Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki hefur áður orðið vart við
skjálftahrinur í líkingu við þá sem nú
gengur yfir Hellisheiði vegna niður-
dælingar á affallsvatni. Dælingin
svarar til rösklega tíunda hluta af
meðalrennsli Elliðaánna. Um 1.900
smáskjálftar hafa mælst.
Það skilyrði er í virkjana- og
starfsleyfi Orkuveitu Reykjavíkur
fyrir Hellisheiðarvirkjun að affalls-
vatni skuli dælt aftur niður í jarð-
hitageyminn. Þetta hefur verið gert
frá því Hellisheiðarvirkjun tók til
starfa. Að öðrum kosti hefði mynd-
ast lón við virkjunina. Þar til í haust
var vatninu dælt niður í borholur við
Gráuhnjúka. Í minnisblaði Orku-
stofnunar kemur fram að hætt hafi
verið að dæla þar vegna hás hita í
holunum og í staðinn farið út á jaðar
háhitasvæðisins, að Húsmúla, og þar
hafin niðurdæling í byrjun septem-
ber. Niðurdælingarsvæðið var að
fullu tekið í notkun 23. september.
Áhyggjur í Hveragerði
Niðurdæling hefur aukist, í takt
við stækkun virkjunarinnar. Nú er
dælt niður 550 lítrum á sekúndu sem
svavar til rösklega tíunda hluta af
meðalrennsli Elliðaánna.
Dælingin hefur komið fjölda jarð-
skjálfta af stað. Frá 8. september
hafa mælst um 1.900 smáskjálftar.
Mælinetið er þéttriðið og nemur
smæstu skjálfta. Um 80 skjálftar
náðu 2 stigum og sjö voru á bilinu 3-
3,8 stig. Flestir þeirra nítján skjálfta
sem voru yfir 2,5 stig fundust í
Hveragerði og þeir stærstu fundust
einnig á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjórn og bæjarstjóri Hvera-
gerðis hafa lýst miklum áhyggjum af
þessum skjálftahrinum.
Í minnisblaðinu kemur fram að
allar líkur séu til þess að smám sam-
an dragi úr skjálftavirkni á svæðinu,
eftir því sem niðurdælingin stendur
lengur. Þrýstingur hefur hækkað og
mun ná jafnvægi með tímanum. Þó
er tekið fram að spenna af völdum
jarðskorpuhreyfinga muni halda
áfram að byggjast upp og losna úr
læðingi með jarðskjálftum af og til.
Þeir skjálftar muni hugsanlega
verða fleiri og minni en hefði orðið án
niðurdælingar.
Dregið hefur úr skjálftum allra
síðustu daga. Vísindamenn á Veður-
stofu og hjá Orkustofnun telja að það
taki svæði daga eða vikur að jafna
sig, þannig að skjálftarnir hætti.
Steinunn Jakobsdóttir, verkefnis-
stjóri jarðváreftirlits á Veðurstofu
Íslands, segir að orðið hafi vart við
einstaka jarðskjálfta við boranir á
Nesjavöllum og niðurdælingu á
Gráuhnjúkum en ekki hrinur eins og
nú hafa gengið yfir Hellisheiði. Þá
kannast hún ekki við að niðurdæling
jarðhitavökva í Svartsengi við
Grindavík hafi valdið jarðskjálftum.
Tíunda hluta Elliðaánna dælt
Niðurdæling hefur valdið 1.900 smáskjálftum á Hellisheiði á fimm vikum
Vísindamenn telja að svæðið jafni sig og smám saman dragi úr virkninni
Morgunblaðið/RAX
Háhiti Heita vatninu er dælt aftur
niður í jarðhitakerfið.
Gráuhnúkar.
Gamla niðurdælingarsvæðið
Húsmúli.
Nýja niðurdælingarsvæðið
Þingvallavatn
Hveragerði
Hellisheiðarvirkjun
Grunnkort: Landmælingar Íslands
Vegagerðin er
að útbúa til-
lögur um
næstu skref í
undirbúningi
framkvæmda á
Vestfjarðavegi
60 um Gufu-
dalssveit.
Hreinn Har-
aldsson vega-
málastjóri reiknar með að kynna
þær fyrir innanríkisráðuneytinu og
Ögmundi Jónassyni innanríkis-
ráðherra á næstunni.
„Við erum að skoða alla kosti til
að reyna að hreyfa við málinu,“
segir Hreinn.
Bæjarstjóri Vesturbyggðar og
oddvitar sveitarstjórna Tálkna-
fjarðarhrepps og Reykhólahrepps
fóru á fund innanríkisráðherra fyr-
ir helgi til að óska eftir að vega-
málin yrðu tekin aftur upp. Þeir
ítrekuðu afstöðu sveitarfélaganna
um að farin yrði láglendisleið og
fram kom í frétt á mbl.is að þær
teldu að fullur skilningur væri á því
hjá ráðherra.
Ögmundur hefur áður lagt til að
nýr vegur verði lagður yfir
Ódrjúgsháls og Hjallaháls en
möguleikum á jarðgöngum undir
Hjallaháls þó haldið opnum.
Daginn eftir fundinn birtu
sveitarfélögin áskorun til þing-
manna þar sem óskað er eftir lág-
lendisvegi strax. helgi@mbl.is
Útbúa til-
lögur um
næstu skref
Heimamenn
hamra á láglendisleið
Hreinn Haraldsson
ENGIR TVEIR