Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 274. DAGUR ÁRSINS 2011
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Vildi ráða kunningja sína
2. Nektarmyndir af Scarlett …
3. Rándýr skilnaður í sjónmáli
4. Óheiðarlegur og ósanngjarn …
Hljómsveitin Greifarnir fagnar 25
ára starfsafmæli sínu með tónleikum
í Austurbæ 6. október nk. og í Hofi 8.
október. Verður um leið fagnað
þriggja diska útgáfu Greifanna sem
hefur að geyma 40 bestu lög hljóm-
sveitarinnar og tónlistarmyndbönd.
Greifarnir fagna
afmæli og útgáfu
Kvikmyndin
Sumarlandið, í
leikstjórn Gríms
Hákonarsonar,
hlaut verðlaun
fyrir besta hand-
rit í flokknum Fan-
tastic Features á
kvikmyndahátíð-
inni Fantastic Fest
í Texas í Bandaríkjunum sem lauk í
fyrradag. Handritshöfundar eru
Grímur Hákonarson og Ólafur Eg-
ilsson. Sumarlandið er fyrsta kvik-
mynd Gríms í fullri lengd.
Sumarlandið hlaut
handritsverðlaun
Söngkonan Leoncie hefur sent frá
sér nýjan geisladisk, Dansaðu við
Leoncie, og hefur hann að geyma
þekktustu lög hennar. Má þar nefna
hina kunnu smelli „Enginn
þríkantur hér“ og „Ást á
pöbbnum“.
Dansaðu við
Leoncie hefur að
geyma tólf lög.
Söngkonan
tileinkar
aðdáendum
sínum þessa
nýútkomnu plötu.
Leoncie sendir frá sér
Dansaðu við Leoncie
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Allhvöss suðvestanátt en stormur norðvestanlands. Víða skúrir, þó
síst austanlands. Lægir síðan smám saman, suðvestan 8-13 síðdegis. Hiti 5 til 13 stig,
hlýjast austast.
Á sunnudag Sunnanátt, víða 8-13 m/s og rigning, einkum S-til. V-lægari og skúrir síð-
degis. Hiti 7 til 13 stig.
Á mánudag NA og N 8-13 m/s og rigning á Vestfjörðum. Hiti 3 til 12 stig.
Grindavík, Þór, Keflavík og Fram berjast
fyrir lífi sínu í lokaumferð Pepsi-
deildarinnar í fótbolta í dag. Grindvík-
ingar standa verst að vígi en Orri Freyr
Hjaltalín, leikmaður þeirra, segir að þeir
séu alltaf bestir þegar allir hafi af-
skrifað þá. Grindvíkingar leika við ÍBV í
Vestmannaeyjum og Keflavík tekur á
móti Þór í miklum fallslag. Framarar
eiga í höggi við Víking. »3
Erum bestir þegar allir
hafa afskrifað okkur
Skagamaðurinn Birgir Leif-
ur Hafþórsson mun að öll-
um líkindum róa á ný mið í
lok mánaðarins og taka þátt
í 1. stigi úrtökumótanna fyr-
ir bandarísku PGA-
mótaröðina í golfi. Verður
þetta frumraun Birgis á
þeim vettvangi en hann hef-
ur hingað til haldið sig í Evr-
ópu og hefur leikið á móti
þeim bestu á Evrópumóta-
röðinni. »1
Birgir reynir sig í
Bandaríkjunum
Ekki er víst að keppni í NBA-deildinni
í körfubolta hefjist á réttum tíma, og
svo gæti farið að ekkert yrði spilað í
henni á komandi vetri. Eigendur lið-
anna vilja að leikmennirnir taki á sig
stórfellda launalækkun vegna mikils
tapreksturs en þeir eru tregir í taumi.
Gunnar Val-
geirsson, NBA-
sérfræðingur
Morg-
unblaðsins,
fer yfir stöð-
una. »4
Verður ekkert keppt í
NBA-deildinni í vetur?
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Við finnum fyrir þakklæti við-
skiptavina á hverjum degi og hingað
kemur sama fólkið aftur og aftur,“
segir Haukur Ingason, apótekari í
Garðs Apóteki við Sogaveg. Í nið-
urstöðum verðkönnunar Alþýðu-
sambands Íslands á lausasölulyfjum,
sem greint var frá í vikunni, var
Garðs Apótek oftast með lægsta
verðið og á undanförnum árum hef-
ur apótekið iðulega verið í fremstu
röð að því er lágu vöruverði við-
kemur.
En hver er galdurinn?
„Það er ekki flókið,“ segir Hauk-
ur. „Við náum að halda verðinu lágu
með minni álagningu og hagkvæmni
í rekstri. Við höldum ágætu lífi og
sjáum ekki ástæðu til að kvarta.“
Spurður hvort lyfjakeðjur ættu
ekki að geta boðið lægra vöruverð í
ljósi hagræðis og samlegðaráhrifa,
svarar Haukur því til að því sé hald-
ið fram í fræðunum, en keðjurnar
verði að svara fyrir það. „Stað-
reyndin er hins vegar sú að minni
apótekin hafa staðið sig vel og það
eru enn nokkrir geirfuglar eins og
við eftir í þessu.“
Í leiðinni fyrir marga,
en aðrir taka strætó
Á horninu á Sogavegi og Réttar-
holtsvegi voru í eina tíð nokkrar
verslanir og síðan var útibú Íslands-
banka þarna. Af verslunum eru nú
aðeins apótekið og söluturninn Kúl-
an eftir á horninu. Staðurinn er því
ekki beinlínis verslunarmiðstöð, en
Haukur segir fólk ekki setja það fyr-
ir sig þó það þurfi að leggja á sig
smávegis ferðalag til að komast í
apótekið.
„Þessi staður er samt í leiðinni
fyrir mjög marga, örstutt frá Miklu-
brautinni, og fólk kemur hingað alls
staðar að af höfuðborgarsvæðinu,“
segir Haukur.
„Flestir koma akandi, en það er
líka eitthvað um að fólk komi hingað
í strætó gagngert til að sækja lyfin
sín og leið 17 stoppar hérna beint
fyrir utan. Þetta á sérstaklega við
um eldra fólkið, sem horfir í eyrinn
og hefur rúman tíma til að taka
strætó. Hérna getur fólk sest niður
og fengið sér kaffibolla í rólegheit-
um, lesið tímarit, beðið eftir strætó
eða lyfjum eftir atvikum, en við
reynum þó að hafa biðtímann eftir
lyfjum sem stystan,“ segir Haukur.
Fastheldið
á lyfjaverslanir
Hann segir að öll apótekin kaupi
vörur að mestu af sömu birgjunum
og þegar hann er beðinn að lýsa
þessum markaði segir hann: „Mér
finnst ótrúlegt að fólk skuli ekki
velta verðinu meira fyrir sér heldur
en raun ber vitni og það virðist fast-
heldið á að versla við lyfjakeðjur, þó
að þar sé alls ekki að finna lægsta
verðið.“
Sama fólkið kemur aftur og aftur
Minni álagning og hagkvæmni er lykill-
inn að lágu lyfjaverði í Garðs Apóteki
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Lágt lyfjaverð Haukur Ingason apótekari ásamt glaðlegu starfsfólki í Garðs Apóteki. Hann segist finna fyrir þakklæti viðskiptavina á hverjum degi.
Í nýjustu lyfjaverðskönnun ASÍ
var Garðs Apótek við Sogaveg
oftast með lægsta verðið á
lausasölulyfjum eða í 20 til-
vikum af 36. Verðmunur á
lausasölulyfjum var frá 23%
upp í 93%, en í flestum tilvikum
var munur á hæsta og lægsta
verði 30-60%.
Í mars í vetur var Garðs Apó-
tek einnig oftast með lægsta
verðið á algengum lausa-
sölulyfjum, sem eru seld án lyf-
seðils, eða í 16 tilvikum af 34.
Þá var verðmunur á milli ein-
stakra lyfja allt að 85% en í 23
tilvikum af 34 sem skoðuð voru
í könnuninni var 33-50% munur
á hæsta og lægsta verði.
Lægstir
í tvígang
MIKILL VERÐMUNUR