Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. O K T Ó B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 244. tölublað 99. árgangur
HÁTÍÐIN
KVÖDD AF
KRAFTI UMFJÖLLUNIN GRÍÐARLEG
FÓRU TUGI
ÁRA AFTUR
Í TÍMANN
MIKIL AÐSÓKN AÐ BÓKASTEFNUNNI 28 Á HÆSTA TIND N-AFRÍKU 10AF AIRWAVES 30
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri hefur sent innanrík-
isráðherra, Ögmundi Jónassyni,
greinargerð vegna innkaupa
embættisins, sem ríkisendurskoð-
andi, Sveinn Arason, hafði gert
athugasemdir við og talið lög-
brot.
Haraldur segir í svari við fyr-
irspurn Morgunblaðsins að í
greinargerðinni sé sýnt fram á að
embættið hafi farið að lögum við
innkaupin. Sú reglugerð sem rík-
isendurskoðandi hafi miðað við
hafi ekki tekið gildi fyrr en ári
eftir innkaupin.
Haraldur segist í greinargerð-
inni vekja athygli ráðherra á
þeirri spurningu hvort ríkisend-
urskoðandi, Sveinn Arason, hafi
gengið of langt í fjölmiðlum með
yfirlýsingum um lögbrot embætt-
is ríkislögreglustjóra.
Það sé dómstóla en ekki rík-
isendurskoðanda að kveða upp
dóm um hvort farið hafi verið að
lögum. »4
Dómstóla en ekki
ríkisendurskoðanda
að kveða upp dóm
Sex ára undirbúningur
» Undirbúningur fyrir álver á
Bakka hófst í júní 2005
» Alcoa hefur lagt á annan
milljarð króna í verkefnið
» Stóð til boða um helmingur
þeirrar orku sem þurfti
» Breytt orkunýtingarstefna
hafði áhrif á niðurstöðuna
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Síðdegis í gær var kynnt á Húsavík
sú ákvörðun Alcoa að hætta við
áform fyrirtækisins um að reisa ál-
ver á Bakka, sem hefði 250 þúsund
tonna framleiðslugetu á ári. Tómas
Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Ís-
landi, segir þetta mikil vonbrigði, en
þessi ákvörðun hafi verið óhjá-
kvæmileg í ljósi þess að útséð hafi
verið um að tækist að útvega nýju ál-
veri Alcoa næga raforku.
„Það hefur verið gerð viljayfirlýs-
ing af hálfu Landsvirkjunar um að
selja orkuna fyrir norðan til annarra
verkefna og þar fyrir utan hefur ekki
um nokkra hríð verið fyrir hendi
viljayfirlýsing um orkusölu til okkar,
hvorki af hálfu ríkisstjórnarinnar né
Landsvirkjunar. Það liggur því fyrir
að þær forsendur sem við lögðum af
stað með í upphafi eru brostnar og
því er ekki um neinn annan kost að
ræða hjá okkur en draga okkur með
formlegum hætti út úr þessu verk-
efni,“ segir Tómas.
Bergur Elías Ágústsson, bæjar-
stjóri Norðurþings, tekur í sama
streng og segir niðurstöðuna vera
mikil vonbrigði. Hann sagði að verk-
efni Alcoa á Bakka hefði notið stuðn-
ings stórs hluta íbúa í Norðurþingi
og menn hefðu í lengstu lög viljað
trúa því að íbúum Norðurþings og
nágrannasveitarfélaga tækist að
snúa vörn í sókn. Áfram verði barist
fyrir að orkan verði nýtt á svæðinu.
Óhjákvæmileg ákvörðun
Alcoa hefur lagt á annan milljarð króna í verkefnið, en útséð var um að tækist
að útvega næga orku Mikil vonbrigði segja Alcoa og heimamenn í Norðurþingi
MAlcoa hættir við »14-15
Morgunblaðið/Júlíus
Alþingi Upplýst var í gær um afslátt
bankanna við uppgjör þeirra eldri.
Bankarnir allir telja sig vera búna að
nýta það svigrúm sem þeir höfðu til
afskrifta vegna þess afsláttar sem
þeir fengu í uppgjöri gömlu og nýju
bankanna á íbúðalánasöfnum þeirra,
og gott betur en það. Þetta segir
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, að upplýst hafi
verið um á fundi í efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis í gærmorgun.
Fram kom á fundinum að Lands-
bankinn fékk íbúðalánasafn sitt með
34 prósenta afslætti, Arion með 23,5
prósenta og Íslandsbanki með 30
prósenta afslætti.
Guðlaugur Þór segir að ítrekað
hafi verið leitað eftir umræddum
upplýsingum frá ríkisstjórninni en
án árangurs. Ríkisstjórnin hafi haft
vitneskju um tölurnar en setið á
þeim. „Það var ríkið sem gekk frá
uppgjöri þessara banka og vissi um
þetta,“ segir Guðlaugur sem lagði
fram fyrirspurn á Alþingi um málið
en fékk ófullnægjandi svör.
Þá spyr Guðlaugur einnig hvers
vegna ríkisendurskoðun hafi ekki
fyrir löngu verið fengin til að meta
yfirfærslu lána milli gömlu og nýju
bankanna. »16
Loksins upplýst um afslátt
Bankarnir fengu allt að 34% afslátt af íbúðalánasöfnum
Á meðan kaldir vindar hafa enn ólokið við að
afklæða tré höfuðborgarinnar haustskrúða sín-
um hefur vetur konungur breitt hvítan möttul
sinn yfir íbúa Ísafjarðarbæjar. Þar var sannar-
lega kuldalegt um að litast í gær en sé rýnt í veð-
urkortin má ætla að landsmenn verði lítt varir
árstíðaskiptanna á næstunni. Á hádegi í dag er
að vísu spáð þriggja stiga frosti á Akureyri og
verður allra kaldast á Sandbúðum þar sem spáð
er 11 stiga frosti en í höfuðborginni er gert ráð
fyrir tveggja stiga hita og virðast hitatölurnar
víðast hvar verða fyrir ofan frostmark út vikuna.
Árstíðirnar bítast um landið
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnss
Vetrarveður á Ísafirði
Talsmenn starfandi gagnavera,
og þeirra sem hafa verið í und-
irbúningi hér á landi, fagna því að
gagnaver Verne Global sé loksins
að komast af stað á gamla varn-
arsvæðinu við Keflavíkurflugvöll
en uppsetning gámaeininga hefst á
Ásbrú í dag. Þeir gagnrýna hins
vegar stjórnvöld fyrir tregðu gagn-
vart erlendum fjárfestum og að of
hátt gjald fyrir gagnaflutninga um
sæstrengi Farice hafi hamlað upp-
byggingu gagnavera. „Farice hefur
verðlagt Ísland út úr samkeppninni
og svo er það hvernig stjórnvöld
hafa hagað sér,“ segir talsmaður
Thor Data Center. »7
Farice verðlagði Ísland
út úr samkeppni
Framburður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrir dómi
í gær um tiltekna greiðslu stangaðist á við það sem
hann sagði við yfirheyrslur. Um er að ræða fimm
milljóna króna bónusgreiðslu sem var innt af hendi
31. mars 2000, skv. ákæru. Fyrir dómi í gær sagði
Jón Ásgeir að þetta hefði verið bókað sem lán í bók-
um Baugs, Baugur hefði skuldað honum 27 milljónir
í upphafi árs og hefði með þessu greitt inn á lánið.
Saksóknari benti á að hjá skattrannsóknarstjóra
hefði hann sagt að um bónusgreiðslu skv. starfs-
samningi hefði verið að ræða. Jón Ásgeir sagði þá að
þegar menn væru boðaðir í skýrslutöku kæmu þeir
kaldir að borðinu og vissu ekki út í hvað þeir yrðu
spurðir. Eftir að málið hefði verið skoðað betur þá
hefði komið í ljós að svona lægi í því. »12
Gaf önnur svör
Jón Ásgeir kom
með Bónuspoka.
Kynnti sér málið betur