Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 milli 700 og 1000 störf myndu skapast fyrir norðan. Ef við miðum við Fjarðaál á Reyð- arfirði, þá starfa að jafnaði á álvers- svæðinu um 800 manns á vegum Fjarðaáls og undirverktaka og svo hefur vitanlega orðið til fjöldi af- leiddra starfa, rétt eins og hefði orðið á Húsavík. Við gerðum okkur alltaf grein fyrir því að álver á Bakka yrði byggt upp í áföngum, vegna þess að jarðhitinn er öðruvísi en vatnsaflið. Við fengum alla orkuna um leið frá Kárahnjúkum, þannig að það var aldrei á dagskrá að reisa álverið á Reyðarfirði í áföngum.“ - Hvaða þýðingu telur þú að það hafi fyrir okkur Íslendinga, þegar þetta verkefni, sem hefur verið í gangi í rúm sex ár með einhverjum hléum, er nú runnið út í sandinn? Þar á ég við, hvaða þýðingu hefur þetta fyrir tiltrú erlendra fjárfesta á okkur sem fjárfestingarkosti? Hefur trú- verðugleiki okkar beðið hnekki? „Ísland sem fjárfestingarkostur, er vitanlega fyrst og fremst spurning um það hvernig viðskiptaumhverfi við búum okkur og það er stjórnvalda að svara því hvað þau hafa upp á að bjóða í þeim efnum. Reynsla Alcoa af fjárfestingum á Reyðarfirði hefur verið mjög góð, en verkefnið á Bakka gengur ekki upp, einfaldlega vegna þess að það er ekki næg orka til staðar og verðið ekki við- unandi fyrir nýtt álver. Ég sem Íslendingur og áhugamaður um skynsamlega nýtingu orkuauðlind- anna í Þingeyjarsýslum til hagsbóta fyrir svæðið og landið vona að Lands- virkjun nái að byggja upp öflugan iðn- að á svæðinu, eins og að er stefnt. Í mínum huga finnst mér ágætt að horfa austur og bera saman þau áhrif sem Fjarðaál hefur haft þar. Þar hafa mörg öflug fyrirtæki byggst upp og mörg stórfyrirtæki hafa ýmist byggt upp eða stóreflt starfsemi sína á svæð- inu fyrir austan. Það á við um Eim- skip, Samskip, HRV, VHE, Launafl, Securitas, Skýrr og Capacent, svo dæmi séu nefnd. Þessi fyrirtæki og önnur hafa því tekið drjúgan þátt í því að byggja upp samfélagið á svæðinu. Þetta var auðvitað það sem við vild- um sjá gerast á Húsavík, en nú eru menn að leita annarra leiða og ég vona sannarlega að það gangi.“ Stórt verkefni í Sádi-Arabíu - En hvað þýðir þetta fyrir Alcoa? Hvar mun fyrirtækið reyna að færa út kvíarnar næst, í stað þess að gera það hér á Íslandi? „Við höfum verið að skoða verkefni víða á sama tíma og við höfum unnið að undirbúningi álvers á Bakka. Við mun- um fara í uppbyggingu í Quebec-fylki í Kanada og New York-ríki í Bandaríkj- unum. Við höfum verið að byggja okkur upp í Noregi og þá er Alcoa með risa- stórt verkefni í Sádi-Arabíu. “ - Þú sagðir áðan að Alcoa hefði lagt á annan milljarð króna í verkefnið á Bakka, sem ekkert verður af. Ert þú persónulega gerður ábyrgur fyrir því, af hálfu Alcoa, að svo fór sem fór? „Ég ber ábyrgð á þessu verkefni. Ég hef stýrt því fyrir hönd Alcoa, jafnhliða því að stýra Fjarðaáli, þann- ig að vissulega ber ég mína ábyrgð. En það er nú einu sinni þannig, að sum verkefni ganga upp og önnur ekki. Ég hef í sjálfu sér engar áhyggj- ur af mér persónulega í þessum efn- um, því verkefnið á Bakka gekk ekki upp, vegna þess að það er ekki til næg raforka á samkeppnishæfu verði.“ Breyttar áherslur stjórnar - Hafði það ekki úrslitaáhrif á það, að ekkert verður af því að álver Alcoa rísi á Bakka, að ný vinstristjórn, rík- isstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, tók við völdum á árinu 2009? „Ég ætla ekki að segja úrslitaáhrif, en vissulega hafði það áhrif. Það hef- ur legið fyrir og komið æ skýrar í ljós, að þessi ríkisstjórn hefur allt aðrar áherslur í atvinnuuppbyggingu og orkunýtingu, en ríkisstjórnin sem við sömdum við í upphafi. Um það vitna mörg orð og yfirlýsingar, m.a. ráð- herra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sem ítrekað hafa talað um breyttar áherslur í orkuuppbyggingu og orkunýtingu. Vitanlega er verk- efni af þessari stærðargráðu sam- starfsverkefni. Það liggur í augum uppi og því þurfa allir sem að því koma að vinna saman. Ég er alls ekki að tala um að fara hefði átt á svig við réttar viðskiptalegar forsendur, eða neitt slíkt, heldur að samstarfið hjá öllum sem koma að málum sé heilt. Ríkisstjórnin er bara með aðra stefnu í orkuuppbyggingu en var við lýði þegar undirbúningur verkefnisins hófst og við hjá Alcoa virðum það.“ Þurfum að auka eigið fé - Nú hefur Norðurál lagt yfir 20 milljarða króna í álver í Helguvík, en enn er allt í fullkominni óvissu um það hvort rekstur þess hálfkláraða mann- virkis muni nokkurn tíma hefjast. Þeir voru vitanlega komnir miklu lengra en þið, þar sem þeir höfðu gert fjárfestingarsamning við ríkisstjórn- ina og voru búnir að semja um orku- kaup. Þeir voru því í góðri trú að fjár- festa og framkvæma. Svona fregnir spyrjast vitanlega út í heim. Kemur svona framkoma stjórnvalda ekki óorði á okkur Íslendinga? „Ég treysti mér eiginlega ekki til þess að svara því, en get þó sagt sem formaður Viðskiptaráðs að leiðin út úr kreppunni hjá okkur Íslendingum er að laða hingað til lands aukna fjár- festingu. Við þurfum á því að halda að auka eigið fé í íslenska hagkerfinu, en ekki meira lánsfé. Ég ætla bara að vona að ríkisstjórninni takist það, því það er algjört lykilatriði. Ríkisstjórnin mótar að sjálfsögðu sína stefnu og vinnur samkvæmt henni. Við virðum það. Það er ómögu- legt að segja til um það núna hvað gerist í framtíðinni fyrir norðan, ef menn sjá að orkan sem við héldum í upphafi að væri til staðar, er til stað- ar. Jarðvarminn er hálfgert ólík- indatól og menn vita ekki nákvæm- lega hvað þeir hafa fyrr en þeir eru byrjaðir að vinna hann. Við erum til dæmis þátttakendur í þeim djúpborunum sem ráðist hefur verið í og sá kostnaður er fyrir utan þær tölur sem ég nefndi í sambandi við kostnað við Bakka-verkefnið. Djúpborunarverkefnið gæti gefið gríðarlega orku, en er langtímaverk- efni. Það gæti verið áratugur í það að eitthvað liggi fyrir í þeim efnum.“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Tímaás álvers á Bakka Samningur um samstarf við staðarvals- athuganir og fýsileika- könnun fyrir 250.000 tonna álver á Norðurlandi Viljayfirlýsing Ríkisstjórnar Íslands, Húsavíkur- bæjar (nú Norðurþings) og Alcoa Viljayfirlýsing Landsnets og Alcoa undirrituð Viljayfirlýsing Landsvirkju- nar og Alcoa framlengd 1) Alcoa leggur fram drög að matsáæt- lun vegna 250.000 tonna álvers 2) Samningur um djúpborunarverkefni 3) Framlenging viljayfirlýsinga: a)Ríkisstjórnar, Norðurþings og Alcoa b)Landsvirkjunar og Alcoa c)Landsnets og Alcoa Alcoa ítrekar áhuga á að byggja álver, fáist næg raforka 1) Alcoa leggur fram drög að matsáætlun vegna allt að 346.000 tonna álvers 2) Úrskurður umh- verfisráðherra um sameiginlegt mat á umverfisáhrifum Viljayfirlýsing Landsvirk- junar og Alcoa rennur út Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir ákvæði stjórnarsáttmála þess efnis að engin áform séu um ný álver, ekki eiga við um Helguvík og Bakka. 1) Viljayfirlýsing Ríkisstjórnar, Norðurþings og Alcoa rennur út. 2) Viljayfirlýsing milli Ríkis- stjórnar, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingey- jarsveitar um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar. Alcoa hefur forskot á önnur fyrirtæki þegar kemur að atvinnuupp- byggingu í Þingeyjarsýs- lum segir Katrín Júlíus- dóttir iðnaðarráðherra. Verkefnisstjórn um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum hefur komist að þeirri niðurstöðu að tvö verkefni séu áhugaverð og raunhæf; álver á vegumAlcoa og álver á vegum kínverska fyrirtækisins Bosai. Ríkisstjórnin vill hins vegar leita betur að einhverju öðru. Iðnaðarráðherra lýsir yfir því, að samfélagið í Þingeyjarsýslum geti farið að búa sig undir stóra atvinnuuppbyggingu og segir erfitt að snúa af þeirri braut að semja við Alcoa um álver. 1) Landsvirkjun kynnir nýja framtíðarsýn 2) Vinnu við sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum lýkur með áliti Skipu- lagsstofnunar Svandís Svavars- dóttir umhverfis­ ráðherra segir álver gamaldags lausn. Forstjóri Lands- virkjunar segir mjög ólíklegt að stórt álver rísi við Húsavík eins og Alcoa vilji. Viljayfirlýsing Lands­ nets og Alcoa rennur út og er ekki framlengd Iðnaðarráðherra segist á Alþingi gríðarlega bjartsýn á að senn dragi til góðra tíðinda í atvinnu- málum Þingeyinga. Undirbúa þurfi samfélagið þar undir gríðarlega atvinnu uppbyggingu. Alcoa hættir við að reisa álver á Bakka Iðnaðarráðherra tekur undir með nýrri orkustefnu um að horfið verði frá frekari stjóriðju og orkan frekar seld til smærri notenda. Viljayfirlýsing Landsvirkjunar og Alcoa Framlengd Júní 2005 Okt 2011 Bergur Elías Ágústsson, bæj- arstjóri Norðurþings sagði síðdeg- is í gær, að afloknum fundi bæj- arráðs og hans með Tómasi Sigurðssyni, forstjóra Alcoa á Ís- landi að þetta væri dapurleg nið- urstaða sem kynnt var á fund- inum. „Við erum vitanlega miður okk- ar. Undirbúningur þessa verkefnis, að Alcoa reisti og ræki álver á Bakka hefur staðið í rúm sex ár og þegar upp er staðið, liggur fyrir að Alcoa stendur ekki til boða nægi- legt magn raforku, sem nauðsyn- legt er til þess að knýja 250 þús- und tonna álver, eins og ráð hafði verið fyrir gert og ekki heldur það verð, sem er ásættanlegt til þess að fyrirtækið réðist í slíka fjárfest- ingu,“ sagði Bergur Elías. Aðspurður hvort ákvörðun Alcoa kæmi heimamönnum í opna skjöldu sagði Bergur Elías: „Menn hafa lagt gríðarlega mikla vinnu á sig í mörg ár og hún hefur verið mörg brött brekkan sem við höfum þurft að fara upp. Maður getur kannski lítið gert, annað en lýsa yfir vonbrigðum með þessa nið- urstöðu, en þó verður það að segj- ast eins og er, að hún er í takt við þær nýju áherslur sem ítrekað hafa komið fram hjá stjórnvöldum og Landsvirkjun á undanförnum misserum og kemur okkur þannig séð ekki á óvart.“ Bergur Elías sagði að verkefni Alcoa á Bakka hefði notið stuðn- ings stórs hluta íbúa í Norðurþingi og menn hefðu í lengstu lög viljað trúa því að íbúum Norðurþings og nágrannasveitarfélaga tækist að snúa vörn í sókn. „Það er ljóst að það verður ekki gert með Alcoa, en engu að síður munum við halda áfram að berjast hér fyrir því að orkan verði nýtt hér heima í hér- aði,“ sagði Bergur Elías Ágústsson að lokum. Erum miður okkar yfir þessum málalokum BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON, BÆJARSTJÓRI NORÐURÞINGS Morgunblaðið/Heiddi Fundurinn Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, og Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, við upphaf fundarins á Húsavík í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.