Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
✝ Gunnar Hall-dórsson var
fæddur að Gunn-
arsstöðum í Þist-
ilfirði 15. febrúar
1933. Hann lést 31.
ágúst 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Þur-
íður Árnadóttir, f.
29.10. 1888, d. 22.7.
1982, frá Gunn-
arsstöðum, og Hall-
dór Ólason, f. 7.9. 1895, d. 28.7.
1975, f. að Brekku í Hvalvatns-
firði. Gunnar var næstyngstur í
hópi sjö systkina. Systkini hans
eru: a) Arnbjörg, f. 4. febrúar
1922, d. 19. febrúar 2011, eig-
inmaður hennar var Höskuldur
Guðlaugsson, f. 22. júlí 1911, d.
8. júní 1999, þau áttu 4 börn b)
Óli, f. 1. ágúst 1923, d. 2. maí
1987, eiginkona hans var Hólm-
október 1947, sambýlismaður
hennar er Stefán Jakobsson, f.
18. október 1954, hún á 1 barn.
Ævistarf Gunnars var við bú-
störf. Gunnar og bróðir hans
Óli bjuggu félagsbúi á Gunn-
arsstöðum og ræktuðu bæði
sauðfé og mjólkurkýr auk þess
sem alltaf voru reiðfær hross á
bænum. Ræktunarstarf þeirra
bræðra í búfjárrækt var lands-
þekkt og verðlaunað. Gunnar
var afskaplega glöggur á
skepnur og hélt vel um bústofn
sinn. Hann var náttúrubarn,
elskaði landið sitt og þekkti
hverja þúfu og hól í nágrenni
sínu. Eftir lát Óla bróður síns
bjó hann áfram félagsbúi með
ekkju Óla, Hólmfríði Kristdórs-
dóttur.
Gunnar bjó alla tíð að Gunn-
arsstöðum allt til ársins 2008 er
hann flutti ásamt Hólmfríði
mágkonu sinni á Dvalarheimilið
Naust á Þórshöfn, þar sem hann
bjó til dánardags.
Útför Gunnars fer fram frá
Svalbarðskirkju í dag, 10. sept-
ember 2011, og hefst athöfnin
kl. 14.
fríður Kristdórs-
dóttir, f. 6. júní
1926. c) Árni, f. 21.
júlí 1925, d. 21.
apríl 1997. d) Hall-
dóra, f. 13. febrúar
1928, eiginmaður
hennar er Þórólfur
Þorgrímsson, f. 30.
desember 1928,
þau eiga 7 börn. e)
Guðný, f. 2. mars
1930, eiginmaður
hennar er Snæbjörn Pétursson,
f. 31. ágúst 1928, þau eiga 5
börn f) Brynhildur, f. 20. ágúst
1936, eiginmaður hennar var
Vilhjálmur Guðmundsson, f. 1.
mars 1913, d. 18. ágúst 1980,
þau eiga 3 börn. Auk þeirra
systkina voru alin upp af Þuríði
og Halldóri Hermann Jóhanns-
son, f. 25. september 1941, hann
á 3 börn og Sigrún Jóns, f. 29.
Nú er Gunnar nafni á Gunn-
arsstöðum farinn á fund feðra
sinna og vildi ég minnast hans í
nokkrum orðum.
Búskapur á Gunnarsstöðum
var hans líf og yndi og öll ræktun
var honum hugleikin, hvort sem
það var jörðin eða hjörðin.
Hann var mjög glöggur á líðan
skepnanna sinna og var honum
einnig umhugað að eiga úrvals-
gripi. Hann var verðlaunaður fyr-
ir sauðfjárrækt og nautgripa-
rækt, frá honum kom eitt besta
kynbótanaut landsins, Þistill frá
Gunnarsstöðum, var hann ákaf-
lega stoltur af því. En það sem
gladdi hann mest og hann var
stoltastur af var melgresið sem
hann sáði á Gunnarsstaðasandi.
Hann var fjárglöggur, og
þekkti kindur sínar allar með
nafni og samdi hann rit með 2000
ærnöfnum árið 2000.
Hann var mjög glöggur á nátt-
úruna, grös, blómjurtir, fugla og
fénað.
Hann var einnig mjög ljóðelsk-
ur og kunni ógrynni ljóða og hafði
gaman að deila með öðrum. Oft
var gaman í eldhúsinu á Gunn-
arsstöðum þegar þeir bræður Óli
og Gunnar voru í ljóðaham og
ekki spillti fyrir hvað afi og amma
voru með á nótunum.
En eitt var það sem honum
vannst ekki tími til að klára, að
rækta verðlaunahest. Hann hafði
mikið yndi af hestum og folöldum,
sá hann oft í þeim „stjörnufák“.
Ég var ellefu ára þegar Óli
frændi hringdi í Dóru systur sína
og bað um ’62 árgerðina í sveitina,
var ég öll sumur meira og minna á
Gunnarsstöðum meðan Gunnar
var með búskap. Oft þegar við
vorum búnir að puða í böggum
fram á kvöld sagði hann stundum
„við skulum leggja á hesta“ og
svo var farið á bak og lúinn var
fljótur að líða úr manni.
Þó að Gunnar væri hættur að
búa kom ég samt áfram í sveitina
mína.
Ég og Árni bróðir plöntuðum
skógi á Gunnarsstöðum sem hann
hafði mikið yndi af. Ennfremur
hjálpuðum við honum að koma
upp garði við húsið.
Þar sátum við oft frændur og
áttum góðar stundir.
Í lokin vildi ég þakka nafna
fyrir allt sem hann gerði fyrir mig
og allt sem við áttum saman.
Farðu vel, frændi og vinur.
Gunnar Þórólfsson.
Heim til Þistil- fagra -fjarðar,
svífur hugurinn.
Svo orti Óli móðurbróðir minn.
Þistilfjörður bernsku minnar var
reyndar ekkert sérlega fagur.
Þangað fórum við fjölskyldan á
sumrum, í minningunni oftast í
norðansúld og kulda, ég þjakaður
af bílveiki alla leiðina. Enda lá
leiðin um krókótta, niðurgrafna
og vonda vegi. En í Þistilfirði bjó
hins vegar ekkert venjulegt fólk,
þar bjuggu stórbændur og miklir
andans jöfrar og báru móður-
bræður mínir höfuð og herðar yf-
ir aðra í því efni, að mínu mati.
Aðdáun mín á þeim var tak-
markalaus og allt sem þeir gerðu
og sögðu var merkilegt og tekið
alvarlega.
Mér hlotnaðist að fá að dvelja
eitt vor á Gunnarsstöðum um 10
ára aldur. Það var mér verðmætt.
Mér fannst tíminn lengi að líða en
sennilega hafa þetta ekki verið
nema 2-3 vikur. Þetta vor voru afi
og amma enn á lífi og amma fór að
mestu með búsforráð innan húss,
alltaf svo blíð, þessi gamla fín-
gerða kona, afi var alvörugefinn,
las mikið og fúlskeggjaður. Ég
tók þátt í vorstörfunum, sem voru
öðruvísi en í minni sveit, miklu
merkilegri. Árni var þá enn
heima, sinnti sínu. Fyrir hádeg-
isfréttir í ríkisútvarpinu var alltaf
spilaður fugl dagins og þekku
þeir bræður þá iðulega, þeir vissu
allt. Gunnar annaðist mjólkur-
flutninga sveitarinnar til Þórs-
hafnar og sá um öll verk heima
fyrir. Óli vasaðist í félagsmálum,
dýralækningum og yfirleitt öllu
því sem þurfti að gera af bæ.
Hann gat allt. Einn daginn
skrapp hann í Leirhöfn og kom til
baka með hyrnda kú, kýr voru
hans líf og yndi. Það var gott veð-
ur þessar vikur og ég sættist að
fullu við Þistilfjörðinn. Mamma
kom svo og sótti mig, þó þannig
að Óli keyrði okkur heim en í
sömu ferð var farið með Árna,
hann var að flytja á Sólborg.
Gunnar Halldórsson var töffari
með báða fætur á jörðinni. Hann
var alþýðumenntaður maður, og
bóndi af guðs náð. Sauðfé og hest-
ar voru hans uppáhaldsskepnur
og var hann afar næmur á þarfir
og hegðun búsmala síns. Hann og
þeir bræður báðir stunduðu
ræktunarstarf, bæði í sauðfé og
nautgripum svo eftir hefur verið
tekið og verið verðlaunað. Þegar
hann svo hætti með kýrnar og
sneri sér að hrossum, var enn
unnið til verðlauna. Hann gætti
hjarðar sinnar vel.
Á Gunnarsstöðum 2 hafa verið
margir sumarpiltar, átti Gunnar í
þeim margan uppáhaldslaukinn,
fylgdist hann með þeim á lífsins
leið, dáðist að þeim og lá ekki á
því. Hann var enda barngóður og
vinsæll meðal þeirra.
Ég hitti Gunnar síðast sl. vor
er ég fór með foreldra mína í Þist-
ilfjörð í tilefni demantsbrúðkaups
þeirra. Þá bauð ég Gunnari í bíl-
túr yfir Hófaskarð til að sýna
honum leiðina. Því miður fer hann
þá ferð með mér flatur, það var
ekki ætlunin. Við gleymum því
miður of oft að lifa fyrir líðandi
stund, alltaf að bíða eftir rétta
tækifærinu, en hvaða tækifæri er
rétt?
Við kveðjum í dag, með virð-
ingu og þökk, heiðursmann og
mikinn bónda, sem stoltur getur
litið um öxl og séð ávöxt erfiðis
síns. Nú fær hann að beita hjörð
sinni á ótakmörkuð beitlönd hvar
geta,
leikið lömb í kringum
lítinn smaladreng.“
Pétur Snæbjörnsson.
Því fækkar óðum fólkinu
heima í sveitinni minni í Þistilfirði
sem var í blóma lífsins á bernsku-
og æskuárum mínum þar nyrðra.
Söknuður og eftirsjá fyllir hug-
ann í hvert sinn sem við sjáum á
bak ættingjum, vinum eða sam-
ferðafólki á lífsleiðinni. Nú síðast
í ágúst lést á Dvalarheimilinu
Nausti á Þórshöfn vinur og
frændi, Gunnar Halldórsson
bóndi á Gunnarsstöðum, 78 ára
að aldri.
Um miðbik síðustu aldar var
mikill framfarahugur með þjóð-
inni. Ný tækni ruddi sér til rúms
og bændur voru í óðaönn að vél-
væðast og tileinka sér nýjungar
sem bæði léttu störfin og bættu
kjörin. Um þær mundir tóku
bræðurnir Óli og Gunnar Hall-
dórssynir við búi foreldra sinna á
Gunnarsstöðum II. Um sama
leyti tóku Sigfús Aðalbergur Jó-
hannsson og Sigríður Jóhannes-
dóttir við búi á Gunnarsstöðum I.
Hér var valinn maður í hverju
rúmi og ferskir vindar léku um
þetta fólk og umsvif þess. Mér er í
minni hve þeir Gunnarsstaða-
menn voru jafnan glaðbeittir og
ótrauðir á hverju sem gekk og
áhugasamir um menn og málefni.
En þótt véltæknin væri gengin í
garð var þó enn gripið til þarfasta
þjónsins til útreiða og í göngum
og smalamennskum. Ég sé þá
fyrir mér enn þann dag í dag,
Gunnar á Skjóna, Óla á Ljót og
Adda á Faxa. Í minningunni er
sólskin í Þistilfirði og vaskir
menn á ferð, vel ríðandi og síður
en svo „hljóðir og hógværir“.
Þeim bræðrum búnaðist vel
enda harðduglegir og áhuga-
samir. Þeir höfðu nokkuð skýra
verkaskiptingu sem var þannig
að Óli var meira út á við, sinnti
kennslu, félagsmálum o.fl. en
Gunnar helgaði sig búskapnum
heima við. Hann var áhugasamur
um allar skepnur og var í essinu
sínu á vorin þegar ungviðið var að
koma í heiminn. Hann var af-
burða verkmaður og vann jafnan
langan vinnudag því að nóg voru
verkefnin. Hann varð maður véla-
aldar og var laginn að stjórna og
fást við þær vélar og tæki sem
nota þurfti við búskapinn. Um
tíma vann hann sem jarðýtustjóri
hjá Ræktunarsambandinu og
naut þess að beita afli þessarar
stórvirku vélar.
Gunnar fór að mestu á mis við
skólagöngu fyrir utan barnaskól-
ann í sveitinni. Hins vegar þyrsti
hann í fróðleik og svalaði þeim
þorsta með þrotlausum bóklestri.
Hann var ljóðelskur með afbrigð-
um og kunni „íslensku klassíkina“
að miklu leyti. Þar fyrir utan
fylgdist hann með yngri skáldum
og var vel viðræðuhæfur á þeim
vettvangi. Þá kunni Gunnar
ógrynni af lausavísum, vissi til-
efni þeirra og þekkti til höfunda
flestra. Hann hafði næmt eyra
fyrir hrynjandi og ljóðstöfum og
flutti hvert ljóð með réttum
áherslum og blæbrigðum. Það fór
ekki framhjá manni hve hann
naut þess að fara með vel ort ljóð.
Þar var hann á heimavelli.
Um 1980 byggðu þeir Gunnar
og Óli þrjátíu og tveggja kúa fjós
og hófu rekstur myndarlegs kúa-
bús á Gunnarsstöðum. Árið 1987
lést Óli en Gunnar hélt áfram bú-
skapnum til ársins 1997. Síðustu
árin dvaldi hann á Dvalarheim-
ilinu Nausti á Þórshöfn, þá orðinn
tæpur á heilsu. Fundir okkar í
milli strjáluðust með árunum en
nú á þessari stundu er mér efst í
huga þakklæti fyrir góð kynni og
trygga vináttu sem aldrei bar
skugga á. Ég sendi systrum hans,
fjölskyldum þeirra, svo og frænd-
liði, sveitungum og vinum hug-
heilar samúðarkveðjur og bið
þeim guðsblessunar.
Óttar Einarsson
Gunnar
Halldórsson
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 551 3485/896 8284 (24 tíma vakt)
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri - S. 892 8947
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
frá Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
4. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 12. september kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á vökudeild Landspítalans.
Gísli Guðbrandsson,
Ólafur Vignir Sigurðsson, Inga Fanney Jónasdóttir,
Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson, Ásdís Tryggvadóttir,
Anna Filippía Sigurðardóttir,
Stefán Bjarni Gíslason, Ulrika Fransson,
María Sigríður Gísladóttir,
Guðbjörg Ólafía Gísladóttir, Gylfi Skarphéðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓNÍNA MARGRÉT GÍSLADÓTTIR,
áður til heimilis í Sóltúni 11,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu-
daginn 2. september.
Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 12. september kl. 13.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar
er bent á Félag Alzheimerssjúklinga, www.alzheimer.is.
Grímur H. Brandsson, Sigríður Ágústsdóttir,
Tómas J. Brandsson, Karen Jónsdóttir,
Ágústa Brandsdóttir Hummel, Werner Hummel,
Guðbrandur G. Brandsson, Arnheiður Vala Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
FRIÐRIKS PÉTURS VALDIMARSSONAR,
Tunguvegi 4,
Njarðvík.
Ólafía Friðriksdóttir, Birgir Vilhjálmsson,
Þórunn Friðriksdóttir, Ragnar Halldórsson,
Oddbjörg Friðriksdóttir, Erlendur Borgþórsson,
Anna Hulda Friðriksdóttir, Árni Klemenz Eiðsson,
Sigrún Alda Jensdóttir, Snorri Snorrason,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
frænku okkar og vinkonu,
ÁSLAUGAR HAFLIÐADÓTTUR
lyfjafræðings,
Bjarkargötu 12,
Reykjavík.
Hjördís, Jóhanna, Anna Jóna og Óskar Óskarsbörn
og fjölskyldur,
Svanhildur Magnúsdóttir og fjölskylda.
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
MARTIN J. BEVANS,
lést í Tallahassee, Flórída, 28. nóvember 2010.
Minningar- og kveðjuathöfn verður haldin í St. Jósefskirkju í
Hafnarfirði mánudaginn 12. september kl. 14.00.
Guðfinna Mathíesen og fjölskylda.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SVAVAR HARÐARSON
bifreiðarstjóri,
Fróðasundi 3,
Akureyri,
sem lést á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akur-
eyri föstudaginn 2. september, verður jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju þriðjudaginn 13. september kl. 13.30.
Brynhildur Pálsdóttir,
Gunnar Hörður Svavarsson, Sigrún Rósa Kjartansdóttir,
Páll Svavarsson, Helga Björg Guðmundsdóttir,
Ingunn Ósk Svavarsdóttir, Sigurður Ingi Friðriksson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GEIR ÓSKARSSON
bifvélavirki,
Stífluseli 2,
Reykjavík,
andaðist í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 6. september.
Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 14. september
kl. 15.00.
Bjarndís Jónsdóttir,
Hrefna Geirsdóttir, Birgir Pétursson,
Magnea Júlía Geirsdóttir, Einar Már Gunnlaugsson,
Jón Bjarni Geirsson, Ragna Jóhanna Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.