Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Í gömlu ævintýri er að finna frásögn
af tígrisdýrum sem fóru að elta skott-
ið hvert á öðru í baráttu sinni um
völd. Dýrin hlupu í hringi þar til þau
bráðnuðu og urðu að smjöri,“ segir
Ósk Vilhjálmsdóttir myndlist-
armaður þegar hún er spurð um
nafngiftina á nýjustu sýningu sinni,
Tígrisdýrasmjör, sem nýverið var
opnuð í Hafnarhúsinu og stendur til
áramóta. Á síðustu árum hefur Lista-
safn Reykjavíkur leitast við að tengj-
ast almenningsrými borgarinnar og
efna til þjóðfélagslegrar umræðu inn-
an veggja safnsins. Ósk er sjötti lista-
maðurinn sem gerir sérstaka inn-
setningu í A-sal Hafnarhússins með
þetta að leiðarljósi.
„Þetta er stór og magnaður salur,“
segir Ósk og tekur fram að í raun sé
sýningin tvískipt, annars vegar inni í
safninu og hins vegar sé henni varpað
út á götu. „Inni í safninu gefur að líta
upplýstan skúlptúr sem minnir á
botninn á skipsskrokki í raunstærð
og hangir neðan úr loftinu í annars
myrkvuðum sal,“ segir Ósk og tekur
fram að þannig virðist sem rýminu
hafi verið sökkt, sem sé mjög viðeig-
andi þar sem Hafnarhúsið standi á
gamalli landfyllingu.
Hvert erum við að fara?
„Sýningargestir heyra upptöku
sem hljómar eins og einhver sé
aðframkominn af því að hlaupa í
endalausa hringi í kringum skips-
skrokkinn,“ segir Ósk og bendir á að
hlaup hafi ótalmargar áhugaverðar
birtingarmyndir. Þegar skyggja tek-
ur verða hleranir teknir frá glugg-
unum og varpað út á götu kvikmynd
sem Ósk tók á sundi sínu úti fyrir
Reykjavíkurhöfn í ágúst sl. „Þessi
hluti sýningarinnar verður meira
áberandi í vetrarmyrkrinu eftir því
sem daginn tekur að stytta,“ segir
Ósk og tekur fram að sér finnist ein-
staklega spennandi að vinna þannig
með almenningsrými og reyna um
leið að ná til þeirra sem alla jafna
leggja ekki leið sína á listasöfn.
Að sögn Óskar finnst henni einnig
fróðlegt að skoða áhuga landans á
bæði sjósundi og langhlaupi sem not-
ið hefur mikilla vinsælda í kjölfar
efnahagshrunsins. „Í þessu hrun-
ástandi fara margir að henda sér í
sjóinn og synda. Hvert erum við að
fara? Er þetta flótti eða erum við að
koma til okkar?“ Þessum spurn-
ingum og fleirum verður eflaust varp-
að upp á listamannaspjalli um sýn-
inguna sem fram fer í Hafnarhúsinu
fimmtudaginn 6. október kl. 20.00.
Þar munu Ósk og Hlynur Helgason
myndlistarmaður og heimspekingur
ræða við gesti um sýninguna.
Morgunblaðið/Eggert
Skipsskrokkur Ósk Vilhjálmsdóttir fyrir framan upplýstan skúlptúr sinn.
Endalaust hlaup í hringi
Ósk Vilhjálmsdóttir sýnir sérstaka innsetningu í A-sal Hafnarhússins
Þegar skyggja tekur er kvikmyndahluta innsetningarinnar varpað út á götu
Ýmislegt um Ósk
» Ósk er menntuð frá Sor-
bonne-háskóla í París, Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands
og Hochschule der Künste í
Berlin.
» Hún hefur tekið þátt í fjölda
sýninga hérlendis og erlendis
og stundað kennslu við
Listaháskóla Íslands og Mynd-
listarskóla Reykjavíkur.
Snorrastofa og Bókmennta- og list-
fræðastofnun Háskóla Íslands
standa fyrir dagskrá í dag, í
Skemmunni á Fitjum í Skorradal, til
minningar um Svein Skorra Hösk-
uldsson prófessor. Rithöfundurinn
og fræðimaðurinn Sveinn Skorri
skilaði samfélagi sínu marg-
víslegum ávöxtum í formi bóka og
rannsókna, en hann bar uppruna
sínum fagurt vitni og þeirri tog-
streitu sem fólst í því að hafa verið
Borgfirðingur í móðurætt og Þing-
eyingur í föðurætt, að því er fram
kemur í tilkynningu. Dagskráin
hefst kl. 14 og stendur til kl. 17 og
koma að henni samstarfsmenn,
nemendur og ættingjar Sveins og
ábúendur á Fitjum í Skorradal en
Fitjar voru vettvangur í sagnaheimi
hans.
Páll Valsson íslenskufræðingur
flytur erindi um ritstörf Sveins og
fræðimennsku; Ásta Kristín Bene-
diktsdóttir doktorsnemi fjallar um
bók hans Svipþing; systir Sveins,
Sigríður Höskuldsdóttir, bregður
upp myndum úr foreldrahúsum og
Þormóður Sveinsson sonur hans les
upp úr Svipþingi. Þá munu Árni
Björnsson dr. phil og Jónas Krist-
jánsson, fyrrverandi forstöðumaður
Árnastofnunar, flytja minningabrot
af kynnum sínum við Svein Skorra.
Tónlistaratriði verða einnig í boði
og dagskrárstjóri verður Bergljót S.
Kristjánsdóttir prófessor. Sveinn
Skorri lést 7. september árið 2002.
Sveinn Skorri Höskuldsson
Dagskrá til minn-
ingar um Svein
Einleikurinn Hvílíkt snilldarverk er
maðurinn! verður frumsýndur ann-
að kvöld kl. 19.30 í Þjóðleik-
húskjallaranum. Sigurður Skúlason
leikur í verkinu en leikstjóri þess er
Benedikt Árnason. Verkið unnu
Sigurður og Benedikt upp úr höf-
undarverki Williams Shakespeares
og segja þeir sýninguna þakklæt-
isvott til leiklistarinnar.
Í verkinu bjóða þeir áhorfendum
með sér í ferðalag um heim hins
mikla leikskálds og draga upp
mynd af þeim hlutverkum sem við
þurfum að glíma við í „sjö þáttum
eigin ævi“, hugtaks sem fengið er
frá Shakespeare, úr þekktri ræðu í
leikritinu Sem yður þóknast.
Sigurður flutti blaðamanni upp-
haf ræðunnar í síma í gær: „Öll ver-
öldin er leiksvið, og aðeins leikarar
hver karl og kona, þau fara og
koma á sínum setta tíma og sérhver
breytir oft um gervi og leikur sjö
þætti sinnar eigin ævi.“ Sigurður
segir gervin svo talin upp, allt frá
smábarni til tannlauss og blinds
gamalmennis.
„Einleikurinn er bara flæði sem
tekur mið af ýmsum eðlisþáttum og
kenndum á mannsævinni, allt frá
bernsku, hinni saklausu æskuást yf-
ir í fullorðinna manna ást. Fullorðið
fólk sem hefur metnað og berst til
frama, fer í stríð og drepur hvað
annað og svo, þegar fer að halla
undan fæti, hvernig menn mæta
þessum örlögum sínum að eldast og
veikjast og deyja, hvernig menn
mæta dauðanum,“ segir Sigurður
um einleikinn. Inn í þetta komi
heimspekilegar og tilvistarlegar
spurningar, gegnum Hamlet og
fleiri persónur Shakespeares. Ein-
leikurinn sé byggður upp með ein-
tölum og senum úr verkum skálds-
ins og hann leiki því margar
persónur. „Þetta er mest krefjandi
verkefni sem ég hef tekist á við á
minni ævi,“ segir Sigurður. Honum
þyki skemmtilegt að klífa svo háan
tind.
Krefjandi Sigurður á æfingu fyrir Hvílíkt snilldarverk er maðurinn!
Afar krefjandi verkefni
Sigurður Skúlason flytur einleikinn
Hvílíkt snilldarverk er maðurinn!
–– Meira fyrir lesendur
MEÐAL EFNIS:
Fjölskyldubílar
Umhverfisvænir bílar
Rafbílar
Atvinnubílar
Jeppar
Nýjustu græjur í bíla
Staðsetningarbúnaður
Varahlutir
Dekk
Umferðin
Bíllinn fyrir veturinn
Þjófavarnir í bíla
Námskeið
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. október.
Bílablað
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
fjölskyldubíla,
atvinnubíla, jeppa,
vistvænabíla og fleira
föstudaginn 7. október