Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 48

Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 ... aðdáendur dásam- lega týndir í heil- næmustu rokksköddun sem er að finna hér á landi. 50 » Útvarpsleikhúsið flytur Furðuverk- ið eftir danska leikskáldið Christian Lollike í íslenskri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar á sunnudag kl. 14.00 á Rás 1. Í leikritinu veltir Lol- like fyrir sér þeirri staðhæfingu þýska tónskáldsins Stockhausen að um fullkomið listaverk hafi verið að ræða þegar flugvélarnar flugu á tví- turnana tvo í New York 11. sept- ember 2001, en eftir honum var haft: „Flugvélarnar sem skullu inn í World Trade Centre, 11. september 2001, eru stærsta og endanlegasta listaverk allra tíma.“ Christian Lollike veltir upp ýms- um flötum á atburðunum, eins og tvískinnungi fjölmiðla sem etja fólk út í blygðunarkennda og jafnvel of- beldisfulla hegðun í raunveru- leikaþáttum; fjölmiðla sem nærast á skelfingu, blóði og niðurlægingu. Leikritið er flutt í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá þessum atburðum. Leikstjórinn Inge Faarborg, og leikendur Friðrik Friðriksson, Kristján Franklín Magnús, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Erla Ruth Harðardóttir. Furðuverk Danski leikritshöfund- urinn Cristian Lollike. Furðuverk í Útvarps- leikhúsinu  Danskt leikrit í danskri leikstjórn Nú stendur í Hafnarborg sýn- ing listamannatvíeykisins Hugsteypunnar sem skipað er þeim Ingunni Fjólu Ingþórs- dóttur og Þórdísi Jóhann- esdóttur. Sýningin hefur yf- irskriftina „Í bili“ sem vísar til hins sögulega fyrirbæris furðustofu eða Wunderkamm- er sem talið er marka upphaf safna nútímans og markmið hennar er að skapa vettvang fyrir gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun og hlutverk listasafna í því samhengi. Á sunnudag kl. 15.00 ræða þær Ingunn Fjóla og Þórdís um sýn- inguna og hugmyndirnar að baki henni. Myndlist Listamannsspjall Hugsteypunnar Ingunn og Þórdís = Hugsteypan. Á morgun kl. 16.00 halda finnski fiðluleikarinn Pasi Eerikäinen og Jón Sigurðsson píanóleikari tónleika í Selinu á Stokkalæk en þeir leika á alls níu tónleikum á Íslandi og í Finnlandi í september. Á efnis- skránni eru fiðlusónötur eftir Richard Strauss og Johannes Brahms, Valo eftir finnska tón- skáldið Jaakko Kuuisto og Systur í Garðshorni eftir Jón Nordal. Veitingar verða bornar fram á tónleikunum. Miðapantanir eru í síma 864-5870. Selið á Stokka- læk er á Rangárvöllum en næsti bær er Keldur. Tónlist Rómantík á Stokkalæk Richard Strauss Uppheimar hafa gefið út skáld- söguna Mannorð eftir Bjarna Bjarnason. Mannorð er níunda skáldsaga Bjarna sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Í Mannorði er sagt frá fjár- glæframanninum Starkaði Leví, sem hefur farið huldu höfði frá bankahruni, úthróp- aður og eftirlýstur fyrir sinn hlut í íslenska efnahagsundr- inu. Niðurstaða hans er sú að eina leiðin fyrir hann til að öðlast aftur þátttökurétt í samfélaginu sé að verða sér úti um nýtt mannorð – hvað sem það kostar. Bækur Hvað kostar nýtt mannorð? Kápa Mannorðs. Leikfélagið Sýnir frumsýnir í Gafl- araleikhúsinu í dag nýja leikgerð af riddarasögunni um Tristram og Ís- önd, óbærilega ást þeirra hvort til annars og grimm örlög sem stíuðu þeim í sundur. Askur Kristjánsson og Guðný Lára Árnadóttir fara með hlutverk elskendanna, en leikstjóri er Ármann Guðmundsson sem sem- ur einnig leikgerðina ásamt Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur. Verkið verð- ur aðeins sýnt fimm sinnum. Sagan af Tristram og Ísönd er ein þekkasta ástarsaga miðalda en hún segir frá riddaranum Tristram sem fengið er það verkefni að vinna ástir Ísandar Írlandsprinsessu fyrir hönd frænda síns, Markis Englandskon- ungs. Þau Tristram og Ísönd fella hugi saman og forboðið ástarsam- band þeirra hefst, þrátt fyrir að Ís- önd giftist Markis. Upphaflega stóð til að sýna verkið utan dyra í Elliðaárdalnum í sumar, en horfið var frá því og ákveðið að flytja sýninguna inn. Ljósahönnuður er Benedikt Þór Axelsson, búninga hannar Dýrleif Jónsdóttir, leikmuni gerir Jón Örn Bergsson og hannar hann einnig leikmynd ásamt Ár- manni Guðmundssyni. Tónlistin í verkinu er samin af leikhópnum, leik- stjóra og Birni Thorarensen. Eins og getið er verður verkið frumsýnt í kvöld, en síðan verður það sýnt þriðjudaginn 13. september, föstudaginn 16., laugardaginn 17. og svo loks sunnudaginn 18. september. Sýningar hefjast kl. 20.00 öll kvöldin. Ármann Guðmundsson hefur leik- stýrt hátt á annan tug leikrita hjá áhugleikfélögum víða um land. Hann hefur líka skrifað á þriðja tug leikrita sem sýnd hafa verið bæði í atvinnu- og áhugaleikhúsi og jafnframt samið tónlist fyrir mörg þeirra. Guðrún Sóley Sigurðardóttir hefur m.a. sam- ið leikrit fyrir Leikfélag Hafn- arfjarðar og sigrað í örleikrita- samkeppni Þjóðleikhússins. Leikfélagið Sýnir var stofnað af áhugaleikurum sem sóttu fyrsta ár Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikara árið 1997. Félagið hefur sett upp á annan tug verka með sérstaka áherslu á útileiksýningar og farið í leikferðir út á land. Á meðal verka sem félagið hefur sett upp eru Draumur á Jónsmessunótt, Máv- urinn og Stútungasaga. Óbærileg ást og grimm örlög  Leikfélagið Sýnir sýnir nýja leik- gerð af sögunni um Tristram og Ísönd Ástir Askur Kristjánsson og Guðný Lára Árnadóttir í hlutverkum sínum. Margrét Áskelsdóttir margretaskels@gmail.com Reykjavík Dance Festival hóf göngu sína árið 2002. Á hátíðinni gefst sjálfstætt starfandi danshöfundum, dönsurum og danshópum tækifæri til þess að sýna verk sín og mynda samtal við aðra innan vettvangsins. Á hátíðinni má sjá allt frá hefð- bundnum dansverkum yfir í mjög til- raunakenndar sýningar. Að þessu sinni verða frumflutt 14 íslensk dansverk og hér verður leitast við að gefa innsýn í hátíðina því ekki gefst rúm til að fjalla um öll verkin. Hátíðin var sett síðastliðinn mánudag með dagskrá dansstutt- mynda sem sýndar voru í Bíó Para- dís. Hreyfing og dans komu við sögu í öllum myndunum en viðfangsefni og framsetning var af ólíkum toga. Í fyrsta skipti var nú myndlist- armönnum boðin bein þátttaka á há- tíðinni og röð innsetninga og vid- eoverka er til sýnis í Bíó Paradís, Tjarnarbíó, Dansverkstæðinu og Kex Hostel. Þar að auki voru fluttir tónlistargjörningar. Undanfarin ár hafa myndlist- armenn, tónlistarmenn, tónskáld og hönnuðir unnið í nánu samstarfi við danshöfunda hátíðarinnar að gerð verkanna, en í ár sömdu tveir mynd- listarmenn dansverk í samstarfi við dansara og fólk úr öðrum list- greinum. Þetta voru þau Bjargey Ólafsdóttir með verkið Nú Nú og Snorri Ásmundsson og Sigrún Gunnarsdóttir með dansgjörninginn INVERSUS. Á miðvikudag var opnun sýning- ardagskrárinnar. Verkið Tanz var fyrsta sviðsverk hátíðarinnar. Verk- ið var unnið af danslistahópnum Trans, en hann skipa Ásrún Magna- dóttir, Berglind Pétursdóttir, Kara Hergils, María Þórdís Ólafsdóttir, Þorbjörn G. Kolbrúnarson og Aude Busson. Sviðsmyndin er mjög ein- föld, aftast á sviðinu er stórt tjald sem varpað er á hljóðlausum vid- eoupptökum af dönsurunum í vinnu- ferli dansverks. Á gólfinu er plötu- spilari, tölva og aðrar græjur plötusnúðsins sem er sjálfur inni á sviðinu mestan hluta verksins. Að öðru leyti skapa dansdúkurinn og veggir salarins sjálfa sviðsmyndina. Sviðsheimur, myndheimur og hljóð- heimur vinna vel saman og takast á við spurninguna ,,Hvað er dans?“ Verk Samsuðunnar og co, What a Feeling tekst einnig á við spurn- ingar sem tengjast forminu, en á allt annan hátt en verkið Tanz. Sam- suðan og co, vann verk sitt út frá dansaranum sjálfum, aðstæðum sem gera honum oft ekki kleift að tjá það sem honum er hugleiknast. Dans- arar verksins eru þrír. Saga Sigurð- ardóttir, Berglind Pétursdóttir og Cameron Corbett. Hver dansari seg- ir nokkur orð og dansar ,,uppáhalds" dansinn sinn, sem var saminn með bréfaskriftum og skype- æfingum og Mikil og fjöl- breytileg gróska Morgunblaðið/Golli Fjölbreytni Rýmisverkið Court 0.9144m í portinu við hlið Tjarnarbíós sem Raven vann sýndi fram á þá miklu breidd sem danslistin býr yfir.  Fjórtán íslensk dansverk frumflutt sagður byggjast á draumum og þrám hvers dansara fyrir sig. Þessi uppsetning vekur margar spurn- ingar um hvað það er sem dansarinn þráir heitast að gera og hvort áhorf- endur fái einhverntímann að sjá al- vöru einlægni í dansverki. Verk Margrétar Söru Guðjóns- dóttur; Dedication fjallaði að miklu leyti einnig um hlutverk dansarans og það hvernig tjáning á sviði getur leitt til sterks sambands á milli þess sem sýnir og þess sem horfir. De- dication er enn í vinnslu og verður spennandi að sjá hvernig hugmyndin og prufukeyrslan leiðir verkið áfram í sína endanlegu mynd. Lára Stefánsdóttir undir merkj- um Pars Pro Toto, flutti öllu hefð- bundnara dansverk, sem flokka má sem hugmyndaverk, þar sem áhorf- endur sköpuðu sögur í huganum þegar þeir horfðu á fallegar hreyf- ingar dansaranna. Danslistahópurinn Raven vann rýmisverk í portinu við hlið Tjarn- arbíós. Verkið nefndist Court 0.9144m. Áhorfendur kynntust ólík- um persónum sem spruttu upp innan og utan dyra. Verkið var vel unnið og sýndi einkum fram á þá miklu breidd sem danslistin býr yfir. Fjölbreytileiki Reykjavík Dance Festival gerir það að verkum að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Því hvet ég alla til þess að nýta tækifærið og kynna sér þá miklu og fjölbreytilegu grósku sem er meðal sjálfstætt starfandi danshöfunda og dansara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.