Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 EINHOLT – ÞVERHOLT Þróun - Uppbygging - Sala Markmið: Reginn ehf. hefur það að markmiði að hámarka verðmæti verkefnisins og að það skili sem fyrst arði til félagsins, hvort heldur sem er með beinni sölu eða áframhaldandi þróun í samstarfi við trausta og áhugasama aðila. Samstarfsaðilar verða valdir í opnu ferli sem felst í samkeppni um viðskiptahugmynd sem uppfyllir markmið Regins ehf. Upphaflegt verkefni: Byggingareitur sá sem um ræðir er alls tæpir 10.000 m² að stærð. Árið 2007 hófust framkvæmdir við námsmannaíbúðir á hluta reitsins (um 7.100 m²) og er búið að rífa öll hús sem stóðu á þeim hluta og grafa og sprengja grunn að miklu leyti. Hinn hluti reitsins er ætlaður fyrir almennar íbúðir og þar eru engar framkvæmdir hafnar. Vegna formgalla hefur deiliskipulag þessa reits verið fellt úr gildi með úrskurði Úrskurðarnefndar skipulagsmála. Það er mat Regins ehf. að endurskoða þurfi upphafleg áform og er félagið tilbúið til samvinnu við áhugasama aðila um nýjar hugmyndir. Upplýsingar: Kynningargögn er hægt að nálgast frá og með miðvikudeginum 5. október 2011 á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar, www.vso.is. Umbeðnum gögnum skal skilað til VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 14:00 þriðjudaginn 25. október 2011. Reginn ehf. auglýsir eftir áhugsömum aðilum sem vilja kaupa, eða taka þátt í að þróa og byggja upp byggingareitinn milli Einholts og Þverholts í Reykjavík. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet mun ekki leggja nýja há- spennulínu í jörð um land Sveitarfé- lagsins Voga, eins og bæjarstjórn hefur krafist. Verða Suðurnesja- menn því að búa við gömlu línuna sem er fullnýtt. Ekki er hægt að stækka Reykjanesvirkjum eða byggja álver án nýrrar línu. Inga Sigrún Atladóttir, forseti sveitarstjórnar í Vogum, bendir á að meirihluti íbúa hafi verið á móti því að loftlínur yrðu lagðar um land sveitarfélagsins. Sá vilji hafi verið ljós frá 2007 og komið fram með ýms- um hætti. Þetta hafi einnig verið stefna sveitarstjórnar en eigi að síður hafi þáverandi meirihluti gert sam- komulag við Landsnet um að heimila loftlínur. Þar hafi jafnframt verið tekið fram að ef afstaða stjórnvalda breyttist myndi Landsnet leggja sig fram um að grafa þær í jörðu. Meirihlutinn sprakk Meirihlutinn klofnaði þegar Inga Sigrún lagði fram tillögu um að breyta skipulagi með það að mark- miði að heimila aðeins lagningu jarð- strengja. Fulltrúar E-listans sem voru á móti, slitu meirihlutanum í kjölfarið. Inga Sigrún segir að bæjarstjórnin hafi litið svo á að forsendur sam- komulagsins við Landsnet hafi brost- ið þegar framkvæmdir við línuna hóf- ust ekki á síðasta ári. Bæjarskrifstofan hefur sent Lands- neti ákvörðun bæjarstjórnar og ósk- að eftir fundi. Inga Sigrún segir að vissulega tefjist lagning Suðurnesjal- ínu en hægt sé að lágmarka tafirnar með því að snúa sér beint að því að undirbúa verkið á nýjum forsendum í stað þess að reyna að snúa ákvörðun bæjarstjórnar við. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, óttast að ákvörðun sveitarstjórnar í Vogum verði enn einn steinninn í götu atvinnuupp- byggingar á Suðurnesjum. Vonast hann til þess að þessi ákvörðun þýði ekki að taka þurfi málið upp frá grunni með umhverfismati og öðrum þáttum sem snúa að ríkinu. „Þá býð ég ekki í niðurstöðuna. Það gæti tafið málið enn frekar á viðkvæmum tíma.“ Landsnet hafði samið við öll sveit- arfélögin um legu línunnar. Hafnar- fjörður hefur þó enn ekki sett hana á aðalskipulag. Loftlínur hafa áhrif á umhverfið, bæði sjónræn og áhrif á landslag. Við afgreiðslu umhverfismats fyrir Suð- vesturlínu fyrir tveimur árum taldi Skipulagsstofnun að áhrifin yrðu óhjákvæmilega verulega neikvæð. Lagning jarðstrengja hefur einnig áhrif á umhverfið, eins og Landsnet hefur bent á, og jarðraskið vegna þeirra er óafturkræft á meðan hægt er að rífa niður línur og staura. Auk þess hafa jarðstrengir minni flutn- ingsgetu en háspennulínur á möstr- um, helmingi skemmri endingartíma og lengri viðgerðartíma þegar bilanir verða. Raflínan verður ekki lögð í jörð  Búið var að ljúka umhverfismati fyrir Suðurnesjalínu áður en sveitarstjórn Voga breytti um stefnu  Bæði loftlína og jarðstrengur hafa áhrif á umhverfið en með mismunandi hætti Áform Landsnets um flutningskerfi raforku á Reykjanesskaga Heimild: Landsnet Núverandi raflínur framtíðar raflínur framtíðar jarðstrengir Mörk sveitarfélaga Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Hafnir Svartsengi Reykjanes Garður Vogar Grindavík Helguvík Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Ha fna rfj örð ur Straumsvík Tengivirki Rauðamelur Fitjar Áætlað er að lagning nýrrar há- spennulínu frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar kosti 1,7 millj- arða króna. Um helmingur er vegna framkvæmda á Vatns- leysuströnd. Lagning jarð- strengs yrði margfalt dýrari og samkvæmt upplýsingum Lands- nets yrði viðbótarkostnaðurinn um 6 milljarðar á Ströndinni. Fyrirhugað er að byggja aðra línu í stæði þeirrar sem nú er þannig að aukakostnaður vegna loftlínu í þessu eina sveitarfé- lagi verður því um 12 milljarðar. Þórður Guðmundsson, for- stjóri Landsnets, segir að ef leggja ætti allar nýjar há- spennulínur í jörðu myndi það kosta 400 til 500 milljarða aukalega. Það hefði í för með sér að hækka þyrfti gjaldskrá Landsnets vegna raforkuflutn- inga fjórfalt eða fimmfalt miðað við það sem nú er. Tekur hann fram að það myndi gerast á löngum tíma. Því gæti Landsnet ekki tekið ákvarðanir um að breyta um stefnu nema með at- beina ríkisvaldsins. Gjaldskrá fjórfaldast JARÐSTRENGIR DÝRARI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.