Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Maður hefði ekki trúað þvíað óreyndu að PedroAlmodóvar myndi geraspennumynd en sú er raunin. Hún var frumsýnd í vor á Cannes-hátíðinni fyrir fullum sal. Á fréttamannafundinum eftir frum- sýninguna sagði Almodóvar að þetta væri líka í fyrsta skiptið sem hann gerði bíómynd eftir bók. En skáld- sagan eftir Thierry Jonquet sem myndin er byggð á gerði mikla lukku fyrir nokkrum árum. Helstu einkenni Almodóvars eru fyrir hendi þótt hann fylgi jafnframt öllum reglum spennumynda við upp- byggingu sögunnar. Eins og jafnan hjá Almodóvar er eitt meginþema myndarinnar vangaveltur um kyn mannanna og mörkin milli kven- manns og karlmanns. Hvar þau eru og hver þau eru. Þetta er þriller um líkamann. Möguleika líkamans og jafnvel ómöguleika hans. Vísanir í hið líkamlega og í listamenn sem hafa einbeitt sér að honum einsog Louise Bourgeois sem oft er vísað til. Sagan fjallar um forríkan lýta- lækni sem er að þróa húð sem getur ekki brunnið. Hann þykist aðeins notast við rottur við tilraunir sínar, en svo er ekki í raun og veru. Hann gerir tilraunir sínar á ungri og gull- fallegri stúlku sem er fangi hans. Þau virðast vera ástfangin en þó virðist samband þeirra hafa byrjað með ofbeldi. Ekki er ljóst í byrjun hvort stúlkan er kona hans, sem á að hafa látist í bruna, eða ekki. Óneitanlega kemur upp í huga manns eldri mynd eftir Almodóvar, Tie me up! Tie me down! sem leikur sér einnig með mögulega ást á milli fanga og þess sem fangar. Hug- myndum um ofbeldi, þvingun, nauðgun, misnotkun og ást í sama grautnum hefur Almodóvar í sínum órum alltaf haft áhuga á. Almodóvar hefur alltaf verið í andstöðu við póli- tíska rétthugsun en haft leyfi til þess, bæði þar sem hann er hommi og hann fjallar alltaf um efnið af ást- úð og viðkvæmni. Húðin sem ég klæðist er, eins og allar myndir Almodóvars, litrík og flott römmuð. Litaleikir hans eru að- all leikstjórans, kreisí efniviður og flottur leikur. Þessi saga er á vissan hátt um nútíma doktor Franken- stein. Hann býr í sinni lúxusvillu, húsi hryllingsins. Þar gerir hann til- raunir á mannskepnunni og skapar skrímslið sitt í friði frá augum ann- arra. Hann hefur þjáðst og því munu allir í kringum hann þjást. En í höndum Almodóvars verður sagan slungin ást og tilfinninganæmi. Eng- inn annar en þessi leikstjóri gæti sett svo skrítnar vangaveltur saman við þriller þannig að það gengi upp. Samt er á stundum einsog umfjöll- unarefnið passi ekki inní þröngan stakk þrillersins og því nær hún ekki að gefa þennan extra neista þótt um vel heppnaða mynd sé að ræða. Sambíó The Skin I live in bbbmn Leikstjóri Pedro Almodóvar. Leikarar:Antonio Banderas, Blanca Sua- rez, Elena Anaya og Marisa Paredes. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Skrímslið Doktor Frankenstein sem nefnist Doktor Robert Ledgard (Ant- onio Banderas) og fórnarlamb hans Vera (Elena Anaya). Úr skrítnum hugarheimi Almodóvars  Meðlimir nokkurra hljómsveita sem hófu feril sinn undir lok áttunda áratugarins munu koma saman í Molanum og SPOT í Kópavogi á laugardaginn, 22. október, og rifja upp gamla tíma. Má þar nefna meðlimi hljóm- sveita á borð við Fræbbblana, Q4U, Tappa tíkarrass og Taugadeildina. Slík kvöld hafa verið haldin árlega um nokkurt skeið, í fyrstu leikin lög eftir aðrar hljómsveitir en í fyrra fengu íslensk lög að fljóta með þegar fjölgaði í hópnum. Í ár fær yngri kynslóðin að vera með, að því er fram kemur í tilkynningu, tvennir hljómleikar haldnir og þrettán hljóm- sveitir sem koma fram. Tónleikarnir á Mol- anum hefjast kl. 14 og á SPOT kl. 22. Á Punk 2011 koma fram Buxnaskjónar, Búdrýgindi, FiveBellies, Fræbbblarnir, KaBear, Mann- dráp af gáleysi, Morðingjarnir, Pollock- bræður, Pungsig, Q4U, Snillingarnir, Tauga- deildin og Videósílin. Gamlir og góðir pönktímar rifjaðir upp á Punk 2011  Safnpakki hljómsveitarinnar Quarashi, Anthology, verður gefinn út í dag á vefnum Tónlist.is en kemur síðar í hljómplötuversl- anir. Þeir sem kaupa pakkan á vefnum fá í kaupbæti tvö lög sem ekki hafa verið gefin út áður með hljómsveitinni, þ.e. „Shady Lives“ sem var gert með Opee árið 2003 og „An Ab- ductee“ sem var gert fyrir plötuna Jinx en rataði ekki á hana. Safnpakkinn mun geyma margvíslegt efni frá Quarashi, að því er fram kemur í tilkynningu en þar segir að pakkinn sé hugsaður fyrir þá sem vilji eignast öll vin- sælustu lög sveitarinnar sem og þá sem vilji fá meira. Í pakkanum eru tveir geisladiskar og einn mynddiskur. Morgunblaðið/Ernir Safnpakki Quarashi, Antho- logy, gefinn út á Tónlist.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kjarr nefnist nýútkomin hljómplata tónlistar- mannsins Kjartans Ólafssonar sem er jafn- framt fyrsta sólóplatan hans. Gripurinn var tekinn upp í Hljóðrita í Hafnarfirði og á heim- ilum Kjartans í Reykjavík og Glasgow á und- anförnum þremur árum rétt rúmlega. Á plöt- unni nýtur Kjartan stuðnings félaga sinna úr hljómsveitinni Leaves, Arnars Guðjónssonar söngvara Leaves sem leikur á bassa og Nóa Steins Einarssonar trommuleikara, en Kjart- an þekkja menn einnig úr hljómsveitinni Am- pop. Auk þeirra koma við sögu á plötunni Baldvin Ringsted sem leikur á rafmagnsgítar, Kristjón Daðason á trompet og Ragnar Fjöln- isson á harmónikku en Kjartan leikur á fjölda hljóðfæra, þ.e. píanó, kassagítar, hljóðgervla, hljóðsmala, þeremín og hristur. Ekki sáttur við fyrstu útkomu Blaðamaður ræddi við Kjartan í liðinni viku en hann var þá staddur heima hjá sér í Glas- gow, Skotlandi. -Kjarr, það er væntanlega vísun í Kjartan? „Það er vísun í mitt nafn og það er nátt- úrlega vísun í náttúruna líka. Eins og þú kannski veist þá er ég í Leaves, hef verið að spila í henni frá árinu 2009 og Leaves var með mér á plötunni, altso Nói og Arnar. Þannig að þetta er líka svolítil vísun í mannskapinn sem var að gera þessa músík.“ -Og á kjarri eru lauf … „Á kjarri eru nefnilega lauf, já,“ segir Kjart- an og hlær. Hann segir lagasmíðarnar teygja sig í raun lengra aftur í tímann en þrjú ár. Hann hafi byrjað að taka lögin upp fyrir um fjórum árum og hafi þá verið kominn með bróðurpartinn af þeim, búinn að mixa ein sex eða sjö lög en áttað sig þá á því að hann þyrfti að taka mestallt efnið upp aftur. Kjartan segist hafa verið að gera hlutina of mikið sjálfur, tek- ið upp með lélegum hljóðnemum m.a. og hljómurinn hafi ekki verið nógu góður í fyrstu. Því hafi upptökuferlið orðið fulllangt en þó lærdómsríkt. „Það greip mig audiophilia,“ seg- ir Kjartan og hlær (blaðamaður veltir þýðing- unni á audiophiliu fyrir sér í huganum, hljóm- girnd, hljómburðargirnd…?). Fortíðarþráin umlykjandi -Þá kemur uppáhaldsspurning tónlistar- manna: Hvernig plata er þetta? „Þetta er svona „dreamy“ poppplata, ég myndi segja að nostalgía væri umlykjandi á henni,“ svarar Kjartan. „Mér finnst vera ákveðinn rauður þráður í þessu öllu saman. Einver sagði „bragðmikið“ og svolítið „psyc- hadelic touch“. Ég reyni voða mikið að laða fram einhver sterk hughrif með hljóðum.“ -Til hvaða fortíðar ertu haldinn þrá? „Einkum þeirrar fortíðar sem ég hef í raun- inni bjagaða og nostalgíska hugmynd um. Þá meina ég að lagasmíðarnar eru snertar jafnvel af gamalli dægurtónlist, altso fyrir rokkbylt- inguna. Svo eru líka áberandi tilvísanir í bítla- popp.“ -Hvernig er að hlusta á sjálfan sig syngja, nú ertu aðalsöngvarinn á plötunni sem er nýtt fyrir þér? „Það venst,“ svarar Kjartan og hlær. „Ég er rosa mikið að gera „vocal“ veggi, viðlögin eru eiginlega alltaf þrí- eða fjórradda,“ segir hann. Hann hlaði veggina með eigin rödd. Kjarr Kjartan F. Ólafsson, sá sem sést vinstra megin, hefur gert það gott með Ampop og Leaves en sendir nú frá sér fyrstu sólóplötuna. „Það greip mig audiophilia“  Kjarr nefnist fyrsta sólóplata Kjartans Ólafssonar úr Ampop og Leaves  Þrjú lauf eru á Kjarri  Draumkennd plata með vísanir í bítlapopp Fallegt Umslag plötunnar Kjarr hannaði listamaðurinn Ólafur Breiðfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.