Morgunblaðið - 21.09.2011, Side 35
DAGBÓK 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Sudoku
Frumstig
8 1 7
7 2 6 3 8
1 5 2
3 6
1 4 7
6 3 2
5 3 2 6
1 8
1 4 9 5
2 6
6 1
4 7 9
9 5
3
6
5 9 2 3 1
7 6 3 4 5
7 3
5 3 8
8 5 6
2 1
7 5 4
6 2 9
3 9 4
9 1 4 7
9 5 6 7 1 8 4 2 3
3 7 4 5 2 6 1 8 9
1 8 2 3 4 9 6 7 5
7 6 1 9 8 3 5 4 2
2 9 5 6 7 4 3 1 8
4 3 8 2 5 1 9 6 7
8 2 9 1 6 5 7 3 4
5 1 7 4 3 2 8 9 6
6 4 3 8 9 7 2 5 1
2 7 3 8 1 6 5 4 9
6 4 8 9 7 5 3 2 1
9 5 1 4 2 3 7 6 8
3 6 9 7 4 2 8 1 5
4 1 5 6 8 9 2 3 7
7 8 2 3 5 1 4 9 6
8 3 4 1 9 7 6 5 2
1 2 6 5 3 8 9 7 4
5 9 7 2 6 4 1 8 3
6 1 4 2 9 3 7 5 8
3 2 9 7 8 5 1 4 6
5 8 7 4 6 1 9 3 2
7 5 8 6 4 2 3 9 1
1 4 2 3 5 9 6 8 7
9 6 3 8 1 7 4 2 5
4 3 5 1 2 6 8 7 9
8 9 6 5 7 4 2 1 3
2 7 1 9 3 8 5 6 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 21. september,
264. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér
skilja, að ég er í föður mínum og þér í
mér og ég í yður. (Jh. 14, 20.)
Bókmenntahátíð í Reykjavík varkærkomin tilbreyting í síbylju
íslenskrar umræðu. Víkverji hafði
minni tíma en hann hefði óskað sér
til að fylgjast með því sem þar fór
fram. Þó skaust hann og hlýddi á
opnunarræðu nóbelsskáldsins
Herthu Müller í Norræna húsinu.
Müller gerir ekki mikið af því að
sækja slíkar hátíðir og mun hafa
samþykkt að koma til Reykjavíkur
vegna þess að henni barst boð héð-
an áður en hún fékk nóbels-
verðlaunin í bókmenntum. Ræða
hennar var mögnuð. Hún fjallaði
um einræðisherra og þá, sem hafa
hugrekki til að standa uppi í hárinu
á þeim. Orð hennar vöktu Víkverja
til umhugsunar um það hvernig íbú-
ar og stjórnvöld í lýðræðisríkjum
eiga að hegða sér gagnvart kúg-
urum heimsins. Skipta mannrétt-
indi máli þegar hægt er að gera góð
viðskipti? Við beitum hervaldi til að
losna við Gaddafi í Líbíu, en ekki
ráðamenn í Sýrlandi, Jemen og
Sádi-Arabíu og þegar borgarstjóri
leyfir sér að gagnrýna meðferð Kín-
verja á andófsmönnum á borð við
listamanninn Ai Weiwei er hann
gagnrýndur fyrir að skaða við-
skiptahagsmuni.
x x x
Margir áhugaverðir gestir voruá bókmenntahátíð auk Müll-
er. Mjög áhugavert var að hlýða á
Nawal Al Saadawi frá Egyptalandi,
sem kom hingað í samstarfi við
Rannsóknarstofu í kvenna- og
kynjafræðum. Hún hefur stundað
andóf í heimalandi sínu í sjö áratugi
og bæði verið varpað í fangelsi og
vísað úr landi án þess að láta deigan
síga. Hún uppskar á Tahrir-torgi í
janúar þótt allsendis óvíst sé til
hvers byltingin í Egyptalandi mun
leiða.
x x x
Horacio Castellano Moya fráHondúras er einnig athygl-
isverður höfundur og var sláandi að
hlusta á hann tala um ástandið í
Mið-Ameríku þar sem lýðræði hef-
ur tekið við af borgarastyrjöldum
án þess að það breyti miklu um lífs-
kjör íbúanna. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 klettaveggur, 8
launung, 9 auðugur, 10 úr-
skurð, 11 vísa, 13 manns-
nafn, 15 baug, 18 stefnan,
21 blóm, 22 vonda, 23
steins, 24 mikill þjófur.
Lóðrétt | 2 drekka, 3 suða, 4
brjósta, 5 vindhviðan, 6 fyr-
irtæki, 7 tölustafur, 12 ætt, 14
megna, 15 hljóðfæri, 16 spríkl-
inu, 17 þyngdareining, 18 kær-
leikurinn, 19 ámu, 20 tæp.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt 1 björk, 4 þjaka, 7 gadds, 8 ótækt, 9 tef, 11 ræða, 13
bana, 14 lægir, 15 mont, 17 átak, 20 fat, 22 lenda, 23 Júðar, 24
Iðunn, 25 nauti.
Lóðrétt 1 bugur, 2 önduð, 3 kost, 4 þjóf, 5 afæta, 6 aftra, 10
eggja, 12 alt, 13 brá, 15 mælgi, 16 nunnu, 18 tuðru, 19 korði, 20
fann, 21 tjón.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Hundasaga. N-Allir.
Norður
♠D9
♥7
♦Á10965
♣Á10973
Vestur Austur
♠62 ♠ÁK87
♥9852 ♥K4
♦DG43 ♦872
♣DG2 ♣8654
Suður
♠G10543
♥ÁDG1063
♦K
♣K
Suður spilar 4♥.
Hin æpandi þögn „hundsins sem gelti
ekki“ er vinsæl vísun í bridssögum.
Belgískur höfundur, Paul-Henri Genty
að nafni, lýsir spilinu að ofan undir for-
merkjum hundsins hljóða. Norður vakti
á 1♦, suður sagði 1♥, norður 2♣ og suð-
ur 4♥. Lesandinn er settur í sæti vest-
urs og látinn spila út ♠6. Makker tekur
á ♠K-Á og spilar þriðja spaðanum.
Besta vörnin er ævintýraleg: að
trompa SMÁTT. Ef sagnhafi yfir-
trompar, kemst austur inn á ♥K síðar,
spilar enn spaða og uppfærir ♥9. Ein-
faldar spilarasálir, sem ekki búa yfir
ályktunargáfu Sherlock Holmes,
trompa strax með ♥8 og vona svo það
besta. En hugsum málið: Makker sagði
EKKI 1♠ við 1♦ og á því ekki fimmlit.
Suður á fimmlitinn og því engan tapslag
í láglitunum. Eina vonin er trompslagur
hjá makker og uppfærsla í kjölfarið.
21. september 1918
Fyrsta konan fékk öku-
skírteini hér á landi. Það var
Áslaug Þorláksdóttir Johnson.
Þá voru áttatíu karlar komnir
með ökuréttindi.
21. september 1985
Grímudansleikur eftir Verdi
var frumsýndur í Þjóðleikhús-
inu. Meðal flytjenda var Krist-
ján Jóhannsson. Í gagnrýni í
Morgunblaðinu var sagt:
„Kristján syngur hreint út
sagt stórkostlega.“
21. september 2005
Tilkynnt var að tillaga Portus-
hópsins um byggingu tónlist-
ar- og ráðstefnuhúss við
Reykjavíkurhöfn hefði verið
valin. Kostnaðaráætlun var 12
milljarðar króna og vígja átti
húsið haustið 2009.
21. september 2005
Michael Bolton hélt tónleika í
Laugardalshöll. Morgunblaðið
sagði að hann hefði sungið af
mikilli innlifun og að kven-
þjóðin hefði verið „í sjáan-
legum meirihluta tónleika-
gesta“.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Sólveig Leifsdóttir hárgreiðslumeistari er sextug
í dag. Tímamótunum verður fagnað á Suðureyri
við Súgandafjörð, en þangað rekur Sólveig ættir
sínar. Hún segir að Suðureyri sé besti staðurinn
til að eiga afmæli á. „Ég var búin að fagna, ég
gerði það í sumar þegar ég hélt veislu á Suður-
eyri. Þar ólst ég upp að hluta, ég á hús þar,
hálfgert ættarhús, og sonur minn býr þarna,“
segir afmælisbarnið.
Sólveig rak eigin hárgreiðslustofu í Suðurveri
í þrjátíu ár, sem bar nafnið Hárgreiðslustofa Sól-
veigar Leifs. Hún starfar nú við hárgreiðslu í fé-
lagsmiðstöð Reykjavíkurborgar í Hæðargarði og segir það vera
heillaskref á hárgreiðsluferlinum. „Þarna er svo yndislegt fólk og
gott að vinna í Hæðargarði,“ segir Sólveig.
Tímamótin leggjast sérlega vel í Sólveigu sem lætur vel af því að
hafa lifað í sex áratugi. „Ég er nýkomin af heilsuhælinu í Hvera-
gerði og mér líður alveg einstaklega vel.“
„Ég get ekki sagt að neinn einstakur afmælisdagur standi upp
úr,“ segir Sólveig spurð um eftirminnilegan afmælisdag. „Hver og
einn afmælisdagur er svo stórkostlegur.“ annalilja@mbl.is
Sólveig Leifsdóttir hárgreiðslumeistari 60 ára
Fagnar á Suðureyri
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Flóðogfjara
21. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.54 1,6 12.31 3,0 18.57 1,6 7.08 19.35
Ísafjörður 1.46 1,5 8.09 0,8 14.50 1,7 21.31 0,9 7.12 19.41
Siglufjörður 4.33 1,1 10.15 0,7 16.46 1,2 23.28 0,6 6.54 19.24
Djúpivogur 2.47 0,8 9.29 1,6 15.58 1,0 21.59 1,4 6.37 19.05
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú varst ekki að grínast þegar þú
sagðist geta lokið verkefninu í dag. Leyfðu
góðum vini að gráta á öxl þinni án þess að
þér finnist þú tilneyddur til þess að gerast
dómari í máli hans.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú þarft að vera viðbúinn því að þurfa
að taka þátt í umræðum til þess að koma
skoðunum þínum á framfæri. Reyndu að láta
gott af þér leiða og leggja þannig lífinu lið.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það getur verið erfitt að halda
haus, þegar að manni er sótt úr öllum átt-
um. Svörin blasa við þér og kannski ljóstrar
þú upp leyndarmáli.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Nýir vinir sem þú kynnist eru af því
tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða
aðstæður sem er. Hvíldu þig aðeins á hinum
stranga dómara innra með þér.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Misskilningur gerir þig brjálaða/n, ekki
síst vegna þess að hann kemur þér illa. Þú
færð tilboð sem þú ættir að hafna.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert í góðri aðstöðu til þess að
koma þér á framfæri í dag. Mundu að sá
sem er trúr yfir litlu er kallaður til stærri
verka.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Eyddu ekki orku þinni í að brjótast á
móti straumnum. Betra er að vera sam-
kvæmur sjálfum sér þótt það kosti sitt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Mundu að umgangast hug-
myndir annarra af sömu virðingu og þú vilt
að þeir sýni þínum verkum. Þér hættir til að
vera of fastur fyrir.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Gerðu þér grein fyrir því að þú
nærð engum árangri án fórna og fyrirhafnar.
Frestaðu ónauðsynlegum innkaupum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú hefur hæfileika til þess að gera
það besta úr öllum hlutum. Gerðu lista yfir
markmiðin sem þig langar að ná í lífinu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert eitthvað líflaus þessa dag-
ana og þarft að leggja þitt af mörkum til að
koma þér í gang. Ekki teygja þig í súkku-
laðið, brettu upp ermarnar.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Hafðu ekki áhyggjur af dagdraumum
og forðastu fljótfæra vini. Láttu það ekki
vaxa þér í augum að ferðast ein/n.
Stjörnuspá
Anna G. Sig-
urðardóttir er ní-
ræð í dag, 21.
september. Hún
tekur á móti ætt-
ingjum og vinum
laugardaginn 24.
september frá kl.
14 til 18 í Fé-
lagslundi í Gaulverjabæ.
90 ára
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. O-O b5 6. Bb3 Bc5 7. a4 Hb8 8. axb5
axb5 9. c3 d6 10. d4 Bb6 11. Be3 O-O
12. Rbd2 h6 13. h3 He8 14. Dc2 exd4
15. cxd4 Ra5 16. Ba2 Bb7 17. e5 Rd5
18. Bb1 g6 19. Bxh6 Rc6 20. exd6 Dxd6
21. Re4 Db4 22. Ba2 Rxd4 23. Rf6+
Kh8 24. Rxd4 Rxf6 25. Rc6 Dh4 26.
Rxb8
Staðan kom upp á heimsbikarmóti
FIDE sem er nýlokið í Khanty-
Mansiysk í Rússlandi. Rússneski stór-
meistarinn Peter Svidler (2739) hafði
svart gegn bandarískum kollega sínum
Gata Kamsky (2741). 26… He2!! 27.
Dc3 hvítur hefði einnig tapað eftir 27.
Dxe2 Dg3! þar sem hann væri þá
óverjandi mát. 27… Hxf2 28. Rc6
Hxf1+ og hvítur gafst upp enda mát
eftir 29. Kxf1 Df2#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.