Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 Frumsýning kvikmyndar-innar Eldfjalls, í leik-stjórn Rúnars Rúnars-sonar, fór fram síðast- liðinn fimmtudag og var margt um manninn í hátíðarsal Háskólabíós. Myndin er fyrsta mynd Rúnars í fullri lengd en hann hefur áður gef- ið út nokkrar stuttmyndir, þ.á m. Síðasta bæinn í dalnum, sem til- nefnd var til Óskarsverðlaunanna árið 2005. Mikil eftirvænting ríkti fyrir Eldfjalli, en hún hefur flakkað um heiminn á milli kvikmyndahá- tíða og hvarvetna fengið mjög góða dóma. Hún var m.a. valin í tvo flokka á kvikmyndahátíðinni í Can- nes auk þess sem hún var bæði sýnd á kvikmyndahátíðinni í To- ronto og í Karlovy Vary. Myndin segir frá Hannesi (Theó- dór Júlíusson), eldri manni sem á yfirborðinu virðist kaldur og til- finningasnauður. Stirt skapið hefur skaðað samband hans við börn sín og er hann fer á eftirlaun eykst skapvonskan. Hækkandi aldur Hannesar og það vonleysi sem virðist fylgja því veldur honum mikilli angurværð sem hann á erf- itt með að tjá sig um við nokkurn mann. Hin hugljúfa eiginkona hans, Anna (Margrét Helga Jó- hannsdóttir), gefst þó ekki upp á honum eins og börn þeirra hafa gert og umber mannfýluna í von um að það birti til í huga hans. Þegar Hannes virðist loks vera far- inn að sjá að sér gerist voveiflegur atburður sem breytir tilvist hans og hlutverki. Tilvistarkreppan vík- ur skyndilega fyrir þeirri hryggð sem veikindi eiginkonu hans hafa í för með sér og hugur hans er nú allur hjá Önnu sem berst fyrir lífi sínu. Hannes finnur tilgang sinn í því að sjá um lamaða konu sína og sú barátta sem þau hjónakornin heyja við dauðann virðist auka lífs- vilja hans. Áhorfandinn nær mjög góðum tengslum við persónu Hannesar og það tilfinningalíf sem býr í brjósti hans. Það er líklegast bæði að þakka leikstjórnarhæfileikum Rún- ars og frábærum leik Theódórs sem hefur sjaldan verið eins sann- færandi. Leikur Margrétar Helgu er ekki síðri og saman ná þau að mynda ansi áhrifamiklar senur sem standa upp úr í huga undirritaðs að mynd lokinni. Samvinna þeirra tveggja er hreint út sagt til fyr- irmyndar og mynda þau klárlega eitt sterkasta par íslenskrar kvik- myndasögu en þau léku einnig hjón í mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Englum alheimsins. Kvikmyndataka er mjög góð og greinilegt að mikið er lagt í hana. Hver rammi er úthugsaður og mörg skot myndarinnar hefðu sómt sér vel sem ljósmyndir. Myndin er ekkert að flýta framvindu sinni og löng tilfinningaþrungin atriði fá að njóta sín. Sögusvið myndarinnar, persónur og atburðir eru einnig mjög raunhæfir og því auðvelt að lifa sig inn í átakanlega söguna. Eldfjall var fyrir skemmstu valin af meðlimum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar til að vera framlag Íslands til Ósk- arsverðlaunanna 2011 og tel ég það fyllilega verðskuldað. Eldfjall er einstaklega falleg saga þótt harm- leikur sé. Eins og Hannes komst að skyggir hversdagsleikinn oft á fegurð lífsins og ástæður til að lifa því koma oft ekki í ljós fyrr en of seint. Margtuggin tugga er ekki margtuggin að ástæðulausu; eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Smárabíó og Háskólabíó Eldfjall bbbbm Leikstjóri: Rúnar Rúnarsson. Aðal- hlutverk: Theódór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunn- arsdóttir og Þorsteinn Bachmann. 95 mín. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Eldfjall Einstaklega falleg saga þótt harmleikur sé. Sögusvið myndarinnar, persónur og atburðir eru mjög raun- hæfir og auðvelt að lifa sig inn í átakanlega söguna, að mati gagnrýnanda. Íslenskt þunglyndi eins og það gerist best Ekkert lát virðist ætla að verða á framleiðslu hryllingsmynda í Scream-bálkinum. Hryllings- myndaleikstjórinn Wes Craven hef- ur nú greint frá því að sú fimmta sé á leiðinni og hugsanlega sú sjötta. Craven leikstýrði þeirri síðustu, Scream 4, og segir frá því að þegar hann hafi hafið vinnu við hana hafi tvær myndir í viðbót verið á teikni- borðinu. Hugmyndin að fjórðu myndinni hefði verið sú að hún væri sú fyrsta í nýjum Scream-þríleik. Craven segir það velta á gengi Scream 4 hvort fleiri verði gerðar, þ.e. hversu mikið framleiðendur græddu á henni. Hún kostaði þá um 40 milljónir dollara en tekjur af henni námu um 100 milljónum. Af því má líklega ráða að fleiri Öskur séu væntanleg, unnendum Öskra til gleði. Öskur Úr hrollinum Scream 4. Enn skal öskrað LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ABDUCTION Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 RAUÐHETTA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 - 6 JOHNNY ENGLISH REBORN Sýnd kl. 2 (700kr.) - 4 - 6 - 8 - 10:15 COLOMBIANA Sýnd kl. 8 - 10:15 STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 1:50 (950kr.) - 3:50 HANN HLÆR FRAMAN Í HÆTTUNA HÖRKU SPENNUMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „TAKEN“ ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND Í ANDA BOURNE MYND- ANNA MEÐ TAYLOR LAUTHER ÚR TWILIGHT ÞRÍLEIKNUM -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu AukakrónumTilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MR. BEAN ROWAN ATKINSON HHH „JOHNNY ENGLISH Í GÓÐUM GÍR“ - K.I. -PRESSAN.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND Í 2D & 3D GARÐAR THOR CORTES Í BEINNI FRÁ LONDON Á SUNNUDAGSKVÖLD. 5% TIME OUT LONDON “JAFNVEL MIKILVÆGASTA FRUMRAUN ÍSLENSKS LEIKSTJÓRA SÍÐAN NÓI ALBÍNOI KOM ÚT” RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 2.30 (TILBOÐ) - 5.30(LAU.) L JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 5.45 - 8 - 10.15 7 ELDFJALL KL. 3.30 - 8 - 10.15 L PHANTOM OF THE OPERA KL. 5.30 (AÐEINS SUN.) K.I. - PRESSAN.IS RAUÐHETTA 2 ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 5 L RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 5 L ELDFJALL KL. 5.45 - 8 L ELDFJALL LÚXUS KL. 1 - 3.30 - 5.45 L ABDUCTION KL. 8 - 10.20 12 ABDUCTION LÚXUS KL. 8 - 10.20 12 JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 5.45 - 8 - 10.15 7 I DON´T KNOW HOW SHE DOES IT KL. 8 - 10.10 L WARRIOR KL. 10.15 14 SPY KIDS 4 4D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 L STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 L RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 4 (TILBOÐ) - 6 L ABDUCTION KL. 8 - 10 12 JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 4 (TILBOÐ) - 6 - 8 - 10 7 ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND Í ANDA BOURNE MYNDANA STEVE GRAVESTOCK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.