Morgunblaðið - 13.09.2011, Side 17

Morgunblaðið - 13.09.2011, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Sandmistur Mistur var yfir Reykjavíkurborg í gær þegar sandur og leir barst þangað frá þurrum svæðum við Langjökul. Svifryk var yfir heilsuverndarmörkum í borginni um tíma í gær. Kristinn Með Lissabon-sátt- málanum öðlaðist ESB vald til að hlutast til um orkumál aðildarríkj- anna. Þetta hefur ekki hlotið verðskuldaða at- hygli hér á landi þar eð enn hefur lítt reynt á þessa nýfengnu vald- heimild ESB sem veitir því rétt til að setja lög um orkustefnu í sam- ræmi við ákvörðun meirihlutans hverju sinni. En einmitt þessa dagana er hið orkusvelta ESB að hefja beit- ingu þessa nýfengna valds samkvæmt frétt enska blaðsins Guardian 6. sept. s.l. þar sem greint er frá nýjum til- lögum orkumálaráðherra ESB, Günt- her Oettinger, orkumálaráðherra ESB, varðandi stærri orkusamninga aðildarríkja. Í 1. bálki Lissabon-sáttmálans er fjallað um starfshætti ESB. Þar er valdheimildum ESB skipt í þrjá flokka: 1) fullar valdheimildir og á þeim sviðum er ESB einu heimilt að sam- þykkja lagalega bindandi gerðir, 2) valdheimildir sem ESB deilir með að- ildarríkjunum og 3) valdheimildir sem styðja eiga við aðgerðir aðildarríkj- anna og samræma þær. Eins og sjá má veita þessir þrír flokkar heimilda ESB mismikið vald. Orðalagið „fullar valdheimildir“ er op- inber þýðing íslenska utanríkisráðu- neytisins á enska hugtakinu „exclusive competence“ og táknar það vald sem yfirgnæfir allt annað vald, með öðrum orðum: úrslitavald. Yfirráð ESB yfir fiskimiðum aðildarríkjanna falla undir þennan flokk „fullra valdheimilda“ í samræmi við sameiginlega fisk- veiðistefnu, Common Fisheries Policy. Vald ESB til að setja lög um orku- mál fellur undir annan flokk valdheim- ilda, þ.e. vald sem ESB deilir með að- ildarríkjunum. Báðum aðiljum er þá heimilt að setja lög á því sviði en sér- staklega er þó tekið fram að „aðild- arríkin skulu beita valdheimildum sín- um að því marki sem Sambandið (þ.e. ESB) hefur ekki beitt sínum valdheim- ildum“. ESB hefur því ótvírætt æðsta vald til lagasetningar um orku- mál. Við fyrstu sýn virðist ekki mikill munur á þessum tveimur flokkum valdheimilda. Mismun- urinn felst þó einkum í því, hvað varðar „fullar valdheimildir“ (m.a. yf- irráðin yfir sameig- inlegum fiskimiðum), að í því tilviki er aðildarríkj- unum því aðeins heimilt að samþykkja lagalega bindandi gerðir ef „Sam- bandið veitir þeim umboð til þess eða í því skyni að koma gerðum Sambands- ins til framkvæmda“. Að þessu leyti er ESB veitt sterkari valdheimild í 1. flokki heimilda en í 2. flokki en í báð- um tilvikum hefur ESB æðsta vald. Orðalag 3. flokks valdheimilda felur aftur á móti í sér veikari heimildir og nær til iðnaðar, heilsuverndar, menn- ingarmála, ferðaþjónustu, menntunar, starfsþjálfunar, æskulýðsmála og íþrótta, almannavarna og samvinnu á sviði stjórnsýslu. Af þessu má ljóst vera að við inn- göngu Íslands í ESB myndu valda- menn í Brussel fá æðstu yfirráð allra helstu náttúruauðlinda landsins í sínar hendur, þ.e. yfir vatnsorkunni, orkunni í iðrum jarðar og yfir fiski- stofnunum umhverfis landið. Vegna þess hve orkan og fiskurinn í sjónum eru yfirgnæfandi þættir í íslensku efnahagslífi, ólíkt því sem almennt gildir innan ESB, er fullljóst að með aðild væru Íslendingar að fórna stærri hluta efnahagslífs síns og þar með full- veldis síns til ESB en nokkur önnur þjóð. Eftir Ragnar Arnalds »…við inngöngu Íslands í ESB myndu valdamenn í Brussel fá æðstu yfirráð allra helstu náttúru- auðlinda landsins… Ragnar Arnalds Höfundur er rithöfundur og fyrrv. ráðherra. ESB tekur yfir- stjórn orkumála í sínar hendurNokkuð hefur veriðrætt um samninga við tannlækna og endur- greiðslu tannlækna- reikninga undanfarið. Velferðarráðherra hef- ur lýst vilja til að semja við tannlækna, þannig að öll börn geti notið verulegrar end- urgreiðslu vegna tann- læknaþjónustu. Að gefnu tilefni verður þó að útskýra hvernig málin standa og af hverju slitnað hefur upp úr samninga- viðræðum. Forsagan Endurgreiðsla fyrir unnin tann- læknisverk er skv. svokallaðri ráð- herragjaldskrá, en það er einhliða endurgreiðslugjaldskrá Sjúkra- trygginga Íslands (SÍ). Tilvist þeirrar endurgreiðslugjaldskrár kemur til vegna samningsleysis við tannlækna. Samkeppnislög banna tannlæknum að hafa samræmda gjaldskrá og fast samræmt verð fyrir hvert tannlæknisverk, en einnig hafa samskipti yfirvalda og tannlækna ekki einkennst af ástum samlyndra hjóna síðastliðinn ára- tug. Eftir undirritun samnings 1. jan- úar 2003 stóð TR (nú SÍ) ekki við hækkanir á endurgreiðslu, lækkaði endurgreiðsluna fyrir sumar að- gerðir og setti takmarkanir á notk- un annarra. Tannlæknum mislíkaði þessar einhliða breytingar og sögðu samningnum upp. Samning- urinn rann þá út hinn 1. okt. 2003, eftir að hafa verið í gildi í 10 mán- uði. Síðan hefur verið samnings- laust. Ráðherra ákveður endurgreiðslu- gjaldskrána einhliða og getur breytt henni að vild hvenær sem er, skv. 38. gr. laga um Sjúkratr. nr. 112/2008. Tannlæknar hafa ekk- ert um skrána að segja, hvorki að- gerðarliði, skýringar né upphæðir. Endurgreiðsluskráin hækkaði um 4% hinn 1. nóvember 2004 og hefur ekki breyst síðan. Bilið milli raun- virðis þjónustunnar og endur- greiðslu SÍ eykst eftir því sem verðlag hækkar á Íslandi. Trygg- ingaþegar greiða nú æ stærri hluta þjónustunnar úr eigin vasa. Á hverju ári ákveða þingmenn á Alþingi með fjárlögum hversu miklum fjár- munum skuli verja til tannheilsumála á Ís- landi. Síðustu ár hefur verið verulegur af- gangur af þessum fjármunum og hafa þeir fjármunir verið notaðir til að greiða niður hallarekstur SÍ á öðrum sviðum en tannlækningum í stað þess að hækka endur- greiðslugjaldskrána. Afleiðingin er sú að minna fæst endurgreitt af útlögðum tann- læknakostnaði. Það eru þó ekki tannlæknar, sem fá minna greitt, heldur tryggingaþegar – for- ráðamenn barna og unglinga, aldr- aðir og öryrkjar. Skilningur stjórnvalda Velferðarráðherra hefur greini- lega ekki skilið um hvað málið snýst. Umræður á Alþingi sl.vor varðandi átaksverkefni heilbrigð- isráðuneytis, afhjúpuðu hve illa ráðherra var að sér um málefni tannlækninga barna á Íslandi. Það var ótrúlegt hvernig velferð- arráðherra, sem talinn er ljúfmenni og mannasættir, fór úr jafnvægi. Velferðarráðherra sagði orðrétt: „Hæstvirtur forseti. Ég ætla að byrja á að segja að ég er orðinn þreyttur á því þegar menn nota börn endalaust til að berjast fyrir hagsmunum og kjarabaráttu ein- stakra starfsstétta.“ Um þetta vil ég segja að tann- læknar nota sér ekki börn. Tann- læknar eru ekki í kjarabaráttu. Ríkið er ekki að borga tannlæknum neitt. Það eru peningar skattgreið- enda og skjólstæðinga SÍ, sem um er að tefla. Notendur tannlækn- isþjónustu greiða sundurliðaða reikninga á stofu tannlæknis að lokinni meðferð og sumir fá svo kostnaðinn endurgreiddan að hluta, eftir því sem reglur segja til um. Endurgreiðslugjaldskrá ráðherra segir til um hversu mikið þjón- ustuþegar fá endurgreitt – þar hafa tannlæknar ekkert um málið að segja. Hlutverk tannlækna Margir tannlæknar hafa furðað sig á því af hverju Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) sé yfirhöfuð að eyða tíma í samningaviðræður við yf- irvöld fyrir hönd þeirra sem tryggðir eru af SÍ. Það er vissulega hægt að nýta tímann til skemmti- legri hluta. Kannski væri nær að samtök foreldra, öryrkja og aldr- aðra beittu sér í þessum málum. Tannlæknar eru hins vegar ábyrgir fagmenn og bera hag sjúklinga sinna fyrir brjósti. TFÍ álítur það hlutverk sitt að leiðbeina stjórn- völdum á faglegan hátt um hvernig það skattfé, sem veitt er til tann- lækninga geti nýst sem best. Lausnir Það hefur löngum verið talið heillavænlegra að leita lausna en að einblína stöðugt í neikvæðni á vandamálin. Stjórn TFÍ skipaði starfshóp á árinu 2010 til að koma með tillögur til lausna á helstu vandamálum varðandi tannheilsu íslensku þjóðarinnar. Það er lágmarkskrafa að þeir fjármunir sem Alþingi Íslendinga ætlar í málaflokkinn, fari til þeirra sem þjónustunnar njóta, þ.e. til for- ráðamanna barna og unglinga, ör- yrkja og aldraðra. Með einu penna- striki getur velferðarráðherra hækkað endurgreiðslugjaldskrána. Framlag ríkisins til forvarnart- annlækninga barna og unglinga til 18 ára aldurs þyrfti ekki að vera hærra en niðurgreiðsla ríkisins á einu algengu ofvirknilyfi eða með- höndlun 5 alnæmissjúklinga, svo allir gætu fengið notið verulegrar eða fullrar endurgreiðslu. Með þessari samlíkingu er ekki verið að draga úr vægi lyfja eða ákveðinna læknismeðferða – hér er einungis verið að setja hlutina í fjárhagslegt samhengi. Skerðing á þessum fjár- munum jafngildir viljayfirlýsingu velferðarráðherra um óbreytt eða verra ástand í tannheilsumálum Ís- lendinga. En lengi getur vont versnað. Eftir Kristínu Heimisdóttur » Skerðing á þessum fjármunum jafn- gildir viljayfirlýsingu velferðarráðherra um óbreytt eða verra ástand í tannheilsu- málum Íslendinga. Kristín Heimisdóttir Höfundur er tannlæknir og situr í stjórn Tannlæknafélags Íslands. Getur vont versnað?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.