Morgunblaðið - 10.09.2011, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
„Elsku Hjödda
mín, hugur minn hvarflar svo
oft til þín. Orð fá ekki lýst
hvernig sú líðan er að þú eigir
ekki eftir að koma oftar hingað
til mín, eða ég til þín. Þú varst
mér mjög náin systir, og er
margs að minnast. Er þá helst
að telja glaðværð þína, göfug-
lyndi og dugnað.
Ég vil minnast þeirra daga er
við bjuggum við sömu götuna.
Varla leið sá dagur að við hitt-
umst ekki, ýmist hjá mér eða
þér, oft var það þó, að ef þú
komst til mín þá sastu þannig að
þú sást heim til þín, og varst
tilbúin að rjúka ef einhver kom í
heimsókn sem var æði oft.
Heimili þitt var gestkvæmt og
alltaf var pláss fyrir fleiri. Þú
varst svo orkumikil, þú settir
upp hárgreiðslustofu í eldhúsinu
þegar svo bar undir, þú saum-
aðir og prjónaðir, þú lærðir að
setja á gervineglur og vannst
við það allar götur síðan. Þú
Hjördís Lovísa
Pálmadóttir
✝ Hjördís LovísaPálmadóttir
fæddist á Akureyri
26. janúar 1955.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
11. ágúst 2011.
Útför Hjördísar
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 18.
ágúst 2011.
varst mikil áhuga-
manneskja um leik-
list og varst ötul í
Freyvangsleikhús-
inu og fórst í hvaða
veðri sem var
þangað, vetur eftir
vetur, fyrst til að
farða leikarana og
seinna til að leika
og varst oft í aðal-
hlutverkinu, og of-
an á allt varstu
heimsins besta húsmóðir og
mamma.
Þú lést stóra drauminn þinn
rætast síðastliðið haust þegar
þið Pétur fóruð til Nashvill Ten-
nessee, en þú varst ólæknandi
sveitasöngvaunnandi, (og var
fátt annað en sveita-tónlist sett
á fóninn) og spókaðir þú þig þar
innan um aðra slíka, ásamt
frægum og minna frægum
kántrísöngvurum.
Ég gæti haldið lengi áfram,
en það sem upp úr stendur er
okkar mikli vinskapur og kær-
leikur, og það verður mér alltaf
efst í huga. Þrátt fyrir þinn ill-
víga sjúkdóm síðastliðin ár, bar
veikindi þín nú í júlí, brátt að og
beiðst þú lægri hlut í þeirri bar-
áttu. Nú er stórt sár í hjarta
mínu, ég sakna þín svo mikið!
Ég bið góðan Guð að blessa
og styrkja Pétur, Fanneyju,
Halla og fjölskyldur þeirra í
sorginni. Einnig bið ég Guð að
blessa þig, elsku Hjödda mín,
takk fyrir allt!
Farðu í Guðs friði.
Ó, blessuð stund, er hátt í
himinsölum
minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá
og við um okkar ævi saman tölum,
sem eins og skuggi þá er liðin hjá.
(Matthías Jochumsson.)
Kveðja,
þín systir og vinkona,
Elísabet.
Elsku Hjödda mín, það er
erfitt að átta sig á því að þú ert
farin úr þessu tilverustigi á allt
annað tilverustig .
En ég trúi því að það til-
verustig sé bæði betra og fal-
legra en það jarðneska.
Ég trú því líka að þar
blómstrir þú eins og þú sann-
arlega gerðir í okkar lífi, innan
um allt það góða og fallega fólk
sem Guð hefur kallað til sín.
Sagt er að Guð taki til sín alla
þá sem hann elskar oft langt
fyrir aldur fram og sannarlega
er hægt að trúa því en við sem
erum þér næst og elskum þig af
öllu hjarta erum ekki sátt við þá
ákvörðun og verðum aldrei.
Þegar ég lít til baka minnist
ég þess hversu ánægjulegt það
var og mikill heiður fyrir okkur
Þórunni, Hjödda mín, þegar þú
mættir óvænt í jólahlaðborðið til
okkur um árið með Öldu systur
okkar og Vidda, en Þar varst þú
hrókur alls fagnaðar og munum
við seint gleyma þeim fallega
degi.
Elsku Hjödda, flogin ertu frá
okkur eftir erfiða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm, en þvílík bar-
áttukona sem þú varst.
Þannig varstu ávallt, hress,
opin, félagslynd og skemmtileg.
Gott var að eiga við þig spjall
hvar og hvenær sem var um allt
sem skipti máli, hverju sinni.
Alltaf var gott að leita til þín
um ráð og úrræðagóð varstu
með eindæmum.
Manni leið alltaf vel í þinni
návist. Hnyttin varstu, Hjödda
mín, og maður heyrði marga
góða frasa eftir þér hafða en sá
eftirminnilegasti var þegar þú
hafðir á orði eftir brúðkaupið
ykkar Péturs: „Aldrei skal ég
gifta mig aftur í mígandi rign-
ingu.“
Þú varst alltaf boðin og búin
til góðra verka, fjölskyldukona
varstu mikil og svo sannarlega
elskaðir þú gullmolana þína
Fanneyju og Halla alveg út af
lífinu og ekki má gleyma fal-
legum barnabörnunum sem þú
og Pétur eignuðust.
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín;
líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
Nei, nei það varla óhætt er
englum að trúa fyrir þér;
engill ert þú og englum þá
of vel kann þig að lítast á.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Elsku Pétur, Fanney, Halli,
Hafsteinn, Silja og barnabörn
við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Megi Guð og englar fylgja
ykkur í sorginni á þessum erf-
iðum tímum.
Hreinn, Þórunn og börn.
✝ GunnhildurSnorradóttir
fæddist á Flateyri
við Önundarfjörð
19. ágúst 1922. Hún
andaðist í Davis í
Kaliforníu 9. ágúst
2011.
Gunnhildur var
dóttir hjónanna
Guðrúnar Jóhann-
esdóttur, f. 24.10.
1885, d. 17.1. 1947
og manns hennar, Snorra Sig-
fússonar, f. 31.8. 1884, d. 13.4.
1978, fyrrum skólastjóra á Flat-
eyri og á Akureyri, síðar náms-
stjóra á Norðurlandi. Systkini
Gunnhildar voru Örn, f. 1912, d.
1985, Haukur, f. 1916, d. 1958,
Jóhannes, f. 1917, d. 2006, Anna
Sigrún, f. 1920, d. 2009 og
Snorri, f. 1930.
Gunnhildur fluttist með for-
eldrum sínum frá Flateyri til
Akureyrar árið 1930. Þar lauk
hún stúdentsprófi árið 1942 og
hélt til náms í Bandaríkjunum
þá um haustið. Í fyrstu innrit-
1950. Foreldrar Lymans voru
hjónin Edward Eric Lorensen, f.
1884, d. 1968, og Marie Jeanette
Hasty, f.1900, d. 1960. Lyman og
Gunnhildur settust fyrst að um
skamma hríð í Rye í New York
en fluttust snemma til Orinda
við San Francisco-flóann í Kali-
forníu. Þar bjuggu þau fram í
háa elli. Þau eignuðust þrjár
dætur, Önnu Gudrunu, lands-
lagsarkitekt , f. 18.2. 1952, Ing-
rid Marie, hjúkrunarfræðing, f.
26.9. 1953 og Gildu Jane, lækni,
f. 12.4. 1956. Synir Gudrunar og
Robert Baxter eru Loren Moore,
f. 2.6. 1984 og Gavin Lyman, f.
5.10. 1990. Dætur Ingrid og
Charles Mills eru Loa Lorensen,
f. 9.8. 1980 og Greta Gunn-
hildur, f. 2.6. 1984. Loa á Simon
Charles Hubert, f. 14.3. 2008,
með Phillippe Gouffier. Dóttir
Gildu og Paul Matson er Rosa
Grace Edda Mallorson, f. 31.8.
1997.
Hún er jarðsett í Weeping
Water í Nebraska, fæðingarbæ
Lymans eiginmanns hennar.
aðist Gunnhildur í
American Univers-
ity í Washington og
lauk þaðan BA
prófi í uppeld-
isfræði árið 1946 og
MS námi frá Cor-
nell University í
sömu grein. Gunn-
hildur kom heim að
afloknu há-
skólanámi til starfa
um eins árs skeið
við gáfnapróf á vegum dr. Matt-
híasar Jónassonar sálfræðings
og háskólaprófessors. Árið 1969
lauk Gunnhildur prófi í bóka-
safnsfræðum frá University of
California í Berkley. Gunn-
hildur var bókavörður við Mart-
inez Junior High School 1969-
1979. Þar kenndi hún bóka-
safnsfræði. Gunnhildur var
skipuð ræðismaður Íslands í San
Francisco og Berkeley 1989 og
gegndi því starfi til 1997.
Gunnhildur giftist manni sín-
um, dr. Lyman Lorensen, f. 26.9.
1923, í Akureyrarkirkju 2.9.
Við kynntumst Gunnhildi
Snorradóttur Lorensen, sem lézt
9. ágúst síðastliðinn, þegar við
fluttum til Kaliforníu fyrir hart-
nær 30 árum. Hilda var hún köll-
uð alla jafna. Frændfólk okkar á
Íslandi þekkti Hildu og lagði fyr-
ir að knýja dyra hjá henni. Hilda
hafði þá búið í Bandaríkjunum í
40 ár, lengst af á San Francisco-
svæðinu. Það var okkar lán, því
hún tók okkur afar vel og veitti
okkur ómetanlegan stuðning við
að festa rætur á nýjum og
ókunnum slóðum. Hún var hauk-
ur í okkar horni alla tíð.
Hilda hélt utan til náms í upp-
hafi seinni heimsstyrjaldar og
ílentist. Við framhaldsnám í Cor-
nell-háskóla í New York kynntist
hún Lyman Lorensen, bóndasyni
frá Nebraska, sem lék dixieland
jazz á básúnu í frístundum. Þau
urðu hjón og áttu þrjár dætur.
Lyman varð farsæll vísindamað-
ur við tilraunastofnun orkumála-
ráðuneytis Bandaríkjanna í
Berkeley og Livermore.
Þrátt fyrir langa búsetu er-
lendis ræktaði Hilda stöðugt
tengslin við Ísland – hún var
rammíslenskur heimsborgari.
Hún var vel menntuð, fyrst til
stúdentsprófs í heimabæ sínum
Akureyri og seinna úr háskóla-
námi í Washington, New York og
Kaliforníu. Það var þess vegna
menningarblær á öllu í kringum
hana, heimilið bar þess merki og
sömuleiðis allt sem hún tók sér
fyrir hendur. Hún talaði og skrif-
aði kjarnyrt mál og var alltaf
jafn ánægjulegt að heyra hana
standa vörð um Ísland og ís-
lenska þjóð í fortíð og nútíð. Hún
var jafnan mjög vel að sér um ís-
lensk málefni og var forvitin um
það sem var helzt í fréttum á
gamla landinu. Naut hún þar
mikils frændgarðs á Íslandi og
ekki hvað sízt systur sinnar
Önnu, sem skildi hismið frá
kjarnanum um íslenzk dægurmál
eins og henni var einni lagið.
Frændræknin var Hildu í blóð
borin og aldrei fór milli mála,
hversu vænt henni þótti um sitt
fólk og hvað hún var stolt af því
öllu í blíðu og stríðu.
Það var því framúrskarandi
vel valið, þegar Hilda var gerð að
ræðismanni Íslands í San Franc-
isco 1989, eina konan sem gegnt
hefur því starfi. Hún hafði einatt
verið virk í stjórn Íslendinga-
félagsins í Norður-Kaliforníu,
þar sem róðurinn var oft þungur.
Hún var sérstaklega atorkumikil
og ráðagóð á þeim vettvangi sem
og öðrum. Hún varð enda dáður
og virtur ræðismaður, glæsilegur
fulltrúi þjóðarinnar bæði heima
og heiman.
Fyrir rúmum 10 árum tóku
veikindi að herja á Hildu, hún
varð að mestu bundin við hjóla-
stól og átti erfitt með að tjá sig.
Hún var alltaf hörð í horn að
taka, föst fyrir og hélt fast við
sinn keip í orði og æði – veikindin
voru henni því greinileg von-
brigði. En hún hélt reisn engu að
síður og með Lyman ávallt sér
við hlið bar hún byrðar sínar með
einstökum þokka til dauðadags.
Gunnhildur var einstök kona,
sem gott var að þekkja. Það er
sjónarsviptir að henni en eftir
lifa minningarnar um svipmikinn
Íslending.
Helga Þorvarðardóttir
og Magnús Þrándur
Þórðarson.
Gunnhildur Snorradóttir
Lorensen
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
Guðríðarkirkja
auglýsir sal til leigu:
Fyrir erfidrykkjur, brúðkaup, fermingar, fundarsalur.
Uppl. S. 577 7770 og 663 7143 eða
kirkjuvördur@grafarholt.
www.gudridarkirkja.is
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG GUNNARSDÓTTIR,
Ofanleiti 17,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn
30. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 13. september kl. 15.00.
Hanna B. Herbertsdóttir, Þorsteinn Karlsson,
Herdís K. Herbertsdóttir, Sturla Stefánsson,
Gunnar Herbertsson, Margrét Árnadóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
GUÐMUNDUR ALBERT ELÍASSON
fv. kaupmaður
á Suðureyri,
lést á dvalarheimilinu Hrafnistu Hafnarfirði
fimmtudaginn 8. september.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
14. september kl. 11.00.
Ingibjörg Jónasdóttir,
Ellert Guðmundsson,
Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, Ágúst Ágústsson,
Ingibjörg Aþena Ellertsdóttir,
Kolka Hvönn Ágústsdóttir,
Ragnheiður Elíasdóttir.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VALGEIR ÁSBJARNARSON,
Brekkugötu 38,
Akureyri,
lést mánudaginn 5. september.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 19. september kl. 13.30.
Ásta Axelsdóttir,
Axel Valgeirsson, Hanna Guðrún Magnúsdóttir,
Ásbjörn Árni Valgeirsson, Harpa Hrafnsdóttir,
Kristjana Valgeirsdóttir, Ríkarður G. Hafdal,
Gunnlaug Valgeirsdóttir, Ríkharður Eiríksson,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
JÓN GUÐMUNDSSON
netagerðarmaður,
Kjarrmóum 16,
Garðabæ,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hring-
braut mánudaginn 5. september.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
14. september kl. 15.00.
Guðbjörg Sigríður Jónsdóttir, Loftur Bjarni Gíslason,
Helga Björg Loftsdóttir,
Jón Bjarni Loftsson,
Ísak Máni Loftsson,
Óli Arelíus Einarsson.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVEINBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR,
Frostafold 14,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 8. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Ósk Lárusdóttir, Þorsteinn Alexandersson,
Logi Guðjónsson,
Valgerður Ragnarsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
MARÍA GUNNARSDÓTTIR,
Maja,
sjúkraliði,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar
miðvikudaginn 7. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þórður Kristinn Guðmundsson,
Ívar Örn Þórðarson, Sigríður Vigdís Þórðardóttir,
Guðríður Kristín Þórðardóttir, Sölvi Hall,
Halla Guðbjörg Þórðardóttir, Sigurjón Veigar Þórðarson
og barnabörn.