Morgunblaðið - 13.09.2011, Page 9

Morgunblaðið - 13.09.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það hefur ekki stoppað síminn hjá mér síðan í morgun,“ sagði Ólafur Kristinsson, hdl. á lögmannsstofunni Lögsögu, við Morgunblaðið í gær en hann fer fyrir hópi fyrrum hluthafa Landsbankans sem undirbúa vitna- mál gegn fyrrum eiganda bankans, Björgólfi Thor Björgólfssyni. Ólafur birti heilsíðuauglýsingu í tveimur dagblöðum í gær þar sem skorað er á fyrrum hluthafa bankans að taka þátt í undirbúningi málsins og verða hluti af hugsanlegri hópmálsókn komi til hennar síðar. Að sögn Ólafs stendur til að þingfesta vitnamál á næstu tveimur til þremur vikum en fyrrum hluthafar Landsbankans hafa frest til kl. 16 á föstudag til að skrá sig fyr- ir þátttöku í hópmálsókn. Segist Ólaf- ur skora sérstaklega á lífeyrissjóði sem tapað hafi eign sinna sjóðfélaga. Talinn gjaldfær um bætur Ólafur hefur í blaðaskrifum ítrekað vakið máls á tengslum Björgólfs Thors og Landsbankans og telur ýmsum spurningum þar ósvarað. Markmið vitnamálsins sé að kalla eft- ir þeim upplýsingum og meta for- sendur fyrir hugsanlegri hópmáls- sókn á hendur Björgólfi Thor. Segist Ólafur finna fyrir miklum stuðningi við málið. Þannig hafi Vilhjálmur Bjarnason, formaður Samtaka fjár- festa, staðfest stuðning sinn við verk- efnið. Í áskoruninni segir m.a. að Björg- ólfur Thor sé vel gjaldfær um skaða- bætur til fyrrum hluthafa. Lánveit- ingar til hans og tengdra aðila hafi verið langt umfram lögbundnar heimildir. Ólafur segir að 3-4% hlut- hafa hafi þegar lýst stuðningi sínum við málið. Miðað við að hluthafar Landsbankans hafi verið um 20 þús- und talsins við fall hans haustið 2008 þá eru þetta allt að 800 hluthafar. Lögmannsstofan Landslög hefur unnið lögfræðiálit fyrir hluthafana fyrrverandi en þar er niðurstaðan sú að Björgólfur hafi haft stöðu tengds aðila gagnvart Landsbankanum, hlutur hans og tengdra aðila hafi far- ið yfir 20%. Ólafur er jafnframt ósáttur við framgöngu slitastjórnar Landsbank- ans, hún hafi til þess ekki gætt hags- muna allra hluthafa. „Ég hef mikið reynt að komast að hjá slitastjórn- inni en hún hefur ekkert sinnt mér. Hún er ekkert að hugsa um litlu hluthafana,“ sagði Ólafur, sem telur málið fyrst og fremst snúast um rétt- læti, ekki fjárhæðir skaðabóta, ekki síst fyrir smærri hluthafa sem töpuðu sparifé sínu. Safna liði gegn Björgólfi Thor  Fyrrum hluthafar Landsbankans undirbúa hópmálsókn Morgunblaðið/Sverrir Hluthafar Björgólfur Thor Björgólfsson yfirgefur hluthafafund í Straumi-Burðarási árið 2006 þar sem einn hlut- hafa, Jóhann Páll Símonarson, vildi ná af honum tali eftir að hafa ekki fengið að tjá sig á fundinum sjálfum. Björgólfur Thor svarar á vef sín- um í gær, www.btb.is, boðaðri málsókn Ólafs og fyrrverandi hluthafa Landsbankans undir fyrirsögninni „Ársgömul tíð- indi“. Hann segir Ólaf m.a. hunsa upplýsingar sem áður hafi komið fram um eignarhald sitt og tengdra aðila á bank- anum. Bæði FME og regluverði Landsbankans hafi þannig verið kunnugt um eignarhald sam- starfsmanna Björgólfs í Sam- son eignarhaldsfélagi, sem fór með ríflega 40% hlut í bankanum. Fullyrð- ingar um annað bygg- ist ekki á neinum gögnum. Annars seg- ist Björgólfur ekki ætla að reka þetta mál í fjölmiðlum. Hægt sé að kynna sér hans hlið á vefnum btb.is. „Ársgömul tíðindi“ BJÖRGÓLFUR SVARAR Björgólfur Thor Björgólfsson Íslendingar búsettir á Norður- löndum greiða sama verð og aðrir fyrir lyfja- og sjúkrakostnað hér- lendis framvísi þeir annaðhvort per- sónuskilríkjum sem staðfesta bú- setu eða svokölluðu Evrópsku sjúkratryggingakorti sem allir eiga rétt á að fá í búsetulandi innan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Haft var eftir séra Þóreyju Guð- mundsdóttur, presti í Noregi, að Ís- lendingar virtu ekki norrænan samning frá 1959 um gagnkvæm réttindi allra Norðurlandabúa til heilbrigðisþjónustu hvar sem er á Norðurlöndum. Halla Björk Er- lendsdóttir, deildarstjóri hjá heil- brigðisþjónustu Sjúkratrygginga Íslands, segir það ekki vera rétt og tekur fram að Norðurlanda- samningurinn tók gildi 1. sept- ember 2004. Þurfa aðeins að sýna skilríki Halla bendir á að reglur dvalar- landsins gildi alltaf. Á Íslandi sé í gildi reglugerð nr. 1043/2010. Sam- kvæmt 4. grein hennar skulu þeir sem eru sjúkratryggðir í sam- bandsríki fá nauðsynlega aðstoð ef þörf sé á þjónustunni á meðan á dvölinni stendur. Þar segi jafnframt að þeir sem séu tryggðir og búsettir á Norður- löndum þurfi einungis að framvísa persónuskilríkjum sem staðfesta búsetuna þegar leitað sé aðstoðar. Þessi regla sé sett til staðfestingar á að viðkomandi sé ekki að villa á sér heimildir. steinthor@mbl.is Ekki brotið á Íslend- ingum - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Ný sending Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Sendum í póstkröf u Ókeypis heyrnarmæling Pantaðu tíma í ókeypis heyrnarmælingu og leyfðu okkur að leiðbeina þér við val á heyrnartækjum með allt að fjögurra ára ábyrgð. Læknastö›in • Kringlunni Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is BRIDS SKÓLINN Námskeið fyrir byrjendur hefst 26. sept. Námskeið í framhaldsflokki hefst 28. sept. • Byrjendaflokkur: 8 mánudagskvöld frá 20-23. • Framhaldsflokkur: 8 miðvikudagskvöld frá 20-23. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. • Hægt að mæta stakur/stök. • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna. • Sjá nánar á Netinu undir bridge.is/fræðsla. Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.