Morgunblaðið - 21.09.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.09.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Boðskapur Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um lausnir í sam- göngumálum fyrir sunnanverða Vest- firði féll ekki í frjóan jarðveg hjá íbú- um Vesturbyggðar á fundi ráðherra á Patreksfirði í gær. Þorri fundar- manna yfirgaf fundarsalinn eftir að fulltrúi aðgerðahóps um bættar sam- göngur hafði lesið upp yfirlýsingu þar sem tillögu ráðherrans um veg yfir hálsana er hafnað og því lýst yfir að baráttunni fyrir láglendisvegi sé ekki lokið. Fjölmenni var á fundinum sem ráð- herra boðaði til í félagsheimilinu á Patreksfirði enda var gefið frí á flest- um vinnustöðum og fólk hvatt til að mæta. Áætlað var að á sjötta hundrað manns væru á staðnum. Fækkaði mjög eftir að aðgerðahópurinn gekk út og þorri fundarmanna en eftir sátu vegagerðarmenn, þingmenn og sveit- arstjórnarfólk og svo gátu nokkrir fundarmenn sem fóru út ekki setið á sér og vildu vita hvað færi fram og komu aftur í salinn. Fyrir utan börðu nokkrar konur sleifum í potta, í anda búsáhaldabyltingarinnar og kölluðu „Við viljum láglendisveg“ fyrir sjón- varpsvélarnar. Rannsóknir á jarðgöngum Ögmundur hefur vegna eindreg- innar andstöðu heimamanna fallið frá hugmyndum um að fresta fram- kvæmdum sem nú er verið að und- irbúa í Kjálkafirði og Vattarfirði til að nota peningana í að byrja á lagfær- ingum á veginum yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Það verk er að komast á útboðsstig og verður unnið að því næstu þrjú árin. Ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að því gæfist ráðrúm til að kanna kostina upp á nýtt. Á fundinum sagðist ráðherra tilbú- inn til að hlusta á allar tillögur. Hann sagði að það tæki langan tíma ef halda ætti fyrri áformum um þverun Djúpa- fjarðar og Gufufjarðar sem felur í sér vegagerð um Teigsskóg, að lágmarki fimm til sjö ár, og alls óvíst með nið- urstöðu. Taldi hann raunar meiri lík- ur á að hún reyndist óvilhöll. Því hefði hann talið best að hugsa um annað. Innanríkisráðherra sagði að jarð- göng undir Hjallaháls kæmu til greina og hefði hann rætt við Vega- gerðina um að ráðast í könnunarbor- anir þar næsta vor til að hægt væri að meta kostnað við slíka framkvæmd. Hann tók hins vegar skýrt fram að hann gæti ekki tímasett jarðgöng. Fundarmenn fögnuðu ekki ræðu ráðherra en klappað var fyrir kurteis- issakir. Aftur á móti fengu bæjar- stjórinn í Vesturbyggð og oddvitinn á Tálknafirði dúndrandi undirtektir þegar þeir höfðu lokið máli sínu. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, sagði að tal um göng í framtíðinni væri einungis til að fresta vandanum, og til þess fallið að drepa málinu á dreif. Láglendisleið væri hins vegar val og skoraði hún á ráð- herrann og þingmenn kjördæmisins að standa með vilja íbúanna þegar kæmi að leiðavali í Gufudalssveitinni. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti og sveitarstjóri á Tálknafirðí, lagði beinlínis til að farið yrði í nýtt umhverfismat á leið B sem felur í sér þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar og jafnframt að gert yrði format á fleiri leiðum. Meiri þungi í baráttuna Haukur Már Sigurðarson, baráttu- maður fyrir bættum samgöngum, lýsti yfir vonbrigðum íbúanna og sorg vegna tillögu ráðherrans. Las hann upp yfirlýsingu þar sem fram kom að eftir nýjasta útspil ráðherrans væri þolinmæði íbúanna þrotin. Þeir sættu sig ekki við ákvörðun Ögmundar. „Baráttu okkar fyrir láglendisvegi er ekki lokið, nú mun sú barátta hefjast af meiri þunga en áður.“ Jafnframt er í yfirlýsingunni ákall til allra Íslendinga að standa með Vestfirð- ingum í að snúa ákvörðun ráð- herrans við. Þegar Haukur hafði lesið yfirlýs- inguna hvatti hann fundarmenn til að sýna vilja sinn með því að yfirgefa fundinn. Það gerði meirihluti fundar- manna og staðfesti þar með yfirlýs- inguna. Ögmundur sagðist í loka- ávarpi sínu hafa fullan skilning á því að menn sýndu tilfinningar sínar með þessum hætti. Ef menn kysu að ganga af fundi, gerðu þeir það, þótt hann hefði sjálfur gjarnan viljað heyra sjónarmið fleiri. Þegar fundurinn hélt áfram tóku nokkrir íbúar og áhugamenn um vegamál til máls og lýstu sjónarmið- um heimamanna. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins lýsltu yfir stuðningi við íbúana í baráttu þeirra og hvöttu til þess að farið yrði í nýtt umhverfismat fyrir láglendisleiðina svonefndu. Þótt Ögmundur kvæðist undir lok fundarins hafa meðtekið skilaboð íbú- anna kom það ekki fram hjá honum að hann væri fallinn frá tillögu sinni um að fara yfir hálsana. Sagði einungis að málið þyrfti að rökræða áfram. Ítrek- aði hann þá skoðun sína að það myndi leiða málið í ógöngur að halda sig við leiðina um Teigsskóg en kvaðst opinn fyrir öðrum möguleikum. Nefndi sér- staklega jarðgangaleiðina. „Við viljum láglendisveg“  Tillögum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um vegabætur í Gufudalssveit var hafnað á íbúa- fundi á Patreksfirði  Þorri fundarmanna yfirgaf fundinn til að leggja áherslu á sjónarmið sín Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gengu út Áætlað var að á sjötta hundrað manns væri á fundinum í félagsheimilinu á Patreksfirði. Þeim fækkaði þó mjög eftir að þorri fundarmanna gekk út. YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI • Stærð: 149 x 110 x 60 cm Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 ÚTSALA Er frá Þýskalandi fyrir íslenskar aðstæður Frábært grill FULLT VERÐ 54.900 39.900 Mikil orka 16,5 kw/h 3 kraftmiklir brennarar Ryðfrítt lok og takkaborð Emaleraðar grillgrindur Viðargrind er fáanleg svört eða viðarlituð Innbyggð neistakveikja Skúffa fyrir fitu. Hitamælir Grillflötur 64 x 49cm YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI „Þetta voru það mikil vonbrigði að ekki var ástæða til að hafa fleiri orð um málið. Við þurfum tíma til að end- urmeta stöðuna og efla baráttuna fyrir láglendisleið,“ segir Haukur Már Sigurðarson, kaupmaður og tals- maður aðgerðarhóps fyrir bættum samgöngum, um út- göngu íbúanna af fundi innanríkisráðherra. Honum sárnar að verið sé að klína því á þá sem vilja bættar samgöngur að þeir séu umhverfissóðar. „Ég þekki engan hér sem ekki vill taka tillit til náttúrunnar, eins mikið og hægt er, við erum almennt náttúruvernd- arsinnar hér á Vestfjörðum,“ segir Haukur en í yfirlýs- ingu sem hann las upp á fundinum koma fram mikil vonbrigði með að öryggi vegfarenda og búsetuöryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum sé skipt út fyrir lítið landsvæði sem fáum er sýnilegt. Er þar greinilega vísað til deilnanna um vegagerð um Teigsskóg. Haukur segir sárt að sjá öflugt og gott samfélag fjara út eins og muni gerast ef samgöngurnar lagist ekki. Hann nefnir eitt lítið dæmi um áhrif hálsanna í starfi kaupmannsins. Kjötfarsið sem hann kaupir frá Reykja- vík hefur 3-4 daga stimpil. Fyrsti dagurinn fari í að koma því vestur. Ef einhverjar tafir verði á leiðinni, eins og oft gerist, og bíða þurfi við hálsana sé annar dagur farinn og lítið annað að gera en að henda vör- unni í ruslið þegar hún kemur vestur. Jón Örn Pálsson frá Tálknafirði, sem einnig var í út- gönguhópnum, kom við hjá Hauki kaupmanni. „Ég er gríðarlega ánægður með þetta, þetta voru skýr skila- boð til ráðherrans.“ Hann telur að íbúarnir hafi heyrt það allt áður sem fram kom á fundinum. „Það er frekja að ætlast til að við sitjum undir því sem ekkert er og það á vinnutíma.“ Þurfum að endurmeta stöðuna Skilaboð Haukur Már Sigurðarson og Jón Örn Pálsson telja að skilaboðin hafi komist til skila til ráðherra. „Það er bratt upp og niður. Ég veit ekki hvernig menn ætla að taka hallann af þessum fjöllum,“ segir Helgi Auðunsson, framkvæmda- stjóri flutningafyrirtækisins Nönnu ehf. sem annast flutninga fyrir Flytjanda. Helgi segir að stórir flutninga- bílar þoli ekki hallann og vanda- málin muni aukast vegna mikilla flutninga sem verði í kringum aukið fiskeldi. „Ég er búinn að missa þrjá bíla á Hjallahálsi síðustu tíu árin. Svo er Ódrjúgsháls eins og hann er. Ég þarf að fá bóndann í Djúpadal tíu sinnum á vetri til að draga bíla upp.“ Uppi á Hjallahálsinum er oft óveður og við vissar aðstæður verða keðjurnar á dekkjum bílanna eins og skautar á svelli, að sögn Helga. „Það er fyrir neðan allar hellur að koma með svona tillögur,“ segir Helgi um tillögur innanríkisráð- herra um að fara hálsaleiðina. „Það er engin önnur lausn en að fara eftir láglendinu. Ef Teigs- skógur er ósnertanlegur þá er hægt að fara yfir hjá Reykhól- um þótt það lengi leiðina. En það virðist bara ein leið koma til greina hjá Ögmundi.“ Ekki hægt að taka hallann af fjöllunum FRAMKVÆMDASTJÓRI FLUTNINGAFYRIRTÆKISINS NÖNNU EHF. Helgi Auðunsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.