Morgunblaðið - 13.09.2011, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Samkvæmt þjóðhagsreikningi Hag-
stofunnar fyrir árið 2010 jókst halla-
rekstur ríkissjóðs um tuttugu millj-
arða og fór úr því að vera 123
milljarðar árið 2009 yfir í að vera 143
milljarðar í fyrra. Hallinn nam 9,3%
af landsframleiðslu í fyrra og jókst úr
því að vera 8,3% árið á undan, þvert á
markmið efnahagsáætlunar stjórn-
valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hagstofan birti þjóðhagsreiking síð-
asta árs í gær en samkvæmt honum
nam samanlagður tekjuhalli hins op-
inbera, það er að segja sú starfsemi
ríkisins og sveitarfélaga sem er fjár-
mögnuð með skattheimtu, 155 millj-
örðum í fyrra eða sem svarar 10% af
landsframleiðslu en það er svipaður
hallarekstur og var hjá gríska ríkinu í
fyrra.
Niðurstaða þjóðhagsreikningsins
er umtalsvert verri en ríkisreiknings
síðasta árs. Hann sýndi halla upp á
123 milljarða en mismunurinn skýr-
ist að stærstum hluta af því að ein-
skiptishagnaður ríkisins vegna
Avens-viðskiptanna svokölluðu kem-
ur ekki fram í þjóðhagsreikningnum.
Rétt er að taka fram að stofnanir á
borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
horfa fyrst og fremst á niðurstöðu
þjóðhagsreikninga þegar kemur að
mælingum á árangri í ríkisfjármál-
um.
Samkvæmt þjóðhagsreikningi juk-
ust heildartekjur ríkisins um 23 millj-
arða í fyrra. Skatttekjur ríkissjóðs
hækkuðu um tæpa 15 milljarða og
munaði þar mestu um auknar skatt-
tekjur af vöru og þjónustu og hærri
eignaskatta. Á sama tíma jukust út-
gjöld ríkissjóðs verulega eða um 42
milljarða. Eins og fram kemur í út-
gáfu Hagstofunnar um þjóðhags-
reikninginn þá skýrist hækkunin að
stórum hluta af 55,5 milljarða króna
aukningu í áföllnum ríkisábyrgðum
vegna bankanna og 33 milljarða eig-
infjárframlagi til Íbúðalánasjóðs.
Blikur á lofti
Það að hallarekstur ríkissjóðs skuli
beinlínis aukast milli ára á meðan
inntak efnahagsáætlunar stjórnvalda
og AGS er að koma böndum á skulda-
söfnun ríkisins og gera ríkisfjármálin
sjálfbær hlýtur að teljast áhyggju-
efni. Þrátt fyrir að hægt sé að færa
rök fyrir því að batamerki sjáist á
ríkisrekstrinum milli ára að undan-
skildum áföllnum kostnaði vegna rík-
isábyrgða og eiginfjárframlags til
Íbúðalánasjóðs vegur á móti að ekki
er enn útséð með frekari útgjöld rík-
issjóðs vegna sambærilegra mála.
Þannig má nefna að kostnaður rík-
isins vegna yfirtöku Landsbankans á
SpKef liggur ekki enn fyrir, en full-
yrt hefur verið að hann gæti hlaupið
á tugum milljarða króna. Einnig er
ljóst að Íbúðalánasjóður mun þurfa
frekari fjárframlög frá ríkinu í ár.
Falli þessi kostnaður á ríkið í ár eru
litlar líkur á því að markmið fjárlaga
um tæpra 40 milljarða króna halla-
rekstur í ár náist.
Eins og fram kom í afkomutölum
ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði
ársins er hallinn kominn í 64 millj-
arða í ár og þar af leiðandi þurfa
tekjur ríkisins að skila sér inn í stór-
felldum mæli umfram gjöld það sem
eftir lifir árs eigi markmið fjárlaga
að nást. Það yrði þvert á spár AGS
en í sjöttu endurskoðun efnahags-
áætlunarinnar kemur fram að útlit
er fyrir að útgjaldahlið ríkissjóðs
eigi eftir að þyngjast á síðari helm-
ingi ársins.
Hallarekstur jókst þvert á
áætlanir stjórnvalda og AGS
Morgunblaðið/Ómar
Fjárlagagat Fjárlagagatið stækkaði frá árinu 2009 til 2010 þvert á mark-
mið efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þjóðhagsreikningur
» Hallinn á rekstri ríkissjóðs
var 143 milljarðar króna í fyrra
eða sem nemur 9,3% af lands-
framleiðslu.
» Hallareksturinn jókst um 20
milljarða milli ára þvert á
markmið efnahagsáætlunar
stjórnvalda og AGS. Hallinn var
8,3% af landsframleiðslu árið
2009.
Fjárlagahalli ríkissjóðs í fyrra nam 9,3% af landsframleiðslu Jókst um 20 milljarða
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir
reglur Seðlabankans um gjaldeyris-
höft skorta lagastoð. Nú liggur fyrir
Alþingi frumvarp til laga um gjald-
eyrismál, sem ætlað er að festa
gjaldeyrishöftin í sessi, en hingað til
hefur Seðlabankanum verið heimilað
að setja reglur og innleiða gjaldeyr-
ishöft að fengnu samþykki viðskipta-
ráðherra.
Í grein í Morgunblaðinu í gær
sagði Birgir Tjörvi Pétursson lög-
maður að engar viðurlagaheimildir
hefðu verið lögfestar, samhliða lög-
unum, og Alþingi hefði verið óheimilt
samkvæmt stjórnarskrá að fram-
selja vald til þess að setja refsireglur
til Seðlabankans.
Sigurður Kári segir að ástæðan
fyrir því að frumvarpið, sem byggist
í grunninn á reglum Seðlabankans,
sé sett fram núna sé tvíþætt. Annars
vegar séu gjaldeyrishöftin að renna
út og hins vegar hafi stjórnin áttað
sig á því að lagastoð skorti fyrir regl-
unum. „Ég held að stjórnarflokkarn-
ir séu í verulegum vanda ef í ljós
kemur að reglur Seðlabankans hafi
ekki haft lagastoð. Til dæmis hefur
Seðlabankinn verið með fjölmörg
mál til rannsóknar vegna meintra
brota á gjaldeyrislögum, eignir ein-
staklinga hafa verið kyrrsettar
vegna þessa. Ef staðan er sú að
gjaldeyrishöftin skorti lagastoð, þá
þarf að kanna hvort framfylgni og
framkvæmd þessara reglna kynni að
hafa bakað ríkissjóði skaðabóta-
skyldu, ekki bara vegna þeirra sem
hafa þurft að sæta rannsókn eða
kyrrsetningu eigna, heldur líka
vegna allra þeirra takmarkana á ráð-
stöfunarrétti manna yfir eigum sín-
um sem gjaldeyrishöftin hafa leitt af
sér,“ segir Sigurður Kári. „Ég held
að ríkisstjórninni og Seðlabankanum
sé óhætt að búa sig undir að hafa
valdið bæði ríkissjóði, borgurum og
fyrirtækjum þessa lands stórkost-
legu tjóni með því að standa ekki rétt
að málum við setningu reglnanna,“
segir hann.
Leitað var eftir viðbrögðum Seðla-
banka Íslands við vinnslu fréttarinn-
ar, en svör bárust ekki í gær. Einnig
var leitað viðbragða efnahags- og
viðskiptaráðherra, án árangurs.
Segir reglur um höft skorta lagastoð
Telur framfylgni hafta hugsanlega
hafa bakað ríkinu skaðabótaskyldu
Gjaldeyrir Fyrir liggur frumvarp
sem ætlað er að festa höftin í sessi.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Framtakssjóður Íslands hefur
keypt nærri 16% hlut í N1. Þetta
kom fram í tilkynningu sem send
var á fjölmiðla í gær. Sjóðurinn
kaupir 10,3% hlutafjár af skilanefnd
Glitnis og 5,5% af Íslandsbanka.
Endanlegt kaupverð mun ráðast af
niðurstöðu rekstrar á árinu 2011 og
tekur, skv. tilkynningu, mið af heild-
arvirði félagsins við fjárhagslega
endurskipulagningu þess. Þá eru
viðskiptin háð samþykki Samkeppn-
iseftirlits.
Framtakssjóðurinn er í eigu hóps
lífeyrissjóða auk VÍS og Lands-
bankans. Að sögn Finnboga Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra sjóðsins,
mun Framtakssjóðurinn ásamt Ís-
landsbanka sem á um 20% og
nokkrum öðrum eigendum stofna
félag um eignarhlut sinn og mun sá
hópur verða með samtals um 55%
hlut í félaginu.
N1 rekur um 100 þjónustustöðvar
hringinn í kringum landið. Aðspurð-
ur segir Finnbogi ekki ráðgert að
svo stöddu að leggjast í gagngerar
breytingar á rekstrinum, en N1 hef-
ur þegar gengið í gegnum verulega
uppstokkun eftir að hafa lent í eigu
bankanna í kjölfar efnahagshruns.
„Mér sýnist fyrirtækið vera mjög
áhugavert í þeirri mynd sem það er í
dag, en auðvitað skoðum við alla
möguleika varðandi frekari þróun
þegar fram líða stundir,“ segir hann.
Í tilkynningu kemur fram að
stefnt sé að skráningu N1 í kauphöll
á árinu 2013.
Framtakssjóður Íslands
kaupir stóran hlut í N1
Mun stofna félag ásamt Íslandsbanka og fleiri aðilum til að
stýra meirihlutaeign í N1 Skráning á markað 2013
Morgunblaðið/Ómar
Risi N1 er með stærstu fyrirtækjum landsins með um 100 þjónustustöðvar
um land allt. Eigendur fyrirtækisins stefna á skráningu á markað árið 2013.
● Hagnaður fasteignafélagsins Regins
ehf., dótturfélags Landsbankans, fyrstu
sex mánuði ársins 2011 nam 66 millj-
ónum króna samanborið við 48 milljóna
króna hagnað á sama tímabili árið
2010. Félagið hefur stækkað mikið milli
ára en eignasafn þess um mitt ár 2010
var 23 milljarðar króna, samanborið við
34 milljarða um mitt ár 2011.
66 milljóna króna
hagnaður hjá Regin
● Einar Sveinsson og tengd félög hafa
aukið hlut hlut sinn í Nýherja og fara nú
með 15,2% hlutafjár í félaginu. Þetta
kemur fram í tilkynningu til Kauphall-
arinnar. Þar kemur fram að auk Einars
hafa félögin Áning-fjárfestingar ehf.,
Gildruklettar ehf. og Hrómundur ehf.
keypt hlut í Nýherja en
Einar Sveinsson á 100% í Áningu-
fjárfestingum ehf., 33% í Gildruklettum
ehf. og 55% í Hrómundi ehf.
Einar og tengd félög
með yfir 15% í Nýherja
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+/0-+1
++,-20
3+-.24
3+-510
+,-,4
+23-11
+-1303
+/.-+2
+14-0,
++,-,0
+/0-0
++,-,
3+-153
3+-++/
+,-/.3
+23-43
+-125,
+/.-0/
+05-+3
3+,-5,12
++/-5.
+/,-51
++/-5.
3+-101
3+-+/
+,-/4.
+22-34
+-1213
+/1-32
+05-1,
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á