Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
AF LISTUM
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Jæja, á ég þá að fara aftur ágistiheimilið til Erlu og kláraað horfa á kvennalandsleik-
inn?“ hugsaði gestur með sér þegar
ekki komu fleiri á listviðburðinn á
Patreksfirði. Ég hef greinilega
hugsað upphátt því listamennirnir
brugðust hart við og vildu ekki
sleppa af mér hendinni. Sögðust
spila þótt ég yrði einn og það varð
úr, þrátt fyrir að mér þætti það
óþægilegt og vildi losna úr aðstæð-
unum. Ég sá ekki eftir því að láta til-
leiðast.
Tónlistarmennirnir Tómas R.
Einarsson og Matthías MD Hem-
stock héldu þrenna tónleika á Vest-
fjörðum í síðustu viku og með þeim í
för var Jón Sigurpálsson, myndlist-
armaður og safnvörður á Ísafirði,
sem er höfundur annars verksins
sem flutt var. Þeir félagar slógu
saman í ferð.
Höfundur pistilsins var staddur
á Patreksfirði og þegar hann sá tón-
listarmennina á ferð fór hann í Alb-
ínu, sjoppu bæjarins, til að athuga
hvort tónleikar væru auglýstir.
Enginn kannaðist við það. Ákveðið
var að spyrja listamennina sjálfa og
í ljós kom að tilgangur ferðar þeirra
var ekki að skoða Látrabjarg eða
njóta veitinga á Þorpinu heldur að
halda tónleika í Skjaldborg seinna
um kvöldið.
Kynning tónleikanna hafði eitt-
hvað mistekist, það er allavega
skýring á dræmri aðsókn.
Jón Sigurpálsson sagði fráfyrra verkinu í óformlegri
kynningu í anddyrinu. Það er
mynd-/tónverkið Quadrant eða
Hringfjórðungur. Jón samdi verkið
þegar hann var við nám í Hollandi.
Það var frumflutt í Amsterdam á
árinu 1983 og síðan í Tókíó nokkr-
um árum síðar en hefur ekki áður
verið flutt á Íslandi, svo vitað sé.
Snögg leit á netinu sýnir að verkið
hefur verið gefið út á sínum tíma í
takmörkuðu upplagi og eintök árit-
uð af höfundi eru enn til sölu í
„helstu“ bókaverslunum þar ytra.
Quadrant er samið fyrir slag-
verksleikara, fimm blindramma og
málarabretti. Þetta gefur næga vís-
bendingu um verkið þar sem mis-
munandi listformum er blandað
saman. Matthías MD Hemstock
flutti. Verkinu var skipt niður á
þrenna tónleika, fyrstu litirnir fóru
í rammana á tónleikum á Ísafirði,
meira slettist á þá á einkatónleik-
unum á Patreksfirði og væntanlega
hefur orðið til fullgert myndverk á
síðustu tónleikunum, á Hólmavík
kvöldið eftir. Gestinum varð því
ljóst að verkið hefði verið flutt fyrir
tómum sal, ef ekki hefði viljað betur
til, og létti talsvert við þá hugsun.
Gesturinn nýtti aðstöðu sína til
að spyrja, án þess að það truflaði
aðra, hvað yrði um verkið fullgert.
Jón svaraði því til að það gæti orðið
til sölu, ef einhver hefði áhuga.
Matthías barnaði svarið með því að
segja að það yrði mikil breyting á
sínum listamannsferli ef málverk
seldist!
Tómas R. Einarsson slær á per-sónulega strengi í lagaflokkn-
um Strengur sem hann flutti ásamt
Matthíasi og myndvarpa. Flokk-
urinn var frumfluttur á Listahátíð í
Reykjavík fyrr á þessu ári og þá var
verkið rækilega kynnt. Það hefur
einnig komið út á samnefndum
mynddisk. Verkið er samið fyrir
kontrabassa og slagverk og þriðji
flytjandinn er vatnið, eins og höf-
undurinn sjálfur sagði, en niður
sjávar, vatna og lækja af slóðum
forfeðra hans er mikilvægur hluti
þess.
Strengur er óður Tómasar til
forfeðra hans. Á tjaldinu birtast
gamlar fjölskyldumyndir og mynd-
skeið frá vötnunum. Auðvelt er að
ímynda sér að höfundurinn hafi haft
myndirnar fyrir augum þegar hann
samdi lögin og jafnvel einnig vatns-
niðinn við hlustir.
Þetta var notaleg kvöldstund,þar sem áhyggjur af ástandi
vegamála og úrslitum landsleiksins
gleymdust. Verst að fleiri skuli ekki
hafa notið. Ekki hefði Patreksfirð-
ingum veitt af, á róstusömum tímum
í baráttu fyrir bættum samgöngum.
Síðasta lag Tómasar var þess
eðlis að ég var að velta því fyrir mér
hvort viðeigandi væri að klappa en
ákvörðunin var sem betur fer tekin
úr mínum höndum því húsvörðurinn
hafði fylgst spenntur með og það
voru þó, þrátt fyrir allt, tveir
ánægðir áheyrendur sem þökkuðu
fyrir sig.
Einkatónleikar á Patreksfirði
» Gestinum varð þvíljóst að verkið hefði
verið flutt fyrir tómum
sal, ef ekki hefði viljað
betur til, og létti tals-
vert við þá hugsun
Morgunblaðið/Sigurgeir
Fámennt Matthías Hemstock og Tómas R. Einarsson taka sér hlé á bílskúrsæfingu í maí síðastliðnum.
Kántríhljómsveitin Klaufar hefur
starfað í ein fimm ár og sent frá sér
tvær breiðskífur en báðar voru þær
teknar upp í kántrísælunni í Nash-
ville í Bandaríkjunum. Hljómsveitin
kom fram á Kántríhátíðinni á Skaga-
strönd í ágúst sl. og heimsóttu liðs-
menn að sjálfsögðu Hallbjörn Hjart-
arson, kúreka norðursins, og var
meðfylgjandi mynd tekin við það
tækifæri. Á hátíðinni frumflutti
hljómsveitin lag sem hún samdi með
lagahöfundum í Nashville við ís-
lenskan texta Jónasar Friðriks, lag-
ið „Ást og áfengi“ og fer það í al-
menna spilun í vikunni. Hljómsveitin
stefnir að tónleikahaldi um land allt
og mun hefja þá ferð með hlöðuballi
15. október á skemmtistaðnum
SPOT í Kópavogi.
Kántrí Kristján Grétarsson, Birgir Nielsen, Hallbjörn Hjartarson, Guð-
mundur Annas Árnason, Sigurgeir Sigmundsson og Friðrik Sturluson.
Kúrekar norðursins
Some Girls, Live in Texas nefnist ný
tónleikamynd um hina öldnu rokk-
sveit Rolling Stones og verður hún
sýnd í eitt skipti í Háskólabíói, 7.
október kl. 20. Myndin hefur að
geyma áður óséðar tökur af hljóm-
sveitinni á tónleikum í Fort Worth í
Texas árið 1978 og voru þeir haldnir
skömmu eftir að breiðskífa Stones,
Some Girls, kom út. Myndin verður
sýnd í yfir 300 kvikmyndahúsum um
allan heim. Myndin var tekin á 16
mm filmu og hefur upplausnin verið
aukin í henni og hljóð lagfært og
lagað að alltumlykjandi hljóðkerfi
kvikmyndasala í dag.
Á undan myndinni verður sýnt
viðtal við söngvara Stones, Mick
Jagger, þar sem hann segir frá tón-
leikunum og mikilvægi þeirra í sögu
hljómsveitarinnar. Á tónleikunum
flutti Stones lög af Some Girls og að
auki aðra smelli, m.a. „Honky Tonk
Woman“ og „Brown Sugar“.
Stones einu
sinni í bíó
Reuters
Flottur Mick Jagger á tónleikum
með Rolling Stones árið 2007.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
LAUGARDAGURINN 1. OKTÓBER
Hér er sögð sagan af Nim, simpansanum sem var á
áttunda áratugnum viðfang rannsóknar sem átti að sýna að
apar geti lært að tjá sig ef þeir eru aldir upp eins og börn.
Við kynnumst eðli Nims í fyndinni og stundum óhuggulegri
mynd sem opnar ekki síður augu okkar fyrir því hver við
erum sjálf.
James Marsh, leikstjóri myndarinnar, situr fyrir svörum eftir
sýningu.
Hinn víðfrægi heimildamyndagerðarmaður, þáttastjórnandi
og umhverfisfræðingur Dr. David Suzuki heldur
hátíðarfyrirlestur á málþingi í Háskóla Íslands. Myndin
Frumkraftur verður sýnd áður en málþingið hefst. Sýningin
fer fram í stofu 105 á Háskólatorgi kl. 14:00.
Málþingið fjallar um hvers vegna svo erfitt reynist að fá
viðbrögð almennings og stjórnvalda í umhverfismálum og
hvað gæti verið til ráða.
22. SEPT — 2. OKT.
norra na husid
-
18:00 NIM VERKEFNIÐ / PROJECT NIM Q&A
16:00 HVAÐ GETUM VIÐ GERT? DR. DAVID SUZUKI Á ÍSLANDI
14:00 Grínari Háskólabíó 2
14:00 Íslenskar stuttmyndir: Hópur 1 Bíó Paradís 1
14:00 Frumkraftur Bíó Paradís 2
14:00 Okkar eigin Osló Bíó Paradís 3
14:00 Markmaðurinn hjá Liverpool Bíó Paradís 4
14:00 Það var eitt sinn eyja Norræna Húsið
16:15 Andandi Háskólabíó 2
16:00 Tröllaveiðarinn Háskólabíó 3
16:00 Íslenskar stuttmyndir: Hópur 2 Bíó Paradís 1
16:00 Maðurinn á vírnum Q&A Bíó Paradís 2
16:00 Ástarpungur Bíó Paradís 3
16:00 Ég sakna þín Bíó Paradís 4
16:00 Að búa til bók með Steidl Q&A Norræna Húsið
17:00 LENNONYC Iðnó
18:00 Mynd í ljósaskiptum Q&A Háskólabíó 2
18:00 Eldfjall Q&A Háskólabíó 4
18:00 Nim verkefnið Q&A Bíó Paradís 1
18:00 Saga Thors Q&A Bíó Paradís 2
18:00 Gnarr Bíó Paradís 3
18:15 Bobby Fischer á móti heiminum Bíó Paradís 4
18:00 Lögnin Q&A Norræna Húsið
19:15 Óttalausa konan Iðnó
20:15 Á víðavangi Háskólabíó 2
20:00 Rautt fylki Háskólabíó 3
20:00 Skáldið og Li Q&A Bíó Paradís 1
20:00 Synir Noregs Bíó Paradís 2
20:15 Rokland Bíó Paradís 3
20:30 Vendipunktur Bíó Paradís 4
20:00 18 dagar Norræna Húsið
21:45 Black Power Mixtape 1967-1975 Iðnó
22:00 13 leigumorðingjar Háskólabíó 2
22:00 Einu sinni var í Anatólíu Háskólabíó 3
22:00 Ekki aftur snúið Bíó Paradís 1
22:00 Land míns föður / Paradox Bíó Paradís 2
22:30 Hreiðurgerð Bíó Paradís 3
22:15 Snjórinn á Kilimanjaró Bíó Paradís 4
22:15 Staða meðal stjarnanna Norræna Húsið
RIFF.IS