Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 ✝ Anna Hlínfæddist í Reykjavík 3. októ- ber 1944. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. október 2011. Foreldrar henn- ar voru Margrét S. Kristjánsdóttir frá Hnífsdal, f. 1916, d. 2004, og Guð- mundur Sæmunds- son frá Nikulásarhúsum í Fljóts- hlíðarhr., Rang., f. 1891, d. 1966. Alsystkini Önnu Hlínar eru Guð- björg, f. 1942, Kristín, f. 1946, og Olga, f. 1953. Hálfsystkini samfeðra eru Sæmundur, f. 1914, d. 1985, Þóra, f. 1916, d. 1988, Trausti, f. 1919, d. 2002, Fjóla, f. 1920, d. 2000, Víg- lundur, f. 1922, d. 2010, Gunnar Níels, f. 1924, d. 2010, Sólveig, f. 1927, d. 1974, Rakel, f. 1930, Teitur, f. 1931, og Ásta, f. 1934. Anna Hlín giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Hlíðar Björnssyni, f. 30.10. 1942, hinn 29. september 1962, þau eignuðust fjögur börn: 1) Krist- björg, f. 2.2. 1963, í sambúð með Árna Ingólfssyni, f. 9.7. 1948, börn hans úr fyrri samböndum eru: Kristín Álfheiður, f. 5.8. 1972, Freydís Helga, f. 17.5. 1978, Atli Steinn, f. 7.3. 1986, og Helga, f. 18.5. 1988, saman eiga þau tvo syni, Hörð Inga, f. 5.3. 1993, og Tryggva Þór, f. 30.8. 1996, fyrir á Kristbjörg Önnu Hlín Brynjólfsdóttur, f. 1980, sem á soninn Kristján Val, f. 2003. 2) Guðmundur, f. 7.8. 1965, í sambúð með Unnie Just- inusen, f. 21.1. 1962, saman eiga þau Markús, f. 21.7. 1996, og Sjöfn, f. 21.1. 2000. 3) Dröfn Hlíðar, f. 18.12. 1969, í sam- búð með Jóni Inga Ingibergssyni, f. 26.12. 1969, sonur hans úr fyrri sam- búð er Ingiberg Ólafur, f. 3.3. 1995, saman eiga þau Halldóru Sif, f. 2003, og Guðmund Pál, f. 2005, fyrir á Dröfn Elínu Önnu Guðmunds- dóttur, f. 15.10. 1991. 4) Rann- veig Hlíðar, f. 30.9. 1976, í sam- búð með Kristjáni Jóhanni Finnbjörnssyni, f. 1.4. 1972, son- ur hans úr fyrri sambúð er Jök- ull Þór, f. 15.12. 1996, saman eiga þau eina dóttur, Oddnýju Perlu, f. 12.9. 2004, fyrir á Rannveig Einar Loga Guð- mundsson, f. 2.12. 1997. Anna Hlín og Guðmundur trúlofuðu sig hinn 1. desember 1961 og giftu sig ári síðar, 29. september 1962. Anna Hlín var heimavinnandi húsmóðir til árs- ins 1978 þegar hún byrjaði að vinna á leikskólanum Fellaborg. Þar kynntist hún samstarfs- konum sínum, Sjöfn og Jónu. Þær fylgdust svo allar að og fluttu sig saman á leikskólann Hraunborg, en lengst voru þær saman á Barónsborg í Reykjavík eða þar til Anna Hlín varð að hætta vinnu sökum veikinda 2005. Fjölskyldan átti ætíð hug hennar allan og naut hún sam- vista við hana allt fram á síðustu stundu. Útför Önnu Hlínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 18. október 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Í dag kveðjum við ástkæra mágkonu okkar sem hefur glímt við illvígan sjúkdóm um langa hríð. Anna Hlín kom inn í fjöl- skyldu okkar aðeins 15 ára þegar hún kynntist Mugg stóra bróður okkar, stórglæsileg með sitt síða fallega rauða hár. Anna Hlín var mjög sterk, hlý og dugleg kona. Hún reyndist okkur alla tíð mjög vel og kenndi okkur margt á lífs- leiðinni. Anna Hlín var mjög listræn og eftir hana liggja margir fallegir munir. Hún var mjög yfirveguð og aldrei gátum við greint það að hún væri eins veik og hún var í raun, því hún var alltaf með hug- ann við líðan annarra. Mikill er missirinn hjá Mugg bróður, börnum og fjölskyldum þeirra. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Anna Hlín, hvíl í friði. Þín minning mun ætíð lifa í hjört- um okkar. Birna, Stefanía og fjölskyldur. Nú er kvödd yndisleg kona, Anna Hlín Guðmundsdóttir. Anna Hlín var samstarfskona okkar í leikskólanum Barónsborg um árabil. Þar áður vann hún með nokkrum okkar í leikskólan- um Fellaborg og Leikskólanum Hraunborg en hóf störf í Baróns- borg árið 1986. Anna Hlín var ákaflega sam- viskusöm og góður starfsmaður. Hún var stundvís með afbrigðum og alltaf var hægt að treysta því að hún mætti á réttum tíma í vinnu. Í leikskólum er oft mikið álag á starfsfólki og eins gott að sofa ekki á verðinum þegar um lítil börn er að ræða og nauðsyn- legt að hafa þolinmæðina í lagi. Af þolinmæði átti Anna Hlín nóg. Hún sinnti börnunum með mikilli hlýju og alúð og var hennar sárt saknað, bæði af börnum og full- orðnum þegar hún varð að hverfa úr vinnu vegna erfiðra veikinda fyrir nokkrum árum. Í starfshópnum var hún ávallt vel liðin. Hún var ætíð ljúf og þægileg í samstarfi þannig að aldrei bar skugga á. Það var sama með hverjum Anna Hlín vann á deild, alltaf var samstarfið ljúft og andrúmsloftið þægilegt. Framkoma hennar gagnvart for- eldrum var ætíð til fyrirmyndar og treystu þeir henni vel fyrir litlu englunum sínum. Það er sárt að þurfa að kveðja Önnu Hlín svo langt um aldur fram en jafnframt gott að vita að nú er hún laus við allar þjáningar. Guðmundi og börnum þeirra Önnu Hlínar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sjöfn Ólafsdóttir og samstarfsfólk Önnu Hlínar í Barónsborg. Anna Hlín Guðmundsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR SVAVAR ÁSTVALDSSON, Skeiðarvogi 20, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Mörk, lést miðvikudaginn 12. október. Útförin mun fara fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort hjá hjúkrunarheimilinu Mörk. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmunda Hauksdóttir, Albert Svanur Heimisson, Hulda María Albertsdóttir, Ingibjörg Helena Albertsdóttir, Kristbjörg Sóley Hauksdóttir, Sigurey Svava Sóleyjardóttir, Alexandra Ósk Sóleyjardóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, stjúpmóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR ÁSTRÚNAR VALDIMARSDÓTTUR handavinnukennara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir hlýja og góða umönnun. Magnús Þór Aðalsteinsson, Steinunn Brynjarsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson, Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson, Brynjar Steinn Magnússon og langömmubörn. ✝ Okkar ástkæri BJÖRN BRYNJÓLFSSON húsasmíðameistari, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 13. október. Útför fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 20. október kl. 13.30. Sigríður Jónasdóttir og fjölskylda, Guðrún Þóra Björnsdóttir, Ingibjörn Sigurbergsson, Kristín Lilja Björnsdóttir, Kim Magnús Nielsen, Kristin Hultgren, Lahib Mekrami, Sveinbjörg Þóra Brynjólfsdóttir, Alfreð Guðmundsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG EYÞÓRSDÓTTIR, Birkihvammi 4, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 12. október. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 19. október kl. 13.00. Eiríkur Ágústsson, Sesselja Eiríksdóttir, Alfreð Dan Þórarinsson, Hafsteinn Eiríksson, Ágúst Þór Eiríksson, Guðbjörg Þórisdóttir, Haraldur Ragnar Ólafsson, Hafdís Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar dóttur og fósturdóttur, BJARNEYJAR ERLU SIGURÐARDÓTTUR, Baddýjar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynningar Landspítalans fyrir einstakan stuðning og hlýju. Guðrún Jensdóttir, Halldór Steingrímsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir og amma, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, Reykjaheiðarvegi 10, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstu- daginn 14. október. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 22. október kl. 14.00. Ingólfur Árnason, Helga Þráinsdóttir, Þráinn Maríus Ingólfsson, Þórólfur Jón Ingólfsson, Díana Jónsdóttir, Berglind Ósk Ingólfsdóttir og barnabörn. ✝ HERLUF CLAUSEN fyrrverandi formaður Vörubílstjórafélagsins Þróttar og Landssambands vörubifreiðastjóra, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi laugardaginn 8. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 21. október kl. 15.00. Aðstandendur. ✝ Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JAKOBSDÓTTUR LÍNDAL, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 8. október, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 21. október kl. 13.00. Kristinn Gíslason, Jakob Líndal Kristinsson, Kristín Gísladóttir, Halldóra Kristinsdóttir, Þorkell Traustason, Gísli Kristinsson, Bjarney Sigvaldadóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir, Gylfi Kristinsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KONRÁÐ RAGNARSSON frá Hellissandi, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi sunnudaginn 16. október. Útför hans fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 21. október kl. 14.00. Þórný Axelsdóttir, Ragnar Konráðsson, Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Bylgja Konráðsdóttir, Jónas Kristófersson, Gylfi Freyr Konráðsson, Rakel Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, PÁLL HERSTEINSSON prófessor, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtu- daginn 13. október. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 21. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Ástríður Pálsdóttir, Hersteinn Pálsson, Elínborg Hákonardóttir, Páll Ragnar Pálsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og barnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNÝ ÁSTRÁÐSDÓTTIR, áður til heimilis að Bleikjukvísl 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 14. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu á hjúkrunardeild 1B fyrir einstaka umhyggju, alúð og hlýju sem það sýndi henni og okkur öllum. Pálmi Friðriksson, Erla Pálmadóttir, Sigurður S. Gunnarsson, Pálmi Pálmason, Björg Jónsdóttir, Greta Marín Pálmadóttir, Sigurður Sigurðsson, Auður Pálmadóttir, Óskar M. Tómasson, Ómar Þ. Pálmason, Hulda E. Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.