Morgunblaðið - 18.10.2011, Page 11

Morgunblaðið - 18.10.2011, Page 11
Til aðstoðar Sjö múlasnar báru far- angur göngugarpanna í ferðinni. Á toppnum Íslendingarnir ánægðir með árangurinn eftir að hafa klifið tindinn Toubkal. múlasna sem báru dótið okkar. Þeim fylgdu sjö hirðar en hver og einn ger- ir út sinn asna. Hirðarnir voru mjög hjálpsamir og notalegir. Þeir voru alltaf brosandi og syngjandi, söngl- uðu mikið á göngunni og í náttstað stundum voru þeir spilandi og trommandi. Það var skemmtilegt að fylgja þeim og fylgjast með þeim,“ segir Elísabet. Afslappandi baðferð Gengið var mislangt á hverjum degi en Elísabet segir hafa verið ágæta stíga á leiðinni. Umhverfið mótist helst af háum fjöllum en þarna er mjög lítið af gróðri nema niðri í dalverpunum. Alls tók ferðin níu daga, þar af sex daga á göngu. Göngugarparnir dvöldu síðan einn dag í Marrakesh áður en flogið var heim á leið. Þar segir Elísabet að hafi verið skemmtileg upplifun að fara í baðhús að tyrkneskum hætti, eða ha- mam, og gott að láta þreytuna líða úr sér eftir alla gönguna. „Þetta var ofsalega góður hópur sem fór í ferð- ina og ég er í miklu betra formi núna en fyrir þremur árum þegar ég fór á hnjúkinn. Í hópnum var fólk frá fer- tugu og upp í sjötugt og gaman að hafa aldurshópinn svona breiðan,“ segir Elísabet. Hér heima heldur hún einna helst upp á Laugaveginn sem hún hefur gengið nokkrum sinnum. Þó standi upp úr hérlendis að hafa gengið Fimmvörðuhálsinn meðan á gosi stóð. Það hafi verið mjög eftir- minnilegt að komast svo nálægt eld- gosinu og heyra hvininn í eldfjallinu. Ljósmyndir/Jón Gauti Jónsson Svalandi Elísabet fær sér góðan kóksopa enda gott að hafa nóga orku. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.