Morgunblaðið - 13.09.2011, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.09.2011, Qupperneq 15
Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Allt er fertugum fært var sagt í eina tíð en Bretar á fimmtugsaldri glíma við fleiri vandamál en jafnaldrar þeirra annars staðar á Vest- urlöndum. Goðsögnin um „miðald- urskrísuna“ virðist því eiga við góð rök að styðjast. Streita og þunglyndi eykst umtalsvert hjá Bretum um leið og þeir komast á fertugsald- urinn og þeir eru óhamingjusam- astir á milli fertugs og fimmtugs, samkvæmt rannsókn sem greint er frá á vef BBC. Hins vegar ná þeir betra jafnvægi á sextugs- og sjö- tugsaldri. En hvað veldur? Að komast á miðjan aldur, eiga fleiri ár að baki en framundan eru, getur eitt og sér verið streituvaldur. Hugsanir um drauma og væntingar æskuáranna sækja á og margir ganga í gegnum ítarlega og stund- um sársaukafulla sjálfskoðun. Við bætist svo breytt hormónastarfsemi, úthald minnkar og útlit breytist. En hver er skýringin á því að Bretar skera sig úr í rannsókn á geðheilbrigði sem gerð var meðal 13 þúsund íbúa 12 landa? 27% Breta á fimmtugs- og sextugsaldri segjast þjást af þunglyndi á meðan með- altalið er 17%. Richard Layard, prófessor við London School of Economics, segir hamingju nátengda menningu. „Það vantar félagslegan stuðning í Bret- landi og almenna hvatningu fyrir fólk að margra mati.“ Góðu fréttirnar eru þær að Bret- ar eru líklegri til að leita sér hjálpar við geðrænum vandamálum nú en áður. Og svo má ekki gleyma því að eftir sextugt eykst bjartsýnin og hamingjan sömuleiðis, þrátt fyrir fleiri hrukkur og grá hár. Bretar finna loks ham- ingjuna um sextugt Morgunblaðið/Ásdís Á miðjum aldri Það getur verið erfitt að sætta sig við að eiga fleiri ár að baki en framundan í lífinu. Það gerist þó að lokum hjá flestum.  „Miðaldurskrís- an“ raunveruleg skv. rannsókn FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Einn fórst og að minnsta kosti fjórir slösuðust, einn þeirra lífshættulega, í sprengingu sem varð í franskri vinnslustöð fyrir kjarnorkuúrgang í gærmorgun. Stöðin er nálægt borg- inni Avignon í Suður-Frakklandi. Eftirlitsstofnun með frönskum kjarnorkuverum (ASN) tilkynnti fyrst eftir sprenginguna að talin væri hætta á að geislavirk efni lækju frá stöðinni. Hættusvæði var skil- greint í kringum kjarnorkustöðina. Margir geislanemar eru umhverfis stöðina og varð hvergi vart aukinnar geislunar. Verksmiðjubyggingin reyndist óskemmd. Frönsk stjórn- völd lögðu sig fram við það í gær að vinna gegn ótta við geislamengun og sagði talsmaður franska orkumála- ráðuneytisins að sprengingin hefði „ekki valdið neinum leka á geislavirk- um efnum“. Sprengingin varð í ofni sem not- aður var til að bræða málmkenndan kjarnorkuúrgang með litla eða mjög litla geislun, að sögn talsmanns EDF. „Í ofni af þessari tegund er tvenns konar kjarnorkuúrgangur. Málm- hlutir á borð við loka, dælur og verk- færi og eldfimur úrgangur á borð við hlífðarföt tæknimanna og vinnuvett- lingar.“ Eldur sem kviknaði við sprenginguna var fljótt kæfður. Centraco-kjarnorkuvinnslustöðin tilheyrir Socodei, sem er dótturfyr- irtæki EDF. Hlutabréf í EDF féllu um meira en 6% í gær. Stöðin er um 20 km norðan við sögufrægu borgina Avignon, en þar er fjöldi ferðamanna á þessum árstíma. Frönsk stjórnvöld tilkynntu í júní sl. að þau ætluðu að verja einum milljarði evra í frekari þróun orku- öflunar með kjarnorku og leggja sér- staka áherslu á öryggismál. Frakkar anna megninu af raforkuþörf sinni með kjarnorkuknúnum raforkuver- um. Önnur Evrópuríki, t.d. Þýska- land, hafa hafnað fjölgun kjarnorku- vera eftir slysið í Fukushima-- kjarnorkuverinu í Japan. Slys í kjarnorkustöð  Einn fórst og fjórir slösuðust í sprengingu í Suður-Frakklandi  Óttast var að geislavirk efni lækju út í andrúmsloftið en óttinn reyndist ástæðulaus Montpellier Marseille Avignon Frakkland París Kjarnorkuslys L’Alysée Reuters Sprenging í Marcoule Hinir slösuðu voru fluttir á brott með þyrlu. Einn lést og fjórir slösuðust í sprengingunni. Hægriflokkurinn í Noregi vann mest á í sveitarstjórnarkosningum, sem fram fóru í gær, og jók fylgi sitt um rúm 9 prósentustig, samkvæmt útgönguspám seint í gærkvöldi. Út- lit var fyrir að flokkurinn fengi rúm 28% atkvæðanna og er það mesta fylgi hans í sveitarstjórnarkosn- ingum frá árinu 1979 þegar hann fékk 29,2%. Framfaraflokkurinn tapaði mestu fylgi, eða rúmum 6%, og fékk rúm 11% atkvæðanna í landinu öllu. Þetta er mesta fylgistap flokksins í sextán ár. Verkamannaflokkurinn er enn stærsti flokkur Noregs, fékk tæp 32% atkvæða og jók fylgi sitt um rúm 2%, samkvæmt kosningaspán- um. Forystumenn flokksins sögðust vera ánægðir með niðurstöðuna og töldu ekki að flokkurinn hefði notið góðs af samúðarbylgju vegna hryðjuverkanna í Osló og á Útey. Halvorsen hættir Samstarfsflokkar Verkamanna- flokksins í ríkisstjórninni töpuðu fylgi. Sósíalíski vinstriflokkurinn fékk rúm 4%, tapaði nær tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn fékk tæp 7%, tapaði prósentustigi, samkvæmt tölum sem birtar voru á miðnætti að staðartíma. Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíal- íska vinstriflokksins, tilkynnti í gær- kvöldi að hún hygðist draga sig í hlé vegna fylgistapsins og nýr leiðtogi yrði kjörinn á næsta ári. Hægri- flokkurinn sigraði Framfaraflokkurinn tapaði mestu í Noregi Evrópusambandið (ESB) og Banda- ríkin ætla að berjast gegn ólöglegum og stjórnlausum fiskveiðum. Maria Damanaki, framkvæmda- stjóri sjávarútvegsmála ESB, og dr. Jane Lubchenco, aðstoðarráðherra sjávarútvegs- og loftslagsmála Bandaríkjanna, undirrituðu samn- ing þess efnis í síðustu viku. Þetta er fyrsti tvíhliða samningur ESB og Bandaríkjanna um aðgerðir gegn ólöglegum fiskveiðum. Lubchenco sagði að ólöglegar fiskveiðar væru ein helsta ógnin við sjálfbæran sjávarútveg og fjölbreytt lífríki hafsins. ESB áætlar að ólöglegar fisk- veiðar ræni sem svarar 23 millj- örðum dollara (2.715 milljörðum króna) frá löghlýðnum sjómönnum og sjávarútvegi á ári hverju. Sömdu um fiskveiðar Netbókabúðin Amazon á nú í viðræðum við bókaútgefendur um að opna raf- rænt bókasafn. Þjónustan, sem verður aðeins í Bandaríkjunum til að byrja með, verður með þeim hætti að áskrif- endur borga árgjald og geta þá tekið út rafbækur úr safni að vild, segir í frétt The Wall Street Jo- urnal. Útgefendur eru sagðir enn á báðum áttum en þjónustan yrði sambærileg við rafrænar mynd- bandaleigur sem eru nú að ryðja sér til rúms. BANDARÍKIN Amazon undirbýr opnun bókasafns Ellefu ára drengur hefur fengið inngöngu í lögfræðideildina í einum virtasta háskóla Kína, Renmin í Peking. Hann er yngsti nemandinn sem hefur verið tekinn inn í skól- ann og þegar eru á kreiki sögu- sagnir um að skýringin felist í djúp- um vösum föður hans. Drengurinn, sem heitir Xu Hengrui, er þó byrj- aður í náminu enda engin ákvæði um lágmarksaldur í lögum skólans. KÍNA Ellefu ára og byrj- aður í háskólanámi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.