Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nú þegar Muammar Gaddafi er fall-
inn fá Líbíumenn loksins tækifæri til
að byggja upp lýðræðislegt og rétt-
látt stjórnkerfi eftir 42 ára einræði
og kúgun. Mikil óvissa er þó um
framhaldið og ljóst er að nýju vald-
hafarnir eiga mjög erfitt verk fyrir
höndum þótt hindranirnar séu ekki
óyfirstíganlegar.
Þótt Gaddafi hafi flúið höfuðborg-
ina fyrir tveimur mánuðum óttuðust
nýju valdhafarnir, leiðtogar líbíska
þjóðarráðsins, að einræðisherrann
fyrrverandi gæti notað illa fenginn
auð sinn til að ráða erlenda málaliða
og fjármagna langvinnan skæru-
hernað í von um að komast aftur til
valda. Dauði Gaddafis minnkar mjög
líkurnar á slíkum skæruhernaði
bandamanna hans og markar því
tímamót í baráttu þjóðarráðsins.
Sá hængur er hins vegar á að and-
staðan við Gaddafi er talið vera það
eina sem hefur sameinað andstæð-
inga hans. Óttast er meðal annars að
blóðug valdabarátta blossi upp milli
fylkinganna sem börðust gegn
Gaddafi. Uppreisnarliðinu hefur
verið skipt í þrjár meginfylkingar:
þjóðarráðsmenn frá austurhluta
landsins sem hófu uppreisnina í
Benghazi í febrúar; uppreisnarsveit-
ir frá borginni Misrata sem báru hit-
ann og þungann af hernaðinum; og
uppreisnarmenn frá vesturhluta
landsins sem eru taldir hafa ráðið
úrslitum um fall einræðisstjórnar-
innar í ágúst þegar Gaddafi flúði frá
Trípólí.
„Uppgjör óhjákvæmilegt“
Fréttaskýrendi The Guardian
segir að uppreisnarsveitirnar, eink-
um hóparnir frá Misrata, hafi notað
hvert tækifæri sem gafst til að sanka
að sér vopnum þegar þær sigruðu
hersveitir einræðisherrans fyrrver-
andi. Hóparnir hafi lagt hald á skrið-
dreka og stórskotavopn í öllum vígj-
um sem þeir lögðu undir sig.
„Ég tel engar líkur á því að ekki
komi til valdabaráttu,“ hefur The
Guardian eftir Rosemary Hollis,
prófessor í Mið-Austurlandafræðum
við City University í London. „Upp-
gjör er óhjákvæmilegt.“
Abdel Bari Atwan, fréttaskýrandi
The Guardian, segir að margir upp-
reisnarmannanna, sem börðust gegn
Gaddafi, séu úr röðum íslamista,
m.a. menn sem voru áður í hreyfingu
sem tengdist hryðjuverkanetinu al-
Qaeda. Hópar íslamista hafi komist
yfir vopn úr birgðum Gaddafis og
geti stofnað öryggi landsins í hættu.
Íslamistarnir vilja að stofnað
verði ríki sem grundvallist á ísl-
ömskum sjaríalögum. Í líbíska þjóð-
arráðinu eru einnig menn, sem vilja
koma á lýðræði að vestrænni fyrir-
mynd, en ekki er vitað hversu öflug-
ar þessar fylkingar eru í ráðinu.
Hættan ýkt?
Ekki er heldur vitað hver fær það
hlutverk að fara fyrir bráðabirgða-
stjórn þjóðarráðsins og sameina
landið. Mahmoud Jibril, forsætis-
Erfitt verkefni en ekki ómögulegt
Reuters
Fögnuður Líbíumenn fagna falli Gaddafis eftir föstudagsbænir á torgi í Trípólí í gær. Ráðgert hafði verið að grafa
lík Gaddafis í gær en því var frestað vegna deilu í bráðabirgðastjórn Líbíu um hvað gera ætti við líkið.
Bráðabirgðastjórnin í Líbíu fær nú tækifæri til að koma á lýðræði og tryggja þjóðareiningu en
mörg ljón eru enn í veginum Hætta talin á blóðugri valdabaráttu milli fylkinga í uppreisnarliðinu
Röðin komin að Assad?
» Líklegt er að fall Gaddafis
hafi orðið til þess að hrollur
hafi farið um einræðisherrana í
Sýrlandi og Jemen sem hafa
beitt hersveitum til að reyna
að brjóta uppreisnarmenn á
bak aftur. Gaddafi er þriðji ein-
valdurinn sem hefur fallið frá
því að „arabíska vorið“ hófst
en sá eini sem var drepinn.
» Sýrlenskir uppreisnarmenn
sögðu að fall Gaddafis hefði
örvað þá til dáða og spáðu því
að forseti Sýrlands, Bashar al-
Assad, yrði næsti einræðis-
herrann sem hrökklaðist frá
völdum.
Stjórnmálamenn á Spáni fögnuðu í
gær yfirlýsingu aðskilnaðarhreyf-
ingar Baska, ETA, um að hún hefði
hætt vopnaðri baráttu sinni fyrir
sjálfstæðu ríki.
Þrír fulltrúar ETA lýstu þessu yf-
ir á myndbandsupptöku sem birt var
í fyrradag. Leiðtogar spænskra
stjórnmálaflokka og dagblöð fögn-
uðu loforðinu en gagnrýndu aðskiln-
aðarhreyfinguna fyrir að hafa ekki
lofað að afhenda vopn sín eða leysa
hana upp.
„Í gær fengu Spánverjar lang-
þráðustu frétt í sögu lýðræðisríkis
okkar: tilkynningu um að hryðju-
verkastarfseminni væri lokið,“ sagði
talsmaður spænsku ríkisstjórnar-
innar, Jose Blanco. „Þessari hryðju-
verkastarfsemi er lokið, en þjáning
fórnarlambanna og fjölskyldna
þeirra heldur áfram.“
Jose Luis Rodriguez Zapatero,
forsætisráðherra Spánar, lýsti yfir-
lýsingu ETA sem sigri fyrir „lýðræð-
ið, lögin og skynsemina“.
„Þetta er mikilvægt skref, en
Spánverjar fá ekki fulla sálarró fyrr
en ETA verður algerlega leyst upp,“
sagði Mariano Rajoy, leiðtogi
stærsta stjórnarandstöðuflokksins,
Þjóðarflokksins (PP) sem talið er að
komist til valda í þingkosningum 20.
nóvember.
Baðst ekki afsökunar
á blóðsúthellingunum
Vopnuð barátta ETA hefur kostað
829 manns lífið frá því að hún hófst
árið 1959. Spænsk dagblöð gagn-
rýndu hreyfinguna fyrir að biðjast
ekki afsökunar á blóðsúthellingun-
um. Hreyfingin harmaði hins vegar
mannfall í eigin liði. „Grimmd bar-
áttunnar hefur kostað marga félaga
okkar lífið,“ sagði í yfirlýsingunni.
„Margir aðrir þjást enn í fangelsi eða
í útlegð.“
Reuters
Blóðugri baráttu lokið Forystumenn baskneskra þjóðernissinna fagna
yfirlýsingu ETA á blaðamannafundi í San Sebastian í gær.
„Hryðjuverka-
starfsemi lokið“
Yfirlýsingu ETA fagnað á Spáni
Gullsmiðadagurinn
laugardaginn 22. október
Kíktu til gullsmiðsins þíns.
Hann tekur vel á móti þér.
Komdu með uppáhaldsskartgripinn þinn og
láttu hreinsa hann þér að kostnaðarlausu.
Verið velkomin
Hafnarfjörður
Fríða, Strandgötu 43
Gullsmiðjan, Lækjargötu 34c
Sign gullsmíðaverkstæði, við smábátahöfnina
Kópavogur
Carat, Smáralind
Reykjanesbær
Georg V. Hannah, Hafnargötu 49
Gull og hönnun, Njarðvíkurbraut 9
Reykjavík
Anna María Design, Skólavörðustíg 3
Aurum ehf, Bankastræti 4
Gull og Silfur, á miðjum Laugavegi
Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3
Gullkistan, Frakkastíg 10
Gullkúnst Helgu, Laugavegi 11
GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12
Meba, Kringlunni
Orr gullsmiðir, Bankastræti 11
Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5
Tímadjásn, skartgripaverslun, Grímsbæ
Leifur Kaldal gullsmiður
www.gullsmidir.is