Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Ég fór á frumsýninguBorgríkis með þó nokk-urri tilhlökkun, varspennt að sjá það sem hafði verið kynnt sem alvöru íslensk glæpamynd og leikaravalið ekki af verri endanum. Og vissulega er vandað til verka og allir leggja sig fram í því sem þeir eru að gera. Ekki er heldur hægt að kvarta und- an tæknihliðinni, myndataka og klippingar fínar og slagsmálaatriðin vel útfærð. Einnig er sagan sem slík áhugaverð, söguþráðurinn ágætlega uppbyggður og hraði framvind- unnar góður. Hér segir frá nokkr- um persónum sem tengjast íslensk- um undirheimum, dópi, glæpum, hórmangi og ofbeldi. Aðalpersón- urnar eru spillta fíkniefnalöggan Margeir (Siggi Sigurjóns), íslenski glæpaforinginn Gunnar (Ingvar E. Sig.), serbneski glæponinn Sergej (Zlatko Krickic) og lögreglukonan Andrea (Ágústa Eva). Án þess að upplýsa um of, þá lýstur þessum einstaklingum saman og öðrum sem tengjast þeim, með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Hér er hinn ágætasti efniviður á ferð og úrvalsleikarar, en því miður tókst ekki að skapa það sem má ekki vanta: Samúð með persónum. Það er alveg sama hvað allt er vel gert tæknilega og hvað leikarar vanda sig í sínum hlut- verkum, ef áhorfandanum er sama um manneskjurnar á tjaldinu, þá verður upplifunin á einhvern hátt náttúrulaus, eins og sprungin blaðra. Góð mynd verður að hreyfa við áhorfendum. Þessi mynd gerir það því miður ekki. Og það skrifast ekki á leikarana, því þeir stóðu sig allir vel og sumir afburðavel. En það dugir ekki til, vegna þess að við fáum ekki að kynnast þessum per- sónum nema á yfirborðslegan hátt. Við fáum ekki að sjá inn í sál þeirra af neinu viti, nema þá helst sál Serbans. Hér skortir nánd og dýpt og það verður að skrifast á hand- ritið. Kannski voru persónurnar bara of margar og fyrir vikið ekki tími til að sinna neinni þeirra vel. Til dæmis var ástin ósannfærandi sem átti að vera á milli Andreu (Ágústu Evu) og samstarfsfélaga hennar sem Björn Thors leikur. Sama er að segja um ástina sem átti að vera á milli persónu Björns Hlyns og vinkonu Gunnars, enda fáum við ekkert að kynnast þeirri stúlku, ekki frekar en kærustu Mar- geirs lögreglumanns. Áhorfendum gæti ekki verið meira sama um þessar tvær stúlkur og samband þeirra við mennina í þeirra lífi, af því þær eru nánast ekkert annað en nafn og andlit. Þær lifna ekki við. Að öðrum ólöstuðum stóðu Zlatko Krickic, Ingvar og Siggi Sigurjóns sig best af leikurunum, enda úr mestu að moða hjá þeim, þó það væri samt of lítið. Þeir björguðu því sem hægt var að bjarga með sinni frammistöðu. Innlit í undirheima Reykjavíkur Háskólabíó, Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Borgríki bbbnn Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Björn Thors, Björn Hlynur Haraldsson, Jonathan Pryce, Philip Jakson. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYNDIR Fínn leikur Að öðrum ólöstuðum stóðu Zlatko Krickic (sem sést hér í stillu úr Borgríki), Ingvar og Siggi Sigurjóns sig best af leikurunum, enda úr mestu að moða hjá þeim, þó of lítið væri, að mati gagnrýnanda. úr nös. Kristur hékk á hálsmeni, orðlaus yfir kyrrðinni. Í boði var sem sagt hið und- urblíða Stingum af og titillagið af Hagléli, þeim nýútkomna frábæra diski. Og fleira góðgæti af honum. Líka margt gamalt og gott. Talið var í ískrandi blús og svo grjóthart rokk að kofinn nötraði. Fólki líkaði vel, tók undir þegar það átti við en sat og naut í dauða- þögn þegar hentaði.    Mugison sagði frá því þegarstelpurnar í bekknum fóru á bak við hann og kusu Herra Laug- ar um árið. Kvaðst hafa sagt þessa sögu kvöldið áður og verið staðráð- inn í því að endurtaka leikinn nú, en brugðið í brún þegar hann sá í salnum mann sem kemur mjög við sögu. Sagði svo frá, nema hvað. Og allir höfðu gaman af. Líka mað- urinn í sögunni. Ýmislegt var svo sem líka látið flakka sem ekki á erindi út fyrir tónleikastaðinn … Óhætt er að segja að við- staddir áttu afar ánægjulega stund. Mugison býr yfir einhverjum galdri einlægni og notalegheita. Um næstu helgi verður Mug- ison á ferð á suðvesturhorninu og helgina þar á eftir skilst mér frændur vorir Danir fái að njóta. Fólk á von á góðu. Æ, ég hélt að millikaflinn væri núna … Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Göldróttur Mugison slær á strengi og syngur af innlifun á Græna hattinum. » Fólki líkaði vel,tók undir þegar það átti við en sat og naut í dauðaþögn þegar hentaði. AF TÓNLEIKUM Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Afslappaðri og einlægari flytj-andi en Mugison er vand-fundinn. Hann vefur áheyr- endum um fingur sér með söng og sögum. Ef bandið slær feilnótu, hljóðbóndinn ruglast á texta eða laglínu glottir hann í gegnum skeggið: Æ, ég hélt að millikaflinn væri núna … Heldur svo áfram með einlægt blik í auga. Ekkert vesen.    Þeir Mugison voru fjórir sam-an á Græna hattinum um fyrri helgi. Þar var brugðið á leik við spegilsléttan fjörð; þau tíndu skelj- ar, fjallagrös og létu pabbann blása NÝJASTA ÆVINTÝRIÐ UM BANGSANN SEM ALLIR ELSKA ÍSLENSK TAL LADDI - EGILL ÓLAFSSON - ÖRN ÁRNASON TÖFRANDI FJÖLSKYLDU- STUND FRÁ DISNEY FRÁBÆ R TÓN LIST - MÖG NUÐ DANSA TRIÐI -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd og 3-D NÝJASTA MEISTARAVERK FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA- LEIKSTJÓRANUM PEDRO ALMODÓVAR -EMPIRE HHHH ANTONIO BANDERAS ER STÓRKOSTLEGUR Í ÞESSUM MAGNAÐA ÞRILLER MYND SEM KEMUR STANSLAUST Á ÓVART “EIN SÚ EFTIRMINNILEGASTA SEM ÉG HEF SÉÐ ÚT ALLT ÁRIÐ. TRUFL- ANDI ENN Í SENN GRÍPANDI MYND.” - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ & HEYRT HHHH MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH - CHICAGO READER HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FOOTLOOSE kl. 5:40 - 8 - 10:30 2D 10 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 6 2D L REAL STEEL kl. 8 - 10:30 2D 12 REAL STEEL kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D VIP CONTAGION kl. 8 - 10:30 2D 12 JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 7 DRIVE kl. 8 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 10:30 2D 7 / ÁLFABAKKA ÞÓR HETJUR VALHALLAR kl. 5:40 3D L FOOTLOOSE kl. 8 - 10:30 2D 10 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 5:40 2D L REAL STEEL kl. 8 - 10:40 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 5:40 2D L DRIVE kl. 8 - 10:20 2D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 5:40 3D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7 CONTAGION kl. 10:30 2D 12 FOOTLOOSE kl. 8 - 10:20 2D 10 BORGRÍKI Ísl. tal kl. 8 - 10:10 2D 14 ÞÓR - HETJUR VALHALLAR Ísl. tal kl. 6 3D 12 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 6 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI FOOTLOOSE kl. 8 - 10:30 2D 10 THE SKIN I LIVE IN kl. 5:40 - 8 - 10:30 2D 16 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 6 2D L REAL STEEL kl. 10 2D 12 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L KONUNGUR LJÓNANNA Enskt tal kl. 8 Ótextuð 3D L FOOTLOOSE kl. 8 - 10:20 2D 10 BORGRÍKI Ísl. tal kl. 8 - 10:20 2D 14 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 6 2D L KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 2D L BANGSÍMON Ísl. tal kl. 6 2D L FOOTLOOSE kl. 8 - 10:20 2D 10 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L REAL STEEL kl. 8 - 10:20 2D 12 HUGH JACKMAN ER FRÁBÆR Í EINNI ÓVÆNTUSTU MYND ÁRSINS FRÁ FRAMLEIÐANDANUM STEVEN SPIELBERG HANN HLÆR FRAMAN Í HÆTTUNA FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MISTER BEAN ROWAN ATKINSON Anna Bolena donizetti 19. okt kl.18:00 Endurflutt www.operubio.is            - J.C. SSP HHHH -S.S. FILMOPHILIA.COM HHHH -J.O. JOBLO.COM HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK á 3D sýning ar1000 kr. 750 kr. Tilboðil 750 kr. Tilboðil 750 kr. Tilboðil 750 kr. Tilboðil 750 kr. Tilboðil 750 kr. Tilboðil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.