Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Það er vissulega ánægjulegt að sjá þrjár íslenskar kvikmyndir í tíu efstu sætum listans yfir tekju- hæstu myndir liðinnar helgar. Teiknimyndin Hetjur Valhallar - Þór er sú sem mestu skilaði í miðasölu og á hæla henni kemur Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, en gagnrýni um hana má finna á bls. 33 í blaðinu í dag. Í áttunda sæti listans er svo Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnars- sonar. Teiknimyndin um Þór og Borgríki voru báðar frumsýndar fyrir helgi, föstudaginn síðastlið- inn. Endurgerð unglingaræmunnar Footloose er í þriðja sæti og heitir sú Footloose, nema hvað. Segir þar af dansfimum óknyttapilti sem neyðist til að flytja til smábæjar þar sem dansleikir eru bannaðir sem og rokktónlist en prestur bæj- arins fékk það bann í gegn. Pilt- urinn gerir allt vitlaust í bænum, reynir bæði að fá banninu aflétt og verður skotinn í dóttur prestsins. Sprelligosinn Rowan Atkinson er enn vinsæll sem Johnny English og hinn vinalegi Bangsímon heillar enn börn og foreldra, ný teikni- mynd um hann og vini hans var frumsýnd fyrir helgi og heitir ein- faldlega Winnie the Pooh, eða Bangsímon. Harkan tekur við í Real Steel og Killer Elite en sú síð- arnefnda er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Nýjastu kvikmyndir Woodys Allens og Pedros Almo- dóvars eru í 11. og 13. sæti og sjást því ekki á meðfylgjandi lista, báðar frumsýndar föstudaginn sl. Bíóaðsókn helgarinnar Tvær íslenskar á toppnum Þruma Íslenska teiknimyndin Hetjur Valhallar - Þór var vel sótt um helgina, um átta þúsund aðgöngumiðar voru seldir á hana. Bíólistinn 14. - 16. október 2011 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Þór Borgríki Footloose 2011 Johnny English Reborn Winnie The Pooh Real Steel Killer Elite Volcano Lion King 3D What´s Your Number? Ný Ný Ný 1 Ný 2 4 7 3 5 Ný Ný Ný 4 Ný 2 2 3 4 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Leikkonan Rose Leslie sem fara mun með hlutverk Ygritte í næstu tveimur þáttaröðum Game of Thrones, greinir frá því í viðtali sem finna má á myndbandavefnum YouTube að tökur muni hefjast á þáttunum hér á landi eftir nokkrar vikur. Leslie segist hlakka mikið til að sækja Ísland heim en hún hefur m.a. leikið í bresku sjónvarpsþátt- unum Downtown Abbey. Tökur á næstu þáttaröðum G.O.T. hafa þeg- ar farið fram á Norður-Írlandi og í Króatíu. Persónan Ygritte er norð- an Veggjarins, til upplýsingar fyrir þá sem til þekkja. Leslie vonast til þess að hlutverkið verði líkamlega erfitt og segist eiga von á því að Ís- landsdvölin verði töfrum líkust. Kvikmyndafyrirtækið Pegasus mun þjónusta tökulið þáttanna hér á landi en starfsmönnum þess er ekki heimilt að veita fjölmiðlum frekari upplýsingar um verkefnið. Leitað var eftir frekari upplýs- ingum í gær hjá kynningarfulltrúa HBO, fyrirtækisins sem framleiðir þáttaraðirnar, án árangurs. helgisnaer@mbl.is Ævintýri Leikkonan Rose Leslie leikur í næstu tveimur þáttaröðum Game of Thrones og hlakkar til að sækja hið töfrandi Ísland heim. Tökur G.O.T. á Íslandi hefjast eftir nokkrar vikur Nýjasta kvikmynd stórleikstjórans Stevens Spielbergs, The Adventures of Tintin eða Ævintýri Tinna, fær 71% á vefnum Rotten Tomatoes sem tekur saman gagnrýni hinna ólíku gagnrýnenda og hlýtur því að teljast fersk en ekki rotin. Kvikmyndin verður frumsýnd 28. október hér á landi, skv. tímaritinu Myndir mán- aðarins og er hún í þrívídd. Gagnrýnendur eru þó ekki margir sem hafa rýnt í myndina, sjö talsins og af þeim eru fimm „ferskir“ og tveir „rotnir“, þ.e. fimm jákvæðir og tveir neikvæðir. Meðal þeirra sem jákvæðir eru í garð myndarinnar eru gagnrýnendur Hollywood Re- porter og kvikmyndatímaritsins Empire. Sá fyrrnefndi segir mynd- ina góða og gamaldags ævintýra- mynd og sá síðarnefndi segir mynd- ina afar fallega á að líta. Xan Brooks hjá Guardian er hins vegar lítt hrif- inn, telur Tinna Spielbergs líflausan og betur geymdan á pappír en filmu. Þá segir gagnrýnandi breska dag- blaðsins Telegraph að Spielberg hafi ekki tekist nógu vel að færa Tinna og félaga hans yfir á hvíta tjaldið. Myndin er teiknimynd unnin með svokallaðri „motion capture“-aðferð og að auki í þrívídd. Tinni Úr nýjustu kvikmynd Spielbergs, Ævintýrum Tinna. Tinni Spielbergs ferskur LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar BORGRÍKI ÍSL TAL Sýnd kl. 6 - 8 - 10 ÞÓR 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 JOHNNY ENGLISH REBORN Sýnd kl. 6 - 8 KILLER ELITE Sýnd kl. 8 - 10:15 ABDUCTION Sýnd kl. 10:15 ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND Í ANDA BOURNE MYNDANNA MEÐ TAYLOR LAUTHER ÚR TWILIGHT ÞRÍLEIKNUM FRÁ FRAMLEIÐANDANUM SIGURJÓNI SIG HVATSSYNI KEMUR ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND HLAÐIN STÓRLEIKURUM NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN SEM ÞÚ ELSKAR? ROWAN ATKINSON HHH - K.I. -PRESSAN.IS Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd og 3-D HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! 1000 kr .3D 3D GLERAUGU SELD SÉR 700 kr. 700 kr. 700 k r. EKK I TILBO Ð TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI 5% ÞÓR 3D / 2D KL. 6 L KILLER ELITE KL. 10 16 BORGRÍKI KL. 8 - 10 14 ELDFJALL KL. 8 L ÞÓR 3D ÍSL.TAL KL. 5.50 L BORGRÍKI KL. 8 - 10.15 14 MIDNIGHT IN PARIS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L WHAT´S YOUR NUMBER KL. 5.40 12 ELDFJALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 L ABDUCTION KL. 10.15 12 ÞÓR 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 3D LÚXUS ÍSL. TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 3D ENSKT TAL KL. 8 L ÞÓR 2D ÍSL. TAL KL. 3.40 - 5.50 L BORGRÍKI KL. 6 - 8 - 10 14 BORGRÍKI LÚXUS KL. 8 - 10 14 WHAT´S YOUR NUMBER KL. 8 - 10.20 12 KILLER ELITE KL. 8 - 10.30 16 RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 L JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 5.45 - 10.15 7 STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL.3.30 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.