Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 18
Loðnuafli 1963-64 Heimild: Hafrannsóknastofnunin 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 júní-september 0któber-desember janúar-mars Þús. tonna 2010-11 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is L íklegt er að uppsjávar- skipin tínist á loðnu- miðin hvert af öðru á næstu dögum. Líkleg- asta veiðisvæðið í upp- hafi er á sundinu milli Íslands og Grænlands allt norður fyrir Scores- bysund og fyrsti afli haustsins fékkst að mestu Grænlandsmegin. Eitt skip er byrjað veiðar og fleiri hafa verið að tygja sig síðustu daga að loknum veiðum á síld og makríl. Langt er síðan loðnuveiðar hafa verið stundaðar af krafti á þessum árstíma, en í fyrra fóru nokkur skip á loðnu í nóvember og desember og lönduðu um fimm þúsund tonnum. Upphafskvóti í loðnu byggist á mæl- ingum á ungloðnu síðasta vetur og er hressilegri en í mörg ár. Miðað er við að leyft verði að veiða 732 þúsund tonn á vertíðinni í vetur. Upphafs- kvótinn var hins vegar ákveðinn helmingurinn af því eða 366 þúsund tonn og fara rúmlega 181 þúsund tonn til íslenskra skipa. Vegna samninga við önnur ríki fengu erlend veiðiskip heldur stærri hlut af upphafskvótanum en þau ís- lensku þar sem í þeim samningum er miðað við líklegan endanlegan kvóta og erlendu skipin fá nánast allt sitt miðað við að kvótinn verði 732 þús- und tonn. Grænlendingar fá 19% og Norðmenn 8% af því magni. Einnig fá Norðmenn að veiða 24 þúsund tonn samkvæmt Smugusamningum auk uppgjörs frá síðustu vertíð. Loks mega Færeyingar veiða allt að 30 þúsund tonnum. Loðnan er feit á þessum árstíma og hentar vel til bræðslu. Er kemur fram á vetur verður loðnan betri til frystingar og síðan hrognavinnslu, sem eru verðmeiri vinnsluaðferðir. Ef hins vegar kvótinn verður aukinn enn frekar gengur ekki að geyma allt þar síðustu vikur fyrir hrygningu. Grábölvað ef ekki næst mæling Frá því um 1980 hefur Hafrann- sóknastofnun farið árlega í loðnuleið- angra að hausti á tímabilinu frá októ- ber til desember til að kanna útbreiðslu og magn ungloðnu. Í haust átti að flýta loðnumælingu og sam- eina hana haustralli. Lítið hefur þó orðið úr þeim leiðangri vegna verk- falls undirmanna á rannsóknaskip- unum. Því er óvíst hvað verður með loðnumælingarnar og allt eins líklegt að haustmæling á loðnu verði ekki gerð í ár. Útgerðarmaður sem rætt var við í gær sagði grábölvað ef ekki næðist mæling á ungloðnunni í haust því framhaldið næsta vetur réðist mjög af þeirri mælingu. Á árunum 2001–2005 virðist út- breiðslusvæði ungloðnu hafa breyst, því erfiðlega gekk að finna og mæla hana og tókst alls ekki sum árin, segir í ástandsskýrslu Hafrannsókna- stofnunar. Haustið 2006 mældist ung- loðna í nægu magni svo að hægt var að mæla með nokkrum upphafskvóta vertíðina 2007/08 en haustin 2007– 2009 fannst lítið af ungloðnu á hefð- bundnum slóðum út af Norðvestur- og Norðurlandi. Haustið 2010 fannst hins vegar mikið af ungloðnu, einkum í Grænlandssundi og við Austur- Grænland. Þessar niðurstöður gerðu Hafrannsóknastofnun mögulegt að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2011/2012. Stofnunin lagði til að ekki yrðu stundaðar sumarveiðar á loðnu. Er- lend skip veiddu eigi að síður nokkurt magn loðnu í grænlenskri lögsögu í sumar og lönduðu meðal annars á Austfjörðum. Ráðgjöf um endanlegt aflahámark verður kynnt eftir mælingu á stærð veiðistofnsins sem ráðgerð var nú í haust og svo aftur eftir áramót. Það viðmið er til grundvallar að 400 þús- und tonn verði skilin eftir til hrygn- ingar næsta vor. Uppsjávarskipin tygja sig á loðnu Verðmæt Veiðar Íslendinga og annarra þjóða á loðnu síðustu áratugina. Sum árin hefur mikið verið veitt að sumri og hausti, en þó ekki síðustu ár. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mjög ermænt ámarkaði um þessar mundir, ekki síst í Evrópu. Hækki þeir varpa margir öndinni léttara og telja að kannski sé veikluð evran að komast fyrir vind. Taki verð bréfa myndarlega dýfu telja órólegir áhorfendur að nú séu endalok evrunnar skammt und- an. Þessi ofurtrú á því að mark- aðurinn búi yfir yfirnáttúrlegu viti og skynji óorðna hluti, sem öðrum séu huldir, er dálítið kúnstug. En efasemdarmönn- um er bent á að vikurnar fyrir bankaógöngur haustið 2008 virkaði markaðurinn eins og jarðskjálftamælar gera fyrir gos. Þegar mikill titringur og óróleiki kemur út úr slíkum sí- ritum mæta jarðvísindamenn í fjölmiðla og segja: Þetta gæti þýtt að gos sé í vændum. Það þarf þó ekki að þýða það. Og þrátt fyrir óróann gæti gos dregist, jafnvel í ár eða ára- tugi. Og þótt þessi speki bæti ekki miklu við virðist gos lík- legra til að koma upp úr iðrum jarðar ef óróasamt er á mæl- um. Jarðfræðingar ímynda sér ekki eins og hagspekingar að orð þeirra og yfirlýsingar ein og sér geti komið af stað óvið- ráðanlegri atburðarás. Markaðurinn skynjaði óneit- anlega fall Írlands nokkrum vikum áður en það varð, þótt hann hafi verið staurblindur á örlög landsins í mörg ár þar á und- an. Eins var um Portúgal og Grikk- land. Forystumenn ESB, ríkisstjórnir landanna og seðla- banki evrunnar fullyrtu allir sem einn og í erg og gríð að löndin væru í fullum færum til að sjá hag sínum borgið. Taugaveiklunin væri óskilj- anleg og óþörf. En allir vita hvernig fór. Þess vegna er öll- um þessum pótintátum núna treyst verr en taugaþöndum mönnum á markaði, dansandi á milli græðgi og ótta. Margvísleg fundahöld for- ystumanna landanna sem í hlut eiga og dulúðug fyrirheit í lok hvers fundar um stórkostleg plön, sem nú sé verið að draga upp og muni öllu bjarga, hafa glatt græðgisgenin stundar- korn. En svo ná menn áttum og þykjast kannast við kanínurnar sem koma upp úr höttum leið- toganna í þetta sinnið. Þeir hafa séð þær áður. Og þær breyttu þá auðvitað engu. Því skyldu þær gera það núna? Og því oftar sem kanínum, nýjum eða notuðum, er dinglað fram- an í menn án þess að nokkuð annað gerist því greiðari leið á óttinn og smám saman ýtir hann græðgisgleðinni til hliðar. Nú er því spáð að matsfyrir- tæki ráðgeri lækkun á mati greiðsluhæfis Frakklands. Duga kanínur til að vega á móti því? Fundahöld fyrirmenna og tvíræðar yfirlýsingar þeirra eru skamm- góður vermir} Enn birtast kanínur Framsókn-arflokkurinn hefur lagt fram metnaðarfulla áætlun, Plan B, um hvernig koma megi Íslandi á rétt ról í atvinnu- og efna- hagsmálum. Ekki er vanþörf á slíkum hugmyndum eftir setu núverandi ríkisstjórnar, sem virðist hafa það að markmiði að drepa atvinnulífið í dróma og viðhalda erfiðleikum í efnahag landsins. Tillögur Framsóknarflokks- ins eru um margt prýðilegar og yrðu mikil framför frá núver- andi stjórnarstefnu. Nefna má sem dæmi að flokkurinn áttar sig á því, ólíkt núverandi stjórnarflokkum, að stefnan í skattamálum hefur áhrif á at- vinnumál og efnahag, en er ekki alveg ótengd þessum þátt- um eins og ríkisstjórnin virðist álíta. Framsóknarmenn vilja að „innleidd verði skattastefna sem ýtir undir fjárfestingu og umsvif í atvinnulífinu og liðkar fyrir mannafls- frekum fram- kvæmdum“ og þeir leggja til að „launaskattar verði lækkaðir, m.a. trygginga- gjald, til þess að hvetja fyrirtæki til að ráða starfsfólk“. Framsóknarflokk- urinn vill líka einfalda skatt- kerfið, með því til dæmis að „leggja af þrepaskiptan tekju- skatt“, sem væri af hinu góða og hefði jákvæð áhrif í atvinnu- lífinu. Annað jákvætt í tillögum Framsóknarflokksins sem ástæða er til að nefna er að flokkurinn vill aflétta gjaldeyr- ishöftunum, en sem kunnugt er hefur ríkisstjórnin nýlega fest þau í sessi. Allt útlit er fyrir að hún ætli sér að viðhalda þeim sem lengst til að nota tilvist þeirra sem rökstuðning fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en þegar kemur að því hjartans máli Samfylkingarinnar hefur allt annað orðið að víkja, ekki síst hagsmunir Íslands. Framsóknarflokk- urinn hefur lagt fram athyglisverðar tillögur í atvinnu- og efnahagsmálum} Plan B Þ að er skemmtilega lýsandi fyrir ís- lensk stjórnmál að fólkið sem legg- ur á okkur svimandi bensín- og bílaskatta og telur það mikið þjóð- þrifaverk að reyna að smala borg- arbúum í strætó skuli sjálft fá skaffað bæði einkabíl og bílstjóra á kostnað skattgreiðenda. Fyrir skömmu bárust fréttir af rausnarskap þessa hóps, sem ætlar að verja samtals tíu milljörðum af annarra manna fé í almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, dreift yfir tíu ár. Bætist sú formúga við þá milljarða sem sveitarfélögin veita til Strætó bs. ár hvert, og svo þann styrk sem ríkið veitti fyrir með af- slætti af olíugjaldi. Mikið væri óskandi að stjórnendur ríkis og borgar áttuðu sig á að strætó er ekki raunhæfur samgöngu- kostur. Því það er sama hve mörgum milljörðum verður var- ið í að borga niður miðaverðið, auka tíðni og fjölga leiðum: millistéttin er ekki á leið í vagnana. Það er einfaldlega ekki hægt að bera almenningssamgöngur uppi ef millistéttina vantar og gengur ekki að reka Strætó á námsmönnum og eldri borgurum eingöngu. Útkoman af verkefnum eins og nú er í uppsiglingu verður bara fleiri tómir vagnar. Vandinn liggur í þeirri óbreytanlegu staðreynd að byggðin er of dreifð og heimilum, verslunum og þjónustu þannig raðað yfir landslagið að almenningssamgöngur ganga ekki upp. Til að gefa lesendum einhvern samanburð til að skilja hvað Reykjavík er gisin þá er byggðin í París um 47 sinnum og Lundúnir 31 sinni þéttari. Gleymum heldur ekki veðurfarinu. Það er ekkert grín að bíða mínútunni lengur en þarf eftir vagni um miðjan vetur. Ekki að ástæðu- lausu að fyrir háttsetta pólitíkusa dugar ekk- ert minna en einkabílstjóri og drossía. Fólk þarf ekki að vera á svo háum launum, lifa sérlega spennandi lífi utan vinnu, eða stýra ráðuneyti til að bíllinn borgi sig. Ég reiknaði eitt sinn dæmið fyrir sjálfan mig, og fékk út að ef ég setti verð á þjáninguna sem fylgdi því að fara fyrr á fætur til að ná vagninum, koma seinna heim, og arka í kulda og roki til og frá stoppi- stöðinni, þá myndi borga sig að eyða allt að 80.000 kr. í mánuði hverjum í að reka bíl. Ef tvær fyrirvinnur eru á heimili, eða börn í spilinu, verður ávinningurinn af bílnum enn greinilegri. Það sem þarf er að hætta að skattleggja bílafólk í spað svo einkabíllinn verði bæði ódýrari fyrir venjulegt fólk og aðgengilegur kostur fyrir þá tekjulægstu. Ef ekki væru lagðir svimandi skattar á bensín og bíla myndi kostnaðurinn við að reka nýjan smábíl nærri helm- ingast. Væri sennilega í kringum 25.000 kr. með bensíni. Þegar ég heyri stjórnmálamenn tala um að fleiri verði að taka strætó minnir það mig á sögur frænku minnar frá því hún starfaði í sendiráðinu í Moskvu á níunda áratugn- um. Göturnar voru auðar, svo embættismennirnir komust greiðlega milli staða á embættisbílunum. Nú gráta þeir liðna tíð, því hinn almenni Rússi er farinn að taka pláss á breiðgötunum. Déskotans einkabíllinn er að þvælast fyrir ráðherrabílnum. ai@mbl.is Ásgeir Ingvarsson Pistill Þvælst fyrir ráðherrabílunum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Sjávarútvegsráðherra gaf í sept- ember út heimild til loðnuskipa á komandi loðnuvertíð. Um var að ræða upphafsheimild, en „miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir er líklegt að hlutur íslenskra skipa af heildinni verði um hálf milljón tonna. Varlega áætlað og miðað við hagstæða samsetn- ingu í bræðslu aflans, frystingu og hrognavinnslu má reikna með að heildarverðmæti úr sjó verði 20 til 30 milljarðar króna,“ segir í frétt frá ráðuneytinu. Skipverjar á Víkingi urðu varir við talsvert af loðnu í græn- lenskri lögsögu í byrjun mán- aðarins. Loðnan var stór og feit og hefur Víkingur landað einu sinni. Vonskuveður hefur hins vegar verið flesta daga október. Skipið var inni á Ísafirði yfir helgina, en vonir stóðu til að hægt yrði að halda til veiða síð- degis í dag. „Það er hellingur af loðnu í sjónum miðað við það sem menn hafa séð og mælingar á ungloðnu í fyrrahaust,“ sagði útgerðarmaður í gær. 20-30 millj- arðar króna HELLINGUR AF LOÐNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.