Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Síðdegis í gær, mánudag, var ákvörð- un Alcoa um að hverfa frá áformum um að reisa og reka álver á Bakka í Norðurþingi kynnt Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra Norð- urþings, og sveitarstjórnarmönnum fjögurra sveitarfélaga fyrir norðan á fundi á Húsavík. Það var Tómas Sigurðsson, for- stjóri Alcoa á Íslandi, sem kynnti ákvörðun fyrirtækisins. Tómas ræðir hér við blaðamann Morgunblaðsins um þessa ákvörðun, aðdraganda hennar og skýrir hvers vegna þetta varð niðurstaðan. - Tómas, þið hafið unnið að und- irbúningi þessa verkefnis í mörg ár, eða frá árinu 2005, þótt með ein- hverjum hléum hafi verið. Hvað gerð- ist? „Það er rétt. Við höfum unnið að þessu verkefni síðan 2005 og þegar undirbúningur hófst, þá var uppleggið það, að það yrðu til a.m.k. 400 MW af orku í verkefnið og til þess að gera langa sögu stutta, þá eru þær for- sendur ekki til staðar lengur. Það hef- ur verið gerð viljayfirlýsing af hálfu Landsvirkjunar um að selja orkuna fyrir norðan til annarra verkefna og þar fyrir utan hefur ekki um nokkra hríð verið fyrir hendi viljayfirlýsing um orkusölu til okkar, hvorki af hálfu ríkisstjórnarinnar né Landsvirkjunar. Það liggur því fyrir að þær forsendur sem við lögðum af stað með í upphafi eru brostnar og því er ekki um neinn annan kost að ræða hjá okkur en draga okkur með formlegum hætti út úr þessu verkefni.“ - Hvernig fór þetta allt af stað, með áform ykkar hjá Alcoa um að reisa og reka álver á Bakka? „Það var gerð sameiginleg að- gerðaáætlun (Joint Action Plan) í júní 2005 á milli okkar, ríkisstjórnarinnar, sveitarstjórnar Norðurþings, Lands- virkjunar, Þeistareykja ehf., sem þá var og er nú í eigu Landsvirkjunar, um að vinna að því að reist yrði 250 þúsund tonna álver og að okkur yrðu seld 400 megavött, en það er það magn raforku sem þarf til þess að knýja 250 þúsund tonna álver. Það var svo unnið samkvæmt þeirri áætl- un, sem skilaði sér í viljayfirlýsingu í maí 2006, á milli okkar og Lands- virkjunar/Þeistareykja annars vegar og milli okkar, ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórnarinnar á Húsavík hins vegar, um áfangaskipt álver, sem myndi nota allt að 400 MW, samsvar- andi um 250.000 tonna álframleiðslu, og um að vinna ýmsa verkþætti, sem við gerðum. Sú viljayfirlýsing var svo framlengd í júní 2008. Einnig var gerð viljayfirlýsing milli okkar og Landsnets á árinu 2006. Við höfum alltaf lagt áherslu á það, að við myndum síðar meir ef næg orka yrði fáanleg vilja fá meira en 400 MW, en það hefur ekki verið stóra málið í þessari vinnu. Eftir þetta byrjuðum við hjá Alcoa að taka þátt í kostnaðarskiptingu við undirbúning- inn. Greiddum m.a. hluta af kostnaði við rannsóknarboranir Landsvirkj- unar og Þeistareykja.“ Alcoa metið besti kosturinn - En þótt þið hafið unnið áfram að undirbúningi, breyttist ekki eitthvað við hrunið í október 2008? „Jú, vitanlega breyttist margt við hrunið og Alcoa dró sig út úr kostn- aðarþátttökunni eftir hrun. Það var gert, einfaldlega vegna þess, að það voru engar forsendur þá, hvorki fyrir Alcoa, ríkið né Landsvirkjun til að vinna áfram að verkefninu. En fljótlega rofaði þó til og við héldum áfram að vinna að verkefninu, þótt á öðrum forsendum væri. Vilja- yfirlýsing ríkisstjórnarinnar rann út í október 2009. Við reyndum að fá hana framlengda, en ríkisstjórn Samfylk- ingar og VG, sem hafði tekið við um vorið, vildi ekki framlengja og ræddi um að hún vildi sjá aðra kosti. Rík- isstjórnin setti á fót verkefnisstjórn sem heitir Naust, sem vann í því að finna aðra fjárfesta til þess að kaupa orkuna og talaði við fjölda aðila. Naust skilaði af sér skýrslu um störf sín í maí 2010. Við fengum bréf frá verkefnisstjórninni um að í skýrslu þeirra værum við metin besti kost- urinn til samstarfs um orkukaup fyrir norðan og að Naust myndi í fram- haldi af þessari skýrslu ræða við okk- ur. Við höfum aldrei heyrt frá þeim síðan, eða í tæplega hálft annað ár. Á svipuðum tíma og þetta var að gerast varð einnig mikil breyting hjá Landsvirkjun, sem kynnti nýja orku- nýtingarstefnu sína í nóvember í fyrra. Við undirrituðum viljayfirlýs- ingu með Landsvirkjun 2006. Hún var framlengd í tvígang, fyrst árið 2007 og aftur árið 2008, en rann svo út á árinu 2009 og þá var ekki vilji hjá Landsvirkjun til að framlengja hana. Af þeirri stefnu og því sem fram hefur komið í máli forstjóra Lands- virkjunar er ljóst að það væri mjög erfitt, jafnvel ómögulegt að reisa jafnstórt álver og við vildum gera. Þeir hjá Landsvirkjun hafa gefið út viljayfirlýsingu um orkusölu til ann- arra orkukaupenda en okkar og nú er Landsvirkjun í raun og veru að bjóða okkur aðeins helminginn af þeirri raf- orku, sem miðað hafði verið við að selja okkur, þ.e. 200 MW í stað 400 MW. Það þykir okkur of lítið og verð- ið sem er í boði er ekki samkeppn- ishæft, miðað við önnur verkefni sem við erum í. Því er það eina heiðarlega í stöðunni að hætta við og hverfa frá þessu verkefni á Bakka.“ Um 80% hlynnt verkefninu - Eru þetta ekki mikil vonbrigði? „Vitanlega eru þetta vonbrigði. Þetta er áfall bæði fyrir heimamenn fyrir norðan og fyrir okkur. Við höfum átt mjög gott samstarf við heimamenn allan undirbúningstímann. Við höfum haft mikla trú á verkefninu og Alcoa er búið að setja á annan milljarð króna í undirbúninginn. Ég get ímyndað mér að heimamenn séu ekki sáttir við þessa niðurstöðu, því við höfum fundið fyrir miklum stuðningi við verkefnið í Norðurþingi, bæði í orði og eins höfum við látið gera skoðanakannanir sem sýna að um 80% Húsvíkinga eru hlynnt þessu verkefni.“ - Þegar því var hafnað af rík- isstjórninni að framlengja vilja- yfirlýsingu haustið 2009, var eina skýringin sem gefin var sú að ný orkunýtingarstefna væri komin til sögunnar? „Skýringin sem okkur var gefin, var sú að stjórnvöld vildu sjá hvaða aðrir kostir væru í stöðunni og í kjöl- far þess fór þessi starfsnefnd iðn- aðarráðuneytisins, Naust, að kynna sér hvað annað stæði til boða, eins og ég sagði áðan. Þannig að það má segja að breytt stefna stjórnvalda í orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu hafi ráðið því að viljayfirlýsingin var ekki framlengd.“ - Miðað við upphaflegar áætlanir ykkar, 250 þúsund tonna álver og 400 MW, hvað reiknuðuð þið með að yrði til atvinna fyrir marga, annars vegar á byggingartímanum og hins vegar til frambúðar? „Við gerðum ráð fyrir því að á byggingartímanum hefðu um 3 þús- und manns atvinnu og þegar álverið væri komið í rekstur var ráðgert að á Alcoa hættir við áform sín um álver á Bakka  Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir þetta mikil vonbrigði  Ákvörðunin hafi verið óhjákvæmileg, þar sem legið hafi fyrir, að ekki yrði útveguð næg raforka til verkefnisins Mikil vonbrigði Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi segir það vera mikil vonbrigði að Alcoa hafi neyðst til að hætta við að reisa álver á Bakka. Bakki við Húsavík Séð yfir lóðina á Bakka, norðan Húsavíkur. Kinnarfjöllin handan Skjálfandaflóa í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.