Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 26
26 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Sudoku Frumstig 1 8 3 6 2 4 3 4 9 5 8 9 5 6 3 9 1 6 5 1 8 2 4 5 9 4 7 4 6 6 8 1 1 7 4 4 7 3 2 4 2 3 8 6 7 8 1 2 2 6 5 9 7 4 5 6 8 9 4 6 4 8 2 1 8 6 5 1 3 4 1 7 5 2 3 5 1 4 8 6 2 7 9 6 7 8 1 9 2 3 4 5 9 2 4 5 7 3 1 6 8 1 6 5 2 3 8 7 9 4 4 8 3 7 1 9 5 2 6 7 9 2 6 5 4 8 3 1 2 4 7 8 6 5 9 1 3 5 1 9 3 4 7 6 8 2 8 3 6 9 2 1 4 5 7 7 6 1 2 3 5 8 9 4 8 9 5 7 6 4 3 2 1 4 2 3 9 1 8 6 5 7 5 8 4 3 7 6 9 1 2 1 3 2 5 4 9 7 6 8 9 7 6 1 8 2 4 3 5 3 4 9 8 5 1 2 7 6 6 5 7 4 2 3 1 8 9 2 1 8 6 9 7 5 4 3 4 5 1 7 6 9 3 2 8 9 6 7 3 8 2 5 1 4 3 2 8 4 1 5 6 7 9 8 4 6 9 3 1 7 5 2 2 9 3 6 5 7 8 4 1 7 1 5 2 4 8 9 6 3 1 3 9 5 2 6 4 8 7 6 8 4 1 7 3 2 9 5 5 7 2 8 9 4 1 3 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 18. október, 291. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyr- ir yður. (1Pt. 5, 7.) Víkverji hefur verið vel meðvit-aður um þá staðreynd að í um- ferðinni eru því miður ökumenn sem hefðu betur aldrei fengið próf og eru með öllu óhæfir og hættulegir um- hverfi sínu, ekki endilega öku- tæknilega séð heldur ekki hvað síst siðferðilega. Þetta kom berlega í ljós nýverið er Víkverji var með ungling- inn á heimilinu í æfingaakstri á göt- um borgarinnar. Þá var gylltri glæsikerru, sem var að koma af bíla- stæði, skyndilega ekið í veg fyrir bíl Víkverja, sem var í fullum rétti. Munaði engu að árekstur yrði. Fyrstu viðbrögð Víkverja voru að flauta og láta hinn brotlega öku- mann gera sér betur grein fyrir at- hæfinu. Um borð í glæsibílnum voru tveir fullorðnir og jakkaklæddir menn og það var ekkert með það að bílstjórinn gaf Víkverja og syni hans f-merkið með áberandi puttahreyf- ingu og fyrirlitningarsvip. Síðan var spænt af stað. Eftir sat Víkverji agn- dofa í framsætinu og ekki var undr- un hins unga ökumanns minni yfir þessari uppákomu. Því miður var númerið ekki tekið niður á gyllta bílnum því réttast hefði verið að til- kynna þetta aksturslag og hegðun til lögreglunnar. x x x Það eru einmitt svona ökumennsem eru stórhættulegir um- hverfi sínu og ætti að taka úr umferð án tafar. Þetta eru heldur ekki fyrir- myndirnar sem ökumenn í æf- ingaakstri þurfa á að halda, en Vík- verji reyndi að nota þetta atvik í æfingakennslunni sem víti til varn- aðar, nákvæmlega svona ætti ekki að haga sér í umferðinni. Þessir herramenn virtust allsgáðir en vera kann að þeir hafi verið á einhverjum örvandi efnum sem framkölluðu f- merkið með jafn áberandi hætti. Daglega berast af því fregnir að lög- reglan stöðvi ökumenn, grunaða um neyslu fíkniefna og annarra vímu- efna, jafnvel foreldra sem eru á ferð- inni með börn sín í aftursætinu. Þó er Víkverji þess fullviss að í um- ræddu atviki hafi einfaldlega alls- gáðir asnar verið á ferðinni; ófor- skammaðir og illa uppaldir. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 högni, 4 lítilfjör- lega persónu, 7 kompa, 8 furða, 9 tvennd, 11 efn- islítið, 13 orka, 14 játa, 15 listi, 17 dægur, 20 espa, 22 kipps, 23 þreytuna, 24 ok, 25 hindri. Lóðrétt | 1 hestur, 2 ólyfjan, 3 lund, 4 durgur, 5 smákvikindi, 6 líkamshlut- irnir, 10 útskagi, 12 greina frá, 13 ambátt, 15 kalviður, 16 hirða um, 18 viljugt, 19 nes, 20 óska eftir, 21 bára. Lausn síðustu krossgátu Lárétt 1 fólskuleg, 8 leiti, 9 dugur, 10 pár, 11 suddi, 13 ann- an, 15 holls, 18 hrúts, 21 ein, 22 lofti, 23 alveg, 24 dapurlegt. Lóðrétt 2 ómild, 3 skipi, 4 undra, 5 engin, 6 glás, 7 hrín, 12 dul, 14 nár, 15 hali, 16 lyfta, 17 seigu, 18 hnall, 19 útveg, 20 segl. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Með stírur í augum. Norður ♠KG983 ♥K10 ♦Á106 ♣K75 Vestur Austur ♠-- ♠D62 ♥ÁG92 ♥D8763 ♦8754 ♦2 ♣G10984 ♣Á632 Suður ♠Á10754 ♥54 ♦KDG93 ♣D Suður spilar 5♠. Ísland mætti Svíþjóð í fyrstu umferð HM, snemma á sunnudagsmorgun. Leikurinn var sýndur beint á Bridge- base.com og höfðu árrisulir áhuga- menn vart hrært í fyrsta kaffibollanum þegar verulega dró til tíðinda. Upp- hafsspilið var reyndar rólegur bútur, en síðan datt hver stórsveiflan af ann- arri í íslenska dálkinn. Í spilinu að ofan hættu Fallenius og Fredin sér upp á fimmta þrepið í slemmuleit. Bjarni Einarsson kom út með ♣G, Aðalsteinn Jörgensen drap með ás og spilaði laufi aftur til baka. Fallenius henti hjarta heima, nokkuð feginn, spilaði svo spaða úr blindum og lét kónginn. Óheppinn, því líkur á öllum trompunum í austur eru einungis 11%. Hinum megin stöns- uðu Jón Baldursson og Þorlákur Jóns- son í 4♠ og unnu fimm þegar Þorlákur hitti í spaðann. 18. október 1906 Sjö hús brunnu á Akureyri og um áttatíu manns misstu heimili sín. „Mesti húsbruni á Íslandi,“ sagði blaðið Norður- land. 18. október 1954 Einar Jónsson myndhöggvari lést, 80 ára. Hann var lengi við nám og störf erlendis en flutt- ist heim 1920. Einar gaf ís- lensku þjóðinni verk sín og eru þau varðveitt í safni hans. 18. október 2006 Heimilað var að hefja hval- veiðar í atvinnuskyni, eftir sautján ára hlé. Fyrsta árið var leyft að veiða 9 langreyðar og 30 hrefnur, til viðbótar við 39 hrefnur í vísindaskyni. 18. október 2008 Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli til að mótmæla bankahruninu. Mótmæla- fundir voru vikulega fram í mars, með hléi um jólin. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Víðir Tómasson er 65 ára gamall í dag en segist ekki ætla að gera neitt í tilefni dagsins. „Ekki nema bara með nánustu fjölskyldunni. Svo gerum við eitthvað sniðugt á laugardaginn,“ segir Víðir sem segir ekkert annað liggja fyrir þá en að bjóða fjölskyldunni heim í afmæliskaffi. Víðir er rafvirki hjá Isavia en hann sér um alla brautarlýsingu á Keflavíkurflugvelli. Þegar hann er ekki að vinna eru golfið og landnámshænurnar helstu áhugamálin. „Ég á sex hænur sem eru allar í garðinum hjá mér,“ segir Víðir en hænurnar eru duglegar að verpa. Aðspurður svarar hann því til að nágrannarnir séu síður en svo ósáttir við þessa fiðruðu nágranna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Víðir heldur hænur. „Ég er búinn að vera með þessar síðan snemma í vor, þegar ég fór og náði í pínulitla páskaunga sem gerðu agalega lukku hjá krökkunum.“ Víðir var upphaflega með 16 páskaunga en gaf tvo frá sér. „Þetta er svona lítið hobbí og þær eru voðalega skemmtilegar. Það er eigin- lega aðalskemmtunin þegar maður situr og horfir á þær,“ segir Víðir. „Þær eru svo uppátækjasamar.“ sigrunrosa@mbl.is Víðir Tómasson rafvirki 65 ára Á uppátækjasamar hænur Söfnun Í maímánuði komu fimm krakkar á Patreksfirði með peninga, 3.000 kr., sem þau höfðu safnað á tombólu og færðu RKÍ. Þau heita: Arnheiður Breiðfjörð Gísladóttir, Ísak Ernir B. Davíðsson, Jón Grétar Helgason, Rakel Jóna B. Davíðs- dóttir. Á myndina vantar Victor Sörla Wegorek. Flóðogfjara 18. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.24 1,1 9.41 3,4 16.02 1,3 22.08 3,0 8.27 18.00 Ísafjörður 5.31 0,6 11.41 1,9 18.15 0,7 8.39 17.58 Siglufjörður 2.08 1,1 7.49 0,5 14.04 1,2 20.30 0,4 8.22 17.40 Djúpivogur 0.33 0,6 6.49 1,8 13.13 0,7 18.58 1,6 7.58 17.28 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Gættu þess að gaumgæfa smáatriðin ekki síður en þau stærri. Njóttu þess að hafa haft betur í deilumáli. Gerðu þér dagamun með þínum nánustu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ekki er víst að þú sért á réttum stað. Þú gætir verið við það að umbylta lífi þínu, en taktu þér góðan tíma í það. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú átt erfitt með að gera það upp við þig hvort þú eigir að setja sjálfa/n þig eða aðra í forgang. Reyndu að láta það ekki á þig fá þó mikið sé að gera. Rólegri tíð er fram- undan. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Einmitt þegar þér finnst þú hafa reynt flest, gerist eitthvað ógurlega spenn- andi. Láttu ekki gömul mistök angra þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Stundum eignast maður sérkennilega bandamenn sem reynast manni eins og bestu vinir. Stefnir þú í rétta átt eða hefur þú sætt þig við stefnumótun einhvers annars? (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hafðu samband við manneskju sem þú hefur hugsað hlýlega til upp á síðkastið. Hafðu ekki áhyggjur af öðrum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ringulreið í samskiptum þínum við ást- vini þína í dag veldur þér áhyggjum. Eitthvað óvænt og örvandi mun gera daginn ánægju- legan. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þið þurfið ekki að láta eins og engum líki við ykkur. Að gera eitthvað að óat- huguðu máli er ávísun á vandræði. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er nauðsynlegt að þú getir greint á milli staðreynda og staðleysu og sért snögg/ur að því. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert staðráðin/n í að koma hlut- unum í verk í dag. Tafir og misskilningur hafa litað dagana en nú verður breyting á. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Taktu þér tíma til þess að skoða málin vandlega áður en þú tekur ákvörðun. Rífðu þig lausa/n og gerðu það sem þú þarft til þess að svo geti orðið án þess þó að það særi aðra. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Stutt ferðalag í dag mun bæði gleðja þig og uppörva. Ef tækifæri til hvíldar gefst skaltu stökkva á það. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 b5 6. Be3 Bb7 7. Bd3 Rf6 8. f3 Dc7 9. Rb3 Rc6 10. O-O Re5 11. De2 Rg6 12. Df2 h5 13. Bb6 Db8 14. Bc5 Rf4 15. Bxf8 Kxf8 16. Re2 Rxe2+ 17. Bxe2 Ke7 18. a4 Hc8 19. c3 d5 20. e5 Dxe5 21. axb5 axb5 22. Bxb5 Dc7 23. Rd4 Kf8 24. Bd3 e5 25. Rb5 De7 26. Db6 Re8 27. Bc2 h4 28. De3 h3 29. g3 d4 30. Dd3 Dc5 31. b4 De7 32. Dh7 Dd7 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Saimir Shab- anaj (2120) frá Albaníu hafði hvítt gegn stórmeistaranum Hannesi Hlíf- ari Stefánssyni (2562). 33. Rxd4! Hxa1 svartur hefði einnig tapað eftir 33… exd4 34. Hae1. 34. Hxa1 Hxc3 35. Dh8+ Ke7 36. Rf5+ Ke6 37. Dxh3! Dd2 38. Rxg7+ Ke7 39. Rf5+ Ke6 40. Hd1 og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 40…Dxc2 41. Hd6#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik Þóra Sig- urjónsdóttir, Lækjarbakka, Gaulverjabæj- arhreppi, er 80 ára í dag, 18. október. Í tilefni af því tekur hún á móti gestum á heimili sínu laug- ardaginn 22. október nk. frá kl. 15. 80 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.