Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Kvöldflug Fólk tengir flugdrekaflug oftast við sumartímann en ekkert er því til fyrirstöðu að fljúga drekunum á haustin og veturna þegar vel viðrar eins og á þessu fallega kvöldi á Álftanesi. Ómar Smári Ármannsson Fátt einkennir núverandi ráðamenn landsins meira en ofstækið sem þeir missa reglulega í dagsljósið. Allt frá fyrsta degi, þegar þeir náðu óvænt völdum í kjöl- far skipulagðra óeirða, hef- ur heiftin verið þeirra helsta eldsneyti. Í upphafi valdatíðarinnar komst þannig ekkert annað að hjá núverandi stjórnarflokkum en að flæma gamlan póli- tískan andstæðing úr starfi, af fádæma persónu- legri heift. Var þar sleginn tónn sem síðan hefur verið unnið eftir. Nýjasta dæmið er sefasýkin sem upp er komin á vinstribænum yfir ráðningu nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins. Vinstrimenn froðufella hreinlega yfir ráðningunni, en þó hefur ekki annað komið fram en hún sé ná- kvæmlega eftir lögum og reglum. Og hverjar eru reglurnar? Bankasýslan var stofnuð með sér- stökum lögum árið 2009. Það var nú sjálf- ur Steingrímur J. Sigfússon sem flutti frumvarpið til þeirra laga, svo varla verð- ur það betur gert. Bankasýslunni er ætl- að að fara með eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum og samkvæmt lög- unum þá skal sérstök þriggja manna stjórn fara með yfirstjórn stofnunarinnar og er tekið fram í lögunum að hún skuli ráða forstjóra Bankasýslunnar. Við um- ræður á Alþingi sagði Steingrímur J. Sig- fússon að með þessu væru menn „akk- úrat að færa málin af hinu pólitíska borði, út úr ráðuneytinu og búa til armslengd á milli stjórnmálanna, framkvæmdarvalds- ins og löggjafans þess vegna, og þeirrar framkvæmdar sem þarna á að fara fram“. Í greinargerð með lögunum segir svo, að sú skipan, að stjórnin en ekki stjórn- málamennirnir ráði forstjórann, sé meðal annars gerð „til þess að tryggja sjálfstæði stofnunarinnar gagnvart ráðuneytinu og til að undirstrika faglegt hlutverk hennar sem umsýsluaðila eignarhluta ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum“. Þeg- ar lögin höfðu verið sam- þykkt skipaði svo Stein- grímur J. Sigfússon sjálfur alla stjórnarmennina, svo varla verður það betur gert. Ráðningin er lögum samkvæmt Nú hefur stjórn Banka- sýslunnar gert það sem lög bjóða. Hún hefur ráðið for- stjóra. Hún mun hafa lagt ýmis próf fyrir umsækj- endur og leitað ráðgjafar sérfræðinga og að því loknu var það niðurstaða stjórn- arinnar að Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi væri hæfasti umsækjandinn. Engar forsendur hef ég til að dæma umsækjendur, en svar stjórnar Bankasýsl- unnar við kröfu fjár- málaráðherra um rök- stuðning vegna ráðningarinnar er að því er virðist býsna vel ígrundað og rökstutt. Hitt blasir við, og er meginatriði málsins, að sá aðili, sem lögum sam- kvæmt á að taka endanlega ákvörðun, tók endanlega ákvörðun, byggða á því sem sá aðili taldi réttast. Og það er einmitt hin rétta leið. Vinstrimenn froðufella Þegar stjórn Bankasýslunnar sinnti lagaskyldu sinni þá hefur hún líklega gleymt því að við völd eru ofstækisfullir vinstrimenn. Og þeir geta aldrei metið pólitíska andstæðinga öðruvísi en sem pólitíska andstæðinga. Þess vegna vilja þeir núna hnekkja ráðningunni. Páll er ekki þeirra maður. Og það sem verra er, hann var aðstoðarmaður ráðherra sem var ekki heldur þeirra maður. Þess vegna skiptir núna engu hversu ráðningin var „fagleg“, eða að „óháð nefnd“ hafi metið umsækjendur en ekki ráðherra. Stór- yrðin og geðshræringin nú segja allt sem segja þarf um raunverulegt viðhorf vinstrimanna til opinberra embættisveit- inga. Þar stjórnast þeir einfaldlega af pólitísku ofstæki, í hvaða búning sem það er klætt hverju sinni. Eftir Bergþór Ólason » Vinstrimenn geta aldrei metið pólitíska andstæðinga öðruvísi en sem pólitíska and- stæðinga. Þess vegna vilja þeir hnekkja ráðning- unni. Páll er ekki þeirra maður. Bergþór Ólason Höfundur er fjármálastjóri. Áfram heldur ofstækið Undirbúningur og úrvinnsla fjárlaga minnir á hernað. Fjárlög eru skrifuð á bakvið tjöldin, eitt ár í senn. Þeim er hent fram skömmu fyrir gildistöku svo að vit- ræn skoðun og um- ræða er útilokuð. Þeir sem verða fyrir fjár- lagasprengjunni skjóta strax á móti. Ábyrgð á for- gangsröðun er varpað út í veður og vind. Lítum á Landspítala. Þar hefur verið skorið gríðarlega niður und- anfarin ár. Starfsfólk sem valið hefur að starfa á Íslandi hefur reynt undir vaxandi álagi að þenja sig til hins ýtrasta til að halda í horfinu. Hvenær er starfseminni ofboðið? Framkvæmdastjórn Landspítala er orðin uppiskroppa með góðar hugmyndir. Ég sé tvær aðgerðir á næsta ári sem eru frem- ur bókhaldsaðgerðir en raunveru- legar sparnaðaraðgerðir og með ruðningsáhrifum bæta enn á erf- iðleika sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks. Ég á við lokun líkn- ardeildar fyrir aldraða og legu- deildar í Hafnarfirði. Öll verkefni St. Jósefsspítala hafa nú færst yfir til Landspítala og síðustu 18 rúmunum í Hafn- arfirði verður lokað. Undanafarið ár hefur verið erfitt að koma veiku fólki inn á sjúkrahúsið og ganga- innlagnir sjást á ný með tilheyr- andi öryggis- og gæðabrestum auk álags. Líkur eru á að gangainn- lagnir verði þrálátari og baráttan í dyragætt spítalans vaxi enn við þessa aðgerð. Líknardeild fyrir aldraða var opnuð á Landakoti fyrir réttum tíu árum. Líknardeildin var árangur þriggja ára þróunar- og gæða- starfs á almennri öldrunarlækn- ingadeild sem viðbrögð við þörfum þeirra einstaklinga sem höfðu erf- iðustu sjúkdómseinkennin við lífs- lok. Starfsfólk hannaði verkferla og deildin fékk aðsetur á 5. hæð Landakots í 9 einbýlum. Fram- kvæmdasjóður aldraðra styrkti húsnæðisbreytingar en Kvenna- deild Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands og Styrktarsjóður Landakotsspítala lögðu til húsmuni og hefur Kvennadeildin stutt dyggilega við starf deildarinnar allar götur síðan. Deildin þjónar um 100 manns á ári með fjögurra vikna með- allegutíma. Rekstr- arkostnaður er um 100 milljónir. Umönnun allra starfsmanna á deildinni hefur risið hátt og verið í anda hjúkrunar: hugur, hjarta, hönd. Það eru ein- mitt svona þróunarverkefni sem við erum hvött til að vinna að á betri dögum. Dauðinn er flestum fjarlægur. Margir deyja kyrrlátlega og þurfa ekki sérhæfða meðferð en ákveð- inn hópur er með svæsin einkenni og krefst ekki síður sérhæfðrar þjónustu en bráðveikir á gjör- gæslu. Bryndís Gestsdóttir og fé- lagar gerðu rannsókn á einkenn- um þeirra sem lögðust inn á líknardeild aldraðra á ákveðnu tímabili. Flestir höfðu illkynja sjúkdóm á lokastigi. Eftirtalin ein- kenni voru skoðuð og hlutfall þeirra sem höfðu einkennin skráð: örmagna (90%), lystarleysi (82%), þrálátir og sárir verkir (78%), næringarskortur (72%), mæði við áreynslu (54%), munnþurrkur (47%), skert félagsleg þátttaka (47%), depurð (43%), svefnerfið- leikar (40%), hægðatregða (38%), ógleði (28%) og bjúgur (27%). Flestir höfðu mörg einkenni og auk þess líkamlegt færnitap en sumir byrjandi minnisskerðingu. Öldruðum fjölgar og háöldr- uðum mest. Þeir sem eru 65 ára og eldri eru 10 sinnum líklegri til að fá krabbamein og 15 sinnum líklegri til að deyja úr krabbameini en þeir sem yngri eru. Lokun líkn- ardeildar aldraðra er í sterkri mót- sögn við lýðfræðilega þróun en einnig í mótsögn við stefnu stjórn- valda að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu svo lengi sem kostur er en veita viðeigandi þjónustu þegar þörf er á. Síðasta ár í lífi hvers manns er kostnaðarmest þegar æviheilbrigðiskostnaður er skoð- aður og síðustu þrír mánuðirnir kostnaðarmestir. Þó minnkar þessi kostnaður með aldri. Þetta er fólkið sem í takt við stefnu stjórnvalda býr heima þar til allt um þrýtur og þarf á sérhæfðri ein- kennameðferð að halda síðasta mánuðinn. Það hefur í raun hlíft heilbrigðisþjónustunni við bana- legunni þar til hún gat vart verið fjárhagslega hagkvæmari. Það á að spara 50 milljónir með því að færa 5 af 9 rúmum frá Landakoti yfir í Kópavog. Á Landakoti er fullbúin deild og hún var 40% hagkvæmari en deildin í Kópavogi, líklega af samlegð- aráhrifum á Landakoti. Í Kópa- vogi þarf að leggja í húsnæð- iskostnað til að koma sjúklingunum 5 fyrir í nærliggj- andi húsi. Fjórir einstaklingar að meðaltali verða í dýrari rýmum við Hringbraut og Fossvog, sem eru ósérhæfð með hliðsjón af líkn og ýta öðrum einstaklingum frá sér- hæfðri meðferð. Það er erfitt að sjá peningalegan ávinning af þessu róti. Þegar þingmenn skoða áætl- aðan ríkisreikning, eru þeir þá sáttir við þá forgangsröðun sem þar birtist? Er eitthvað annað í ríkisreikningi sem mætti missa sín frekar? Geta þeir gripið í taumana þar sem stefnir í verstu slysin? Í ýmsum löndum, t.d. Kanada, eru fjárlög hvers árs undirbúin með margra ára fyrirvara, gróflega fyrst en á nákvæmari hátt eftir því sem nær dregur. Þá er tími til op- innar stefnumótunar og opinnar forgangsröðunar. Íslensk stjórn- sýsla og Alþingi þarf að gera bet- ur. Eftir Pálma V. Jónsson » Á líknardeild aldr- aðra leggst fólk sem býr heima þar til allt um þrýtur og þarf á sérhæfðri einkenna- meðferð að halda, oft- ast síðasta mánuðinn. Pálmi V. Jónsson Höfundur er yfirlæknir á öldr- unarlækningadeild Landspítala. Fjárlagahernaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.