Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011
Minningar að morgni
megna huga sefa
meyrnar þel að kveldi
Gógó frænku þökkum við allt.
Elsku Brimrún, Heiðrún, Stína
og fjölskyldur, okkar hugur og
samúð er hjá ykkur.
Pétur Þ. Óskarsson og
fjölskylda.
Nú er hún Gógó líka farin frá
okkur. Við, þessar gömlu vin-
konur, vitum varla hvaðan á
okkur stendur veðrið. Þetta síð-
astliðna ár hefur ekki farið blíð-
um höndum um þennan hóp,
gamla saumaklúbbinn sem við
átta vinkonur stofnuðum fyrir
hartnær 44 árum. Við vorum
svo ólíkar en samt var okkar
vinátta engu lík. Við reyndum
að hittast af og til og alltaf var
Gógó sama trausta vinkonan, til
í að taka þátt og vera með þeg-
ar okkur datt í hug að hittast.
Síðast hittumst við í sumar sem
leið, en án Báru reyndar. Þá
kom Gógó í Hólminn. Við áttum
saman skemmtilega kvöldstund
í Sjávarborg og þegar við skoð-
um myndirnar frá kvöldinu
sjáum við vissulega að Gógó er
veik. En það var samt gantast
með veikindin, stómað og con-
talgenið hennar.
Við söknum hennar óskap-
lega, kímninnar, skoðana henn-
ar sem hún hafði á öllum hlut-
um og bara vináttu hennar. En
við minnumst hennar líka fyrir
þessa sömu eiginleika. Hún var
alin upp undir Jökli, sem hún tí-
undaði reglulega en fluttist ung
í Stykkishólm til að giftast Gulla
og eignast prinsessurnar sínar
þrjár. Fyrstu saumaklúbbarnir
hjá henni voru á litla fallega
heimilinu þeirra úti á Bakka, í
gömlu húsi sem þau innréttuðu
upp á nýtt og var svo notalegt.
En svo fór að fækka í hópn-
um okkar. Kristrún fórst 1983
og svo í nóvember 2010 dó Júl-
íana okkar eftir erfiða baráttu.
Þá var Gógó komin að því að
taka aftur til við baráttuna við
krabbann sem hún hafði fengið
sem vágest árið áður. Hefur
hún síðan barist og verið þvílík
hetja að hún hefur verið okkur
öllum fyrirmynd. Því erum við
nú orðnar fimm eftir stöllurnar
og hugsum með þakklæti og
gleði til samverunnar með Gógó
en skiljum ekkert í Guði að taka
hana frá okkur, konu á besta
aldri, konu sem átti svo margt
eftir að gera og sjá.
Okkur innilegustu samúðar-
kveðjur til Brimrúnar, Heiðrún-
ar og Kristínar og fjölskyldna
þeirra sem nú sakna Guðrúnar
Rebekku Kristinsdóttur.
Bára, Dagbjört,
Guðrún Anna,
Guðrún Marta og Nína.
Kveðja til Gógóar:
Við erum bæði horfin, hún og ég
og hér er engin von á skýjarofum.
Það lýsir engin sól þann vesturveg,
sem veit að mínum stofum.
Svo dimmt er þar og dapurlegt í
kvöld
að dauðinn sjálfur mundi loftið ylja.
Það tekur stundum tug af heilli öld
að talast við – og skilja.
(Davíð Stefánsson)
Kærar þakkir fyrir samfylgd-
ina.
Höskuldur Eyþór.
Í dag kveðjum við Gógó eins
og hún var ávallt kölluð. Það er
ekki spurt að aldri, kallið kemur
og enginn fær við það ráðið.
Við hjónin kynntumst Gógó
fyrir allmörgum árum þegar við
fluttum til Stykkishólms. Okkur
var tekið opnum örmum og
heimili hennar alltaf opið fyrir
okkur og börnin. Við stofnuðum
atvinnurekstur saman og rákum
hátt í áratug. Gógó var alltaf
tilbúin að hjálpa og leiðbeina ef
þörf var á, hvort sem var í
vinnunni eða annars staðar. Ef
hún var í vinnuni eða ekki
heima þá var það Gunna amma
sem tók á móti manni, bauð í
bæinn og gaf kaffisopann.
Elsku Gógó, við þökkum fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir okk-
ur. Hvíldu í friði, Gógó mín. Við
sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til Brimrúnar,
Heiðrúnar, Kristínar og fjöl-
skyldna þeirra.
Ingibjörg og Guðmundur.
Það er gott að eiga minningar
um góða vini. Við Gógó bund-
umst vináttuböndum sem ung-
lingar á Hellissandi þar sem við
bjuggum, hún á Fögruvöllum
hjá móður sinni, Guðrúnu Þor-
steinsdóttur, og ömmu, Pétrúnu
Jóhannesdóttur, ég á Görðum
hjá foreldrum mínum, stutt á
milli húsa og mæður okkar góð-
ir vinir.
Við kynntumst verðandi eig-
inmönnum okkar sama árið og
fluttumst til Stykkishólms. Hún
haustið 1964 og ég 1965. Hún og
Gulli og Guðrún móðir hennar,
sem öll börnin í hverfinu köll-
uðu Gunnu ömmu, bjuggu á
Bakka. Ég og Baldur á Jaðri.
Svo fluttu þau á Silfurgötuna og
við í Lágholtið, alltaf góð vin-
átta og dagleg samskipti.
Þrjár dætur hjá Gógó og
þrjár hjá mér. Þannig liðu árin
og við fylgdumst stoltar með
dætrunum vaxa úr grasi,
mennta sig og stofna heimili.
Svo komu barnabörnin, hvert af
öðru, og hún var farin að hlakka
til að verða langamma.
Við Gógó áttum mörg sam-
eiginleg áhugamál, meðal ann-
ars garðrækt og útiveru. Sú úti-
vera fólst aðallega í
gönguferðum sem við stunduð-
um svo til daglega í mörg ár eða
þar til hún flutti til Reykjavík-
ur. En áfram hélt vinskapur
okkar og þó að við hittumst allt-
of sjaldan þá var það þannig að
það var eins og við hefðum aldr-
ei skilist.
Okkar fyrsta sameiginlega
ganga var á hvítasunnu árið
1962. Á þeim árum var það sið-
ur hjá unglingum á Hellissandi
að ganga á Snæfellsjökul um
hvítasunnu. Man enn hvað við
vorum stoltar eftir fjögurra
klukkustunda göngu þegar við
stóðum á toppnum.
Mér er það mikils virði við
leiðarlok að minnast síðasta
ferðalagsins okkar saman núna í
sumar.
Þá fórum við í hringferð um
nesið okkar kæra, fengum
dásamlegt veður, byrjuðum á að
fara til Ólafsvíkur þar sem líf
okkar beggja hófst, horfðum á
pínulitla húsið, Baldurshaga,
þar sem hún fæddist og gönt-
uðumst með að stærra hús hefði
ekki þurft, mamma hennar nett
kona og Gógó bara sex merkur.
Þá lá leiðin að Ingjaldshóli að
vitja látinna ástvina hennar.
Á Hellissandi voru rifjaðar
upp skemmtilegar minningar
frá unglingsárunum.
Þegar út fyrir Hellissand
kom ljómaði hún af gleði og
benti mér á staði þar sem hún
hafði dvalið með móður sinni
þegar bílvegur var lagður í
fyrsta sinn yfir hraunin fram-
anundir. Því að mörg sumur var
móðir hennar ráðskona vega-
gerðarmanna og Gógó var hjá
henni í vinnunni. Það var æv-
intýri fyrir litla stúlku og lífið
var gott. Karlarnir góðir og hún
fékk að sitja í vörubílunum og
taka þátt í daglegu amstri. Eða
eins og hún sagði: Þegar við
vorum að leggja veginn sváfum
við allt sumarið í tjaldi og það
var svo dásamlegt á næturnar,
allt svo kyrrt og hljótt, bara ein-
staka tíst í smáfuglum.
Kæra vinkona, ég þakka þér
ævilanga vináttu og tryggð við
mig og mína fjölskyldu. Dætr-
um þínum, tengdasonum og
barnabörnum votta ég okkar
dýpstu samúð. Minning um
góða konu, móður og ömmu og
umfram allt sterka persónu
mun lifa um ókomin ár. Nú mun
hún á ný hvíla áhyggjulaus við
hlið móður sinnar eins og á
sumrum bernsku sinnar. Allt er
orðið kyrrt og hljótt, bara ein-
staka tíst í smáfuglum.
Guðrún Marta Ársælsdóttir.
„Vinur þinn er þér allt. Hann er akur
sálarinnar, þar sem samúð þinni er
sáð og gleði þín uppskorin. Hann er
brauð þitt og arineldur. Þú kemur til
hans svangur og í leit að friði… láttu
vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang
annan en að auðga anda þinn, því að
sú vinátta, sem leitar einhvers ann-
ars en síns eigin leyndardóms, er
ekki vinátta, heldur net, sem kastað
er í vatn og veiddir í tómir undirmáls-
fiskar.“
(Spámaðurinn)
Mér er þungt um hjarta nú er
ég minnist minnar ljúfu vinkonu
Guðrúnar Rebekku. Öll samver-
an með henni frá fyrstu stundu
hefur verið uppspretta skilnings
og auðgað líf mitt vegna þess
trausts sem við bárum hvor til
annarrar. Að geta rætt um gleði
sína og sorgir við einhvern sem
maður treystir algjörlega er það
mikilvægasta sem hægt er að
njóta í lífinu. Án þess er líf
manns aðeins sem skuggi af til-
verunni en ekki lífið sjálft og að
fara í gegnum lífið án þess að
upplifa sanna vináttu er fátækt
líf.
Ég horfi yfir farinn veg og sé
að vinskapur þinn var einn af
stoðunum í lífi mínu. Ég verð
aðeins að vona að ég hafi getað
goldið það einhverju í líku.
Það veit ég að afkomendur
þínir og tengdasynir hafa verið
meðvituð um gæfu sína að njóta
þín. Það hafa þau sýnt á allan
máta. Í þeirri vissu að þið
standið öll saman eins og þið
hafið gert hingað til og berið í
ykkur og ræktið þá góðu arf-
leifð sem Guðrún vinkona mín
gaf ykkur til að bera áfram
verður til þess að hún verður
með okkur um ókomin ár.
Ég votta ykkur öllum ein-
læga samúð mína.
Björg Sigurðardóttir,
Sigvarður Ari, Hróðný
María og Eðna Hallfríður
Huldarsbörn, Sigríður
Sigurðardóttir og Haukur
Viggósson.
Æskuvinkona mín, Guðrún R.
Kristinsdóttir sem fjölskylda og
vinir kölluðu Gógó, er í dag
kvödd með sárum söknuði. Síð-
ustu þrjú árin háði hún harða
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Uppgjöf var ekki til í hennar
huga, hún barðist fyrir lífi sínu
til hinstu stundar, af hetjuskap
sem aðdáun vakti. Andlegt þrek
hennar og bjartsýni gaf okkur
sem nálægt henni stóðum von
um að þessi harða barátta end-
aði með sigri lífsins en sú von
brást.
Gógó var alin upp á Hellis-
sandi hjá móður sinni Guðrúnu
og ömmu sinni, Pétrúnu á
Fögruvöllum. Á heimili þeirra
ríkti andrúmsloft glaðværðar og
hlýju. Pétrún var fróð kona og
fór með vísur og gamlar sögur.
Gunna var glaðsinna og gestris-
in. Gógó var mótuð af þessum
notalega heimilisanda sem
fylgdi henni æ síðan, bæði á
heimili hennar í Stykkishólmi
og í Reykjavík.
Snemma kom í ljós hversu
fylgin sér hún var. Hún fór ekki
um með hávaða og erfiðleikar
uxu henni ekki í augum heldur
tókst hún á við þau verkefni
sem lífið lagði henni á herðar af
skynsemi. Eftir að grunnskóla
lauk vann hún í verslunum og á
símstöðinni á Hellissandi við
nokkuð frumstæðar aðstæður
en hún hafði gaman af starfinu
og rifjaði oft upp skemmtileg
atvik frá þeim tíma.
Síðar lá leið hennar í hús-
mæðraskóla í Danmörku. Hún
naut dvalarinnar þar ríkulega,
og lærði margt er nýttist henni
vel sem húsmóður síðar meir.
Fljótlega eftir heimkomuna
giftist Gógó fyrrverandi eigin-
manni sínum og fluttist, ásamt
móður sinni, með honum til
Stykkishólms þar sem ungu
hjónin reistu sér heimili. Brátt
fæddust þrjár yndislegar dætur
sem voru móður sinni gleðigjaf-
ar og reyndust henni ákaflega
vel í erfiðum veikindum. Hún sá
ekki sólina fyrir þeim og fjöl-
skyldum þeirra. Þau voru henni
allt.
Í Stykkishólmi átti fjölskyld-
an myndarlegt heimili. Engum
var í kot vísað sem þangað lagði
leið sína, standandi veisluborð
og Gunna amma stóð í eldhús-
inu og hellti upp á könnuna.
Þáttaskil urðu í lífi Gógóar
þegar hún hóf störf í Búnaðar-
bankanum í Stykkishólmi og
síðar í Reykjavík. Þar kunni
hún vel við sig. Ekki var alltaf
auðvelt að vera þjónusturáðgjafi
í stórum banka á umbrotatímum
en hún var fljót að setja sig inn í
nýtt starfsumhverfi og ná tök-
um á þeim verkefnum sem
henni var trúað fyrir.
Á unglingsárum deildum við
vinkonurnar herbergi, kynnt-
umst því vel og bundumst ævi-
löngum vináttuböndum sem
aldrei rofnuðu þrátt fyrir vík
milli vina um árabil.
Að leiðarlokum er mér þakk-
læti efst í huga, þakklæti fyrir
vináttu, tryggð og stuðning á
ævinnar vegi. Þakklæti fyrir all-
ar skemmtilegu samverustund-
irnar innanlands og utan, ekki
síst hin síðari ár þegar við vor-
um báðar búsettar í Reykjavík.
Ég mun sakna sárt minnar góðu
vinkonu.
Dætrum hennar og fjölskyld-
um þeirra sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Þau
hafa misst mikið.
Ég dái runna
sem roðna undir haust
og standa réttir
þótt stormana herði
uns tími er kominn
að láta laust
lauf sitt og fella
höfuð að sverði.
(Einar Bragi)
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Minnie Eggertsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
✝ Gyða Jóns-dóttir fæddist á
Skálanesi í Gufu-
dalssveit, Austur-
Barðastrand-
arsýslu, 7. mars
1933. Hún lést 9.
september 2011.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 1902,
d. 1989 og Jón
Jónsson, f. 1900, d.
1997, bændur á Skálanesi. Jón
átti bát, happafleyið Golu, og
sótti á henni björg í bú. Þau hjón
eignuðust 10 börn, en einn son
misstu þau á öðru ári. Hin átta
systkinin eru öll á lífi.
Gyða giftist sveitunga sínum,
Jóni Þórði Ágústs-
syni frá Hofs-
stöðum, húsasmíða-
meistara. Þau
settust að á Akra-
nesi. Börn þeirra
eru 1) Svala Bryn-
dís, f. 1954, maki
Karl Frank Sig-
urðsson. Synir
þeirra Róbert Arn-
ar, Sigurður Reyn-
ir, Þórður Ágúst. 2)
Örn Ómar, f. 1958.
Gyða var sjálfmenntuð í fata-
saumi og starfaði sjálfstætt við
saumaskap samhliða heimilis-
störfum.
Gyða var jarðsunginn í kyrr-
þey 15. september 2011.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
(121. Davíðssálmur)
Hún kvaddi á heiðríkum
haustmorgni. Gyða mágkona mín
átti einlæga trú á almættið og
lifði í takt við trú sína. Studdi við
þá sem hallir stóðu, hvort heldur
voru dýr eða menn og „bar gott
fram úr góðum sjóði hjarta síns“.
Hún hafði regluleg samskipti við
öll systkini sín og annað skyld- og
venslafólk og alltaf var gott að fá
símtal frá henni. Gyða hafði
sterka útgeislun, gleði, hlýja og
skilningur stafaði frá henni. Hún
var yfirveguð, lastaði ekki aðra,
lét alla njóta sannmælis en sagði
meiningu sína þegar því var að
skipta. Gyða naut sín vel við
saumaskapinn, fylgdist vel með á
því sviði og báru föt frá henni
vitni um gott handbragð og
smekkvísi. Hún ræktaði vel garð-
inn sinn, hlúði vel að fjölskyldu
sinni, blómum og öðrum gróðri.
Hún tók veikindum sínum af
æðruleysi og mætti örlögum sín-
um með reisn, fullviss um líf að
loknu þessu.
Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
(Sigurður Jónsson)
Gyða var náttúrubarn og sveit-
in hennar átti rúman sess í hjarta
hennar.
Veri hún kært kvödd, með
þökk fyrir vináttuna. Fjölskyldu
hennar vottum við innilega sam-
úð okkar.
Hjördís Jónsdóttir og
Sig. Steindór Pálsson.
Gyða Jónsdóttir
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls
SVEINBJARNAR MARKÚSSONAR
kennara.
Anna Jónsdóttir,
Bjartmar Sveinbjörnsson, Halldóra Kristín Gunnarsdóttir,
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Brynjar Ingi Skaptason,
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Davíð S. Óskarsson,
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Þórir Sigurðsson,
Hrafn Sveinbjarnarson,
Björn Ragnar Sveinbjörnsson, Majken Hammer,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elsku mömmu
okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu,
HULDU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hallveigarstíg 8,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns.
Margrét Medek, Peter Medek,
Björk Hjaltadóttir, Guðmundur Brynjólfsson,
Vigdís Hjaltadóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar og tengdamóður,
HÖNNU GUÐNÝJAR BACHMANN,
Logafold 56,
áður til heimilis að Háteigsvegi 26,
Reykjavík.
Halla Jónsdóttir, Gunnar E. Finnbogason,
Inga Jónsdóttir, Ottó Guðmundsson
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR GUNNARSDÓTTUR,
Lillu.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ fyrir einstaka umönnun og alúð.
Stefán Kjartansson,
Gunnar L. Stefánsson, Þórunn Ásgeirsdóttir,
Guðfinna Stefánsdóttir, Helgi Harðarson,
Hreinn Stefánsson, Sveinbjörg Pálmarsdóttir,
Hilmar Stefánsson, Íris Dóra Unnsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.