Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 Atvinnuhúsnæði miðsvæðis til leigu 1257 ferm. atvinnuhúsnæði til leigu í nýlegu húsi við Smiðjuveg á móti Orkunni, Bónus og BYKO. Allt að 5,5 m lofthæð og góð bílastæði. Margs konar notkun möguleg svo sem fyrir iðnað, verslun, lager, sýningarsal eða leikhús. Hægt að skipta í minni einingar. Hagstætt leiguverð. Nánari upplýsingar í símum 892 1529 og 892 1519. ● Verksmiðja Actavis á Möltu hefur sent rúmlega 30 milljónir taflna af sam- heitalyfinu Olanzapine á markað í Evr- ópu. Fram kemur í tilkynningu frá Actav- is, að lyfið fari til viðskiptavina Actavis og Medis. Olanzapine er samheitalyf Zyp- rexa frá Eli Lilly og er notað við geðklofa og geðhvarfasýki. Samheitalyfið Ol- anzapine fer nú á markað þar sem einka- leyfi lyfsins eru að falla úr gildi. Actavis segir, að þetta sé stærsta einstaka mark- aðssetning Actavis og Medis á þessu ári. Actavis setur 30 millj- ónir taflna á markað Morgunblaðið/Sigurgeir S Actavis Olanzapine er samheitalyf Zyp- rexa og er notað við geðhvarfasýki. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Nei, það er ekki þörf fyrir stórtækar breyt- ingar á fyrirtækinu, en vitaskuld eru mörg svið þar sem við getum gert betur,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson í gær þegar blaðamaður náði af honum tali og spurði hvort ágreiningurinn við Birgi Jónsson væri til marks um að Iceland Express þyrfti á mik- illi tiltekt að halda. „Hverjum stjórnanda fylgja ákveðnar hugmyndir sem hann svo út- færir, og sá sem tekur næst við starfinu verð- ur líka með hugmyndir. Það eru ýmsar leiðir til að komast að markmiðum félagsins, en ekki þörf á að umbylta rekstrinum verulega.“ Nokkur föst skot flugu á milli Birgis Jóns- sonar og stjórnar Iceland Express í gær, en á fimmtudag sagði Birgir lausu starfi sínu sem forstjóri flugfélagsins eftir aðeins tíu daga í starfi. Skarphéðinn hefur verið ráðinn tímabundið í starf forstjóra og hefur þegar tekið til starfa. Skarphéðinn situr í stjórn félagsins ásamt Pálma Haraldssyni og Sigurði G. Guð- jónssyni. Segir í tilkynningu frá stjórninni að á næstu dögum eða vikum verði ráðinn nýr forstjóri til fyrirtækisins. Fékk ekki nægilegt frelsi Í tilkynningu sem Birgir sendi fjölmiðlum á fimmtudag kveðst hann hafa tekið þá ákvörð- un að hætta þar eð honum þótti sýnt að ekki yrði staðið við samkomulag sem hann gerði við eigendur félagsins um mikið frelsi til end- urskipulagningar á rekstrinum. „Þegar til mín var leitað og ég beðinn um að taka þetta starf að mér setti ég mjög ströng skilyrði um hvernig samstarfi mínu við eigendur félagsins yrði háttað,“ segir Birgir í tilkynningunni. „Þessi samstarfsmáti var vel skilgreindur með skriflegum hætti, sam- þykktur af eigendum og stjórn Iceland Ex- press og var í raun grundvöllur þess að ég þáði starfið.“ Stjórn Iceland Express svaraði fyrir sig með því að segja að Birgir hefði viljað ráðast í of miklar breytingar og með of miklu hraði, en einnig að Birgir hefði viljað ráða í yf- irstjórn fyrirtækisins vini sína og ættingja. Vildi ekki „klíkustimpil“ Þessu svaraði Birgir svo að morgni föstu- dags. Þar sakar hann stjórn félagsins m.a. um að hafa lekið þeim upplýsingum í fréttastofu RÚV að hann hygðist ráða sambýliskonu sína. Birgir birtir hluta af tölvupóstsamskiptum sínum við Pálma Haraldsson, aðaleiganda flugfélagsins. Þar kemur fram að Birgir hafi talið það hlutlægt mat að sambýliskona sín væri ákaflega hæfur aðili í umrætt starf, en hann ekki viljað fá á málið „klíkustimpil“. Af póstunum sem Birgir sendi fjölmiðlum má ráða að Pálmi hafi fallist á þessa ráðningu, en Birgir kveðst hafa tekið úr tölvupóstunum samskipti um aðrar mögulegar mannabreyt- ingar til að virða trúnað við hlutaðeigandi að- ila. Sviptivindar hjá Iceland Express Morgunblaðið/ÞÖK Klif Stjórnarmaður segir ekki þörf á mikilli tiltekt hjá félaginu þó margt megi bæta.  Forstjórinn floginn eftir 10 daga stopp  Skiptast á skotum um aðdraganda starfslokanna  Stjórnarmaður segir mega gera betur en ekki þörf á umfangsmiklum breytingum á fyrirtækinu Vandræði í flugtaki » Birgir Jónsson taldi sig ekki fá nægt frelsi til að gera breytingar á rekstri flug- félagsins og tók pokann sinn » Sakar stjórnina um að hafa lekið í fjöl- miðla áætlunum um að ráða sambýlis- konu í stjórnunarstöðu. » Sendi fjölmiðlum afrit af tölvupósts- amskiptum við aðaleiganda félagsins þar sem möguleg ráðning sambýliskonu er rökstudd og samþykkt. » Stjórnin hyggst finna nýjan mann í starfið á næstu dögum eða vikum. Húsasmiðjan Auglýst til sölu 22. ágúst. Tólf óskuldbindandi tilboð bárust í Húsasmiðjuna ● Tólf óskuldbindandi tilboð bárust í Húsasmiðjuna og einstakar rekstrarein- ingar hennar, en fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans sér um söluferli fyrirtækisins í umboði Framtakssjóðs Íslands. Fyr- irtækjaráðgjöf mun nú taka sér tvær vikur til að fara yfir tilboðin. Auglýst var eftir óskuldbindandi til- boðum í Húsasmiðjuna 22. ágúst. Verk- efnið var opið öllum áhugasömum fjár- festum sem stóðust hæfismat og fengu þeir afhent kynningargögn um félagið á grundvelli trúnaðaryfirlýsingar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Framtakssjóði. ● Danski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann myndi kasta út nýjum lána- línum handa bankakerfi landsins. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot í bankakerfinu þegar þær ríkisábyrgðir sem veittar voru dönskum bönkum á sínum tíma renna út á næstu tveimur árum. Um er að ræða lánalínur fyrir um 400 milljarða danskra króna og að sögn breska blaðsins Financial Times munu danskir bankar geta notað fjölbreyttari veð en áður til að tryggja sér lausafjárfyrirgreiðslu danska seðlabankans. Til að mynda mun seðlabank- inn taka við hefðbundnum útlánum til heimila í veðlánaviðskiptum sínum. Danski seðlabankinn kastar út lánalínum ● Olíulind sem sænska félagið Lundin hefur fundið á svonefndu Asvaldsen- svæði í Norðursjó er mun stærri en áð- ur var talið og er áætlað að þar sé að finna 800-1.800 milljón tunnur af vinn- anlegri olíu. Segir í tilkynningu frá Lundin að þetta sé einn af fimm mestu olíufundum á norska landgrunninu. Með stærri olíulindum Gangi Evrópusambandið ekki hreint til verks við afskriftir Grikklands og hugsanlega Portúgals gæti lands- framleiðsla á evrusvæðinu orðið fimmtungi minni eftir tuttugu ár. Þetta kemur fram í grein hagfræðing- anna Jóns Daníelssonar hjá London School of Economics og Caspers de Vries hjá Erasmus School of Econo- mics, sem birtist á ritstjórnarsíðu ítalska blaðsins La Repubblica í gær. Munar 22% af landsframleiðslu á tuttugu árum Þeir Jón og de Vries segja að að öllu óbreyttu standi Evrópa frammi fyrir sömu örlögum og Japan gerði við upphaf tíunda áratugarins. Haldi ráðamenn áfram að fresta vandanum með handahófskenndum aðgerðum meðan óvissan vex um fjármálastöð- ugleikann á evrusvæðinu sé hætt við því að framundan sé áratugur verð- hjöðnunar og að bankakerfið verði að uppvakningi. Evrópski seðabankinn sé nú þegar orðinn lánveitandi banka- kerfisins á evrusvæðinu til þrautav- ara og veigamikill kaupandi að rík- isskuldabréfum verst stöddu evruríkjanna. Þetta hafi leitt til víta- hrings sem þurfi að rjúfa. Jón og de Vries segja að það verði einungis gert með stýrðu greiðslufalli Grikklands og jafnvel Portúgals sam- hliða endurfjármögnun bankakerfis- ins og tímabundnum úrræðum til þess að tryggja greiðsluflæði stórra hagkerfa á borð við Ítalíu og Spán. Samkvæmt útreikningum þeirra myndi þetta leiða til þess að lands- framleiðsla á evrusvæðinu yrði 22% hærri en ella eftir tvo áratugi. ornarnar@mbl.is Fimmtungur landsfram- leiðslu evrulands í húfi  Stýrt greiðslu- fall Grikklands skiptir sköpum Reuters Grísk mótmæli Jón Daníelsson hagfræðingur telur að óbreytt ástand á evrusvæðinu muni grafa undan hagvaxtarhorfum til frambúðar.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +./-, ++0-1. 0+-/12 03-+/4 +,-+1/ +/3-15 +-2/0, +./-.4 +24-+ ++.-++ +.5-+2 ++/-3+ 0+-50. 03-+4. +,-0+/ +/+ +-2/,0 +.5-55 +24-52 0+5-24.2 ++.-/4 +.5-1 ++/-/5 0+-54+ 03-02, +,-01/ +/+-/1 +-25+, +.5-44 +24-.4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.