Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 10
Samskiptavefurinn Facebook er
nokkuð margslungið fyrirbæri og hef-
ur breytt nokkuð samskiptum okkar
mannanna. Nú á þriðjudaginn mun
Daniel Miller, prófessor í mannfræði
við University College í London, flytja
fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum
Mannfræðifélags Íslands í samstarfi
við félags- og mannvísindadeild.
Í fyrirlestrinum sem nefnist Face-
book and Digital Anthropology mun
Miller fjalla um rannsóknir sínar á
Facebook og leggja til nýtt rannsókn-
arsvið innan mannfræðinnar, svokall-
aða stafræna mannfræði sem snýr að
nýjum miðlum og netinu, en Miller er
þekktur fyrir rannsóknir sínar á efn-
ismenningu og neyslu og hefur gefið
út fjölda bóka um það efni. Hann hef-
ur stundað rannsóknir í Vestur-
Indíum, Indlandi og London og m.a.
rannsakað áhrif netsins á Trínidad.
Einnig hefur hann nýlega skoðað
hvernig Facebook hefur breytt fé-
lagslegum samskiptum. Fyrirlest-
urinn verður fluttur á ensku og hefst
klukkan 15 í stofu 104 á Háskólatorgi.
Endilega
… kynnið ykkur mannfræðilegar
rannsóknir á Facebook
Morgunblaðið/Ernir
Netið Samskiptavefurinn Facebook hefur haft ýmsar breytingar í för með sér.
Vefsíðan Nordic Feed er ný af nál-
inni og er hugsuð bæði sem mat-
aruppskrifta-blogg og samskiptanet
matgæðinga. Síðunni er ætlað að
efla þekkingu á nýrri norrænni
matargerð og vera upplýsingasíða
fyrir alla sem skrifa um mat, hvar
sem er í heiminum, um nýja nor-
ræna matargerð.
Nordic Feed-samtökin sérhæfa
sig einnig í viðburðum og á vefsíð-
unni má finna ýmsar niðurstöður og
fréttir sem komu fram á ráðstefnu
matarblaðamanna í Kaupmannahöfn
nú í sumar. Samtökin voru stofnuð í
janúar 2011 af litlum hópi reyndra
matgæðinga sem höfðu velt fyrir
sér hvers vegna ný norræn mat-
argerð væri að mestu óþekkt utan
Norðurlanda. Síðan þá hefur hug-
myndin undið upp á sig og ýmsir
viðburðir verið settir saman eins og
sá í Kaupmannahöfn í sumar.
Mikill áhugi hefur verið á þessu
norræna samstarfi og stuðningur
við það. Ráðstefnur hafa verið vel
sóttar og nú eru einnig haldin sér-
stök námskeið fyrir matarbloggara
og blaðamenn á vegum samtak-
anna. Á vefsíðunni má nálgast allar
helstu upplýsingar um Nordic Feed
og forvitnast um það sem er að
gerast í norræna matarheiminum.
Kjörinn vettvangur fyrir Norð-
urlandabúa og annað áhugafólk um
norræna matargerð til að fræðast
og ná saman.
Vefsíðan www.nordicfeed.com
Girnilegt Ekki er hægt að kvarta mikið yfir nýnorrænni matargerð sem þessari.
Samskiptanet matgæðinga
Morgunblaðið/Ómar
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Fimm rytmar; flæði, stak-kató, kaos, lýrík og kyrrð,koma saman í svokölluðum5Rytmadansi. Um er að
ræða frjálsan dans þar sem engin
spor eru að þvælast fyrir fólki.
Rytmarnir eru andleg leið í
gegnum hreyfingu og fyrir marga
leiðin að hinum innsta kjarna. Dans-
inn er þróaður af Bandaríkjakonunni
Gabrielle Roth og hefur notið vaxandi
vinsælda hér á landi síðastliðin ár.
Tveir kennarar hérlendis hafa öðlast
kennsluréttindi í 5Rytmadansi, þær
Sigurborg Hannesdóttir og Annska
Ólafsdóttir.
Dansinn þinn þann daginn
Rytmarnir fimm eru grunnur
dansins og þegar þeim er miðlað af
þjálfuðum og reyndum kennurum
gefa þeir styrka leiðsögn í því að
hjálpa fólki að finna sig án tillits til
aldurs og reynslu. Muna að við erum
næmar manneskjur í fallegum, kraft-
miklum og heillandi heimi og upp-
götva að bæði í töfrastundum lífsins
og í hversdagsleikanum er iðandi lífs-
kraftur.
„Ég hef sótt í þetta aftur og aft-
ur og fæ einhvern veginn ekki leið á
Iðandi lífskraftur
endurvakinn
Í 5Rytmadansi er það kallað að dansa ölduna þegar fimm ólíkir rytmar koma
saman. Dansinn miðar að auknu flæði í líkamanum og skapar hver sinn dans
innan ákveðins form en ákveðin spor skipta í raun ekki máli.
Flæði Hver og einn skapar sinn dans á dansgólfinu eftir ákveðnu formi.
Vinsæll 5Rytma danskennarinn, Alain Allard, kemur reglulega til Íslands.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Umhverfisþing 2011
14. október á Hótel Selfossi
Á þinginu verður fjallað um náttúruverndarmál,
þar á meðal nýútkomna hvítbók um endur-
skoðun náttúruverndarlaga, friðlýsingar,
ferðaþjónustu, útivist, náttúruvísindi
og viðmið fyrir náttúruvernd.
Heiðursgestur er Ella Maria Bisschop-Larsen,
formaður Dönsku náttúruverndarsamtakanna
sem fagna 100 ára afmæli í ár.
Dagskrá þingsins og nánari upplýsingar
er að finna á vef umhverfisráðuneytisins.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í þinginu.
Skráning fer fram á www.umhverfisraduneyti.is
eða í síma 545 8600.
Skráningu lýkur 5. október.
Mikið úrval af fallegum
sængurfatnaði
Skólavörðustíg 21a, 101 Rvk