Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  248. tölublað  99. árgangur  PALLI SÝNIR TOMMA OG JENNA MYNDIR HEIMT ÚR HELJU GOTT AÐ BORÐA FEITAN FISK Á HAUSTIN SUNNUDAGSMOGGINN GRILLAÐUR LAX FYLGIFISKA 10BÍÓ PARADÍS 55  Starfsmenn Sorpu vissu af þeirri vinnureglu bílstjóra að aka gegn ein- stefnumerki að endurvinnslu- stöðinni við Dal- braut á morgn- ana þegar stöðin er lokuð almenn- ingi. Sorpa setti sjálf upp skiltin. Hjólreiðamaður slasaðist alvar- lega þegar hann varð fyrir bíl sem ekið var á móti akstursstefnu við endurvinnslustöð Sorpu við Dal- braut á miðvikudag. Þrátt fyrir að bílstjórar Íslenska gámafélagsins hafi eftir það fengið fyrirmæli um að aka ekki gegn ein- stefnuskiltum við gámasvæði Sorpu var bíl frá fyrirtækinu ekið þannig við gámasvæðið við Ánanaust í gær. »2 Sorpa vissi að bíl- stjórar ækju gegn einstefnumerki Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Raunávöxtun lífeyrissjóðanna var almennt 1-2% á fyrri helmingi árs- ins sem er undir markmiðum. Er- lendar eignir hafa síðan minnkað. Formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða segir að stjórnir sjóðanna fari yfir tryggingafræðilega stöðu þeirra miðað við áramót. Ekkert liggi fyrir um að minnka þurfi rétt- indi sjóðsfélaga. Miðað er við að ávöxtun eigna líf- eyrissjóðanna þurfi til lengri tíma litið að vera 3,5% umfram innlenda verðbólgu, til þess að þeir geti stað- ið undir lífeyrisskuldbindingum sín- um. Afkoma síðustu ára hefur verið undir þeim mörkum, sérstaklega í kjölfar hruns bankakerfisins árið 2008. Raunávöxtunin batnaði mjög á síðasta ári, en var þó aðeins 2,5%. Vegna þessa skertu margir líf- eyrissjóðir sem ekki njóta ábyrgðar ríkisins eða annarra lífeyrisréttindi sín á árunum 2009 og 2010. Arnar Sigurmundsson, formaður Lands- samtaka lífeyrissjóða, bendir á að margir þessara sjóða hafi á velmeg- unartímanum aukið réttindi sjóðs- félaga verulega en sú hækkun hafi í mörgum tilvikum gengið til baka. Aðrir hafi ekki þurft að minnka líf- eyrisréttindi. Hann veit ekki til þess að sjóðir á almenna vinnu- markaðnum hafi minnkað lífeyris- réttindi á þessu ári. Arnar segir erfitt að meta útlitið fyrir þetta ár. Þokkaleg ávöxtun sé á innlendum eignum lífeyrissjóð- anna, sem er meirihluti eignanna, og þótt lækkun hafi orðið á erlend- um eignum sé ekki útséð með stöð- una um áramót. »26 Ávöxtun undir markmiðum  Raunávöxtun lífeyrissjóðanna 1-2% á fyrri hluta árs  Síðan hafa erlendar eign- ir lækkað  Hugsanlegar breytingar á lífeyrisréttindum ákveðnar eftir áramót Staða lífeyrissjóða » 21 lífeyrissjóður var með neikvæða stöðu um áramót en enginn yfir mörkum. » Möguleikar lífeyrissjóðanna minnka með skatti á sjóðina og lækkun á skattaafslætti vegna viðbótarlífeyrissparnaðar sem sjóðirnir telja að dragi úr sparnaði til framtíðar. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ungur maður reyndi síðdegis í gær að ræna veski af gamalli konu, fæddri 1935, á inn- keyrslu að blokkum eldri borgara við Kirkju- sand í Reykjavík. Við ránstilraunina féll konan í götuna en hún sleppti ekki takinu af veskinu. Hún missti hins vegar lítinn plastpoka og dreifðust vörur úr honum. Ungur drengur sem var með konunni varð að vonum afar skelkaður við aðfarirnar. Sjónarvottur að atvikinu, starfsmaður Ís- landsbanka sem var að fara út úr húsi bank- ans, sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði heyrt óp frá bílastæðinu við blokkirnar. Þar hefði konan legið í götunni og ríghaldið í veskið sitt á meðan ungi maðurinn reyndi að toga það úr höndum hennar. Þegar maðurinn sá að hún og annar starfsmaður bankans hugð- ust koma konunni til hjálpar hljóp hann í burtu og stökk upp í jeppling sem beið hans á bíla- stæði bankans. Félagi hans ók jepplingnum í skyndingu á brott en skráningarnúmer hans náðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu meiddist konan en þó ekki mjög mikið. Atvik sem þessi séu fátíð en þó hafi borið nokkuð á þeim sl. þrjár vikur. Atvik- in séu þó í raun örfá. Eldri kona felld í ránstilraun  Reyndi að ræna veski af konu á áttræðisaldri sem meiddist við árásina Flótti Jepplingurinn beið mannsins á bílaplani en var þó ekki lagt í stæði. Félagi ræningjans ók. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ljúka verði aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið fyrir næstu kosningar. Hún nefndi einnig í setningarræðu við upphaf landsfundar Sam- fylkingarinnar í gær að koma yrði atvinnulífinu á skrið og ná atvinnuleysi niður í 4-5%, ljúka endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og fá afstöðu þjóðarinnar til fyrirliggjandi tillagna um breytingar á stjórnarskránni. »6 Aðildarviðræðum við ESB ljúki fyrir kosningar Morgunblaðið/Golli Félagar í veðurklúbbunum á Dalvík og Hellu eru sammála um að veturinn verði snjóléttur, að minnsta kosti fram undir jól. Sumarið kvaddi með ágætisveðri og útlit er fyrir þokkalegt veður í dag, fyrsta vetrardag. Veðrið í dag gefur vísbendingu um næstu mánuði, að mati veðurklúbbanna. „Það er tal- ið útlit fyrir að það verði rysjótt og umhleypingasamt með vestanátt fram yfir áramót en það geti frekar orðið snjór um miðjan veturinn. Vet- urinn í heild verður nokkuð snjólétt- ur en hann gæti orðið vindasamur,“ segir Margrét Þórðardóttir, ritari veðurklúbbsins á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. »4 Spá snjóléttum en vindasömum vetri Fyrir utan óvissuna sem getur skapast vegna dóms Hæstaréttar um fjármögnunarleigusamninga telur Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, að dómurinn geti haft kostnað í för með sér fyrir ríkis- sjóð vegna ofgreidds virðis- aukaskatts. „Við fyrstu sýn gæti maður ætlað að þessi niðurstaða geti leitt til verulegra fjárútláta úr ríkissjóði. Það er því ljóst að dómurinn flækir ýmsa hluti miðað við aðra dóma.“ »14 Ríkissjóður gæti tapað á dómi um fjármögnunarleigu Vélar Vinnuvélar voru gjarnan keyptar með leigusamningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.