Morgunblaðið - 10.09.2011, Page 41

Morgunblaðið - 10.09.2011, Page 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Guðrún, elsta systir okkar, hefur kvatt sjötíu og sjö ára. Dúna, eins og hún var jafnan kölluð, var í miðri aldurs- röð níu systkina á Barðsnesi við Norðfjörð. Elstir voru fjórir bræður en á eftir henni komum við fjögur yngri systkini með fárra ára millibili. Auk þess tóku foreldrar okkar á fyrstu búskap- arárum sínum tvö fósturbörn sem ólust þar upp. Dúna skipti vissulega máli sem stóra systir. Ekki aðeins var hún tiltölulega há í þessari frem- ur lágvöxnu fjölskyldu, hún var hjálpsöm, dugleg, góð og glað- lynd og bjó auk þess yfir áræði og útþrá. Þrá til að sjá og reyna nýtt og nýtt. Á Suðurbæjum var margt barna á flestum bæjanna. Hún menntaðist fyrst í farskól- anum sem var haldinn á Gerði annan hvern mánuð. Hinn mán- uðinn var kennt inni í Norð- fjarðasveit. Síðasta barnaskóla- árið var kominn heimavistarskóli á Kirkjumel þar í sveitinni. Það stækkaði hinn félagslega sjón- deildarhring. Dúna var tvo vetur á Eiða- skóla, þeirri ágætu menntastofn- un sem naut leiðsagnar Þórarins Þórarinssonar frá Valþjófsstað. Þar með lauk formlegri skóla- Guðrún Sveinsdóttir ✝ Guðrún Sveins-dóttir fæddist á Barðsnesi við Norð- fjörð 7. desember 1934. Hún lést á Landspítalanum 24. ágúst 2011. Útför Guðrúnar var gerð frá Digra- neskirkju 2. sept- ember 2011. menntun hennar og skóli lífsins tók við. Faðir okkar hafði dáið haustið 1947. Á þeim árum var fólk talið fullorðið sex- tán ára og fór Dúna þá að vinna fyrir sér. Fyrst á vertíð í Vestmannaeyjum. Hún var eitt sumar í kaupavinnu undir Eyjafjöllum. Síðan í góðum vistum á reykvískum heimilum og menntun í sauma- skap fékk hún sér á ágætri saumastofu. Vann síðan við verslunarstörf í Reykjavík. Eftir á sést að menntunarferillinn minnti mjög á sögu móður henn- ar frá Kálfafelli í Suðursveit sem 35 árum áður hafði farið suður á land að sækja lífsreynslu og menntun. Það birti yfir þegar Dúna kom austur á sumrin, tók þátt í hey- skapnum og sagði frá lífinu syðra. Frásagnir sem fræddu okkur heimalningana á útnesinu. Hún kom sér alls staðar vel, eignaðist vini og jákvæðar sög- urnar lagfærðu þá mislitu mynd sem við höfðum af höfuðborg- inni. Hún var söngvin, eignaðist gítar og kenndi gripin þeim sem vildu læra. Í eðlilegu framhaldi af þessari uppvaxtarsögu hlaut að koma að því að Dúna eignaðist mann. Drenglyndan myndarmann með birtu í svipnum, Kristin Kristins- son. Borgardrengur sem hafði unnið til sjós og lands en þó rót- fastur sveitamaður í eðlinu og varð athafnasamur byggingar- meistari. Lítt voru þau búin að verald- arauði í byrjun en samhent og vinnusöm og áttu drjúgt af and- legum verðmætum, örlæti, gest- risni og höfðingsskap sem frá fyrstu byrjun einkenndi heimilið. Börnin urðu brátt fimm og var nóg að gera við húsmóðurstörf og barnauppeldi. Þau störf urðu í raun ævistarf Dúnu og verður það að kallast farsælt ævistarf. Börn þeirra hjóna hafa öll orðið vel menntað myndarfólk sem eiga nú eigin fjölskyldur. Eftir að börnin komust upp hélt Dúna út á vinnumarkaðinn á ný, fyrst við verslunarstörf en síðar sem læknaritari allmörg ár. Og áfram var hún sívakandi yfir velferð sinnar stóru fjölskyldu. Hlutverk sem er ekki hægt að mæla né meta en skiptir óendanlega miklu máli. Alda Ármanna Sveinsdóttir, Ingólfur S. Sveinsson, Auður Sveinsdóttir, Ingunn Sveinsdóttir. Það var sólskinsdagur 24. ágúst og sumri tekið að halla, þegar mér barst fregnin um að vinkona mín, hún Dúna, væri lát- in. Minningarnar streymdu í gegnum hugann. Dúnu kynntist ég fyrir um 50 árum þegar ég og fyrri eigin- maður minn, Þráinn, fórum að draga okkur saman. Dúna var þá gift Kristni eða Dista eins og hann er kallaður, bróður Þráins. Þau hjónin bjuggu á Hávalla- götu og voru búin að eignast elsta barn sitt, Kristin. Fljótlega bættist dóttirin Sigríður við. Ungu hjónin tóku þá ákvörðun að reisa sér hús við Reynihvamm í Kópavogi, og varð Þráinn bróð- ir hans meðeigandi í húsinu. Við Þráinn fluttumst síðan á neðri hæðina. Þarna kynntist ég Dúnu vel enda mikil samskipti okkar á milli. Hún var bráðmyndarleg til allra verka, ljúf og hjálpsöm alla tíð. Hún gat haft sterkar skoð- anir á málefnum og stóð við þær, en alltaf jafn ljúf. Í Reyni- hvammi bættust þrjú börn í hóp- inn Bergljót, Sveinn og Dag- björt. Þegar Dúna gekk með Svein var ég ófrísk að Geir, öðru barni okkar. Ekki áttum við að eiga á sama tíma, en svo skemmtilega vildi til að 9. maí 1964 fæddust þeir báðir. Það vakti kátínu sjúkraflutningamanna þegar þeir komu í annað skipti sama daginn í sama hús að sækja sængurkonu og þeim sagt að eig- inmennirnir væru bræður. Eðli- lega spurðu þeir hvort fleiri bræður byggju í húsinu. Aldrei bar skugga á sambúð- ina þessi ár sem við bjuggum saman í húsinu og Dúna var allt- af boðin og búin að hjálpa þótt hún hafi haft meira en nóg með börnin sín. Við Þráinn fluttum úr Reynihvamminum en samgang- ur var alltaf mikill á milli okkar og ekki síður á milli barnanna okkar. Disti og Dúna eignuðust með tímanum allt húsið í Reyni- hvamminum og byggðu auk þess ris ofan á það. Þarna í hvamm- inum ólust öll börnin upp, allt fyrirmyndarfólk í dag, sem bera foreldrum sínum vitni um það veganesti sem þau fengu í upp- vextinum. Í febrúar 2010 áttum við Dúna og Auður systir hennar skemmtilega daga saman á Kan- arí. Þær systur voru í fríi úti á ensku strönd og ég í fríi hjá syni mínum og fjölskyldu hans í Las Palmas. Þarna átti ég yndislegar stundir með þeim, við urðum aft- ur ungar í anda, í sól og hita. Þarna var gaman hjá okkur eins og svo oft í gamla daga og það er mér dýrmætt að hafa átt þessar stundir með Dúnu minni. Ég verð henni ævinlega þakklát fyr- ir vináttuna í gegnum árin. Ég bið guð að blessa og hugga alla ástvini hennar Sigríður Geirsdóttir (Sidda). Það eru þung spor sem mér eru ætluð núna, að jarðsetja barnið mitt. Þetta er nokkuð sem ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum og nokkuð sem ég á aldrei eftir að sætta mig við. Sonur minn, Eyþór Darri, lést af slysförum 14. ágúst sl., daginn fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Slysið varð föstudaginn 12. ágúst eins og margir urðu vitni að í fjölmiðlum, dagurinn var búinn að vera góður fyrir Eyþór, hann stefndi á að halda upp á afmælið sitt á laugardeginum og var búin að bjóða nokkrum vinum og hlakk- aði mikið til. Hann var búinn að kaupa sér ný föt og það fannst honum nú ekki leiðinlegt, smekkmaður fram í fingurgóma eins og allir sem þekktu hann vissu. Ég skil samt ekki tilgang lífsins núna, þegar ungur maður sem á alla framtíðina fyrir sér er tekinn svona í blóma lífsins. Gamalt fólk biður Guð að taka sig á hverjum degi, en eins og góð kona sagði við mig: Lilja, það bíður hans eitthvert annað verkefni, en ég er ekki sátt við það. Veit ekki hvort það er eigingirni en ég held ekki. Eyþór var ungur þegar hann fattaði það hvað það var gott að fá athygli, byrjaði snemma að klæða sig upp í alls konar múnderingar og halda sýningu fyrir okkur for- eldrana og gesti sem bar að garði. Hann var nú ekki fæddur í ljóns- merkinu fyrir ekki neitt! Meira að segja síðastliðið vor klæddi hann sig upp í búning sem margir af vin- um hans kannast við og fór og gantaðist við fólkið í hverfinu. Ég sit hér og reyni að skrifa, en það er bara ekki sanngjarnt að þurfa að skrifa minningargrein um 18 ára ungan dreng. Eyþór var fallegur að innan sem utan, húmoristi og skemmtilegur. Hann þurfti alveg að hafa fyrir tilverunni en var ótrúlega dugleg- ur. Þegar hann tók að sér verkefni mátti maður sko alveg stóla á að það yrði gert strax og vel. Líkamsræktin átti hug hans all- an síðastliðin tvö ár og var hann Eyþór Darri Róbertsson ✝ Eyþór DarriRóbertsson fæddist 15. ágúst 1993. Hann lést af slysförum 14. ágúst 2011. Útför Eyþórs Darra fór fram frá Hallgrímskirkju 24. ágúst 2011. búinn að ná rosalega góðum árangri þar og það geislaði af honum þetta síðasta ár. En mikið er ég ósátt við lífið og ég segi það enn og aft- ur: Þetta eru erfið spor sem mér eru fengin núna sem ég mun aldrei sætta mig við, en læri von- andi að lifa með. Guð geymi þig, elsku drengurinn minn. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin, sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta og skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Söknuður minn er meiri en orð fá lýst. Þín mamma. Minn elskaði sonur, Eyþór Darri, ógerlegt er að myndgera jafn hlýjan og yndislegan dreng eins og þig. Það mátti læra margt af þér; þú varst hæfileikaríkur, listrænn, heil- steyptur, réttsýnn, nærgætinn, skynsamur og hlægilega villtur til meinlausra hrekkja. Gleði þín og uppátæki eru eftirminnileg. Þér varð ekki langra lífdaga auðið, við andlát þitt fór heil fram- tíð, framtíð þín í þessum heimi, þar sem við eftirlifendur verðum áfram í óráðinn tíma. Ég hvorki vil né mun sætta mig við fráfall þitt. Sorg mín á sér upphaf en engan endi, en minningar um þig lifa og styrkja áframhaldandi líf. Tilgangur þinn og hvers manns líf er ekki einskorðað við líf í þeim skilningi er við þekkjum, þó er full- víst í minu hugskoti að það hefur tilgang. Ég veit þér líður vel á þeim stað sem þú ert, hvar sem hann kann að vera. Samvera okkar var einlæg og uppfull af ánægju og hlýju. Engin orð voru eftir ósögð fyrir andlát þitt. Þig kveð ég ekki með orðum því þú ert mér og verður í huga og hjarta um ókomna framtíð. Hjarta- lag okkar og hlýja hvors til annars var á sterkum grunni og einstök. Orð geta ekki tjáð hversu mjög ég sakna þín … Þú verður ljós á vegi mínum. Guð geymi þig, elsku drengur- inn minn. Þinn pabbi.Kveðja frá systursonum Móðursystir okkar, Sigríður Ólafsdóttir (Sigga frænka) hefur nú kvatt þetta líf. Sigga var alla sína ævi einstök dugnaðar- og gæðamanneskja, ljúf, góð og traust. Þrátt fyrir tæplega 99 ára aldur er mikill sjónarsviptir að henni og hennar sárt saknað af þeim fjölmörgu sem hana þekktu. Sigga ólst upp á fátæku heim- ili, elst 13 systkina og faðirinn langtímum fjarri heimili við sjó- sókn og aðra vinnu, en hann féll frá þegar Sigga var á unglings- aldri. Á Siggu lögðust því eðlilega þungar byrðar frá unga aldri við umönnun yngri systkina og að- stoð við heimilisstörf. Undan þeim byrðum kiknaði hún aldrei. Það gerði hún heldur ekki síðar á ævinni þegar aðrir erfiðleikar lífsins steðjuðu að. Sigga var ætíð sá klettur í hafinu sem allir gátu reitt sig á og fengið skjól af. Rósa móðir okkar var ein af yngstu systkinum Siggu frænku, 12 árum yngri. Henni var Sigga stoð og stytta þegar hún var að hefja sinn heimilisrekstur og við bræðurnir einn af öðrum komum í heiminn. Þegar von var á nýjum bróður og móðir okkar þurfti að Sigríður Ólafsdóttir ✝ Sigríður Ing-unn Ólafsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 26. september 1912. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 23. ágúst 2011. Útför Sigríðar fór fram frá Bú- staðakirkju 2. sept- ember 2011. fara á fæðingar- deildina var heimili Siggu opnað fyrir okkur strákunum. Þó voru þar fyrir fimm börn og húsa- kynni og önnur efni næsta þröng á mælikvarða nú- tímans. Þessa minn- umst við nú með þakklæti. Blíðlyndi Siggu og atlæti við okkur bræðurna var raunar slíkt að hún var okkur sem önnur móðir. Því var það okkur auðvelt að færa okkur á milli heimila þeirra systranna, þótt ungir værum. Það var varla að við fyndum nokkurn mun. Svona var Sigga raunar við alla. Af henni stafaði slíkri blíðu og hlýleika að öll börn löðuðust um- svifalaust að henni. Það er því engin tilviljun að flest barna hennar kusu sér það lífsstarf að annast um og huga að velferð og menntun nýrra kynslóða. Við bræðurnir kveðjum nú Siggu frænku. Hún varpaði ljóma inn í okkar líf og annarra. Fyrir það eigum við henni mikla skuld að gjalda sem aldrei verður greidd. Megi góðar minningar um þessa blíðu og jafnframt sterku konu styrkja börn hennar, maka þeirra, barnabörn og barnabarnabörn í sorg þeirra. Atli Árnason og Ragnar Árnason. Hjartkær tengdamóðir mín er látin eftir langa og góða ævi- göngu. Kynni okkar hófust þegar ég giftist syni hennar, Ólafi, 1983. Hún var þá um sjötugt. Óskar, tengdafaðir minn, var þá enn á lífi, en hann lést 1988. Þau tóku mér, nýju tengdadótturinni, afar vel. Árið 1991 keypti Sigríður litla íbúð að Hæðargarði 33 og var meðal fyrstu íbúa sem fluttu þangað. Hún var fljót að eignast góða kunningja meðal sambýl- inga og stundaði m.a. tómstunda- starf sem þar er í boði. Þá komu fram listrænir hæfileikar hennar hvort sem það var í útskurði, postulínsmálningu, perlusaumi og öðru handverki sem þar er kennt. Húsvarðarhjónin, Björg- vin og Jónína, urðu góðir vinir hennar og voru henni ætíð stoð og stytta. Hafi þau alúðarþakkir fyrir. Sigríður var elst í stórum systkinahópi og var mjög gaman að vera með þeim á góðri stund þar sem sögur, söngur og hlátur hljómaði. Breiðfirska blóðið átti ríkan þátt í því, enda var það leið- andi afl í allri hennar skaphöfn. Hún var höfðingjadjörf, lét ekki hlut sinn fyrir neinum, sama við hvern var átt, ef henni fannst á sig hallað, fljót til sátta til að leysa úr ágreiningi sem upp kynni að koma. Sigríður var miðpunktur stór- fjölskyldunnar og var ávallt leit- að til hennar þegar þörf var á góðum ráðum og huggun. Hún fylgdist vel með ættingjum sín- um nær og fjær og vissi um líðan þeirra og athafnir. Þá var henni mjög annt um barna- og barna- börnin, sem elskuðu hana og virtu. Sigríður var mikil félagsvera, vildi hafa fólk í kringum sig og var virk í félagsmálum, m.a. í Barðstrendingafélaginu og Kvenfélagi Bústaðasóknar. Sigríður var mér afar kær og sem önnur móðir. Hún var líka góð amma þriggja barna minna og barnabarna. Það var alltaf gaman að heimsækja hana í Hæðargarð. Hún hafði ótrúlega gott minni og frásagnir hennar frá gamalli tíð voru skemmtileg- ar og fróðlegar. Þegar líða tók á ævina fór heilsan að bila. Þá naut hún góðrar aðstoðar frá heima- hjúkrun og fékk heimilishjálp. Það var mikill missir og sorg hjá okkur öllum þegar dóttir hennar Guðrún Fanney lést árið 2005. Sigríður tókst á við sorgina og náði að vinna úr henni eins og mögulegt var. Það var mikill og sterkur sólargeisli sem varpaði ljósi sínu á Sigríði þegar tvíbura- systur, sonardætur Fanneyjar, fæddust nú í sumar og það var gleðistund að vera með henni við skírn litlu telpnanna í byrjun ágúst. Síðustu æviárin bjó Sigríður á Hjúkrunarheimilinu Eir. Þar sýndi hún sömu umhyggju fyrir öðrum íbúum sem bjuggu með henni á deildinni og í Hæðar- garði. Hún var elskuð og virt af öllum sem henni kynntust. Það var yndislegt að sjá hversu vel var hugsað um hana á Eir af starfsfólkinu, og er öllum færðar hjartans þakkir fyrir. Blessuð sé minning mætrar konu. Ingibjörg Björnsdóttir. • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓEL JÓNSSON, Lindargötu 57, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 7. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. september kl. 13.00. Þórdís Elín Jóelsdóttir, Gunnar Gunnarsson, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi miðvikudaginn 7. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóna S. Sigurðardóttir, Guðmundur V. Þorkelsson, Ragnheiður B. Sigurðardóttir, Theodór Vilmundarson, Sigurður Júníus Sigurðsson, Hjördís Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.