Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Stuttar fréttir ... ● Christian Broth- ers Investment Services, fjárfest- ingasjóður sem sérhæfir sig í eignastýringu fyrir stofnanir kaþólsku kirkjunnar, lagði fram tillögu um að störf aðal- framkvæmdastjóra og stjórnarfor- manns yrðu aðskilin í News Corpora- tion, fjölmiðlafyrirtækinu sem Rupert Murdoch stýrir. Tillagan er lögð fyrir fyrsta ársfund félagsins eftir að hneykslismál í tengslum við símahler- anir dótturfélagsins News of the World kom fram. Tillagan beinist gegn Mur- doch en hann gegnir báðum stöðum í dag. Jafnframt hefur fjárfestingasjóð- urinn Calpers lýst yfir að hann muni greiða atkvæði gegn stjórnarsetu Mur- dochs og vandamanna hans í News Corporation. Ólíklegt er að þetta nái fram að ganga þar sem Murdoch og fjölskylda hans eiga þorra þess hluta- fjár sem veitir atkvæðarétt í News Cor- poration. Fjárfestar beita sér gegn Murdoch Rupert Murdoch ● Tap finnska farsímaframleiðandans Nokia nam 68 milljónum evra, tæpum 11 milljörðum króna, á þriðja ársfjórð- ungi. Þrátt fyrir að tap hafi verið á rekstrinum var niðurstaðan mun skárri en greinendur höfðu búist við. Sérfræð- ingar höfðu spáð að tapið yrði 321 millj- ón evra á tímabilinu. Sala Nokia nam 8,98 milljörðum evra á þriðja ársfjórð- ungi sem er einnig mun meiri sala held- ur en spáð hafði verið. Hins vegar er hún mun minni en á sama tímabili í fyrra er hún var 10,27 milljarðar evra. Minna tap hjá Nokia en búist hafði verið við að greiða á ný aukinn hluta af launum sínum í séreignarlífeyrissparnað og að sama skapi væri verið að senda röng skilaboð til landsmanna um ávinning reglulegs sparnaðar. Áætlað er að þessar aðgerðir stjórnvalda auki skatttekjur ríkisins um 1,4 milljarða á ári. Fram kom í máli Þóreyjar að sú upphæð væri ekki há ef litið er til þeirra neikvæðu hlið- arverkana sem breytingarnar hefðu í för með sér: minni skatttekjur í fram- tíð og auknar líkur á að ríkið þurfi að bera stærri skerf af lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Ekki val heldur lögboðuð þvingun  Mikil andstaða við áform um breytingar á séreignarsparnaði Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fundur Fram kom á fundinum að sum stór fyrirtæki hefðu tilkynnt starfs- mönnum að þau myndu sjálfkrafa lækka séreignarsparnað launþega úr 4% í 2%. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Það er verið að herja á lífeyrissparnað almennings í landinu með áformuðum lagabreytingum á skattaafslætti vegna viðbótarlífeyrissparnaðar – og lífeyrissjóðakerfið mun bregðast hart við öllum slíkum breytingum. Þetta kom fram í erindi Þóreyjar S. Þórð- ardóttur, framkvæmdastjóra Lands- samtaka lífeyrissjóða, á fræðslufundi sem haldinn var í gær á vegum VÍB, eignastýringarþjónustu Íslands- banka. Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórn- arinnar til fjárlaga árið 2012 munu launþegar ekki lengur eiga þess kost að greiða allt að 4% af tekjum sínum í séreignarsparnað, því stjórnvöld áforma að skattleggja séreignar- sparnað umfram 2% af launum. Lárus Páll Pálsson, verkefnisstjóri hjá Líf- eyrisþjónustu VÍB, benti á það í fram- sögu sinni að samkvæmt núgildandi skattakerfi yrði séreignarsparnaður skattlagður tvívegis yrðu samningar launþega ekki lækkaðir. Því þyrfti að lækka samninga í 2% ef af lagabreyt- ingunni yrði. Fram kom í máli fundarmanna að fyrirhugaðar breytingar yllu miklu álagi á launakerfi stærri vinnustaða, enda væri skammur tími til stefnu. Heyrst hefur að sum stór fyrirtæki hafi þegar tilkynnt starfsmönnum sín- um að þau muni sjálfkrafa lækka sér- eignarsparnað launþega úr 4% í 2% við breytingarnar – nema starfmenn óski sérstaklega eftir öðru. Þórey sagði ljóst að gengju þessi áform eftir, myndi lífeyrissparnaður rakleiðis minnka, enda væri ekki lengur um að ræða valkost fyrir laun- þega – það myndi aldrei borga sig að greiða meira en 2% af launum í sér- eignarsparnað. Hún óttast jafnframt að þrátt fyrir að þessi breyting verði einvörðungu tímabundin, þá verði af- leiðingarnar verða langvarandi; það yrði mjög erfitt að fá fólk til að byrja Höskuldur Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Fjarðalax, segir mikil- vægt að stjórnvöld fáist til þess að vinna með fyrirtækinu að ramma ut- an um laxeldi. Fjarðalax hefur til- kynnt að fyrstu kynslóð laxeldisstöðv- ar fyrirtækisins á Patreksfirði verði slátrað innan skamms. Þar með verði til um 15 ný framtíðarstörf á sunn- anverðum Vestfjörðum. „Þessi rammi er nauðsynlegur, svo við getum stækkað eldið í sátt við náttúruna,“ segir hann. „Við eigum í vandræðum með stjórnvöld. Þau hafa ekki sýnt skilning á því sem við erum að leggja fram. Við erum orðin þreytt á þessu skilningsleysi, ekki síst í ljósi þess að starfsemi okkar skapar störf og útflutningstekjur, sem eru það sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir,“ segir hann. Regluverk í kringum laxeldi verður að ganga út á að tryggja fyrirtækjum frið á sínu svæði, þannig að ekki spretti upp of margar stöðvar, hver ofan í annarri. „Það væri öruggasta leiðin til að eyðileggja þetta tækifæri. Því miður er ekki búið að uppfæra regluverkið á Íslandi í þessa veru, eins og búið er að gera til að mynda í Færeyjum og Noregi,“ segir Hösk- uldur. Fjarðalax er með um 600 þúsund laxa í sjókvíum í Tálknafirði og Arn- arfirði. Fyrir eru starfsmenn fyrir- tækisins 20 talsins. Framtíðarstörfin 15 snúa að slátrun fyrstu kynslóðar, vinnslu og pökkun í vinnsluhúsi fyr- irtækisins á Patreksfirði. Allar afurð- ir verða fluttar ferskar á markað í Bandaríkjunum og eru þegar seldar, en Fjarðalax er í eigu North Landing LLC, eins stærsta aðilans í innflutn- ingi, vinnslu og dreifingu á ferskum laxi og laxaafurðum á austurströnd Bandaríkjanna. ivarpall@mbl.is Þreytt á skilningsleysi  Fjarðalax slátrar fyrstu laxakynslóð á Patreksfirði  15 störf verða til  Vilja lagaramma um laxeldi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lax Framkvæmdastjóri Fjarðalax vill uppfæra regluverk um laxeldi. Eftir að fram- kvæmdum lýkur við stækkun ál- vers í Straums- vík mun fram- leiðslugeta álversins aukast um 20% á ári, úr 190 þúsund tonn- um í 230 þúsund tonn, segir Ólaf- ur Teitur Guðna- son, framkvæmdastóri sam- skiptasviðs Alcan á Íslandi. Stækkun álversins er nú í fullum gangi, en markmið fram- kvæmdanna er að renna traustari stoðum undir rekstur álversins til frambúðar. Byrjað verður að auka fram- leiðsluna í smáum skrefum frá og með upphafi næsta árs, segir Ólaf- ur, en áætlað er að framkvæmdum ljúki að fullu í lok ársins 2012. Sam- fara aukinni framleiðslugetu ál- versins mun störfum við álverið fjölga um 20-30 til frambúðar. Framkvæmdirnar sjálfar skapa hins vegar um 600 ársverk meðan á þeim stendur. Samkvæmt tilkynningu frá Alcan á Íslandi nemur fjárfestingin tæp- um sextíu milljörðum króna og er því um að ræða, að því er næst verður komist, stærsta fjárfestinga- verkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hruni. 20% aukn- ing fram- leiðslu Ólafur Teitur Guðnason Stækkun álvers í fullum gangi                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-,, +./-,0 ++0-,/ /+-001 /2-3+. +1-43. +/5-,3 +-,23+ +.+-.5 +,.-.5 ++,-.0 +./-51 ++0-., /+-055 /2-315 +1-,+5 +/5-5/ +-,+2, +,5-00 /+4-4+43 ++3-++ +.0-4+ ++4-+. /+-43+ /2-14 +1-,1 +02-/. +-,+45 +./-51 +,5-11 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Væntingavísitala stjórnenda í þýsk- um fyrirtækjum heldur áfram að falla og hefur hún ekki verið lægri frá því að gríska ríkið rambaði á barmi gjaldþrots í fyrravor. Vænt- ingavísitala Ifo-stofnunarinnar, sem mælir viðhorf um sjö þúsund stjórn- enda í þýskum fyrirtækjum, féll nið- ur í 106,4 stig í október og hefur nú fallið í fjóra mánuði í röð. Um er að ræða alger umskipti frá því um mitt sumar þegar væntingavísitalan benti til vaxandi bjartsýni um horfurnar í þýska hagkerfinu. Versnandi horfur vegna skuldakreppunnar Mælingin bendir til þess að ótti fari vaxandi um að skuldakreppan á evrusvæðinu ásamt versnandi efna- hagshorfum í alþjóðahagkerfinu dragi þýska hagkerfið inn í nýtt sam- dráttarskeið. Mikill kraftur hefur verið í þýska hagkerfinu undanfarin ár meðal annars vegna þess að eft- irspurn eftir þýskum útflutningi hef- ur haldist stöðug þrátt fyrir erfitt ár- ferði á alþjóðamörkuðum. Hagspár gera enn ráð fyrir um- talsverðum hagvexti í ár en hins veg- ar eru spárnar fyrir næstu ár teknar að dekkjast. Gert er ráð fyrir að þýska hagkerfið vaxi um tæp 3% í ár, sem er með því mesta sem þekkist í Evrópu um þessar mundir, en hins vegar er gert ráð fyrir mun minni hagvexti á næsta ári. Þýsk stjórn- völd lækkuðu til að mynda spá sína í vikunni um 1,9% hagvöxt niður í 1% vöxt. Spáin kann hins vegar að reyn- ast of bjartsýn. Eins og bent er á í umfjöllun Financial Times þá varaði þýski seðlabankinn á dögunum við því hagvöxtur myndi minnka enn frekar í vetur og hætta væri á að samdráttur yrði næstu tvo ársfjórð- unga. ornarnar@mbl.is Svartsýni eykst í Þýskalandi  Væntingavísitala þýskra stjórnenda ekki lægri frá því að skuldakreppan á evru- svæðinu skall á  Hagvaxtarhorfurnar fyrir næsta ár teknar að versna umtalsvert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.