Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 42
42 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 Sudoku Frumstig 8 1 9 5 7 8 3 9 1 1 6 7 6 3 4 1 3 6 7 4 5 9 7 3 4 8 1 6 1 7 4 3 2 8 1 7 8 1 7 5 8 2 6 3 6 7 5 3 5 2 8 5 3 6 8 1 4 1 7 5 9 2 6 3 2 8 9 4 3 4 7 3 7 3 2 8 1 4 9 5 6 9 5 4 2 3 6 1 7 8 1 6 8 9 5 7 4 2 3 2 9 6 5 7 8 3 1 4 3 8 7 4 2 1 6 9 5 4 1 5 3 6 9 2 8 7 5 7 9 1 4 3 8 6 2 6 4 1 7 8 2 5 3 9 8 2 3 6 9 5 7 4 1 6 5 8 3 4 7 2 9 1 9 1 3 8 6 2 7 4 5 2 7 4 9 5 1 3 6 8 8 9 5 4 2 3 6 1 7 7 4 2 6 1 9 5 8 3 3 6 1 7 8 5 4 2 9 4 3 7 2 9 8 1 5 6 1 8 6 5 7 4 9 3 2 5 2 9 1 3 6 8 7 4 7 6 4 9 1 5 3 2 8 1 3 5 2 8 4 6 9 7 9 8 2 3 7 6 5 4 1 2 5 3 8 4 7 9 1 6 4 1 6 5 9 3 7 8 2 8 7 9 1 6 2 4 3 5 3 9 1 6 5 8 2 7 4 6 4 8 7 2 9 1 5 3 5 2 7 4 3 1 8 6 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 1. október, 274. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Á fimmtudaginn var Víkverjaboðið á frumsýningu á tveimur íslenskum bíómyndum og frumsýn- ingu á nýju verki í Þjóðleikhúsinu. Víkverji hristi hausinn yfir framboð- inu. Það er með ólíkindum hvað menningarlífið er blómlegt á Íslandi. x x x Einu sinni var það stórhátíð ef ís-lensk bíómynd var frumsýnd, núna eru tvær frumsýndar sama kvöldið. Útlit er fyrir að það verði ný íslensk bíómynd frumsýnd í hverri viku fram í nóvember. Þar af verða aftur tvær frumsýningar sama dag- inn um miðjan október þegar mynd- irnar Hetjur Valhalla: Þór og Borg- ríki verða frumsýndar. x x x Magn er ekki ávísun á gæði. Entilfellið er samt það að gæði ís- lenskra bíómynda hafa aukist. Önn- ur bíómyndanna sem frumsýndar voru á fimmtudaginn, Eldfjallið, hafði þegar farið víða um heim og hlotið lof allra helstu kvikmynda- gagnrýnenda stóru blaðanna. Vík- verja finnst það gaman. Hans litla ís- lenska hjarta slær aðeins hraðar ef útlendingar lofa og prísa einhvern íslenskan listamann. x x x Litla Ísland hefur ekki efni á þvíað gera bíómyndir sem eru dýrar. En íslenskir kvikmyndagerð- armenn láta þá bara útlendinga borga bíómyndirnar. Eldfjallið sem er rammíslensk mynd var að megn- inu til framleidd fyrir danskan pen- ing. Hetjur Valhalla: Þór sem er dýrasta bíómynd Íslandssögunnar, en hún kostaði 1,4 milljarða króna, var líka að megninu til framleidd fyrir pening frá útlandinu. x x x Víkverji vill fá að kynnast þessumútlendingum sem eru alltaf að borga fyrir þessar fínu íslensku bíó- myndir. Það væri athugandi hvort þeir nenntu ekki að borga rithöfund- unum okkar og leikhúsfólkinu líka launin þannig að við þyrftum ekki að borga neitt af þessu sjálf. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 sóps, 4 lipur, 7 bogin, 8 krók, 9 skyggni, 11 dugleg, 13 forboð, 14 held- ur, 15 fíkniefni, 17 yfirhöfn, 20 liðamót, 22 talar, 23 hald- ast, 24 kvenfuglinn, 25 blóm- ið. Lóðrétt | 1 dinguls, 2 náði í, 3 mjó gata, 4 gleðskapur, 5 snjókoma, 6 leiktækið, 10 skorturinn, 12 sundfugl, 13 stjórnpallur, 15 skán, 16 gutls, 18 skeiðtölts, 19 skyld- mennið, 20 fall, 21 borðar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt 1 undanhald, 8 getið, 9 örgum, 10 nýr, 11 senna, 13 tær- ir, 15 leggs, 18 strók, 21 vik, 22 byssa, 23 akkur, 24 knattleik. Lóðrétt 2 nýtin, 3 auðna, 4 hjört, 5 lýgur, 6 uggs, 7 smár, 12 nag, 14 ætt, 15 labb, 16 gisin, 17 svart, 18 skafl, 19 rakti, 20 kurl. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sjaldgæfar ofurhendur. S-Allir. Norður ♠63 ♥74 ♦KG742 ♣10862 Vestur Austur ♠KG4 ♠D852 ♥1098 ♥G6532 ♦D1098 ♦5 ♣G73 ♣954 Suður ♠Á1097 ♥ÁKD ♦Á63 ♣ÁKD Suður spilar 6G. Rétt rúmlega einu sinni í tíu þús- und gjöfum geta menn vænst þess að taka upp 26 punkta ofurhönd. Þörfin fyrir kerfisbundna lýsingu er því ekki mikil, en þó er gert ráð fyrir 26-27 punkta flötum höndum í Standard- kerfinu. Þá er opnað á 2♣ (alkröfu) og síðan stokkið í 4G við 2♦ biðsögn svarhandar. Þannig gætu sagnir þróast í spilinu að ofan. Norður myndi svo segja 5G við 4G í leit að láglitasamlegu, en þegar hún finnst ekki enda sagnir í grandslemmu. Út- spil: ♥10. Fyrst þarf að kanna hvort ♣G komi í þrjá efstu. Ef ekki, þarf tígull- inn að gefa fimm slagi. En hér fríast ♣10 og þar með er nóg að fá fjóra slagi á tígul. Þá er ráðið gegn fjór- litnum í vestur að taka á ♦Á og dúkka næsta tígul. 1. október 1846 Hús Hins lærða skóla í Reykja- vík (nú Menntaskólans) var vígt, en skólinn hafði áður ver- ið á Bessastöðum. Þetta var lengi stærsta hús bæjarins. 1. október 1880 Möðruvallaskóli í Hörgárdal, fyrsti gagnfræðaskóli á Ís- landi, tók til starfa við hátíð- lega athöfn þar sem fagnað var endurreisn skóla á Norð- urlandi. Fyrsta veturinn voru 36 „lærisveinar“. Skólinn var fluttur til Akureyrar eftir aldamótin. 1. október 1919 Bókin Íslensk ástaljóð kom á markað, en Árni Pálsson hafði valið ljóðin. Þar birtist ljóðið Ást eftir Sigurð Nordal. Það var „nýtt og hvergi prentað fyrr,“ eins og sagði í Morg- unblaðinu. Ljóðið varð vinsælt við lag Magnúsar Þórs Sig- mundssonar árið 2005. 1. október 1952 Hljóðritun á ræðum alþing- ismanna hófst, en áður höfðu þingskrifarar séð um að skrá ræðurnar jafnóðum og þær voru fluttar. 1. október 2010 Á þriðja þúsund manns mót- mæltu á Austurvelli við setn- ingu Alþingis. Eggjum, ávöxt- um, mjólkurvörum og lyklum var kastað í þingmenn á leið til og frá kirkju en um eitt hundr- að lögreglumenn héldu mót- mælendum í skefjum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Ég ætla svo sem ekki að gera neitt annað en að vera með fjölskyldu og vinum því að fjölskylda mín ætlar að halda upp á daginn,“ svarar Sigríður Helgadóttir þegar hún er spurð hvernig hún hyggst fagna níutíu ára afmæli sínu í dag. Sigríður segir að það verði kaffi og opið hús í fé- lagsheimili Tannlæknafélagsins klukkan fjögur í dag en hún á von á því að margir líti við. „Ég á býsna marga vini. Hvað heldurðu eftir öll þessi þessi ár,“ segir hún hlær. Sigríður sem er eldhress leikur m.a. ömmuna í ruggustólnum í Thule auglýsingunni en það er langt í frá fyrsta hlutverkið hennar. „Ég hef leikið í hinu og þessu. Í fyrsta lagi var ég ein af stofnendum Hugleiks og lék með þeim lengi, segir Sigríður en Hugleikur er leik- félag áhugafólks um leiklist og var stofnað árið 1984. Sigríður kveðst einnig hafa leikið lengi með eldri borgurum en fólkið sé skemmtilegt og gaman að vera með því. Enda sé hún þakklát fyrir að hafa góða heilsu. „Komin á þennan aldur og það að geta líka verið með og verið með yngra fólki.“ sigrunrosa@mbl.is Sigríður Helgadóttir á afmæli í dag Fagnar níutíu árum í dag Nýirborgarar Reykjavík Stef- án Daði fæddist 23. apríl kl. 11.45. Hann vó 3.560 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Ólöf Birna Margrétardótt- ir og Sigurður James Þorleifs- son. Flóðogfjara 1. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.26 0,2 8.42 4,2 14.59 0,3 21.06 3,9 7.37 18.59 Ísafjörður 4.34 0,1 10.40 2,3 17.09 0,2 23.01 2,1 7.43 19.03 Siglufjörður 0.54 1,4 6.50 0,1 13.11 1,4 19.16 0,1 7.26 18.45 Djúpivogur 5.46 2,4 12.10 0,3 18.05 2,1 7.06 18.29 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú tekur stórt skref fram á við í verk- efni sem hefur of lengi legið í láginni. Sinntu viðskiptum og uppgangurinn verður eins og hjá þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú býrð yfir miklum innri styrk sem nærir þig á erfiðum stundum. Hugmyndir þínar í dag eru grundvöllur þess sem gerist á morgun. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert staðráðinn í því að fá vilja þínum framgengt í vinnunni í dag. Reyndu að fara bil beggja þótt erfitt sé. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vinaleg samkeppni og samræður eiga það til að verða að ástríðufullum rifr- ildum. Hikaðu ekki við að setja sjálfan þig í fyrsta sæti í dag. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þetta er góður dagur fyrir stutt ferða- lag, eigir þú tök á því að bregða þér frá. Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Láttu ekki liðna tíð standa í vegi fyrir framtíð þinni. Taktu þér tíma í að koma röð og reglu á hlutina heima fyrir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Eitthvað kann að koma upp á sem setur alla þína dagskrá úr skorðum. Reyndu um- fram allt að leysa það á mýkri nótunum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Skjót viðbrögð hafa komið þér í góðar aðstæður. Leyfðu þeim að njóta sín og láttu feimnina lönd og leið. Vinir toga í þig úr mörgum áttum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nýir möguleikar opnast og þú ert vel í stakk búinn til að greina á milli og velja þá leið sem farsælust er. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú munt leysa gátu sem þú hefur glímt við vikum saman. Skuld sem þú taldir þig eiga vangoldna er nú að fullu greidd. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Einmitt þegar allt er að ganga upp, finnurðu hindrun á veginum. Haltu þér í formi með því að vanda mataræðið og hreyfa þig sem allra mest. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert ekki mikið fyrir einveru í dag og vilt alls ekki missa sambandið við aðra. Taktu þér tíma til að sinna heilsurækt og íhugun. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. h3 Rc6 7. g4 e6 8. Bg2 Dc7 9. f4 Rd7 10. Be3 Ra5 11. O-O Be7 12. Kh1 O-O 13. f5 Re5 14. g5 He8 15. f6 Bf8 16. fxg7 Bxg7 17. Rce2 Rac4 18. Bc1 Rg6 19. Rg3 Dc5 20. c3 Rh4 21. Dh5 Rg6 22. De2 Rh4 23. Rh5 Rxg2 24. Dxg2 Hf8 25. Dg3 b5 26. Dh4 Kh8 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sigurvegari móts- ins, enski stórmeistarinn Michael Adams (2733), hafði hvítt gegn al- þjóðlega meistaranum Mas Hafizul- helmi (2413) frá Malasíu. 27. Rxg7 Kxg7 28. g6! og svartur gafst upp enda taflið gjörtapað eftir 28… hxg6 29. Bh6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.