Morgunblaðið - 21.09.2011, Síða 17
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Margir embættismenn Bandaríkja-
stjórnar telja nú nær öruggt að
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands,
hrökklist frá völdum og þeir leita nú
leiða til að afstýra borgarastríði í
landinu eftir að einræðisstjórnin fell-
ur, að sögn bandaríska dagblaðsins
The New York Times.
Blaðið segir að embættismennirn-
ir óttist að blóðug átök blossi upp
milli súnníta, alavíta, sjíta, drúsa og
kristinna manna. Þeir vara við því að
borgarastríð í Sýrlandi geti dregið
dilk á eftir sér í öðrum löndum og
kynt undir togstreitu milli trúarhópa
í Mið-Austurlöndum.
Þótt Bandaríkjastjórn hafi hvatt
Assad til að segja af sér hefur hún
ákveðið að kalla ekki sendiherra sinn
í Sýrlandi heim eins og stjórnvöld í
mörgum öðrum löndum hafa gert.
Hún vill að sendiherrann verði áfram
í Sýrlandi til að vera í sambandi við
leiðtoga stjórnarandstöðunnar og
forystumenn trúarhópanna.
Reynt að sameina hópana
Stjórnarandstaðan í Sýrlandi hef-
ur verið sundruð og bandaríska
utanríkisráðuneytið hefur beitt sér
fyrir því að stjórnarandstöðuhóparn-
ir taki höndum saman til að geta
myndað ríkisstjórn eftir fall Assads
og afstýrt borgarastríði.
The New York Times hefur eftir
sérfræðingum að átök eða borgara-
stríð í Sýrlandi geti haft áhrif á Íran,
Líbanon, Jórdaníu, Ísrael og Írak.
Margir sýrlenskir súnnítar séu að
vígbúast og spennan milli þeirra og
annarra trúarhópa magnist. Klerka-
stjórnin í Íran og leiðtogar Hizboll-
ah, samtaka sjíta í Líbanon, styðja
stjórn Assads.
Áætlað er að um 87% íbúa Sýr-
lands séu múslímar, u.þ.b. 10% krist-
innar trúar og um 3% drúsar (sem
eiga rætur að rekja til íslams en
múslímar telja þá trúvillinga). Meðal
múslíma eru súnnítar fjölmennastir,
um 74% landsmanna, alavítar eru um
það bil 11% íbúanna og sjítar um 5%.
Assad-fjölskyldan hefur verið við
stjórnvölinn í Sýrlandi frá árinu 1971
þegar Hafez al-Assad varð forseti
landsins, um átta árum eftir að
Baath-flokkurinn rændi völdunum.
Eftir að einræðisherrann dó árið
2000 tók sonur hans, Bashar, við for-
setaembættinu.
Assad-fjölskyldan hefur stjórn-
að Sýrlandi með fámennri klíku
embættismanna í hernum og
leyniþjónustunni. Flestir þeirra
eru náskyldir forsetanum eða úr
röðum alavíta sem voru kúg-
aðir öldum saman og eru al-
mennt fyrirlitnir
meðal annarra músl-
íma, einkum
súnníta sem telja
þá vera nánast
villutrúarmenn.
Óttast að stríð blossi
upp eftir fall Assads
Bandaríkjamenn
telja næsta víst að
Assad hrökklist frá
100 km
ÁRÁSIR Á MÓTMÆLENDUR Í SÝRLANDI
SÍÐUSTU ÁRÁSIR
S Ý R L A N D
TYRKLAND
Heimildir: Reuters, Sameinuðu þjóðirnar, ríkisstjórn Sýrlands
Homs Mánudag
- Minnst sex óbreyttir
borgarar og tveir
hermenn úr röðum
uppreisnarmanna létu
lífið nálægt borginni
- A.m.k. 23 óbreyttir
borgarar hafa beðið
bana í borginni í
september
Hama Föstudag
Öryggissveitir skutu
20manns til bana
nálægt borginni og á
svæðum í
norðurhluta landsins
MANNFALL* frá því
að uppreisnin hófst í
Deraa í mars
Óbreyttir borgarar Alls
2.700 3.400700
Öryggissveitir
Tölur Sameinuðu þjóðanna Tala Sýrlandsstjórnar
ÍRAK
JÓRDANÍA
LÍBANON
Homs
Qusayr
Deraa
Hama
Idlib
Latakia
Aleppo
Saraqeb
Deir al-Zor
Damaskus
M
ið
ja
rð
ar
h
af
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
w
w
w
.v
is
in
da
va
ka
.i
s
Þekking á liðinni tíð er til margra hluta nytsamleg,
eða svo segja margir. Dr. Guðni Th. Jóhannesson
sagnfræðingur fjallar um nýtingu sögunnar á Íslandi,
allt frá landnámi til okkar daga. Ari fróði sagðist vilja
hafa það sem sannara reynist en var það nú satt?
Fyrir hvern skrifaði hann? Á hinn bóginn má spyrja
hvers vegna sagnfræðingar samtímans ættu að
nöldra um stórmenni sögunnnar. Skilja þeir ekki að
sagan á að sameina okkur, gera okkur stolt af afrekum
forfeðranna? Segjum að sagnfræðingar séu frá Mars
og valdhafar frá Venus. Er þá nokkuð
hægt að mætast á miðri leið? Í hvaða
tómarúmi yrði það eiginlega?
vSagnfræðingar eru frá Mars,
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Látið sjá ykkur í Háskólabíói föstudaginn 23. september!
„Framundan er ár erfiðra sparnaðaraðgerða sem koma niður á öllum,“
sagði Beatrix, drottning Hollands, þegar hún flutti stefnuræðu ríkis-
stjórnar landsins í þinghúsinu í Haag í gær. Þetta er fyrsta stefnuræða
stjórnar hægri- og miðflokka sem mynduð var í fyrra undir forystu Marks
Rutte forsætisráðherra. Stjórnin hyggst minnka útgjöld ríkisins um 18
milljarða evra, sem svarar 2.800 milljörðum króna. Stjórnin hyggst einnig
hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 árum í 66 árið 2020 og í 67 ár fimm árum
síðar.
Hefð er fyrir því í Hollandi, eins og í Bretlandi, að þjóðhöfðinginn flytji
stefnuræðuna þótt ríkisstjórnin semji hana. Eins og venja er var drottn-
ingin flutt í hestvagni að og frá þinghúsinu í Haag.
Reuters
Ár erfiðs sparnaðar
Drottning boðar erfiðleika í Hollandi
Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna segja að 2.700
óbreyttir borgarar, þeirra á
meðal a.m.k. 100 börn, liggi í
valnum eftir árásir öryggis-
sveita einræðisstjórnarinnar
frá því að uppreisnin hófst í
mars. Nefnd á vegum Sam-
einuðu þjóðanna hefur
kannað ástandið, komist að
þeirri niðurstöðu að árás-
irnar kunni að vera glæpir
gegn mannkyninu og
hvatt öryggisráð
Sameinuðu þjóð-
anna til að skjóta
málinu til
Alþjóðasakamála-
dómstólsins.
Minnst 100
börn myrt
UM 2.700 LIGGJA Í VALNUM
Bashar
al-Assad
Sex ítalskir jarðvísindamenn og
fyrrverandi embættismaður hafa
verið ákærðir fyrir manndráp af gá-
leysi með því að veita rangar upplýs-
ingar um jarð-
skjálftahættu í
L’Aquila á Ítalíu
árið 2009. Réttar-
höld í máli þeirra
hófust í gær.
Jarðskjálfti,
sem mældist 6,3
stig, reið yfir
borgina og varð
309 manns að
bana. Mánuðina
áður hafði verið
mikil skjálftavirkni á svæðinu og
hundruð smáskjálfta mældust. Vís-
indamennirnir sex voru fengnir til
að leggja mat á ástandið og þeir
komust að þeirri niðurstöðu að ekki
væri mögulegt að spá um það hvort
hætta væri á öflugum skjálfta. Þeir
mæltu þó með hertu eftirliti með því
að byggingarreglugerðum væri
framfylgt.
Verjendur sakborninganna segja
að engin leið sé að spá nákvæmlega
um öfluga jarðskjálfta. Yfir 5.000
vísindamenn hafa skrifað undir opið
bréf til forseta Ítalíu til stuðnings
sakborningunum sem eiga yfir höfði
sér allt að 15 ára fangelsi og háar
bótakröfur.
Vísindamenn
ákærðir fyrir
manndráp
Manni bjargað
eftir skjálftann.