Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Þúsundir kvenna mótmæltu fyrir utan utanrík- isráðuneytið í Sanaa, höfuðborg Jemens, í gær þar sem mótmælendur voru skotnir til bana á laugardag og kröfðust þess að forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, segði af sér. Átta manns lét- ust í átökum í Jemen í fyrrinótt og 27 særðust, að sögn fréttastofunnar AFP. Mörg þúsund konur mótmæltu einnig í næststærstu borg landsins, Taez, og fordæmdu morðið á Azizu Ghaleb á sunnudag. Hún er fyrsta konan sem hefur látið lífið í mótmælum í Jemen frá því þau hófust í jan- úar. Reuters Mörg þúsund konur mótmæltu í Jemen Reiði ríkir í Kína út af myndum, sem sýna hátt á annan tug veg- farenda ganga án þess að hafast að framhjá tveggja ára stúlku sem ligg- ur stórslösuð á götu í bænum Foshan í Suður- Kína. Stúlkunni, sem heitir Yue Yue, er ekki hugað líf. Fyrst varð hún fyrir sendibíl og svo vörubíl. Að sögn fréttastofunnar Xinhua kom sorphirðumaður stúlkunni loks til aðstoðar. Hann kallaði á hjálp án þess að nokkur virti hann viðlits þar til móðir stúlkunnar kom að. Var stúlkan þá flutt á sjúkra- hús. Náðust myndir af atvikinu á eftirlitsmyndavél. Kínverskir net- miðlar loga út af málinu. Vegfarendur gengu framhjá stórslösuðu barni á götu í Kína Stórslösuð Yue Yue á sjúkrahúsinu. Suðurkóreski stofnfrumu- líffræðingurinn Hwang Woo-Suk sýndi í gær átta ameríska sléttu- úlfa, sem hann hefur klónað með stuðningi héraðsyfirvalda í Suður-Kóreu. Hwang var í miklum metum í Suður-Kóreu þar til upp komst að hann hafði falsað niðurstöður tilrauna til að búa til mannastofnfrumur úr klónuðu fóstri. Sérfræðingar hafa hins veg- ar staðfest að allt hafi verið með felldu þegar hann skapaði Snuppy, fyrsta klónaða hund veraldar, árið 2005. Klónaði sléttuúlfa í Suður-Kóreu Sköpun Einn klón- uðu sléttuúlfanna. Loftslagsbreyt- ingar hafa áhrif á stærð margra dýra- og plöntu- tegunda, sam- kvæmt rannsókn, sem birt var á sunnudag. Þar á meðal eru teg- undir, sem rúm- lega milljarður manna við hung- urmörk treystir á til næringar. Vís- indamennirnir Jennifer Sheridan og David Bickford við þjóðarhá- skólann í Singapore sögðu að nærri 45% tegundanna, sem þau rannsök- uðu, hefðu minnkað frá kynslóð til kynslóðar vegna hækkandi hita- stigs og breytinga á regnmynstri í heiminum. Á óvart kom að plöntur skyldu minnka við hlýnunina. Smærri plöntur og dýr vegna hlýnunar Hlýnun Græneðlur hafa minnkað. Kosningar til stjórnlagaþings verða haldnar á sunnudag í Túnis þar sem arabíska vorið hófst í janúar þegar borgarar landsins steyptu stjórn Zine el Abidine Ben Ali, sem hafði verið við stjórnvölinn í 23 ár. Kosningarnar verða flóknar. Kjósa á 217 fulltrúa á stjórnlagaþingið. Rúmlega 10 þús- und manns eru í framboði á vegum rúmlega 100 flokka. Flestir hafa frambjóðendurnir uppi svipuð kjörorð um frelsi, lýðræði og félagslegt réttlæti. Helmingur frambjóðenda er konur. Þinginu er ætlað að semja þriðju stjórn- arskrá landsins. Hinar eru frá 1861 og 1959, en Túnis hlaut sjálfstæði 1956. Það á einnig að mynda þing og kjósa forseta. Búist er við að flokkurinn Ennahda, eða Endurreisnarflokkurinn, sem hallast að íslam- istum, fái mest fylgi í kosningunum. Hins veg- ar er um hlutfallskosningu að ræða og á það að tryggja að sem víðtækust sjónarmið komist að. Hin veraldlegu öfl hafa engu að síður nokkr- ar áhyggjur og hafa látið gera auglýsingar, sem heita „Daginn eftir“. Í einni þeirra sést kona, sem nú þarf að láta starf sitt eftir karl- manni. Í þessum auglýsingum er reynt að keyra á óttann við að nái íslamistar að móta stjórnarskrána muni túnískt samfélag taka grundvallarbreytingum. Konur búa við meira frelsi í Túnis en konur í flestum múslímaríkjum. Þar er einnig drukkið vín. Talsmenn Ennahda segja að flokkurinn ætli hvorki að innleiða íslömsk sharia-lög né fjöl- kvæni. Staða kvenna verði tryggð. Rachid Ghannouchi, leiðtogi flokksins, sem sneri úr útlegð til Túnis eftir að Ben Ali hrökklaðist frá völdum, segist vera hófsamur og ber sig sam- an við Recep Tayyip Erdogan, forsætisráð- herra Tyrklands, og flokk hans. Mikið er af óháðum frambjóðendum og hef- ur fréttastofan AFP eftir sérfræðingum að þeir telji það sýna tortryggni í garð stjórn- málaflokka á borð við Ennahda, sem margir líta á að ætli sér að njóta ávaxta byltingar, sem þeir áttu engan þátt í. Ahmed Nejib Chebbi, leiðtogi Framsækna lýðræðisflokksins, var harður gagnrýnandi Bens Alis. Hann hefur stillt sér upp sem helsta keppinauti Ennahda og er flokkur hans næst- stærstur samkvæmt könnunum. Rúmlega helmingur kjósenda hefur ekki enn gert upp hug sinn, ef marka má kannanir. kbl@mbl.is Stjórnlagaþing kosið í Túnis  Rúmlega 10.000 frambjóðendur kljást um 217 sæti  Helmingur frambjóðenda er konur  Verald- leg öfl takast á við íslömsk í landi frumkvöðla arabíska vorsins  Íslamskur flokkur með mest fylgi Sá sem sigrar mun hafa framtíð Túnis um ókom- in ár á valdi sínu. Hamadi Redissi, stjórnmálafræðingur BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Carl Bildt, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, hefur verið harðlega gagn- rýndur fyrir að hafast ekki að í máli tveggja sænskra blaðamanna sem handteknir voru í Eþíópíu í sumar og verða dregnir fyrir dóm í dag. Johan Person ljósmyndari og Martin Schibbye blaðamaður voru hand- teknir í héraðinu Ogaden 1. júlí eftir að þeir komu inn í landið frá Sómalíu í fylgd með skæruliðum Þjóðfrelsis- hreyfingar Ogaden. Þeim er gefið að sök að hafa tekið þátt í hryðjuverka- starfsemi, leggja hryðjuverkasam- tökum lið og komið ólöglega inn í landið. Person og Schibbye eiga yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði þeir sekir fundnir. Bildt var gagnrýndur strax eftir handtökuna fyrir að krefjast þess ekki tafarlaust að blaðamennirnir yrðu þegar látnir lausir. Skömmu síðar gaf Bildt til kynna að þeir gætu sjálfum sér um kennt því að þeir hefðu verið á ferð „á slóðum sem við höfum gefið út um ferðaviðvörun“. Bildt skoraði síðar á stjórnvöld í Eþíópíu að sleppa mönnunum, en honum var áfram legið á hálsi fyrir að draga lappirnar í upphafi þegar auðveldara hefði verið að knýja fram lausn þeirra. Gagnrýnin á Bildt magnaðist síð- an þegar sænskir fjölmiðlar greindu frá því í september að Person og Schibbye hefðu verið í Ogaden, sem er í suðausturhluta Eþíópíu, til að rannsaka starfsemi félags sem teng- ist sænska olíufélaginu Lundin Petr- olium, þar sem Bildt sat í stjórn frá árinu 2000 þar til hann varð utanrík- isráðherra 2006. Samkvæmt fréttum hugðust þeir fjalla um mannréttindabrot, sem Eþíópíuher hefði framið í Ogaden til að vernda erlendu olíufyrir- tækin, þar á meðal Lundin, í baráttunni við skæruliðahreyf- inguna. Hreyfingin hefur undanfarin 15 ár barist við stjórnarherinn fyrir auknu sjálf- stæði Ogaden. Þrýst hefur verið á Bildt að gera grein fyrir störfum sínum fyrir Lundin Petroleum. Á sunnudag sagði hann við Svenska Dagbladet að hann hefði verið farinn úr stjórn Lundin þegar félagið fékk leyfi til olíurannsókna í Eþíópíu. Áður hafði hann fordæmt pólitíska herferð á hendur sér og ítrekað sagt að stjórnarseta sín í Lundin hefði eng- in áhrif haft á viðbrögð vegna hand- töku blaðamannanna. Olíufélagið vill ekki svara spurn- ingum um fyrri starfsemi þess í Ogaden og vísar til þess að fyrirtæk- ið Africa Oil Corporation hafi keypt réttinn til að leita að olíu í Eþíópíu 2009. Kaupin voru hins vegar fjár- mögnuð með láni frá Lundin til Af- rica Oil og í apríl var láninu breytt í hlutabréf í Africa Oil sem seld voru á markaði. Lundin-fjölskyldan á hlut í Africa Oil og kemur fram í Svenska Dagbladet að hann sé rúm- lega 10%. Veist að Bildt út af blaða- mönnum í haldi í Eþíópíu  Væna utanríkisráðherra Svíþjóðar um aðgerðaleysi út af stjórnarsetu í olíufélagi Í Svenska Dagbladet segir að Bildt hafi farið úr stjórn Lundin Petroleum 18. október 2006. Í nóvember keypti félagið réttinn til að leita að olíu í vesturhluta Ogaden af eþíópískum yfir- völdum. Samkomulagið er nefnt í ársfjórðungsskýrslu frá 15. nóvember. 11 stjórnarfundir voru haldnir í Lundin 2006 áður en Bildt hætti í stjórninni. Hann sat átta þeirra. Ekki er ljóst hvort olíuleitarleyfið var nefnt á þeim fund- um. Fimm af sjö stjórnarfélögum Bildts sitja enn í stjórninni. Munaði að- eins mánuði STJÓRNARSETA BILDTS Carl Bildt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.