Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 27
Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 48 3 42 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Kanarí21. október í 25 næturTenerife1. nóvember í 21 nótt Kanarí&Tenerife Frá 199.000 kr. – allt innifalið Haustferðir fyrir eldri borgara Kanarí 209.700 kr. – allt innifalið Netverð á mann, m.v. tvo í herbergi á Turbo Club, allt innifalið Tenerife 199.000 kr. – allt innifalið Netverð á mann, m.v. tvo í íbúð á Villa Adeje Beach *** , allt innifalið. 219.800 kr. – allt innifalið Netverð á mann, m.v. tvo í herbergi á Hotel Adonis Isla Bonita, allt innifalið. Aukagjald fyrir einbýli kr. 41.800 Heimsferðir bjóða frábær tilboð í 25 nátta ferð þann 21. október til Kanarí og 21 nætur ferð til Tenerife 1. nóvember fyrir eldri borgara. Mikil dagskrá í boði í umsjá reyndra fararstjóra. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins á þessum yndislegu eyjum á ótrúlegum kjörum. Um mjög takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða og gisting er einnig takmörkuð. Hér gildir fyrstur kemur, fyrstur fær! Iðnaðarhúsnæði - Stapahraun 7-9 Tvö bil í fasteigninni Stapahraun 7-9, Hafnarfirði, eru til sölu en eignirnar eru í eigu þrotabús Merlin ehf. Um er að ræða 2 af 5 eignarhlutum í iðnaðarhúsi sem byggt var árið 2006. Bilin eru 108 m2 og 112 m2. Eignirnar seljast í núverandi ástandi sem væntanlegir tilboðsgjafar eru beðnir að kynna sér rækilega. Allar nánari upplýsingar fást hjá skiptastjóra þrotabús Merlin ehf., Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur hrl., Lögfræðistofu Reykjavíkur, Borgartúni 25, Reykjavík, sími 515-7400, gudrun@lr.is. Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogsbæjar, hefur verið ráð- inn forstjóri Bankasýslu rík- isins. Hann tekur við starfinu af El- ínu Jónsdóttur, sem hefur gegnt starfi forstjóra frá því að stofnunin hóf störf í árs- byrjun 2010. Áhersla færist á sölu eign- arhluta í fjármálafyrirtækjum Þorsteinn Þorsteinsson, stjórn- arformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður að ráðningu Páls fylgi ekki breyting á áætlunum stofn- unarinnar. Spurður hvort nú verði settur aukinn kraftur í að selja hluti ríkisins í bönkum og spari- sjóðum svarar hann því til að sú sala sé eitt af verkefnum Banka- sýslunnar. „Þau mál eru í vinnslu. Það er lítið hægt að segja meira um það á þessu stigi. Það er þó auðvit- að þannig að eftir því sem tíminn líður færist áherslan meira á það verkefni,“ segir hann. Langstærsti eignarhlutur rík- isins í fjármálafyrirtæki er í Lands- banka Íslands, en það hefur lagt honum til 122 af þeim 137 millj- örðum sem lagðir hafa verið fram sem hlutafé í slík fyrirtæki. ivarpall@mbl.is Páll ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins Páll Magnússon Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Verðbólga á evrusvæðinu var 3% á ársgrundvelli í september og hefur hún ekki mælst meiri frá því í októ- ber árið 2008. Um er að ræða um- talsverða aukningu milli mánaða, en verðbólgan mældist 2,5% í ágúst. Aukninguna má að stærstum hluta rekja til hækkandi verðlags á fatnaði og á orku. Ljóst er að verðbólgumæl- ingin setur Evrópska seðlabankann í umtalsverðan vanda, en stjórnendur bankans hafa látið í veðri vaka að vaxtalækkun kynni að vera nauðsyn- leg vegna vaxandi hættu á að evru- svæðið sé að renna inn í nýtt sam- dráttarskeið. Bankinn tekur í næstu viku ákvörðun um stýrivexti á evru- svæðinu. Ekki dregið úr væntingum um vaxtalækkun seðlabankans Fram kemur í umfjöllun Financial Times um verðbólgumælinguna að hún hafi samt sem áður ekki dregið úr væntingum á markaði um að Evr- ópski seðlabankinn lækki vexti fljót- lega, þrátt fyrir að verðbólgan hafi haldist yfir 2% verðbólgumarkmið bankans undanfarin misseri. Bank- inn hefur nú þegar hækkað stýri- vexti á evrusvæðinu tvisvar í ár, án þess að það hafi slegið á verðbólgu, en fyrr í þessum mánuði lýsti Jean- Claude Triceht, seðlabankastjóri, yf- ir áhyggjum sínum yfir hagvaxtar- horfum á evrusvæðinu. Þverrandi slagkraftur Frá því að seðlabankastjórinn lét þessi ummæli falla hafa hagtölur gefið til kynna að slagkrafturinn í efnahagslífi evrusvæðisins fari þverrandi, auk þess sem að vanda- mál vegna skuldakreppunnar eru farin að íþyngja raunhagkerfum að- ildarríkjanna í vaxandi mæli. Vaxandi verðbólga í Evrópu Reuters Verðbólga Verðbólga mældist 3% á evrusvæðinu í september. 3% hækkun á árs- grundvelli í sept- embermánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.