Morgunblaðið - 13.09.2011, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011
✝ Guðrún Sigurð-ardóttir var fædd
á Vatni í Haukadal,
Dalasýslu, 24. októ-
ber 1939. Hún lést 6.
september 2011.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Jör-
undsson bóndi, f. 23.
júlí 1903, d. 23. júní
1965, og Sveinbjörg
Kristjánsdóttir kenn-
ari, f. 2. júlí 1904, d.
26. október 1980. Systkini Guð-
rúnar eru Bogi Sigurðsson, f. 21.
ágúst 1936, Sigríður Sigurð-
ardóttir, f. 24. október 1938, Jök-
ull Sigurðsson, f. 24. október
1938, d. 20. febrúar 1994, og
Fríður Sigurðardóttir f. 15. mars
1944, d. 26. ágúst 2000.
Guðrún giftist Halldóri Þor-
steinssyni, sjómanni, f. 29. ágúst
Styrmi, f. 26. ágúst 2010.
Guðrún ólst upp á Vatni til 9
ára aldurs en þá flutti hún til
Reykjavíkur þar sem hún gekk í
Laugarnesskóla. Að loknu lands-
prófi eða árið 1959 hóf Guðrún
nám í Hjúkrunarskóla Íslands og
lauk námi í mars 1962. Að loknu
námi vann hún á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri og vann
þar í tæp tvö ár eða til ársins
1963. Þá fór Guðrún til vinnu til
Svíþjóðar og vann þar í rúmt ár.
Hún flutti aftur heim til Íslands
um áramót 1965 og hóf þá störf á
Landspítalanum í Reykjavík þar
sem hún vann til ársins 1967. Það
sama ár flytur Guðrún til Nes-
kaupstaðar og hefur störf á
Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað. Fyrst starfar hún þar
við almenna hjúkrun en tekur við
starfi hjúkrunarforstjóra árið
1968. Sem hjúkrunarforstjóri
starfar hún til ársins 2009 er hún
hætti störfum sökum aldurs.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Norðfjarðarkirkju í dag, 13.
september 2011, og hefst athöfnin
kl. 14.
1940. Börn þeirra
eru 1) Sveinbjörg, f.
3. október 1969. Eig-
inmaður hennar er
Kári Þormar org-
anisti, f. 23. maí
1968. Þau eiga syn-
ina Konráð, f. 15 júlí
2000, og Halldór
Svanberg , f. 3. októ-
ber 2005. 2) Þórunn
f. 30. júlí 1972. Eig-
inmaður hennar er
Ragnar Eðvaldsson, f. 16. nóv-
ember 1958. Þórunn á Þulu Guð-
rúnu, f. 20. júní 2000, faðir henn-
ar er Árni Skarphéðinsson. Börn
Þórunnar og Ragnars eru Jónas
Þorsteinn, f. 25. apríl 2005, og
Anna Margrét, f. 21. janúar 2008.
3) Snorri, f. 28. ágúst 1975, sam-
býliskona hans er Sigrún, f. 11.
apríl 1977. Þau eiga soninn
Með örfáum orðum vil ég
minnast minnar kæru mágkonu.
Það eru rúmlega 50 ár síðan við
kynntumst, hún var þá að læra
hjúkrun. Ung flutti hún til Nes-
kaupstaðar og hóf búskap með
Halldóri Þorsteinssyni. Vann á
sjúkrahúsinu fyrst sem hjúkrun-
arkona og síðar sem hjúkrunar-
forstjóri þar til hún hætti fyrir
nokkrum árum.
Ég bjó á Vatni í Haukadal með
bróður hennar Jökli. Það var
okkur alltaf sérstök ánægja þeg-
ar Gunna og Dóri komu í sum-
arfríinu með börnin sín, fyrst í
sumarbústaðinn Sunnuhlíð og
seinni ár í fjölskyldubústaðinn
Fögruhlíð. Oftar en ekki voru
börn, barnabörn og skyldfólk
með þeim þar. Slegið var í dýr-
legar veislur, sagðar sögur, farið
með ljóð og lausavísur, en Gunna
kunni eins og margir í hennar
ætt ógrynni af vísum og ljóðum.
Ég minnist með gleði og þakk-
læti ferðalaga með þeim bæði ut-
anlands og innan, nú síðast fyrir
tveimur árum þegar við Jón Þór
fórum með þeim um Karabíska
hafið.
Hinn 3. september vorum við
Gunna og Dóri í 50 ára afmæli
dóttur minnar og tengdasonar,
ásamt fjölda ættingja og vina, þar
var Gunna hrókur alls fagnaðar
eins og hún átti vanda til.
Mánudaginn 5. september
hringdi ég í hana, hún var þá í
Dölunum á leiðinni heim. Nú er
hún öll og það er mikill missir.
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
Í dimmunni greinirðu daufan nið
og veist þú ert kominn að vaðinu
á ánni.
(Hannes Pét.)
Kæri Dóri, Sveinbjörg, Þór-
unn Björg, Snorri, Kári, Ragnar,
Sigrún og barnabörn. Innilegar
samúðarkveðjur frá okkur.
Jón Þór og Hugrún.
Oft er stutt á milli gleði og
sorgar. Gunna föðursystir okkar
var hrifin á brott skömmu eftir að
hún fagnaði með stórfjölskyld-
unni stórafmæli og brúðkaupi
Sigrúnar Sóleyjar og Óla Bjarna
á Álftanesi. Eins og ævinlega létu
þau Gunna og Dóri ekki eftir sér
að ferðast langan veg til að geta
glaðst með sínum nánustu þetta
kvöld. En svona er lífið. Enginn
fær örlög sín flúið eins og við
Hugrúnar- og Jökulsbörn frá
Vatni þekkjum vel.
Gunna var virt og mikils metin
af öllum sem henni kynntust.
Hún bjó yfir alvöru og rósemi
sem um leið var rót léttleikans
sem einkenndi hana. Hún var
sögumaður góður og sagði
skemmtilega frá og var mjög
ljóðelsk. Hún sagði okkur frá
fyrri tímum á Vatni. Það var allt-
af stutt í húmorinn og hún sá
spaugilegu hliðarnar á öllu.
Skemmtileg saga af strákapörum
Jörundar sem dvaldist hjá þeim
hjónum sumartíma á unglingsár-
um sýnir hversu fljót hún var að
fyrirgefa – að minnsta kosti Jör-
undi sem auðvitað bar nafn afa
Gunnu. Þegar Jöri notaði út-
saumsdúkinn hennar fyrir tusku
eftir vel heppnaða skemmtun og
nokkur spælegg slapp hann með
skrekkinn og fékk vinsamlega
lexíu um hver væri munurinn á
útsaumsdúk og tusku, nokkuð
sem hann gleymdi seint en hún
henti lengi gaman að.
Gunna var söngelsk mjög og
mundi allan kveðskap og ljóð-
skáld. Kunni alltaf vísur og söng-
texta sem hæfðu tilefninu. Stór-
fjölskyldunni sinni var hún alltaf
traust, örlát, og kærleiksrík, en
stundum helst til hörð af sér. Það
amaði aldrei neitt að henni að eig-
in sögn.
Minningin um hjónaband
þeirra Gunnu og Dóra lifir með
okkur björt og fögur. Þau tvö
voru samstiga og samrýmd hjón.
Þau tvö voru ávallt nefnd í sömu
andránni. Þau stóðu saman eins
og klettur, virtu hvort annað og
gengu aldrei í berhögg við vilja
hvort annars. Þau eignuðust þrjú
myndarleg börn, þau Svein-
björgu, Þórunni og Snorra, og
barnabörnin sex, sem alltaf munu
eiga í hjarta sínu minningu um
góða mömmu og ömmu.
Gunna naut lífsins með Dóra
sínum síðustu árin; Þau ferðuð-
ust mikið bæði innanlands og til
útlanda. Þegar þau voru í bú-
staðnum í Fögruhlíð voru þau
umvafin gestum, systkinum
Dóra, börnum og barnabörnum. Í
Fögruhlíð tóku þau hjónin alltaf
til hendinni og dyttuðu að hlutum
og gerðu fínt. Gunna var yfir-
frænkan sem lét hlutina ganga,
ekki síst þegar þurfti að taka erf-
iðar ákvarðanir.
Nú er komið að því að kveðja
frænku sem var okkur afar kær.
Við biðjum almættið að styðja
Dóra sem nú sér á eftir lífsföru-
naut sínum, elskunni sinni og
besta vini. Einnig Sveinbjörgu,
Þórunni og Snorra og þeirra fjöl-
skyldur sem nú kveðja yndislega,
hlýja og góða móður, tengdamóð-
ur og ömmu. Missirinn er ykkur
og okkur öllum mikill en góðu
minningarnar munu ávallt lifa
með okkur.
Guð veri með þér og varðveiti
þig, kæra frænka.
Þín frændsystkin frá Vatni,
Sigrún Sóley, Jörundur,
Sigurður Hrafn og
Auður Edda.
Guðrún
Sigurðardóttir
Þig faðmi liðinn friður guðs
og fái verðug laun
þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
Vér munum þína högu hönd
og hetjulega dug,
og ríkan samhug, sanna tryggð
og sannan öðlingshug.
Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt,
og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll!
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti.)
Elsku pabbi og tengdapabbi.
Hvíldu í friði, takk fyrir allt.
Eyþór og Soffía.
Elsku afi Gunnþór, mig langar
að kveðja þig með nokkrum orð-
Gunnþór Ragnar
Kristjánsson
✝ Gunnþór Ragn-ar Kristjánsson
fæddist á Gásum í
Glæsibæjarhreppi
20. júlí 1918. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akureyrar 4. sept-
ember 2011.
Útför Gunnþórs
var gerð frá Ak-
ureyrarkirkju 9.
september 2011.
um. Þegar ég hugsa
til baka þegar þið
amma bjugguð í
Skarðshlíðinni rifj-
ast upp margar góð-
ar minningar. Allar
eru þær uppfullar af
þeim kærleika og
þeirri hlýju sem
mætti manni frá
barnæsku og alla tíð
á heimili ykkar.
Stundum var spilað,
oft skoðaðar gamlar myndir og
sagðar sögur. Einnig minnist ég
vel bíltúra um sveitina en þeim
fylgdu gjarnan tilheyrandi sögu-
skýringar sem ég vildi gjarnan
muna betur í dag.
Þegar gesti bar að garði þótti
þér alveg sérstaklega gaman að
bjóða upp á súkkulaði en áttir
stundum erfitt með að finna það í
eldhússkápunum. Þá hafði amma
fundið því nýjan stað í þeirri veiku
von að eitthvað yrði til næst þegar
bakstur yrði á dagskrá. Amma
þurfti því stundum að gefa þér
upp nýjan og vel heppnaðan felu-
stað vegna auðfúsugesta sem litu
inn í Skarðshlíðinni.
Elsku afi, þú skilur eftir þig ótal
ógleymanlegar minningar sem
kalla fram húmor þinn, hreinskilni
og hjartahlýju. Kærar þakkir fyr-
ir allar góðu stundirnar og allar
fallegu og skemmtilegu minning-
arnar sem þú skilur eftir hjá okk-
ur sem kveðjum þig dag. Hvíl í
friði.
Helgi Örn Eyþórsson.
Sem barn fannst mér Gunnþór
afi merkilegur fyrir margra hluta
sakir. Hann átti kindur sem hann
hélt í fjárhúsi rétt utan við bæinn
og var mikil gleði að fá að líta
þangað í heimsókn. Ég öfundaði
hann af sambandi hans við kind-
urnar, þær hræddust mig en voru
spakar í kringum afa.
Mér fannst líka mikið til koma
að hann væri frá Gásum, það var
frægur staður og þessi tengsl
köstuðu að mínu mati svolitlum
frægðarljóma á afa, ekki að hann
hafi deilt þeirri skoðun minni. Öll
barnabörnin fengu að fara í
sunnudagsrúnt með afa á Skod-
anum og seinna Lödunni, leiðin lá
nær alltaf á Gáseyri, ég minnist
þess að hafa gengið lafhrædd með
honum undir árásum kríanna, afi
vopnaður priki. Hann tók mig líka
með í gömlu síldarverksmiðjuna á
Dagverðareyri þar sem hann
kynntist ömmu. Mér fannst ég ná-
in afa á þessum stundum.
Annað sem afi var frægur fyrir
innan fjölskyldunnar var að hrjóta
hátt, okkur barnabörnunum þótti
óskiljanlegt að amma gæti sofið
við þessi ósköp. Síðast en ekki síst
var það ástin á súkkulaði sem var
slík að amma mátti fela það fyrir
honum ef hún vildi ganga að því
sem vísu á sínum stað. Ekki vissi
ég um neinn annan afa sem lét
svona.
Eftir að afi hætti að vinna hafði
hann nægan tíma til að spjalla og
spila og sennilega höfum við
barnabörnin átt fleiri gæðastundir
með honum en hans börn þegar
þau voru ung. Hann hafði gaman
af börnum og það kom vel í ljós
þegar hann fór að hafa nægan
tíma fyrir okkur barnabörnin. Afi
naut þess að spila og átti ég ófáar
spilastundir með ömmu og afa
þegar ég bjó í nágrenninu og var
daglegur gestur hjá þeim. Oftar
en ekki spiluðum við manna, það
hentaði í þriggja manna hóp, en ef
vel stóð á með spilafélaga tókum
við líka vist. Það þurfti að hafa
auga með afa þegar hann stokk-
aði, hann átti það til að fylgjast
með hvaða spil var neðst í stokkn-
um. Þetta fannst mér fyndið og
ömmu eflaust líka, svona í laumi.
Afi var greiðvikinn mjög og
þess naut ég þegar hann hjálpaði
mér að komast í vinnu. Hann var
þá að vinna á sláturhúsinu og lagði
inn orð fyrir mig á kjötiðnaðar-
stöðinni. Annað dæmi eru allar
þær stundir sem hann aðstoðaði
pabba við smíðar. Það stóð ekki á
honum að leggja hönd á plóg, jafn-
vel kominn um áttrætt. Hann var
líka iðinn við gönguferðir og fór
helst daglega út að ganga.
Kannski hefur þetta átt sinn þátt í
því hvað hann hélst unglegur. Á
níræðisaldri leit hann út fyrir að
vera tuttugu árum yngri, hárið
nánast ekkert farið að grána enda
mátti heyra að fólk úti í bæ héldi
stundum að hann væri einn af
bræðrunum. Það fannst honum
síður en svo leiðinlegt.
Síðustu árin var hann á Kjarna-
lundi og bar sig alltaf vel. Þegar
ég kvaddi hann í sumar sat það
sterkt í mér að þetta væri líklega í
síðasta sinn sem ég sæi hann og
það var erfitt að kveðja. Hann
kvaddi að vanda með kossi og
knúsi, þakklátur fyrir innlitið.
Sárt þykir mér að hafa ekki getað
fylgt honum síðasta spölinn sem
hinsta þakklætisvott fyrir allt sem
hann var mér og allt sem hann
gerði fyrir mig en hann lifir með
mér og mun fylgja mér alla ævi.
Hafdís Inga Haraldsdóttir.
Meira: minning@mbl.is
Helga Sæunn
Sigurðardóttir lést
4. ágúst síðastliðinn
eftir erfið og ströng
veikindi. Ekki var hún Helga að
kvarta og kveina, aldeilis ekki og
alltaf var viðkvæðið ef maður
spurði um líðan hennar, jú, jú ég
er bara nokkuð hress. Þó sagði
hún við mig í síðasta samtali okk-
ar: Inga, ég mundi bara ljúga því
ef ég segðist vera hress, ég ligg nú
bara oftast í rúminu núorðið, er
orðin ansi lúin.
Helga mín ég þakka þér fyrir
öll árin sem við unnum saman á
Leikhólum. Oft var glatt á hjalla
þegar við starfsstúlkurnar gerð-
um okkur dagamun eins og með
ferðum á KEA og Hringver og
suðurferðunum. Ekki skemmdi
fyrir þegar þið Lauga tókuð lagið
Jólahjól á litlu jólunum hjá okkur
starfsfólkinu.
Helga Sæunn
Sigurðardóttir
✝ Helga SæunnSigurðardóttir
fæddist 31. maí
1948. Hún lést 4.
ágúst 2011.
Útför Helgu Sæ-
unnar fór fram 15.
ágúst 2011.
Og undirbúning-
urinn fyrir bandý-
mótin var frábær
sem og mótin sjálf.
Jarðarberjabúning-
urinn sem við saum-
uðum, engin smá-
vinna við hann, en
mikið vorum við
búnar að hlæja í það
skiptið.
Helga mín ég
kveð þig að sinni.
Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar,
er ljóð, sem himininn sjálfur skapar.
Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar,
er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar.
Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar,
er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Elsku Sissi, Sigga, Matti,
Þröstur, Sævar tengdabörn og
barnabörn. Það er ég viss um að
hún Helga hefur verið stolt af sínu
fólki með jarðarförina og sönginn
ykkar sem var yndislegur og ekki
skemmdi söngur nöfnunnar fyrir.
Sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur og vona að Guð
gefi ykkur kraft á þessum erfiðum
tímum.
Ingibjörg Ásgríms.
✝
Þökkum af alhug samúð og vinarhug við
andlát og útför okkar kæru
MARÍU PÁLSDÓTTUR,
Furulundi 11D,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heima-
hlynningar á Akureyri og lyflækningadeildar
Sjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaka umhyggju og umönnun í
veikindum Maríu.
Páll Jónsson, Kolbrún Björk Ragnarsdóttir,
Lovísa Jónsdóttir, Óskar Þór Halldórsson,
Steingrímur Jónsson, Árún K. Sigurðardóttir,
Jón Árni Jónsson, Sigríður Stefánsdóttir,
Stefán Jónsson, Yean Fee Quay,
Þóra Jónsdóttir, Björn Halldórsson,
barna- og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegrar móður minnar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
BJARGHILDAR GUNNARSDÓTTUR,
Sólvöllum 3,
Selfossi,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn
28. ágúst og var jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn
6. september.
Þökkum öllu því góða fólki sem annaðist hana í veikindum
hennar.
Sérstakar þakkir til líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir
yndislega umönnun og hlýhug.
Mjallfríð Sigríður Jakobsdóttir, Páll Jónsson,
Bjarghildur Pálsdóttir, Eyjólfur Jarl Einarsson,
Jóna Magnea Pálsdóttir,
Jakob Pálsson, Alda Guðrún Jónasdóttir
og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn
minningargrein", valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram.
Minningargreinar