Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 6
Rekstur grunn- skóla Kópavogs er kominn 6% fram úr fjár- hagsáætlun árs- ins 2011 fyrir sveitarfélagið. Þetta gerir um 176 milljónir króna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarráði lýstu yfir áhyggjum sínum af þessu á fundi í fyrradag og bentu á að kostn- aðarsömustu mánuðir ársins væru þrír þeir síðustu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks segir að grunnskólar bæjarins verði komnir 250 milljónir króna fram úr fjárhagsáætlun í lok árs að óbreyttu. „Eins og fram kom við samþykkt fjárhagsáætlunarinnar var tekið mjög mildilega á rekstri skólanna og því ljóst að meirihlutinn er að missa tök á rekstrinum og bendir margt til að það muni eiga við um fleiri mála- flokka.“ Guðríður Arnarsdóttir, formaður bæjarráðs, benti á, að grunnskólar færu fram úr áætlun m.a. vegna launahækkana kennara og þeirrar inneignar sem þeir eiga frá fyrra ári. Það væru atriði sem ómögulegt væri að hafa áhrif á. Áhyggjur af framúr- keyrslu 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra segir það ekki nýtt að skoðanir séu skiptar á tilhögun fiskveiðistjórnunar. Þessu sé þann- ig farið á Alþingi og innan rík- isstjórnarflokkanna. Hann tekur ekki undir að gallar séu á frum- varpinu, eins og m.a. forsætisráð- herra hefur sagt, og bendir á að fjórir ráðherrar, þar á meðal for- sætisráðherra, hafi komið að gerð þess. Spurður hvort hann muni fela formanni og varaformanni sjávar- útvegsnefndar að skrifa nýtt frum- varp eins og þær Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarð- ardóttir hafa boðist til að gera, bendir hann á að nefndin hafi í allt sumar haft tækifæri til að koma með álit til úrbóta. Jón segir að frumvarpið, sem lagt var fram síðastliðið vor, sé alls ekki óskafrumvarp allra, enda verði seint hægt að finna slíka mála- miðlun. „Þegar nýtt þing hefst á morgun [í dag] kemur málið aftur inn í sjávarútvegsráðuneytið og þar verður tekið á því verkefni. Þetta er stjórnarfrumvarp og að sjálf- sögðu mun ráðherra taka mið af þeirri vinnu og þeim ákvörðunum sem voru teknar við gerð frum- varpsins. Það var samþykkt af allri rík- isstjórninni og síðan af þingflokkum stjórnarflokkanna að leggja það fram á Alþingi síðasta vor. Mikil vinna var lögð í frumvarpið og við síðustu áfangagerð þess vann sér- stakur hópur sem forsætisráðherra var þátttakandi í. Einnig komu þingmenn frá stjórnarflokkunum að lokaútgáfu frumvarpsins,“ segir Jón. Gagnrýni frá báðum hliðum Spurður um mikla gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið seg- ir Jón að gagnrýni komi frá báðum hliðum. „Annars vegar er gagnrýnt að ekki sé nógu langt gengið, sér- staklega í markaðsátt. Hér eru að- ilar sem vilja að öll fiskimiðin og veiðar séu á uppboðsmarkaði og vilja sjá það með ákveðnum hætti inni í þessu frumvarpi. Aðrir telja fyrirhugaðar breytingar alltof mikl- ar og sjávarútveginum stafi ógn af þeim. Gagnrýnin speglar gjörólík við- horf, en frumvarpið er ákveðinn millivegur. Það er þó sjálfsagt að fara yfir þær athugasemdir sem komið hafa fram. Menn hafa sjald- an sparað stór orð þegar rætt er um sjávarútveg og gera það heldur ekki núna. Umræðan stendur í rauninni um það að breyta fiskveiðistjórn- unarkerfinu eins og ég hef lagt mikla áherslu á að verði gert. Ég hef nýtt þá möguleika sem ég hef haft til að koma á strandveiðum og koma í framkvæmd skötusels- veiðum framhjá aflamarki. Þær áttu nú að koma þjóðfélaginu í upp- nám á sínum tíma.“ Skoðanir eru skiptar í öllum flokkum Um tilboð þeirra Ólínu og Lilju Rafneyjar að skrifa frumvarpið upp í umboði ráðherra segir ráðherra að sjávarútvegsnefnd undir þeirra forystu hafi haft málið til umfjöll- unar í allt sumar. „Það hefur því verið í þeirra höndum hvernig mál- ið var unnið og mér finnst sér- kennilegt að fá álit frá einstökum nefndarmönnum í lok meðferðar þingnefndarinnar. Í nefndinni eru fleiri fulltrúar stjórnarflokkanna en þær tvær og ættum við þá ekki að fá aðra með í þessa vinnu?“ Spurður hvort ríkisstjórnarflokk- arnir séu ekki klofnir í þessu máli en Björn Valur Gíslason, þingmað- ur VG, hefur einnig skrifað ráð- herra sérstakt bréf vegna málsins, segir ráðherra: „Það liggur fyrir að það eru skiptar skoðanir um þetta mál í öllum flokkum, og þá einnig í Samfylkingu og VG, um það hversu langt eigi að ganga.“ Atli Gíslason segir í Morg- unblaðinu í gær að bréf Ólínu og Lilju beri í sér vantraust í garð sjávarútvegsráðherra. Um það seg- ir ráðherra að Atli og Björn Valur gagnrýni að ekki hafi verið haldinn fundur í sjávarútvegsnefnd og efn- isleg umræða hafi ekki farið fram í nefndinni. „Þeir eru í nefndinni en ekki ég og þekkja vinnubrögðin þar,“ segir Jón Bjarnason. Málið var í þeirra höndum  Var á borði Ólínu og Lilju hvernig málið var unnið í sjávarútvegsnefnd í sum- ar, segir sjávarútvegsráðherra  Forsætisráðherra kom að gerð frumvarpsins Morgunblaðið/Ernir Jón Bjarnason Sjávarútvegsráðherra segir að með nýju þingi sem hefst í dag komi frumvarp um fiskveiðistjórnun aftur inn í ráðuneyti hans. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, leggur til aukna veiði á kolmunna á árinu 2012, nánast óbreytta veiði á makríl en 15% minni veiði úr norsk-íslenska síldarstofninum en á þessu ári. Skýrsla um ráð- gjöf stofnunarinn- ar var birt í gær. Fram kemur á vef Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, að ef áfram verði stuðst við þá samninga, sem gerðir hafi verið um nýtingaráætlun, verði heimilt að veiða 833 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld árið 2012. Það sé um 15% minna en þau 988 þúsund tonn sem leyft var að veiða á þessu ári. LÍÚ segir að verði sömu nýtingar- áætlun fylgt á árinu 2012 og á þessu ári verði leyft að veiða alls 391 þúsund tonn af kolmunna en ráðgjöfin fyrir þetta ár hljóðaði upp á 40.100 tonn. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að vissulega geti aukningin í kolmunna þýtt tekjur upp á einhverja milljarða króna en á móti komi lækkunin í síldinni sem sé mun verðmætari afli. Líklegt sé að þessar tvær breytingar jafnist að miklu leyti út. Ráðgjöfin fyrir makrílveiðar á næsta ári er nánast eins og á þessu ári. Samkvæmt aflareglu hljóðar hún upp á 586-639 þúsund tonn árið 2012, en var 592-646 þúsund tonn fyrir þetta ár. Makríllinn gæti gefið 25-30 milljarða „Verðmætin í makrílnum verða sennilega 25-30 milljarðar. Uppsjávar- fiskurinn er orðinn mjög mikilvægur, loðnan er líka á leiðinni upp þannig að það eru ljósir punktar í þessu,“ sagði Friðrik. Öllum hafi verið ljóst að ráðgjöf ICES í fyrra varðandi kolmunnann sé röng, byggð á ófullkomnum gögnum, nú sé búið að leiðrétta hana. „En stofninn hefur verið í mikilli niðursveiflu undanfarin ár og er miklu veikari en hann var þegar hann reis hæst. Það varð gríðarleg nýliðun fyrir allmörgum árum en hún hefur hrun- ið.“ ICES álítur að sennilega séu fleiri en einn veiðistofn af kolmunna í norð- austanverðu Atlantshafi en það hafi þó ekki verið endanlega staðfest. Fram kemur að sennilega hafi veiðistofn kolmunna verið vanmetinn í fyrra, slæmt veður og skortur á skip- um og fleiri atriði hafi valdið því að ekki hafi tekist að kanna ástandið á ákveðnum svæðum en tegundin hrygnir aðallega vestur af Skotlandi og Írlandi. „Nettóáhrifin af þessu hafa senni- lega valdið því að stofninn var van- metinn,“ segir í skýrslunni. „En matið var samt notað í síðustu ráðgjöf þar sem það var álitið það skásta sem völ væri á.“ Hins vegar hafi gögnin frá því í fyrra alls ekki verið notuð í nýja matinu. Leyfa meiri veiði á kol- munna en minni af síld  Makríllinn gæti gefið 25-30 milljarða króna á næsta ári Samið um síld 1999 » Evrópusambandið, Fær- eyjar, Ísland, Noregur og Rúss- land komu sér saman um nýtngaráætlun til langs tíma varðandi síldveiðar. » Þar var m.a. kveðið á um að veiðar skyldu eftir mætti tak- markaðar þannig að hrygning- arstofnar færu aldrei undir ákveðið hættumark. Friðrik J Arngrímsson Stjórn Lífeyr- issjóðs rík- isstarfsmanna hefur samþykkt að lækka fasta vexti lána sjóðs- ins úr 4,75% í 4,4%. Þessi sam- þykkt hefur ekki áhrif á vaxtakjör eldri lána sem tekin hafa verið með föstum vöxtum. Jafnframt var samþykkt að vext- ir af lánum með breytilegum vöxt- um lækkuðu úr 4% í 3,95% sam- kvæmt frétt á vefsíðu lífeyrissjóðsins. LVR lækkar vexti í 4,4% 21. - 28. janúar 2012 Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Achensee í Tíról GÖNGUSKÍÐAFERÐ Vetrarfrí á gönguskíðum í skemmtilegum félagsskap og fallegu umhverfi er sannkallaður draumur útivistarfólks, því hvað er betra en að vera úti, hreyfa sig og slaka síðan vel á í lok dags! Achensee er eitt af bestu skíðagöngusvæðum Austurríkis, enda eru skíðabrautir svæðisins 201 km langar og á öllum erfiðleikastigum. Svæðið við Achensee er einstaklega fallegt, enda dalurinn umlukinn tignarlegum fjöllum á nánast alla vegu. Gist verður á 4* hóteli í bænum Pertisau sem er sá bær við vatnið sem býður upp á bestu skíðagönguaðstöðuna. Brautirnar eru rétt fyrir utan hótelið og hægt er að drífa sig út á skíði og njóta útivistarinnar strax eftir morgunverð. Aðstaðan á hótelinu er til fyrirmyndar, en þar er mjög góð heilsulind og er því hægt að njóta þess að fara í sundlaugina, prófa eitt af gufuböðunum eða bara slaka á eftir ánægjulegan dag. Daglega verður farið í spennandi ferðir og er að sjálfsögðu hægt að velja hvort farið er með fararstjórum eða á eigin vegum. Fararstjórar: Anna Sigríður Vernharðsdóttir & Vernharður Anton Aðalsteinsson Verð: 188.800 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið! Innifalið: Flug með Icelandair til München, flugskattar, rútuferðir til og frá flugvelli, gisting í 7 nætur á 4* hóteli, morgun- og kvöldverður, aðgangur að heilsulind og sundlaug hótelsins og íslensk fararstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.