Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
Vampírur lifa mjög spenn-andi lífi. Þær eru gríðar-sterkar, geta orðið mörghundruð ára gamlar en líta
út fyrir að vera ungt fólk. Þær eru yf-
irleitt vel lesnar, enda haft óvenju
mörg ár til að mennta sig, eru gríð-
arlega kynþokkafullar, óttalausar og
ósigrandi. En til að öðlast þessi „lífs-
gæði“ þurfa þær að drepa fólk og/eða
drekka blóð. Margar þeirra, í það
minnsta þær sem tilheyra Radley-
fjölskyldunni og fjallað er um í sam-
nefndri bók breska höfundarins Matt
Haig, vilja ekki vera slík villidýr. Líkt
og áfengissjúklingur sem þarf að
forðast flöskuna, gengur líf Radley-
fjölskyldunnar út á það að forðast að-
stæður sem hvetja til blóðþorsta. Með
Handbók óvirkra að vopni, sem er í
raun sambærileg AA bókinni, remb-
ast þau við að lifa hversdagslegu lífi.
Þau búa í úthverfi, elda sunnudags-
steik (reyndar mjög blóðuga), fara í
bókaklúbba og bjóða í garðveislur.
Allt þar til ósköpin dynja yfir og blóð-
þorstinn nær tökum á yngsta fjöl-
skyldumeðlimnum.
Vampírubókmenntir hafa síðustu
misseri átt miklum vinsældum að
fagna. Bókaflokkur Stepenie Meyer
um gylltu vampíruna Edward Cullen
og fjölskyldu fór sigurför um heiminn
en hér kveður við nokkuð annan og
blóðugri tón. Radley-fjölskyldan
myndi vinna Cullen-fjölskylduna
kæmi til átaka, það er nokkuð ljóst.
Og Radley-fjölskyldan er bless-
unarlega laus við alla þá yfir-
gengilegu væmni og dramatík sem
Cullen-fólkið veltir sér stöðugt upp
úr.
Það er eitthvað heillandi við þá til-
hugsun að á meðal okkar sé fólk sem
er allt öðruvísi en allir aðrir. Að sam-
hliða okkar heimi þrífist í raun allt
annar. Þar gilda önnur lögmál og aðr-
ar hefðir. Á jólunum gleðja vampírur
t.d. börn sín með því að koma heim
með skrokk af jólasveini til hátíða-
brigða (bls. 217). Vampíruklám er
sérstakur iðnaður sem og hefðbundin
kvikmynda-, bóka- og tónlistargerð
þar sem vampírurnar Jimi Hendrix
og Vivien Leigh koma m.a. við sögu!
Nokkuð sannfærandi mynd, ef svo
má að orði komast, er dregin upp af
þessum hliðræna heimi í Radley-
fjölskyldunni, í það minnsta fyrir
okkur sem höfum fjörugt ímyndunar-
afl. Í grunninn er sagan nokkuð ein-
föld og margsögð. Hún fjallar um
ungling sem fremur glæp og hvað
foreldrarnir eru tilbúnir að leggja á
sig til að vernda barn sitt og leynd-
armálið. En hér snýst glæpurinn hins
vegar um að bíta fólk á háls, sjúga úr
því allt blóð og rífa úr því líffærin.
Þrátt fyrir þennan viðbjóð heldur
maður alltaf með blóðsugunum. Og
þyrstir í meira því miklu púðri er eytt
í bókinni í að kynna vampíruheiminn
og sögupersónur til leiks. Loka-
uppgjörið kemur reyndar frekar
seint og er nokkuð fyrirsjáanlegt þó
ágætis bit sé í því.
Blóðsugur sem borða
jólasveina í kvöldmat
Radley-fjölskyldan
bbbnn
Eftir Matt Haig. Bjartur gefur út.
393 bls.
SUNNA ÓSK
LOGADÓTTIR
BÆKUR
Blóðugt Það er ágætis bit í sögu Matts Haigs um Radley fjölskylduna, sem
segir af vampírum sem reyna að lifa hversdagslegu lífi.
AF AIRWAVES
Davíð Már Stefánsson
dms8@hi.is
Iceland Airwaves-hátíðinni,þeirri þrettándu, lauk síðast-liðinn sunnudag með miklum
látum. Það vottaði ekki fyrir þreytu
meðal gesta og var margmenni á
öllum þeim tónleikum sem ég kom
við á. Ég ætlaði mér að byrja dag-
skrána klukkan fjögur á Kex þar
sem Stafrænn Hákon átti að koma
fram off-venue. Sökum ruglings
varð því miður ekkert úr þeim tón-
leikum og því varð ég að fresta því
að byrja endalokin. Ég var þó fljót-
ur að taka gleði mína á ný því hin
færeyska Guðríð Hansdóttir, sem
ég hafði heyrt góða hluti um, var
bókuð á off-venue tónleika á Dillon
skömmu síðar. Guðríð kom fram
með bandi sínu og flutti fyrir áhorf-
endur ljúft færeyskt alþýðurokk.
Ég hafði mjög gaman af henni og
textar hennar um þokukennda firði
Færeyja kveiktu enn frekar í löng-
un minni til að ferðast þangað.
Muldrað var færeysku í hverju
horni á meðan á tónleikunum stóð
og greinilegt að samlandar Guð-
ríðar voru hér komnir til að sjá
hana.
Því næst var förinni heitið áNasa þar sem Hermigervill
byrjaði kvöldið. Myndarleg röð
hafði myndast í kuldanum áður en
byrjað var að hleypa fólki inn. Stað-
urinn fylltist því fljótt og raftónar
Hermigervils tóku að ylja kroppum
og hjartarótum. Teknar voru raf-
útgáfur af eldri íslenskum lögum
og má þar nefna „Vor í Vagla-
skógi“, „Þorparann“ og „Partýbæ“.
Það féll vel í kramið meðal ís-
lenskra áhorfanda á meðan erlend-
ir gestir virtust ekki eins hrifnir.
Hermigervill lék á als oddi og
spjallaði við áhorfendur á milli
laga. Hann tók meðal annars eft-
irhermu af Mugison en þeir félagar
státa báðir af þykku alskeggi. Er
Hermigervill hafði lokið sér af lá
leiðin að Gauki á Stöng þar sem
liðsmenn Coral spiluðu grimmt
grunge. Krafturinn í þeim endur-
speglaðist ekki beint í mannskar-
anum sem á hlýddi og stemningin
varð því frekar léleg. Áður en yfir
lauk náði söngvari Coral þó athygli
skarans og bað þá erlendu gesti
sem þar voru um að gera tvennt áð-
ur en þeir yfirgæfu landið, kaupa
nýju plötuna þeirra og myrða
stjórnmálamann. Ekki veit ég
hversu margar plötur seldust en ég
geri ráð fyrir því að enginn hafi
tekið seinni beiðninni alvarlega þar
sem fregnir þess efnis hafa ekki
borist mér til eyrna. Næstir til að
stíga á svið voru svo rokkararnir í
We Made God. Þeir spiluðu af mik-
illi innlifun og þungt rokkið fór vel í
áhorfendur. Ég hef þann smekk
fyrir þungu rokki að mér finnst það
best þegar lítið sem ekkert er sung-
ið. Mér fannst þeir því koma best út
þegar svo var og minntu þeir mig
þá talsvert á bresku sveitina 65-
daysofstatic. Liðsmenn sveit-
arinnar fóru hamförum í lokalag-
inu og endaði bassaleikari
sveitarinnar á því að þrykkja hljóð-
færi sínu í gólfið en það athæfi
vakti talsverða lukku meðal áhorf-
enda.
Þá var röðin komin að dönsku
sveitinni Thulebasen. Ég hafði lent
á spjalli við Dani fyrr um daginn
sem fóru fögrum orðum um sveit-
ina og ég var því nokkuð spenntur
fyrir henni. Thulebasen spilaði
pönkrokk án þess að vera með
þessa dæmigerðu pönk-sviðs-
framkomu. Meðlimir bandsins
hreyfðu hvorki legg né lið og
muldruðu í míkrófóninn á meðan
fíngerð stúlka í bleikum bol og með
spennu í hári lamdi húðirnar í gríð
og erg. Ég hafði nokkuð gaman af
því að fylgjast með bandinu spila þó
svo tónlistin hafi ekki hreyft mikið
við mér.
Ég hélt síðan aftur á Nasa þarsem hinn kanadíski Rich
Aucoin bjó sig undir það að ljúka
kvöldinu. Á öllum þeim Airwaves-
hátíðum sem ég hef farið á hefur
sunnudagskvöldið á Nasa verið
einkar fjörugt. Hér virtist engin
undantekning vera frá því. Rich
Aucoin hélt uppi fjörinu með raf-
poppi og þvílíkri sviðsframkomu
þar sem gestir spiluðu svipað stóra
rullu og bandið sjálft. Hann óð
nokkrum sinnum út í salinn til að
virkja áhorfendur, lét áhorfendur
bera sig á brimbretti um staðinn,
sprengdi glimmer yfir mannhafið
og sýndi áhorfendum nokkur vel
valin myndbönd af netinu. Hann
fékk hátíðargesti til að endurtaka
setningar tengdar sjálfshvatningu
og lífsvilja sem síðar urðu að lögum.
Á tímabili fannst mér ég vera stadd-
ur á sjálfshjálparnámskeiði eða
samkomu of glaðra manna. Það fór
eilítið í taugarnar á mér en hátíð-
argestir virtust elska þessa stemn-
ingu; ég er eflaust bara of leið-
inlegur til að taka þátt í slíkri gleði.
Kvöldið endaði svo á því að Rich
bað fólk um að senda sér smáskila-
boð ef það vildi fá tónlist hans frítt.
Fyrir þá sem vilja nálgast tónlistina
en náðu ekki númerinu þá var það
eftirfarandi: 001-902-877-6534.
Kvöldið var góður endir á velheppnaðri hátíð. Alltaf er þó
hægt að finna eitthvað sem má
bæta. Ég spjallaði við nítján ára er-
lendan hátíðargest sem hafði komið
hingað til lands eingöngu vegna há-
tíðarinnar. Hann sagðist hafa eytt
mörgum rigningasömum klukku-
tímum í biðröð sem oft hefði verið
til einskis því dyraverðir staðanna
vildu ekki hleypa honum inn sökum
aldurs. Eins frábær hátíð og Ice-
land Airwaves er þá er þetta eitt-
hvað sem þarf að koma í veg fyrir.
Lengi má gott bæta.
Hátíðin kvödd af krafti
» Á tímabili fannstmér ég vera staddur
á sjálfshjálparnámskeiði
eða samkomu of glaðra
manna.
Morgunblaðið/Eggert
Brim Rich Auoin hélt uppi fjörinu á Nasa, lét áhorfendur meðal annars bera sig á brimbretti um staðinn.