Morgunblaðið - 13.09.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 13.09.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Segir trúnaðinn fyrir bí  Telur að afar fáir Suðurnesjamenn treysti nú orðum ríkisstjórnarinnar Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, segir ljóst að þær seinkanir sem hafi orðið á fram- kvæmdum í Helguvík megi rekja til fjármálaráð- herra, Steingríms J. Sigfússonar, sem hafi verið að plotta á bak við tjöldin. Vísar hann þar til frétta Morgunblaðsins af aðdraganda kaupa Magma Energy Sweden A.B. á hlut HS Orku. „Fjármálaráðherra er að leggja að því fyrirtæki að finna sér aðra samstarfsaðila. Með því er verið að fara á bak við okkur því við höfum treyst á að HS Orka komi sterk inn með orku fyrir álverið. Það hefur alltaf staðið til og við treystum því ennþá.“ Lýsir vonbrigðum með ríkisstjórnina Norðurál og HS Orka hafi farið saman af stað með verkefnið en það hafi helst verið deilt um hve mikið orkumagn HS Orka ætti að leggja í það. Úr- slit í gerðardómi liggi fyrir í lok september en þar greinir Norðurál á við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur vegna orkusölusamninga um álver í Helguvík. „Við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með stöðuna á ríkisstjórnarheimilinu er varðar Suð- urnes. Það virðist vera alveg sama hvaða mál koma upp varðandi okkur, þau eru öll stöðvuð,“ segir Ásmundur. Sá trúnaður sem var, og var þó aldrei mikill, sé fyrir bí. Ásmundur segist telja að afar fáir Suðurnesja- menn treysti nú orðum ríkisstjórnarinnar eftir það sem fram sé komið núna. Það sé alveg ljóst. „Þegar þessar staðreyndir blasa við er maður hugsi yfir stöðu þessa fólks. Bæði fjármálaráð- herra gagnvart sínu fólki og auðvitað gagnvart okkur á Suðurnesjum, segir Ásmundur. „Við erum búin að vera að berjast í þessum atvinnumálum fyrir daufum eyrum ríkisstjórnarinnar.“ Bíða eftir að geta hafið framkvæmdir Ásmundur segist upplifa stöðuna þannig að það hafi verið farið á bak við sveitarstjórnarmenn. Fólk á Suðurnesjum sé undrandi en upplifi þetta í raun sem mikla höfnun frá ríkisstjórninni. Ásmundur segir Norðurál tilbúið að hefja fram- kvæmdir við álverið í Helguvík af fullum krafti um leið og búið sé að tryggja 150 megavött sem sam- svari fyrsta áfanga af þremur. Áætluð heildar- orkuþörf er um 450 megavött. Hann telur að ríkisstjórnin hefði getað veitt leyfi til virkjana og þannig komið vinnu við álverið í gang. Suðurnesjamenn hafi beðið of lengi, sam- félagið sé orðið þreytt á biðinni. sigrunrosa@mbl.is „Þegar þessar stað- reyndir blasa við er maður hugsi yfir stöðu þessa fólks.“ Ásmundur Friðriksson Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Björn Sigurðs- son rútubílstjóri hafi aldrei nefnt neina upphæð við Vega- gerðina og því hafi það verið þeirra mat að greiða honum 300 þúsund krónur í bætur fyrir það tjón sem hann lenti í í Múlakvísl í sumar. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær er Björn ósáttur við upphæðina sem Vegagerðin býð- ur honum en rúta hans fór á bólakaf í Múlakvísl þegar hann var fenginn til að ferja fólk yfir ána eftir að brúin fór í sundur 9. júlí sl. Hann segir tjónið á rútunni líklega vera upp á 4,6 milljónir. „Við buðum honum 900.000 kr. í heildina fyrir hans þátt, hann vinnur í um tvo daga og lendir svo í þessu óhappi. Við höfum annars vegar verið að meta hans kostnað við flutn- ingana á meðan hann var í þeim og að reyna að taka ein- hvern þátt í tjóninu. En hann hefur aldrei nefnt neinar töl- ur við okkur,“ segir Hreinn. Vegagerðin bauð Birni 600 þúsund krónur fyrir vinnuna og 300 þúsund krónur fyrir olíu og viðgerðir á rútunni. ingveldur@mbl.is Hefur aldrei nefnt neinar tölur við Vegagerðina  Töldu þrjú hundruð þúsund krónur bæta tjónið að hluta Nýr fundur hefur ekki verið boð- aður í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands, en at- kvæðagreiðsla um verkfall flug- freyja hjá Ice- landair hefst á morgun og stend- ur fram á föstu- dag. Fyrirtækið segir ótímabært að huga að ráðstöfunum vegna þessa. Verði verkfallsboðun samþykkt, leggja flugfreyjurnar niður störf 26. og 27. september, sem er eftir tæpar tvær vikur, og 3. og 4. október. Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að flugfreyjur séu ákveðnar í að standa saman. „En hópurinn er auðvitað ekki sáttur við að þurfa að grípa til þessara aðgerða,“ segir Sigrún. Guðjón Arngrímssson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að ekki sé farið að gera neinar ráðstafanir vegna hugsanlegrar röskunar á flugi. „Við höfum bara fulla trú á að það verði samið.“ annalilja@mbl.is Kosið verður um verkfall Flugfreyjur Ice- landair kjósa um verkfall á morgun. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Töluvert öskufok hefur verið á miðju sunnanverðu landinu und- anfarna daga, en talið er að um sé að ræða gosösku úr báðum gosum. Víða sjá Sunnlendingar ekki til fjalla sökum öskufoks, en ekki er talið að gróður beri skaða af. Á höf- uðborgarsvæðinu er einnig svifryk sem kemur úr jökulleirum suður af Langjökli. Í gær höfðu íbúar á Rangár- völlum ekki séð til fjalla í þrjá daga vegna ösku og moldarmisturs. „Ég held að saman við þetta blandist uppblástur, það hefur verið mjög þurrt í talsverðan tíma,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. „Þessi stöðuga norðan- og norðvestanátt rífur upp jarðveg, þar sem jarðvegurinn er opinn.“ Að sögn Sveins er ástandið mun verra á þeim stöðum þar sem ösku- fall var verst, t.d. undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð. „Þetta minnir okkur á að við eigum ennþá eftir að greiða skuld okkar við landið,“ segir hann. Það þarf úrkomu „Vindurinn á að ganga niður á morgun, þannig að vonandi minnk- ar öskufokið þá. En um miðja viku eru meiri úrkomulíkur, þannig að það ætti að duga til að slá á þetta,“ segir Haraldur Eiríksson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það þarf úrkomu til að binda þetta. Þó það hefðu ekki verið nein eldgos, þá hefðum við engu að síður fengið moldrok“ Haraldur segist ekki hafa fengið fregnir af því að öskufokið hafi valdið skaða. „En sjálfsagt veldur þetta einhverjum óþægindum.“ Sáu ekki til fjalla í þrjá daga  Öskufok og svifryk byrgir landsmönnum sýn Gjóskufok Þéttur og afmarkaður straumur gjósku- og jarðvegsfoks barst yfir landið sunnan- og vestanvert frá Grímsvötnum og uppblásturssvæðum sunnan Langjökuls. Það kemur vel í ljós í þessari gervitunglamynd. „Matið er ekki komið. Það tekur að- eins lengri tíma að skoða bílinn en búist var við. Það er nokkuð meira að honum en við héldum,“ segir Björn Sigurðsson, bílstjóri rútunnar sem fór í Múlakvísl. Matsmenn frá Sjóvá og Bifreiðaskoðun fóru til Vík- ur til að meta tjónið á rútunni á föstudaginn og býst Björn við nið- urstöðunum í vikunni. Rútan er 8́1 módel og orðin of gömul til að vera annað en skyldutryggð að sögn Björns. Trygging- arnar bæta því ekki tjónið á rútunni en farþega- trygging bætti allt tjón á farangri farþeganna. Aðeins skyldutryggð BJÖRN BÍLSTJÓRI Björn Sigurðsson Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili. Við smíðum borð algjörlega eftir þínu máli svo sem borðstofuborð, sófaborð og fundarborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Illugi Gunnars- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem sat í stjórn Sjóðs 9, hyggst snúa aftur á þing í kjölfar álits lög- mannsstofunnar Lex. Illugi tók sér leyfi frá þingstörfum eft- ir að rannsóknarnefndin vísaði málum peningamarkaðssjóða til athugunar hjá sérstökum saksókn- ara. Í áliti Lex kemur fram að miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir sé ekki sjáanlegt að neitt hafi verið athugavert við fjárfestingarheimildir, fjárfest- ingastefnu eða samsetningu eigna Sjóðs 9 hjá Glitni banka miðað við þágildandi lög og reglur. Rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Sjóðs 9 stendur enn yf- ir. „Þetta mál er skammt á veg komið, við erum með gífurlegan fjölda mála og þetta er ekki eitt þeirra mála sem lengst eru komin hjá embættinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. annalilja@mbl.is Illugi tekur á ný sæti á Alþingi Illugi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.