Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 Skráning í “Græna Korts Happdrættið” 2013 hefst 4. Október 2011. Þeir aðilar sem vilja taka þátt í happdrættinu verða að skrá sig á sérstakri heimasíðu sem er á vegum Bandaríska Ríkisins. Vefslóðin fyrir skráningu í Græna Korts Happdrættið 2013 er www.dvlottery.state.gov og verður skráning opin frá kl 16:00, 4. Október 2011 til kl. 16:00, 5. Nóvember 2011. Vinsamlegast athugið að þetta er eina heimasíðan á vegum Bandaríska Ríkisins ætluð fyrir skráningu í Græna Korts Happdrættið. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Bandaríska Sendiráðsins: http://iceland.usembassy.gov Skráning í “Græna Korts Happdrættið” E M B A S S Y O F T H E U N I T E D S TAT E S Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Julian Assange, stofnandi Wiki- Leaks, á ekki aðeins í útistöðum við útgáfufyrirtæki, sem hefur gefið út ævisögu hans í óþökk hans, heldur á hann einnig í þrætu við lögmenn sína. Assange sakar verjendur sína um að hafa sett upp alltof hátt verð fyrir málsvörnina og segir þá hafa sölsað undir sig fyrirframgreiðslur sem hann hafi átt að fá fyrir bókina. Hermt er að umræddar greiðslur nemi 412.000 pundum, sem svarar rúmum 75 milljónum króna. Skoska útgáfufyrirtækið Canon- gate er sagt hafa samið við Assange um að greiða honum alls 600.000 pund (110 milljónir króna) fyrir út- gáfuréttinn, þar af 250.000 pund (46 millj. kr.) við undirritun samnings- ins. Gefa átti bókina út sem sjálfs- ævisögu en annar maður, Andrew O’Hagan, var fenginn til að skrifa hana á laun. Canongate samþykkti að greiða laun O’Hagans fyrirfram, en talið er að þau nemi 100.000 pundum (18,4 millj. kr.). Assange hafði einnig samið við bandarísku bókaútgáfuna Knopf um útgáfuréttinn í Bandaríkjunum. Hermt er að Knopf hafi þegar greitt 250.000 dollara, eða tæpar 30 millj- ónir króna. Knopf hefur ákveðið að rifta útgáfusamningnum og krefst þess að fyrirframgreiðslan verði endurgreidd. Breska dagblaðið The Guardian segir að fyrirframgreiðslur útgáfu- fyrirtækjanna hafi verið lagðar inn á bankareikning í vörslu aðalverjanda hans hjá lögmannastofunni Finers Stephens Innocent (FSI) í Lund- únum. Assange haldi því fram að hann hafi talið að hann fengi þjón- ustu lögmannanna án endurgjalds. Lögmannastofan segir hins vegar að aðeins fyrsta ráðgjöfin hafi verið án endurgjalds og hermt er að reikn- ingar hennar fyrir málsvörnina séu orðnir hærri en fyrirframgreiðsl- urnar. Mark Stephens, verjandi Ass- ange, þvertekur fyrir að lög- mannastofan hafi okrað á skjólstæðingi sínum. Sögð full af villum The Guardian segir að svo virðist sem deilan um fyrirframgreiðsl- urnar hafi orðið til þess að Assange reyndi að rifta útgáfusamningnum í júní eftir að hafa lesið handrit að bókinni. „Nokkrir heimildarmenn blaðsins telja að eftir að Assange mistókst að selja réttinn til að kvik- mynda ævisöguna í Hollywood hafi hann áttað sig á því að lögmenn hans myndu gleypa allar greiðslurnar sem hann átti að fá fyrir bókina,“ segir The Guardian. Julian Assange neitar þessu og sakar skoska útgáfufyrirtækið um peningagræðgi og óheiðarleika. „Þetta snýst um gamaldags tæki- færismennsku og undirferli – að svindla á fólki til að græða peninga,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Ass- ange. Hann viðurkennir að bókin bygg- ist á 50 klukkustunda viðtölum hans við O’Hagan en segir að hún sé full af villum sem hann hafi ekki fengið tækifæri til að leiðrétta. Peningar undirrót illinda Assange  Sakar skoska bókaútgáfu um svik og peningagræðgi  Segir verjendur sína hafa sett upp alltof hátt verð fyrir málsvörnina  Greiðslur fyrir bókina lagðar inn á reikning í vörslu verjendanna Reuters Bókargróði Allir virðast græða á bókinni – nema Assange. Andstæðingur erfðabreyttra matvæla heldur á maískólfi, ataður í maísmjöli, á mótmælafundi í Mexíkóborg gegn ræktun á erfðabreyttum maís. Grænfriðungar og fleiri andstæðingar slíkrar ræktunar efndu til mótmælanna í tilefni af degi maísins í Mexíkó. Þeir fullyrða að upprunalegar maístegundir í Mexíkó og fleiri löndum Róm- önsku-Ameríku séu í útrýmingarhættu vegna erfðabreytts maís frá Bandaríkjunum. Erfðabreyttum maís mótmælt Reuters Sérfræðingar segja að áður óþekktar olíu- lindir, sem fund- ist hafa í norska landgrunninu í Norðursjó, gætu verið 1.168 millj- arða norskra króna virði, en það svarar til 24 þúsund milljarða íslenskra króna. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir Thinu M. Saltvedt, sérfræðingi hjá Nordea Markets, að þetta gæti haft gríðarleg áhrif á norskan efna- hag og lengt til muna þann tíma, sem Norðmenn geta vænt þess að fá tekjur af olíuvinnslu. Áætlað er að hægt sé að vinna á milli 1,2 til 2,6 milljarða tunna af olíu úr nýju lind- unum. Sérfræðingar segja að olíu- lindirnar sem nú hafa fundist séu einn af fimm stærstu olíufundum í norskri lögsögu frá því á níunda ára- tugnum. Þeir áætla að söluverð á tveimur milljörðum olíufata nemi 1.168 milljörðum norskra króna. 24.000 milljarða olíufundur Norskur olíu- borpallur  Gæti haft mikil áhrif á efnahag Noregs Lægra verð á bókum hefur orðið til þess að bóksala hefur aukist veru- lega í Danmörku á síðustu átta ár- um, að sögn danska mánaðarritsins Samvirke. Blaðið segir að Danir hafi keypt 31 milljón bóka á síðasta ári og tekið svipaðan fjölda að láni á bókasöfnum. Áætlað er því að Danir kaupi eða taki að láni 11,5 bækur hver að meðaltali á ári. Kannanir benda hins vegar til þess að hver Dani lesi aðeins sjö bækur á ári, að sögn Samvirke. Blaðið hefur eftir Lars Esbjerg, lektor við Árósaháskóla, að þetta megi m.a. rekja til þess að stórmark- aðir séu mjög snjallir í því að fá við- skiptavini til að kaupa hluti sem þeir vissu ekki að þeir vildu. „Við höfum núna efni á að kaupa bækur án þess að lesa þær,“ hefur Samvirke eftir Tove Arendt Ras- mussen, öðrum lektor við Árósahá- skóla. Kaupa fleiri bækur án þess að lesa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.