Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011
Sóun fjármuna hefur verið hvað
varðar hóp sem var kosinn með al-
mennri kosningu sem átti að koma
með tillögu um
breytingu á
stjórnarskrá ís-
lenska lýðveld-
isins. Mjög vönd-
uð stjórnarskrá
var gerð árið
1944 við stofnun
lýðveldisins 17.
júní það ár. En
þannig er mál
með vexti að
ýmsir bölsýnis-
menn hafa haldið úti áróðri um gíf-
urlegt mikilvægi þess um að breyta
stjórnarskránni. Það eru í raun
hindurvitni og blekkingar þeirra
manna sem líklega bera hvað mest
ábyrgð á ólöglegri einkavæðingu ef
svo má segja vegna þess að þeir ótt-
ast arm alþjóðalaganna og að þeirra
bíði dómur vegna hægri öfganna.
Mjög var vandað til stjórn-
arskrárinnar 17. júní árið 1944 við
stofnun íslenska lýðveldisins og hún
samþykkt af allri þjóðinni og segir
það sína sögu. Það var hins vegar
afturför þegar Ólafur Jóhannesson
árið 1974 fékk samþykkt með sam-
ráði við frímúrarabræður sína á al-
þingi að á ráðherraábyrgð tæki
dómstóll vatíkansins, ef svo má
segja, þ.e Landsréttur, forn arfleifð
frá valdatíma kirkjunnar fyrr á öld-
um en þá giltu kirkjunnar lög allt í
öllu, sem dæmi brenndi kirkjan
menn á báli fyrir skoðanir og kenn-
ingar sem voru ekki kirkjunni þókn-
anlegar. Þessar kenningar eða skoð-
anir voru svo seinna sannaðar af
nútímamönnum.
Kirkjan sýnir óeðlilega aðlöðun
gagnvart vímugjöfum. Menn rétt-
læta það gjarnan þannig að það
megi ekki brjóta á frumkvæðisrétti
manna. Á hinn bóginn fordæmir
kirkjan geðveiki og skilgreinir hana
sem synd eða glæp. Afneitar geð-
veikinni sem veldur aukinni neyslu
vímuefna. Kirkjan er sem sagt í af-
neitun á hugtakið geðveiki. Kirkju-
leg afneitun birtist í nútíma lækn-
ingum á geðrænum vandamálum
samtímans með óhóflegri notkun
allskyns geðlyfja sem eru öll ávana-
bindandi. En geðlyfin hafa einnig
aukaverkanir og af þeim stafa frá-
hvarfseinkenni. Af aukaverkunum
og fráhvarfseinkennum fá menn at-
hyglisbrest sem læknar virðast leysa
með ávísun á örvandi efni, t.d. rítal-
ín. Þetta getur leitt af sér notkun á
öðrum örvandi efnum, t.d. amfeta-
míni, kókaíni. Svo þurfa menn lík-
lega að ná sér niður af þessum örv-
andi efnum og nota til þess róandi
lyf, t.d. morfín, ópíum, svo eitthvað
sé nefnt. Af fráhvarfseinkennum og
aukaverkunum geðlyfja, auk athygl-
isbrests, skapast eins konar getu-
leysi til kynlífs, slævðar kyntilfinn-
ingar og ristruflanir. Þá hafa margir
brugðið á það ráð að fá sér gleðipill-
ur ef svo má segja, t.d. viagra og
fleiri tegundir sem ég kann ekki að
nefna. Þetta er líklega vandi milljóna
manna um allan heim vegna notk-
unar á geðlyfjum en þau eru lík-
amlega og félagslega ávanabindandi.
Annar þáttur í vandanum er að
margir hafa hagsmuni af vandanum,
t.d. atvinnu (læknar, hjúkrunarfólk,
lögregla, meðferðarstofnanir,
sjúkrahús), eða fjárhaglegan hagnað
af lyfjaframleiðslu, þ.e lyfjaframleið-
endur, einnig lyfsalar (apótek).Til
gamans má geta þess að 100 ml af
nýlegu geðlyfi kostuðu fyrir nokkr-
um árum u.þ.b. 100 þúsund íslenskar
krónur, hugsanlega 1 mánaðar lyfja-
skammtur, það gerir 1.200.000 ísl.
kr. á ári. Það gerir 1,2 milljarða ísl.
kr. á 1000 þúsund neytendur, á
10.000 þúsund gerir það 12 milljarða
ísl. kr. Segir þetta nokkuð um kostn-
að og vandamál samfélagsins vegna
þessara eiturlyfja, leyfi ég mér að
segja, því það eru þau sannarlega.
KRISTJÁN SNÆFELLS
KJARTANSSON,
skipstjóri.
Blekkingar hindurvitni
Frá Kristjáni Snæfells
Kjartanssyni
Kristján Snæfells
Kjartansson
Vika 43, vímuvarnavikan, verður
23.-30. október í ár en þetta er 8.
árið sem þessi vika er tileinkuð
vímuvörnum.
Vika 43 er vett-
vangur fé-
lagasamtaka sem
hafa forvarnir að
markmiði starfs
síns eða vilja
leggja vímuvörn-
um lið, til þess að
vekja athygli á
forvarnastarfi og
áfengis- og vímu-
efnamálum;
varpa ljósi á viðfangsefni forvarna
og kynna sérstaklega starf sem
unnið er á vettvangi félagasamtaka;
vekja athygli landsmanna á mik-
ilvægi forvarna, einkum gagnvart
börnum og unglingum og virkja
þekkingu, styrk og samstöðu gras-
rótarsamstarfs til eflingar forvarna-
starfs.
Að þessu sinni er í viku 43 at-
hygli beint að rétti barna og ung-
menna til vímulauss lífs og verndun
þeirra gegn neikvæðum afleiðingum
neyslu áfengis og annarra vímu-
efna, eins og mælst er til í yfirlýs-
ingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar frá árinu 2001
og barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna. Þennan rétt barna þarf að
verja með ýmsum hætti og í vikunni
verður kastljósi beint að því í
hverju þessi réttur felst og hvernig
Íslendingar standa sig hvað þetta
varðar.
Eftirfarandi samtök eru þátttak-
endur í VIKU 43 árið 2011: Barna-
hreyfing IOGT, Biskupsstofa,
Brautin - bindindisfélag ökumanna,
FÍÆT – félag íslenskra æskulýðs-
og tómstundafulltrúa, Heimili og
skóli, IOGT á Íslandi, ÍSÍ, 0%-
samtökin, KFUM-K, Krabbameins-
félag Reykjavíkur, Kvenfélaga-
samband Íslands, LIONS-
hreyfingin, Samstarfsráð um for-
varnir SAMFO, SAMFÉS, Samtök
foreldra gegn áfengisauglýsingum,
Samtök skólamanna um bindind-
isfræðslu SSB, Skátarnir, UMFÍ,
VÍMULAUS ÆSKA – For-
eldrahús, Vernd – fangahjálp.
Heimasíða Viku 43 er www.vvv.is.
GUÐNI BJÖRNSSON
forvarnaráðgjafi ICPS
verkefnisstjóri FRÆ
Virðum rétt barna
til lífs án neikvæðra
afleiðinga áfengis-
og vímuefnaneyslu
Frá Guðna Björnssyni
Guðni
Björnsson
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Þú velur þann
bílasamning
sem hentar þér
Skilmála og nánari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar, landsbankinn.is, eða hjá Bíla-
og tækjaármögnun Landsbankans í Sigtúni 42.
*Vildarkjör til Vörðufélaga og núverandi viðskiptavina Bíla- og tækjaármögnunar.
Viðskiptavinir eiga að hafa val. Landsbankinn
býður nú nýja óverðtryggða bílasamninga með
föstum vöxtum og betri kjör á verðtryggðum
og óverðtryggðum bílasamningum með breyti-
legum vöxtum.
Óverðtryggðir
Fastir vextir8,95%
Óverðtryggðir
Breytilegir vextir8,55%*
Verðtryggðir
Breytilegir vextir7,80%*
Við Íslendingar erum að ala fólk upp í
auðnuleysi. Atvinnulausir Íslend-
ingar eru yfir tuttugu þúsund. Þeir
sem hafa mestan
metnaðinn hafa
farið til útlanda til
að sækja sér
vinnu. Þessu fólki
á að bera mikla
virðingu fyrir,
þessi hópur gæti
svo hæglega verið
á bótum hér, og
almenningur
þurft að borga
framfærslu hans.
Það sem er athugavert er hvernig
nokkur hluti af bótaþegum vill haga
lífi sínu, það eru laus störf hér og þar,
en eftir að bótaþegar hafa mætt í við-
tal segja þeir gjarnan „Þetta hentar
mér ekki“. Það sem hentar þessu
fólki ekki er að þurfa að vinna. Það er
áhyggjuefni að það fólk getur verið á
vinnumarkaðnum en kýs að vera á
framfærslu almennings. Vinna er gef-
andi, þar kynnist maður gjarnan góð-
um vinnufélögum og hefur tækifæri
til að sýna hvað í manni býr, skara
fram úr og vinna sig upp í betri stöðu
og eyða ekki lífinu í félagslega ein-
angrun í sófanum heima, glápandi á
vídeó eða annað álíka gáfulegt.
Ein ung kona sagði við mig að það
borgaði sig ekki að vinna, hún fengi
ekki nema sextíu þúsund krónum
meira fyrir að vinna en vera á bótum.
Það er mikið að þegar svona er kom-
ið. Hér áður fyrr gerðu Íslendingar
allt til að vera ekki ómagar á ríki eða
borg. En hver er ástæða þessarar
hnignunar? Ég tel að það byrji í
grunnskólunum þar sem kennarar
mega ekki lengur finna að, við slaka
nemendur, sem eru ofdekraðir heima
fyrir. Svo koma þessir prinsar og
prinsessur út á vinnumarkaðinn, þá
má vinnuveitandinn ekki gera nokkr-
ar kröfur til þeirra, eða finna að hjá
þeim, þá er hlaupið heim til mömmu,
frekar en að bæta úr því sem fundið
var að.
Síðan er alveg sérstakt andrúm
fyrir iðjuleysingja nú á tímum. Öllum
vinstri stjórnum hefur fylgt lamað at-
vinnulíf og atvinnuleysi, en þó aldrei
sem nú. á þessu eru augljósar skýr-
ingar. Hér áður fyrr voru það fyrr-
verandi athafnamenn sem völdust til
starfa í ríkisstjórn landsins, menn
sem kvað að, og vissu hvað þyrfti, til
að almenningur byggi við góð lífskjör,
sem sagt næg atvinna fyrir alla. Þá
var slegist um góða starfskrafta.´
Kjaftaskurinn
Ragnar Reykás
Í dag er þessu öfugt farið, allir núver-
andi ráðherrar hafa alla tíð verið á
spena ríkisins, verið áskrifendur að
laununum sínum. Er það ekki dæma-
laust að fjármálaráðherra landsins
skuli vera jarðfræðingur. Ekki nóg
með það, samflokksmaður ráðherra,
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, seg-
ir að hann hafi ekkert vit á hagstjórn.
Er furða að allt er á hraðri niðurleið?
Steingrímur hefur verið eins og
Ragnar Reykhás, hann er meira að
segja á hraðri leið inn í Evrópusam-
bandið, Er ekki komið nóg? Aldrei
aftur vinstri stjórn.
ÓMAR SIGURÐSSON,
skipsstjóri.
„Þetta hentar mér ekki“
Frá Ómari Sigurðssyni
Ómar
Sigurðsson
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá
lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í
bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr
felliglugganum.
Móttaka aðsendra greina