Morgunblaðið - 21.09.2011, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Fiskveiðiumræð-
urnar í þjóðfélaginu,
hvort sem er á þingi
eða í fjölmiðlum, eru að
verða allruglingslegar,
svo vægt sé til orða
tekið. Mikið ber á að
þeir sem tjá sig um
málið tali fyrir hönd
þjóðarinnar þegar við-
komandi leggur fram
sínar skoðanir. Gott og vel, ég tala
bara fyrir mig sjálfan, en er hluti af
þjóðinni, ekki satt!
Um hvað snýst málið eiginlega?
Til að reyna að skilja það þarf að
draga málið saman í sem einfald-
astan búning, fyrir það fyrsta hvers-
vegna málið er orðið svona ótrúlega
flókið, og hvað það var sem virtist
vera almennar óskir um breytingar.
Þá er best að byrja á byrjuninni.
Hvað var það sem farið hefur í taug-
arnar á mér eftir að kvótanum var
úthlutað í fyrsta sinn í samræmi við
lög um fiskveiðar? En það er:
Eignarréttarákvæðin. Framsal og
leiga á úthlutuðum kvóta.
Sjálft kvótakerfið, aflamark og
veiðiframkvæmd, held ég, að megi
vel una við enda talið eitt það besta
sem notast er við í heiminum, en
auðvitað má alltaf bæta
og breyta eftir því sem
þekking og reynsla
gefur tilefni til.
En fyrir alla muni,
ekki breyta breyting-
anna vegna.
Lítum þá á Eign-
arréttarákvæðin (1).
Fiskur (óveiddur)
sem finnst á eða yfir
landgrunninu, má ekki
og á ekki að vera eign
einstaklinga, útgerðar
eða skipa, heldur sameign þjóð-
arinnar. Ég veit ekki betur en flestir
séu sammála þessari túlkun, þar á
meðal útgerðarmenn og samtök
þeirra. Einnig er ljóst að við gerð
nýrrar stjórnarskrár verður þessi
skýring negld niður til framtíðar,
það er allavega von mín. Sem sagt
eignarréttur (einstaklinga og/eða út-
gerðar) á fiski verður ekki til fyrr en
veiði er staðfest af eftirlitsaðila með
veiðunum (Fiskistofu). Þar til stað-
festing fæst er um að ræða „nytja-
rétt“ samkvæmt útgefnum veiðileyf-
um sjávarútvegsráðuneytis (magn
og tímabil), samkvæmt reglum þar
um. Þegar fiskurinn er orðinn eign
(veiddur og kominn um borð í veiði-
skipi) er hægt að veðsetja hann fjár-
málastofnun t.d. banka sem eignast
þar með öruggt veð í afurðinni. Þar
til eign er mynduð og óveiddur fisk-
ur syndir í sjónum verða rekstrarlán
sem veitt er einstaklingi/útgerð,
áhættulán, eins og vera ber, þar sem
lánafyrirgreiðsla er byggð á trausti
milli útgerðar og lánveitanda og að
sjálfsögðu hafður til hliðsjónar sá
„nytjaréttur“ sem lánþegi hefur til
umráða og hefur greitt sanngjarnt
auðlindagjald fyrir.
Lítum á framsal og leigu á kvóta
(2).
Þegar fyrsta úthlutun á kvóta fór
fram, var valið að úthluta samkvæmt
veiðireynslu áranna á undan, og er
sú aðferð einföld og auðskilin og í
sjálfu sér eins góð og hver önnur. Í
reynd var úthlutunin á þessum veiði-
rétti til eins árs í senn (tímabil 1.
september til 31. ágúst næsta ár) og
þar skilgreint það magn (tonn af út-
hlutaðri fisktegund) sem heimilt var
að veiða á þessum tíma, bæði einfalt
og gott kerfi, nema það gleymdist að
skilgreina og festa í lög hvenær
nytjaréttinum lyki (sólsetur) og það
sem verra var, hvernig bæri að fara
með nytjarétt sem útgerð/ein-
staklingar gætu ekki nýtt sér að
hluta/eða öllu innan viðkomandi
tímabils og síðast en ekki síst láðist
að innheimta sanngjarnt gjald fyrir
aflaheimildina. Þessir gallar er
ástæða þeirrar óánægju sem al-
menningur hefur látið í ljós með vax-
andi þunga á liðnum árum og ára-
tugum og varð síðan til þess að
handhafar „nytjaréttar“ fóru að líta
á kvótann sem sína eign sem þeir
gætu farið með eins og skipin sem
veitt var á, og þar með veðsett banka
óveiddan fisk í sjó, selt hann öðrum
eða leigt hann tímabundið öðrum.
Stjórnvöld sigldu sofandi að feigð-
arósi, þar til allt var komið í óefni.
Kvótabrask varð ábatasöm við-
skiptagrein þar sem óveiddur fiskur
(þjóðarauðlindin) gekk kaupum og
sölum á sívaxandi verði og út úr
greininni (útgerð) fóru menn með
milljarða fyrir sölu á óveiddum fiski.
Er furða þó manni blöskri.
Það sem þarf að gera strax.
Alþingi samþykkir breytingu á
stjórnarskrá sem tryggir eign þjóð-
arinnar á auðlind hafsins, t.d. með
samþykkt á tillögum stjórnlagaráðs.
Allar veiðiheimildir innkallaðar og
þeim úthlutað til núverandi hand-
hafa sem „nytjarétti“ til eins árs
gegn vægu gjaldi. Að ári liðnu (ár 1.)
verði úthlutað 90% veiðiheimilda til
sömu aðila samkvæmt veiðiráðgjöf,
en 10% verði boðin upp á frjálsum
markaði þannig að nýliðun geti átt
sér stað (að sjálfsögðu geta hand-
hafar „nytjaréttar“ boðið í þær afla-
heimildir eins og aðrir). Fyrir næsta
fiskveiðiár (ár 2) fá núverandi hand-
hafar úthlutuð 80% af upphaflegum
„nytjarétti“ sínum gegn auðlinda-
gjaldi en mismunurinn fer á uppboð
á frjálsum markaði, auk þess afla
sem ekki nýtist handhafa „nytjarétt-
ar“ á fiskveiðitímabilinu. Skilaður
„nytjaréttur“ verði bættur veiðirétt-
arhafa með hlutfallslegri endur-
greiðslu á greiddu auðlindargjaldi
(engar útleigur eða pukur leyft með
„nytjaréttinn“). Þannig verður hald-
ið áfram þar til allur afli á Íslands-
miðum er í umsjón stjórnvalda fyrir
hönd þjóðarinnar, og opin og
gegnsæ vinnubrögð verða á meðferð
auðlindarinnar.
Allt annað má bíða vandaðrar um-
fjöllunar.
Fiskveiðin, kvótinn, hvað er í gangi?
Eftir Björn
Jóhannsson »Kvótabrask varð
ábatasöm viðskipta-
grein þar sem óveiddur
fiskur gekk kaupum og
sölum á sívaxandi verði
og út úr greininni (út-
gerð) fóru menn með
milljarða fyrir sölu á
óveiddum fiski. Björn Jóhannsson
Höfundur er tæknifræðingur.
Mikil þensla hefur
verið undanfarin 10
ár og er það einkum
vegna mikilla fram-
kvæmda á vegum
hins opinbera, t.d. við
jarðgangagerð, virkj-
anagerð, vegagerð og
hafnarframkvæmdir,
svo fátt eitt sé nefnt.
Mikið hefur verið
byggt af ýmsum
byggingaraðilum, íbúðarhúsnæði
og iðnaðarhúsnæði, svo er mikilli
byggingatækni fyrir að þakka. Þá
hefur verið fjárfest í dýrum skip-
um og tækjum tengdum sjávar-
útvegi. Hafinn hefur einnig verið
innflutningur á vistvænum bifreið-
um knúnum t.d vetni, metanóli,
rafmagni. Svo ekki sé minnst á
tónlistarhúsið Hörpuna, veglegt
tónlistar- og fundahús sem skipar
veglegan sess í allri bygging-
arflórunni.
Allt þetta skapaði þenslu og jók
erlendar skuldir ríkisins sem voru
síðast, og það þó fyrir allnokkru,
u.þ.b. 20.000 milljarðar ísl. kr.
Margur maðurinn vill kenna raun-
verulegri eða óraunverulegri
einkavæðingu um þensluna og
aukna erlenda skuldasöfnun rík-
isins. Hafa ber í huga að allar
þessar framkvæmdir og fjárfest-
ingar kosta sitt og taka sinn toll. Í
raun ættum við að fá Marshall-
aðstoð vegna veru okkar í NATO
og grynnka á skuldum þjóðarbús-
ins með þeim styrk. Menn geta lit-
ið á það sem eins konar skaðabæt-
ur vegna hinnar miklu
persónugreiningar sem hefur hlot-
ist af einkavæðingaráróðri og
hægri öfgaumræðu
sem hefur valdið gíf-
urlegu tjóni, t.d. auk-
inni geðlyfjanotkun
vegna félagslegra
árekstra vegna ólíkra
skoðana, og einnig
hefur þetta aukið
notkun, t.d. fíkniefna
(kannabis) og alkó-
hóls. Þá hafa hægri
öfgarnar og einka-
væðingaráróðurinn
valdið auknum glæp-
um, til að mynda of-
beldi, efnahagsbrotum
og fíkniefnabrotum. Svo er víst
ætlunin að reyna að varpa allri
ábyrgð á Geir Haarde, fyrrum for-
sætisráðherra, vegna þess að hann
hafi dregið lappirnar í einkavæð-
ingunni hvað varðar starfsemi
bankanna sem hafi valdið falli
bankanna og til stendur af and-
stæðingum hans að fá hann
dæmdan fyrir Landsrétti.
Ólafur Jóhannesson, fyrrum al-
þingismaður, kom Landsrétti á
með einhvers konar glæpasamráði
á hinu háa Alþingi árið 1974 og
hefur hann líklega notið aðstoðar
frímúrarabræðra sinna á alþingi.
En Landsréttur er gömul arfleifð
frá valdatíma kirkjunnar hér fyrr-
um og byggist rétturinn á trúar-
legum viðhorfum vegna eðlis síns
og lögin sem hann dæmir eftir
heita landsréttarlög sem eru göm-
ul kirkjulög sem eru úr sér gengin
vegna þess að lýðræðið hefur
haldið innreið sína hér á Íslandi
og um allan hinn vestræna heim.
Landsréttur og landsréttarlögin
varða við alþjóðalög sem banna
nasisma en trúarleg viðhorf eru
nú gjarnan nasísk. Svo ég víki aft-
ur að því hvað varðar Geir
Haarde, fyrrum forsætisráðherra,
þá hefði frekar átt að sæma hann
orðu ef hægt væri að leiða líkur að
því að með því að draga lappirnar
hefði hann fellt bankana, auk þess
ætti það við alþjóðadómstól að
draga úr sekt hans og hann yrði
jafnvel sýknaður vegna þess að
einkavæðingin heildrænt er brot á
alþjóðalögum þar sem kveðið er á
um blátt bann við nasisma en
hægri öfgar falla undir nasisma.
Rétt fyrir lok seinni heimstyrj-
aldar var nasismi bannaður með
lögum, árið 1940 á Jalta. Svo geta
menn stillt hlutunum þannig upp
að í raun beri allt alþingi ábyrgð á
einkavæðingunni en heildrænt var
hún ólögleg og t.d. braut hún í
bága við samkeppnislög, einnig
regluna um bann við hægri öfgum
sem falla undir nasisma.
Þá má jafnvel líta þannig á það
að opinberir starfsmenn séu sam-
ábyrgir því að fram fór ólögleg
einkavæðing. Lögmenn hafa
ábyrgð gagnvart ólöglegri einka-
væðingu, þá þannig að aðgerða-
leysi þeirra getur flokkast undir
afbrot vegna stöðu þeirra.
Það má því færa sterk rök fyrir
því að öll stjórnsýslan sé ólögleg
og í raun þýðir það að öll dómsmál
og stjórnsýsluákvarðanir eru ólög-
legar þangað til að breytt hefur
verið um stjórnarhætti.
Þensla
Eftir Kristján
Snæfells
Kjartansson
» Þá má jafnvel líta
þannig á það að
opinberir starfsmenn
séu samábyrgir því
að fram fór ólögleg
einkavæðing.
Kristján Snæfells
Kjartansson
Höfundur er skipstjóri.
Í umræðum á Al-
þingi 15. september
kom fram að þjóðin
stefnir í bankahrun 2
undir stjórn fjár-
málaráðherra og for-
sætisráðherra. Þetta
bendir forseti vor Ólaf-
ur Ragnar Grímsson á
og ber honum skylda
til þess. Bjargar þjóð-
inni aftur sjálfur.
Forsetinn bjargaði þjóðinni með
þjóðaratkvæði um Icesave. Þar voru
fjármálaráðherra og forsætisráð-
herra búnir að gera samning um Ice-
save og sömdu okkur í þjóðargjald-
þrot. Var bjargað af forseta Íslands
með þjóðaratkvæði sem felldi Ice-
save. Bjargaði Íslandi frá hruni 2.
Núna stefnir allt í sama farið aftur
segir allur almenningur. Fjár-
málaráðherra setti upp bankakerfi
eftir hrunið sem féflettir þjóðina og
stefnir henni í hrun 2. Okkur er sagt
að útfluttur fiskur sé um 200 millj-
arðar árlega. Olía, laun og annar
kostnaður áætlar greinarhöfundur
120 milljarða. Þá eru 80 milljarðar
eftir nettó. Þetta er sú
tala sem bankarnir ætla
sér í hagnað árið 2011.
Hafa tekið 40 milljarða í
hagnað fyrstu 6 mánuði.
Verða 80 milljarðar allt
árið 2011 með sama
áframhaldi. Þá taka
bankarnir til sín í hagnað
allan nettóhagnað af
sjávarútvegi Íslands. Og
fyrir hvað? Okra á fólki
og selja íbúðir þess, bíla
og vinnuvélar upp í ok-
urlán. Reka ber fjármálaráðherra og
bjarga þjóðinni úr klóm hans.
Bankahrun
2 á leiðinni?
Eftir Lúðvík
Gizurarson
Lúðvík Gizurarson
» Þá taka bankarnir
til sín í hagnað
allan nettóhagnað af
sjávarútvegi Íslands.
Og fyrir hvað? Okra
á fólki og selja íbúðir
þess, bíla og vinnu-
vélar upp í okurlán.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og
ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir
ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra
stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst.
Móttaka aðsendra greina