Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 8
Guðni Einarsson Hólmfríður Gísladóttir Kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Alcan á Íslandi, og starfsmanna í verkalýðsfélögum sem vinna í álverinu hefur verið samþykktur með 175 atkvæðum gegn 175. Einn skilaði auðu. Alls voru 388 á kjörskrá en 351 greiddi atkvæði. Meirihluta greiddra atkvæða hefði þurft til að fella samninginn samkvæmt lögum um vinnu- deilur og stéttarfélög, nr. 80/1939, segir Kol- beinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags- ins Hlífar. „Þar er kveðið á um að samningur sé felldur ef það eru fleiri mót- atkvæði,“ segir Kolbeinn. Sagðist hann ekki muna eft- ir svona hnífjafnri niður- stöðu í kosningu um kjara- samning. Verkalýðsfélögin sem eiga aðild að samningnum eru Hlíf, VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðn- aðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT, Félag iðn- og tæknigreina, VR og Matvís. Samþykktur með jöfnum atkvæðum Kolbeinn Gunnarsson Morgunblaðið/Ómar Álver Atkvæði starfsmanna féllu hnífjafnt. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Það er ekkert skrítið að Rík-isútvarpið hafi áhuga fyrir Páli Magnússyni. Það er eiginlega sjálfsagt.    En það þýðirekki að RÚV eigi að hafa óstjórn- legan áhuga fyrir hvaða Páli Magn- ússyni sem er.    Þess vegna kom áóvart að RÚV flytti dramatíska frétt um að Páll Magnússon hefði verið ráðinn til starfa og nú væri orðið ljóst að honum yrði sparkað áður en hann hæfi störf.    Hann myndi þannig slá 12 tímamet Runólfs, umboðsmanns Samfylkingarinnar, í starfi sem Um- boðsmaður skuldara.    Staksteinum brá við því þeir vissuekki betur en að Páll Magn- ússon hefði verið ráðinn eftir vand- lega yfirlegu og Óðinn leyfði honum enn að lesa þær fréttir sem hann skrifaði.    En svo kom á daginn að þetta varallt annar Páll Magnússon, en þó ekki fjær en svo, að pabbi hans las fréttir ekki síður en Páll Magn- ússon.    En RÚV segir að ágreiningur séum ráðningu Páls hins, því Helgi Hjörvar sé á móti honum. Sá herskari manna sem Hjörvar er á móti getur því farið að fletta upp í taxta atvinnuleysisbóta.    Er ekki rétt að menn fái saka-vottorð frá Hjörvari áður en þeir sækja? Það gerði Hrannar. Páll Magnússon útvarpsstjóri Bankasýslumaður eða hinn? STAKSTEINAR Páll Magnússon bankasýslumaður Veður víða um heim 17.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 3 rigning Kirkjubæjarkl. 6 skýjað Vestmannaeyjar 5 skýjað Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 10 heiðskírt Stokkhólmur 6 alskýjað Helsinki 10 léttskýjað Lúxemborg 12 skýjað Brussel 15 skýjað Dublin 5 skúrir Glasgow 5 skúrir London 16 léttskýjað París 16 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 12 skýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 10 heiðskírt Moskva 6 skýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg 6 skýjað Montreal 11 skúrir New York 16 heiðskírt Chicago 11 léttskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:27 18:00 ÍSAFJÖRÐUR 8:39 17:58 SIGLUFJÖRÐUR 8:22 17:40 DJÚPIVOGUR 7:58 17:28 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Mikilvægt er að drífa í endur- skipulagningu skulda fyrirtækja og heimila, afnema verðtryggingu hús- næðislána, afnema gjaldeyrishöft sem fyrst, endurskoða skatta- umhverfið og leggja áherslu á fjölg- un starfa til að efla hagvöxt og draga úr atvinnuleysi. Þingflokkur Framsóknar- flokksins kynnti í gær heildar- tillögur framsóknarmanna í efn- hags-, atvinnu- og sjávarútvegs- málum undir heitinu Plan B en þing- flokkurinn hefur þegar lagt fram tvær þingsályktunartillögur á þessu þingi. Annars vegar um sókn í at- vinnumálum og hins vegar um stöðugleika í efnahagsmálum. Sam- tímis var kynnt vefsíðan planb.is, þar sem finna má tillögurnar. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, sagði nafnið Plan B vísa annars vegar til listabókstafs Fram- sóknarflokksins en líka til orða for- sætisráðherra og fjármálaráðherra um að ekki væri til neitt plan b og þess vegna þyrftum við að halda okkur við plan a. Óvissa tefji efnahagsbata Í tillögunum segir að lögð sé áhersla á aðgerðir í þágu bæði fyrir- tækja og heimila sem hafi það að markmiði að efla stöðugleika í efna- hagsmálum og endurskipuleggja skuldir heimila og fyrirtækja. Óvissa þeirra um efnahagsstöðu sína dragi bæði úr einkaneyslu og fjárfestingu og tefji þannig fyrir efnahagsbata. Í atvinnumálum sé lögð áhersla á að- gerðir sem feli í sér fjölgun starfa, hagvaxtaraukningu og aukna vel- ferð. Eru lagðar til ýmsar aðgerðir sem eiga að stuðla að bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja og auknum hagvexti. Settar eru fram tillögur um úrbætur á ýmsum svið- um atvinnulífsins sem eiga að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs og geta skapað nær 12.000 varanleg og tíma- bundin störf á næstu árum. Lagt er til að gerðar verði breytingar á skattaumhverfinu sem auðveldi fyrirtækjum að fjárfesta í atvinnulífinu og koma af stað mannaflsfrekum fjárfestingum. Einnig að ríkið komi strax af stað átaki í opinberum framkvæmdum og greiði fyrir framkvæmdum sem einkaaðilar framkvæma fyrir það. Verðtryggingu af í þrepum Lagt er til að nýtt verði það svigrúm sem fjármálastofnanir hafa til leiðréttingar á skuldum heimila og að verðtrygging húsnæðislána verði afnumin í þrepum. Einnig að skattkerfið verði einfaldað þannig að þrepaskiptur tekjuskattur verði af- numinn og persónuafsláttur leið- réttur þannig að hann nái aftur raungildi sínu og dregið úr neikvæð- um jaðaráhrifum í skattkerfinu. Blönduð leið í fiskveiðum Von er á þingsályktunartillögu um framtíðarskipan fiskveiðistjórn- unar síðar í vetur frá framsókn- armönnum. Er þar lögð áhersla á að eyða óvissu og skapa sjávarútveg- inum stöðugleika. Mikilvægt sé að sátt náist um sjávarútvegsmál. Sjáv- arauðlindin skuli sameign þjóð- arinnar og mikilvægt sé að lögfesta þýðingu þess hugtaks. Stjórnvöld fari með eignarréttinn og úthluti nýtingarrétti til ákveðins tíma. Far- in sé blönduð leið við stjórn fiskveiða þannig að áfram verði byggt á afla- hlutdeildarkerfi en einnig tekið upp nýtt fyrirkomulag úthlutana með byggðasjónarmið í huga. Plan B Formaður Framsóknarflokksins sagði tillögur þingmannanna sýna hverju flokkurinn vildi berjast fyrir. Þær settu aðra í þá stöðu að ann- aðhvort fallast á að skoða þær eða koma fram með betri hugmyndir. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Plan B til lausnar efna- hagsvandanum  Þingmenn Framsóknar segja hægt að skapa 12.000 störf á næstu árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.