Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 ✝ Óskar Her-mannsson var fæddur á Króki í Selárdal í Arn- arfirði þann 23. október 1928. Hann lést 9. októ- ber 2011. Foreldrar Ósk- ars voru hjónin Guðrún Andrea Einarsdóttir, hús- freyja, fædd á Uppsölum í Selárdal og Her- mann Kristjánsson, útgerð- armaður, fæddur í Krossadal í Tálknafirði. Óskar var fjórði í röð sex systkina, Sólveig, Finn- ur, Kristján, Stella og Björgvin, þau eru öll látin. Eftirlifandi eiginkona Óskars er Sjöfn Kristjánsdóttir, fædd 1934, hús- móðir. Hún er fædd á Höfða í Njarðvík. Þau hófu búskap í Reykjavík árið 1954. Óskar og Sjöfn giftust þann 14. maí 1955. Árið 1958 fluttu þau til Grinda- víkur og bjuggu þar til 1983 eða þegar þau fluttu í Kópavog og hafa búið þar síðan. For- börnin Sólveigu Ósk, Pétur Þór og nýfæddan dreng. Óskar ólst upp til átta ára aldurs á Vest- fjörðum en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1936. Óskar stundaði sjómennsku og byrjaði ungur á sjó. Árið 1952 keypti Óskar ásamt föður sínum, bróð- ur og félögum bát sem þeir nefndu Arnfirðing. Þeir gerðu hann út á togveiðar. Þessi út- gerð varð vísir að hinu mynd- arlega útgerðar- og fiskverk- unarfyrirtæki þeirra félaga, Arnarvík h/f í Grindavík. Ósk- ar fór í land árið 1957 og tók við verkstjórn og rekstri Arn- arvíkur í landi allt til ársins 1976 eða þess tíma þegar þeir seldu fyrirtækið. Um fimmtugt hóf hann störf hjá Síldarútvegs- nefnd og starfaði hann þar fram yfir sjötugt. Óskar stofn- aði síldarfyrirtækið Óskar ehf árið 1991, fyrirtækið sérhæfði sig í niðurlagningu á síld og var selt og markaðssettt undir vörumerki ORA. Árið 2003 seldi hann ORA fyrirtæki sitt. Árið 2003 kom Óskar upp myndarlegu sumarhúsi í landi Leynis í Bláskógabyggð, þar naut hann sín vel síðustu æviár- in ásamt fjölskyldu sinni. Útför Óskars fór fram þann 19. október 2011 frá Kópavogs- kirkju. eldrar Sjafnar voru Guðmunda Ingv- arsdóttir, húsfreyja og Kristján Guð- mundsson, vél- stjóri. Óskar og Sjöfn eiga tvær dætur, Guðmundu Björk Ósk- arsdóttur, fædd 1954 og Sólveigu Óskarsdóttur, fædd 1958. Guðmunda á tvær dætur: Lísbet Ósk Karls- dóttur, fædd 1973, gift Ólafi Guðjónssyni, fæddur 1971 og eiga þau börnin Guðjón Karl og Elvu Björk. Sjöfn Arna Karls- dóttir, fædd 1985, í sambúð með Gísla Birni Björnssyni, fæddur 1983, og eiga þau son- inn, Bjarka Björn. Guðmunda var gift Karli Ragnarssyni, þau slitu samvistum. Sólveig er í sambúð með Hallbirni Krist- inssyni. Hún var áður gift Ágústi Haraldssyni og eiga þau soninn, Óskar Ágústsson, fædd- ur 1974, giftur Bergljótu Þórð- ardóttur, fædd 1975. Þau eiga Elsku pabbi minn, nú ertu farinn úr þessu jarðríki. Ég vil þakka þér fyrir öll þau dýr- mætu og skemmtilegu ár sem ég og fjölskyldan höfum átt með þér. Svo margs er að minnast og svo margt er að þakka að erfitt er að koma því öllu í orð. Áhugi þinn á sjávarútvegi, uppbygging Arnarvíkur og öll sú stóra útgerð sem átti hug þinn allan, svo ekki sé minnst á síldina og þau skemmtilegu ár þegar þú starfaðir hjá Síldarút- vegsnefnd. Veiðihúsið sem þið reistuð vestur í Dölum og allar fjölskylduferðirnar sem voru farnar í laxveiði vestur í Dunká. Allar stundirnar sem við áttum með Gunnu, Kjartani og börnum sem eru þér svo kærar. Ekki má gleyma Setrinu í Úthlíð, öllum þeim góðu stund- um sem fjölskyldan átti þar saman í því stóra og glæsilega húsi sem þú og samstarfsfólkið í Síldarútvegsnefnd stóðuð fyr- ir. Eftir að þú hættir störfum vegna aldurs léstu ekki þar við sitja heldur léstu þann draum rætast að byggja sumarhús handa fjölskyldunni og litlu börnunum. Þú settir upp barna- hús, rólur, sandkassa, heitan pott, stóran sólpall og þú pass- aðir að okkur skorti ekki neitt og að við hefðum allt til alls. Elsku pabbi, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir okkur og fyrir að bera hag okkar alltaf fyrir brjósti. Hvar værum við án þín og mömmu? Þið hafið alltaf verið til staðar og ekki síst þegar eitthvað hef- ur bjátað á. Þú finnur lausn á öllu, leysir málin, þig skortir aldrei hugsjón og þér dettur alltaf eitthvað í hug. Þér hefur aldrei dottið í hug að gefast upp heldur hefurðu tekist á við erfiðleika, andstreymi og allan vanda eins og hvert annað verkefni. Bestu þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skylduna. Þín dóttir, Guðmunda Björk Ósk- arsdóttir (Mummý). Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund. Mig langar að þakka þér hvað þú varst mér góður faðir. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, hjálpaðir mér og kenndir mér margt, hvort sem var á gleðistund eða þegar erfiðleikar steðjuðu að. Þú hafðir lausn á öllu fyrir mig og mína fjölskyldu. Það voru góðar stundir sem ég átti með þér þegar ég var lítil stelpa. Minnisstæðar eru ferðirnar á sunnudagsmorgnum niður á höfn í verðbúðina til að athuga hvort allt væri í lagi, athugað var með ísvélina og þegar Arn- firðingur 11 var smíðaður í Stálvík. Síðan þegar ég átti Óskar varst þú svo góður afi og hjálplegur. Allar góðu sum- arbústaðaferðirnar með alla fjölskylduna, laxveiðitúrarnir í Dunká, hringferð um landið með okkur. Takk fyrir, elsku pabbi, hvíl í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Þín dóttir, Sólveig. Lítil afastelpa man vel eftir lykt af síld, bíltúrum niður á höfn og því að afi Óskar hafi alltaf verið til staðar. Í rúm 38 ár varð ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa afa Óskar við hlið mér. Fyrir mér var afi Óskar sem annar faðir og hafa hann og amma alltaf verið afar mik- ilvægur hluti af lífi mínu. Hvort sem það var fyrsta hjólið mitt eða fyrsta hjól barna minna kom afi Óskar við sögu. Fyrsti laxinn, fyrstu bílakaupin og fyrstu íbúðarkaupin. Amma og afi hafa verið með mér öll jól og alla páska, sinnt börnum mínum í veikindum og mætt á fjölskylduhátíðir á leik- skólum þeirra. Þegar árin liðu og ég kynnt- ist Óla mínum tók afi Óskar honum sem syni sínum og þá urðu samverustundirnar enn fleiri. Afi Óskar og Óli urðu miklir og góðir félagar, bröll- uðu margt og þegar sumarbú- staðurinn Lundur leit dagsins ljós voru þeir óþreytandi við að planta trjám, girða, setja upp rólur, þrífa pottinn og fá sér gott rauðvín. Sonur okkar Óla, Guðjón Karl, kom í heiminn 1999 og varð hann mikill afastrákur. Hann naut þeirrar gæfu að eiga samverustundir með þessum yndislega manni í rúm 12 ár. Samband afa Óskars og Guð- jóns Karls var ákaflega sér- stakt og mun hann alltaf búa að því að hafa kynnst svo ákveðnum, réttsýnum og heil- brigðum manni sem vildi allt fyrir fjölskyldu sína gera. Og mikið óskaplega á litli dreng- urinn minn eftir að sakna afa Óskars, hann á erfitt með að skilja að hann muni ekki sjá hann framar. Afi Óskar keyrði afastrákinn sinn í sund í um þrjú ár eða allt þangað til að heilsunni fór að hraka hjá honum. Afastrákur kom þá oft við eftir sundið, tók í spil með afa og fékk gott í gogginn. Guðjón Karl spurði líka þegar afi var dáinn, hver ætti eiginlega að spila við Elvu Björk núna. Afi var stoltur af stráknum sínum og kallaði hann sundgarpinn og snilling- inn sinn. Afi Óskar vildi allt fyrir okk- ur litlu fjölskylduna gera og var ávallt áhugasamur og nat- inn. Eins og gerist og gengur kemur ýmislegt upp og þá var afi til taks. Hann tók það afar nærri sér þegar litla afastelpan hans greindist heyrnarlaus og þurfti að fara í aðgerð til Stokkhólms. Þegar heim var komið fylgdist hann með henni af miklum áhuga, hvort henni yrði kleift að heyra og tala. Hann var svo stoltur af henni og við hvert framfaraskref hjá litlu afastelpunni hýrnaði yfir afa Óskari. Hún amma mín, amma Sjöfn, er konan sem staðið hefur við hlið afa Óskars alla tíð og voru þau sem eitt. Þau voru órjúf- anleg eining sem var fjölskyldu sinni mikilvæg, stoð og stytta í einu og öllu. Ég bið Guð að styrkja ömmu mína, sem glímir nú við veik- indi um leið og hún syrgir mann sinn, mömmu mína, Sollu frænku og aðra fjölskyldumeð- limi. Minning um góðan og elskulegan mann mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Farðu í friði elsku afi minn. Þín elskandi afastelpa, Lísbet Ósk Karlsdóttir og fjölskylda. Afi minn, ég elska þig af öllu mínu hjarta. Ég sakna þín mikið. Manstu eftir þegar ég, þú og pabbi fórum að staðnum sem þú fæddist á? Og við fórum í gamla klaustrið og ég fór fyrstu báts- ferðina mína. Og það var líka gaman að sjá þig þegar þú bjóst til Lund og bjóst til sandkassann og barna- húsið. Það var gaman að sjá þig brosa í síðasta skiptið. Þinn Guðjón Karl. Minningarnar um afa Óskar eru svo margar og þessi mikli merkismaður kenndi mér svo margt. Þegar ég var send í pössun í Holtagerðið til afa og ömmu var alltaf farið í sunnudagsbílt- úr og komið við í ísbúðinni. Stundum fórum við afi bara ein og skildum ömmu eftir heima og þá var sko veisla, stærsti ís- inn í búðinni keyptur og allt það nammi sem ég vildi og svo sagði afi alltaf: „Ekki segja ömmu frá þessu.“ Sama gilti um bláu seðlana sem var laum- að að manni af og til. Í þessum heimsóknum í Holtagerðið var alltaf hægt að plata afa í spil og á kvöldin fékk ég að liggja milli afa og ömmu í sófanum að horfa á sjónvarpið og fékk fót- strokur með, ekki slæmt að vera litla barnabarnið í fjöl- skyldunni. Afi var líka mikill matmaður og sagði alltaf við mig: „Borðaðu nú svo þú verðir stór og sterk eins og ég,“ og klappaði á bumbuna sína. Þeg- ar ég stækkaði fór afi að kenna mér viðskiptavit og allt sem ég tók mér fyrir hendur varð að viðskiptahugmyndum, einn daginn ætluðum við að stofna bakarí og þann næsta sauma- stofu. Minningarnar eru óteljandi og allar þær stundir sem við áttum í Setrinu í Skyggnis- skógi, nú eða í Lundi, eru ógleymanlegar. Í Lundi gat afi unað sér við að dytta að bú- staðnum og oft var æsingurinn svo mikill því afi var jú svo mikill framkvæmdamaður að manni stóð ekki á sama að sjá vel yfir sjötugan mann uppi á þaki einan. Þökk sé þessari framkvæmdagleði eigum við þessa fjölskylduparadís sem hann gerði fyrir okkur. Hann afi minn var mjög ákveðinn, hvort sem það var að semja um verð eða bara að sýna fram á eitthvað. „Ég borga 5000 og ekki krónu meir,“ sagði hann og barði hnefanum fast í borðið. Það er víst ekki langt að sækja ákveðnina sem við fjölskyldan búum yfir. Afi sagði líka alltaf við mig: „Það er bara einn skip- stjóri sem getur stjórnað skip- inu og það er ég og þú.“ Það er ekki hægt að minnast á hann afa minn nema nefna hversu mikill barnakarl hann var. Þegar ég, yngsta barna- barnið, stækkaði þá komu barnabarnabörn í staðinn sem hann lifði fyrir. Hann alveg ljómaði þegar eitt lítið kom skoppandi inn og vildi spila eða leika. Þegar Bjarki Björn sonur minn fæddist fyrir rúmlega tveimur mánuðum þá sýndi afi honum svo mikla athygli og umhyggju þrátt fyrir öll sín veikindi. Ég sá alveg hvernig hann ljómaði þegar hann fékk að halda á honum og spurði reglulega hvernig hann hefði það og hversu duglegur hann væri að borða og sofa. Þegar Bjarki Björn var tveggja vikna þá kom ég með hann í heim- sókn, litla skinnið var ekki upp á sitt besta þann dag og ég var að flýta mér með hann út og drengurinn kominn í stólinn sinn þegar hann allt í einu þagnar. Þarna er hann afi minn 82 ára búinn að rugga litla skinninu í svefn. Hugsa að það sé ekki til neitt yndislegra. Hann Bjarki Björn mun fá að heyra allar þær sögur og minn- ingar sem mamma hans býr yf- ir og myndirnar sem ég á af þeim tveim eru ómetanlegar. Hvíl í friði, elsku afi minn. Sjöfn Arna. Óskar Hermannsson Útvarpstækið í stofunni minni er yfirleitt ósköp þögult, en aldrei þessu vant hafði ég munað eftir að kveikja á því um hádegisbilið á mánudaginn. Þá bar rödd þular- ins mér andlátsfregn Margrétar Líndal. Minningarnar fylltu hug- ann. Ég kom í Laugarnesskólann haustið sem ég byrjaði í tólf ára bekk, eins og það hét í þá daga. Fram að því hafði ég staðið mig vel í flestu sem kennt var í skól- anum að undanskilinni bannsettri leikfiminni – og handavinnu. Það var viss passi á hverju vori þegar ég baksaði við að ljúka skyldu- verkefnunum mínum í tæka tíð að þau enduðu loks snúin, sveitt og krumpuð í höndunum á Möggu frænku, sem reyndi að gera eitt- hvað þekkjanlegt úr þeim. Lík- lega hefur ekki farið fram hjá kennurunum að hér væri ég ekki ein að verki og einkunnin varð samkvæmt því. Svo byrjaði ég í nýjum skóla og hjá nýjum handa- vinnukennara, henni Margréti. Stelpurnar í nýja bekknum voru margar leiknar prjónakonur og höfðu jafnvel prjónað á sig út- prjónaðar peysur. Ég fylltist enn meiri minnimáttarkennd. En í kyrri og rólegri návist Margrétar snerist hún smám saman upp í metnað og trú á eigin getu. Ég fór að skilja að handavinna væri ekki bara puð og píslarganga, heldur gæti hún verið uppspretta ánægju og sköpunar. Um vorið var ég búin að prjóna mér fyrstu peysuna – og einkunnin hafði þot- ið upp í heila níu. Ég efast reynd- ar um að ég hafi unnið fyrir þeirri tölu, svona miðað við þá snillinga sem voru með mér í bekknum, en Margrét hefur eflaust skilið, eins góður og skilningsríkur kennari og hún var, að ég þyrfti á lyft- istönginni að halda. Allt síðan þennan vetur á sjö- unda áratugnum hef ég verið þess fullviss að ég væri dugleg við handavinnu – jafn viss og ég var áður um að ég væri ómynd í hönd- unum. Svona er galdur góðrar kennslu. Við Nína Vala urðum vinkonur og heimili Margrétar og Kristins stóð mér opið; heimili þar sem fagurt handbragð Margrétar blasti alls staðar við augum. Ró, alúð og umhyggja einkenndi heimilisbraginn. Gullkaka við eld- húsborðið, spjall við Margréti og Kristin, hlýlegt viðmót og sú til- finning að vera velkomin, tilfinn- ing sem barn og unglingur þarf svo mikið á að halda – þessar minningar streyma fram í hugann nú þegar ég kveð Margréti með innilegu þakklæti og sendi fjöl- Margrét Jakobs- dóttir Líndal ✝ Margrét Jak-obsdóttir Lín- dal var fædd á Lækjamóti í Víði- dal í Vestur- Húnavatnssýslu 29. maí 1920. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. októ- ber 2011. Útför Margrétar fór fram frá Ás- kirkju 21. október 2011. skyldunni allri sam- úðarkveðjur. Ragnheiður Gestsdóttir. Mig langar að minnast hér góðrar samstarfskonu, Margrétar Jakobs- dóttur kennara, en Margrét kenndi við Laugarnesskóla mestan hluta starfsævi sinnar. Margrét handavinnukennari eins og hún var venjulega kölluð kenndi hannyrðir við skólann eins og starfsheitið gefur til kynna. Margrét var afburðafjölhæf í öll- um hannyrðum og listakona í þeirri grein auk þess að leggja sig alla fram í starfi sínu. Á þeim ár- um þegar Margrét byrjaði kennslu voru eingöngu stúlkum kenndar hannyrðir og gat þá fær kennari eins og Margrét kennt nemendum sínum mjög fjöl- breytta vinnu sem var innihalds- ríkt veganesti til framtíðar. Um nokkurra ára bil voru haldnar í skólanum sýningar á verkum nemenda og kom þá vel í ljós hve verk undir handleiðslu Margrétar voru fjölbreytt og vel unnin. Margrét hóf kennslu í meðferð ullar þar sem farið var í alla þætti vinnslunnar frá ull yfir í flík, byrj- að var að kemba og spinna og öll gömlu tækin notuð eins og gert hafði verið á Íslandi í gegnum ald- irnar. Það var vinsæl valgrein hjá 12 ára stúlkum að læra að spinna á rokk. Þetta var einnig mikilvægt framlag til að viðhalda vinnu- brögðum og menningu þjóðarinn- ar. Eftir að Margrét var hætt kennslu var hún oft fengin í Ár- bæjarsafn til að sýna slík vinnu- brögð. Ég leit á það sem stolt Laugarnesskóla að hafa haft slík- an kennara í kennaraliði skólans. Á árunum á milli 1970 og 1980 komu nýjar áherslur í hand- menntakennslu. Gerðar voru kröfur til þess að strákar kynnt- ust hannyrðum og stelpur smíð- um. Þetta var að mörgu leyti erfið breyting en Margrét var strax tilbúin að takast á við þetta verk- efni þó hún sæi vissulega eftir því að ekki var lengur hægt að kom- ast eins langt með hina ýmsu verkþætti hannyrðanna. Það var ekki auðvelt starf fyrir sauma- kennarann að sannfæra suma drengina um nauðsyn þess að læra að prjóna og sauma, en Mar- grét fann viðfangsefni sem sigraði mótþróa drengjanna. Ég minnist þess einnig að Mar- grét setti af stað vinnu við vegg- stykki sem bæði strákar og stelpur máttu vinna að og skapa að eigin vild, velja garn og liti. Tími til þeirrar sköpunar gafst meðal ann- ars ef bíða þurfti eftir sérstakri að- stoð kennarans við skylduverkið. Þetta veggstykki var síðan sett upp í skólaseli skólans. Það er kost- ur hvers skóla að hafa gott kenn- aralið og í þeim hópi var Margrét. Ég vil að lokum þakka Margréti fyrir vináttu og farsælt samstarf. Ég sendi Kristni og börnunum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jón Freyr Þórarinsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.