrir mig
og mína fjölskyldu. Við munum
öll sakna þín mikið.
Þinn frændi
Víðir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
systir og mágkona,
ELÍNBORG JÓNA RAFNSDÓTTIR
skrifstofumaður,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi miðvikudaginn 7. september.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
16. september kl. 13.00.
Rafn Marteinsson, Kristín Jónsdóttir,
Ásthildur Rafnsdóttir,
Jón Atli Rafnsson,
Ágúst Jónsson, Birna Geirsdóttir,
Sigurborg Sveinbjörnsdóttir, Jón K. Guðbergsson,
Anna Jenný Rafnsdóttir, Gylfi Ingólfsson,
Ásdís Lára Rafnsdóttir,
Edda Maggý Rafnsdóttir, Þórarinn Kópsson,
Aðalheiður Arna Rafnsdóttir.