Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Haustið byrjar vel, ég er aftur komin austur á mínar æskuslóðir til að kenna litlu krílunum sem eru að hefja sína skólagöngu. Í foreldrahópnum er gamall bekkj- arbróðir minn og æskuvinur. Ég hugsa með mér hvað það var gott að tilheyra góðum bekk en við er- um sennilega bara tvö eftir hér í sveitinni úr gamla bekknum okk- ar. Nú tökum við Ægir veturinn í að skipuleggja bekkjarmót fyrir næsta sumar. En haustið byrjaði alls ekki vel. Eins og hendi væri veifað varð hræðilegt slys og gamli bekkjarbróðir minn og æskuvin- ur er allur. Skemmtilegar sögur eru allt í einu orðnar að dýrmæt- Jón Ægir Ingimundarson ✝ Jón Ægir Ingi-mundarson fæddist á Akureyri 19. nóvember 1969. Hann fórst af slys- förum á Djúpavogi 12. október 2011. Foreldrar Ægis eru Unnur Jóns- dóttir, f. 16.11. 1947 og Ingimund- ur Steingrímsson, f. 16.11. 1948. Sam- býliskona hans er Caudia Gómez Vides, f. 30.6. 1974. Dóttir: Haf- rún Alexia, f. 8.10. 2002. Sonur: Emilio Sær, f. 27.5. 2005. Útför hans fer fram frá Djúpavogskirkju í dag, 22. októ- ber 2011, kl. 14. um minningum og þær eru svo margar enda hef ég þekkt hann Ægi frá því ég man eftir mér. Jón Ægir Ingi- mundarson var mik- ill eðaldrengur og hafði einstaklega góða nærveru. Hann var rólegur í fasi og alltaf var stutt í brosið. Að setjast niður með honum og rifja upp gömlu góðu dagana var alltaf svo gaman. Hann hafði góðan húmor og smitandi hlátur. Ég man eftir okkur þegar við vorum kannski bara fjögurra eða fimm ára að leika okkur í Sólhólsklett- unum og þegar við hófum okkar skólagöngu saman ásamt Birg- ittu, Stefaníu og Regínu. Árgang- urinn okkar var ekki stór og kynjahlutfallið ekki jafnt en sallarólegur og yfirvegaður fór Ægir í gegnum fyrsta grunn- skólastigið með okkur stelpunum. Síðar fjölgaði í bekknum og kynjahlutfallið jafnaðist. Þegar Kalli Elvars var kominn í hópinn var stofnuð hljómsveit. Við stelp- urnar fengum að koma á fyrstu æfingar hjá hljómsveitinni Glappaskot og fannst mikið til koma. Þegar grunnskólanum lauk fórum við Ægir saman í mennta- skóla í Neskaupstað. Þessi vetur var mikið ævintýri og margt brallað. Ferðalögin heim um helgar eru eftirminnileg og í minningunni voru það oft miklar svaðilfarir í snjó og hálku sem oft- ast voru farnar með Jóni Braga á Volgunni hans. Já, minningarnar eru margar og allar góðar og ég man ekki til þess að nokkurn tím- ann hafi fallið skuggi á vinskap okkar og ég veit að það er allt Ægi að þakka, þannig var hann bara. Ég trúi því ekki að ég eigi aldrei aftur eftir að heyra hann reka upp hrossahlátur þegar við rifjum upp bílprófsferðina okkar á Hornafjörð. Á tjaldstæðinu var slegið upp sæmilega stóru fjöl- skyldutjaldi og þar lágum við þrjú, Ægir, Kjartan og ég. Lásum ökubókina, hlýddum hvert öðru yfir, tókum nokkra ökutíma og mættum í próf. Tveimur dögum síðar var rútan tekin heim aftur og allir með ökuskírteini í vesk- inu. Haustið kom með hvelli í litla þorpinu okkar. Þar ríkir mikil sorg og stórt skarð er komið í hópinn. Litlu krílin í fyrsta bekk mæta í skólann sinn og eru dug- leg að læra að lesa. Þar situr lítill drengur sem stundum rekur upp hrossahlátur þegar hann skoðar bók. Hann minnir mikið á pabba sinn sem hló oft hátt og innilega þegar hann var að lesa dönsku Andrésblöðin fyrir 35 árum. Elsku Ægir minn, takk fyrir að vera vinur minn í öll þessi ár, það er ómetanlegt. Elsku Unnur, Ingimundur, Claudia, Hafrún og Emilio, missir ykkar er svo ótrúlega mikill, þið eigið alla mína samúð. Minningin um góðan dreng lif- ir. Þorbjörg Sandholt. Í dag verður Ægir borinn til grafar. Í dag ætti ég að vera á Djúpavogi ásamt fólkinu þar til að votta hinstu kveðju. Í dag er ég staddur í Norður-Noregi með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum. Þau voru óumræðanlega sár tíðindin sem hún Matthildur mín flutti yfir hafið miðvikudaginn 12. október. Maggi… hann Ægir er dáinn… Hann Ægir, einn af þessum hjartahreinu mönnum sem ég hélt að yrði á veginum á meðan ég væri þar sjálfur. Hann Jón Ægir Ingimundarson sem fórst við vinnu sína í hræðilegu slysi í höfninni við Innri-Gleðivík á Djúpavogi þennan örlagaríka októberdag á Austurlandi. Ægir var einn af þeim sem vekja athygli við fyrstu kynni, ekki vegna þess að hann ætlaði það, heldur fyrir að vera öðlingur. Ég vissi fyrst hver Ægir var þegar hann var á unglingsárum, örlögin höguðu því þannig að móðursystir hans varð lífsföru- nautur minn og mér féll sá heiður í skaut að kynnast Ægi og hans fjölskyldu í gegnum tíðina. Clau- diu þegar þeirra sambúð hófst, börnunum þeirra Hafrúnu Alexiu, sem var mér eins og kær afmæliskveðja fyrir níu árum og Emilio Sæ sem fyrir rúmum sex árum átti þá skemmtilegustu skírnarveislu sem ég hef setið. Ægir var fjölskyldunnar mað- ur fram í fingurgóma. Mæðginin, hann og Unnur, einstaklega sam- rýmd og samband þeirra feðga var traust alla tíð. Þegar þau Claudia hófu búskap kom enn betur í ljós hverslags fjölskyldu- gersemi Ægir var, fjölskyldan átti hug hans allan. Það var ein ánægjulegasta uppgötvunin við að fara á facebook, að sjá hvað líf- ið var skemmtilegt hjá Hafrúnu og Emilio þegar myndasöfnin hans Ægis voru skoðuð. Afmælin, stuttir og langir bíltúrar, undir- búningsfermingin hennar Haf- rúnar, íþróttaferðalög með besta félagi í heimi Neista á Djúpavogi, voru statusarnir á síðunni hans. Ægir var alla tíð hinn sanni Djúpavogsmaður, þar vildi hann búa og starfa. Þar gaf hann sam- félaginu hjarta sitt ásamt tónlist- inni sem var honum svo kær æv- ina alla. Nú, þegar að leiðarlokum er komið hjá góðum dreng sem féll frá í blóma lífsins, er missirinn meiri en orð fá lýst. Í dag er ég ekki á Djúpavogi til að votta þér mína hinstu kveðju, vinur minn, og í dag get ég aðeins vottað samúð mína með því að senda í huganum yfir hafið og heim mínar dýpstu samúðar- kveðjur til þinnar kæru fjöl- skyldu; Claudiu, Hafrúnar, Emi- lio; foreldranna Unnar og Ingimundar auk alls fólksins þíns á Djúpavogi, staðarins sem hefur misst einn af sínum kærustu son- um. Magnús Sigurðsson. Þegar ég fékk fréttirnar um að þú hefðir kvatt þennan heim dofnaði ég upp og á svona stund- um finnst manni lífið vera svo ósanngjarnt. Þetta var mikið reiðarslag og það er erfitt að þurfa að sætta sig við og skilja þegar svona lagað gerist. Minn- ingar um þig runnu fyrir hug- skotssjónum mínum eins og bút- ar úr kvikmyndum og flestar tengjast þær tónlistinni en leiðir okkar lágu mest saman þar. Ætli við höfum ekki verið fjór- tán eða fimmtán ára þegar við ákváðum að stofna pönkhljóm- sveit sem fékk nafnið Glappaskot og æfðum við af kappi í stofunni í Nausti. Svo fóru fleiri að bætast í hópinn og við héldum okkar fyrstu tónleika í Neista og keypt- um okkur svo pulsur og kók fyrir ágóðann. Síðan þróaðist spiliríið á þann veg að fleiri bættust í hóp- inn og að fáum árum liðnum, eftir nafna- og mannabreytingar, varð hljómsveitin Þörungarnir að veruleika og við farnir að spila á böllum hér og þar. Sérstaklega eru minnisstæðar ferðir á Höfn og í Mánagarð, já og öll áramóta- böllin í slökkvistöðinni og svo seinna meir á Hótelinu. Þær eru ófáar klukkustundirnar sem við eyddum saman í æfingar á hinum ýmsu stöðum, í Nausti, slökkvi- stöðinni, Vogi, bílskúrnum hjá Hafsteini, bílskúrnum hjá leik- skólanum, gamla Kaupfélaginu og víðar. Það kom fyrir að við rifj- uðum upp þessa góðu tíma og ég á eftir að ylja mér við að hugsa um þá í framtíðinni. Svo verður manni hugsað til fjölskyldunnar. Þú varst mikill fjölskyldumaður og þau hafa misst mikið, föður, mann og son. Fáir sem ég hef umgengist hafa haft yfir að ráða jafn miklu jafn- aðargeði. Fátt kom þér úr jafn- vægi og aldrei heyrði ég þig hall- mæla nokkrum manni. Ljós þitt mun skína áfram. Shine on you crazy diamond. Við höfum misst góðan dreng, hvíldu í friði. Sveinn Kristján Ingimarsson. ✝ Þóra Jóns-dóttir fæddist í Hruna á Húsavík 25. apríl 1948. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 14. október 2011. Foreldrar hennar eru Helga Þráinsdóttir, f. 7. mars 1926, og Jón Jónsson, f. 7. jan- úar 1922, d. 9. júlí 1982. Þóra átti eina fóst- ursystur, Dagmar Kristínu Hauksdóttur, f. 29. maí 1964. Þóra giftist 30. des. 1972 Ing- ólfi Árnasyni og eignuðust þau þrjú börn: 1) Þráinn Maríus, f. 17. september 1968. Sonur hans Yngvi Leó, f. 26. maí 1999, fóst- ursonur Bjarki, f. 19. apríl 1997. 2) Þórólfur Jón, f. 27. september 1972. Sambýliskona, Díana Jónsdóttir, f. 26. maí 1974. Börn þeirra, Sara Dögg, f. 30. mars 2002, Guðrún Halla, f. 11. apríl 2007 og Jón Helgi, f. 19. febrúar 2009. 3) Berglind Ósk, f. 19. desember 1976. Útför Þóru fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 22. októ- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Ferjan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er ljúft – af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Elsku mamma, með fráfalli þínu var höggvið stórt skarð í fjöl- skylduna. Eftir sitjum við brotin og með mikinn söknuð. Kveðjustundin kom alltof fljótt. Elsku mamma, takk fyrir allt Þín börn, Þráinn, Þórólfur Jón og Berglind. Elskuleg mágkona mín, hún Þóra, er látin. Hún kvaddi þetta líf á 90 ára afmælisdegi móður minn- ar heitinnar. Það er mikill sökn- uður í hjarta mínu. Það var alltaf svo gott að koma í kaffi til þín og spjalla um allt milli himins og jarð- ar. Alltaf hafðir þú eitthvað til málanna að leggja. Þóra mágkona, eins og ég kall- aði þig alltaf, hefur verið hluti af mínu lífi frá því að ég man eftir mér. Eftir að þið Ingólfur hófuð búskap, bjugguð þið í kjallaranum hjá okkur á Fossvöllum 22 og síð- an á Reykjaheiðarvegi 10, þannig að það var alltaf stutt að skreppa til þín í spjall. Ég gat alltaf komið til þín og fengið góð ráð, bæði í gleði og í sorg. Þú reyndist mér sérstaklega vel þegar móðir mín féll frá og eins þegar faðir minn kvaddi. Þá var svo gott að eiga þig að. Mér hefur stundum fundist að þið Ingólfur bróðir minn hafið ver- ið svona einskonar foreldrar mínir síðan. Nú hin síðari ár höfum við líka orðið svo góðar vinkonur og ég er þakklát fyrir þann tíma sem við höfum eytt saman. Já, það væri hægt að telja upp svo ótal margt, en ég geymi það í hjarta mínu. Ég vil þakka þér, Þóra mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Minningin um góða konu lifir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Ingólfur, Helga, Þráinn, Nonni, Berglind og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Þóru Jónsdóttur. Ingibjörg María Karlsdóttir. Eitt kveðjuorð frá þinni bernskubyggð sem bros þitt geymir, hlýjan sólskins- blett Eitt þakkarorð er fyrir dáð og dyggð við dagsins lok þér vinarhönd er rétt (Jón Har. frá Einarsstöðum) Þóra Jónsdóttir, bróðurdóttir mín, hefur nú kvatt þetta jarð- neska líf. Hún lést að kvöldi 14. október sl. eftir erfið veikindi sem hún tókst á við af miklu æðruleysi og sýndi mikinn og aðdáunarverðan innri styrk. Þóra var hlédræg og var ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Hún var mikill og góður vin- ur vina sinna. Heimili hennar bæði á Húsavík og í Valagili voru hlýleg og það var gott að koma til henn- ar. Ég sakna hennar frænku minnar og þakka henni hlýhug og góða samfylgd í gegnum árin. Elsku Helga mín, Ingólfur og börn, innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Jónsdóttir. Ferjan hefur festar losað farþegi er einn um borð. Mér er ljúft – af mætti veikum að mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga handtak þétt og gleðibrag. Þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (Jón Haraldsson frá Einarsst.) Það er sunnangola og sól í heiði, verið er að taka saman hey á Und- irvellinum og fólk vinnur með am- boðum sínum að því sem sinna þarf. Stikla gamla gengur hring eftir hring með rakstrarvélina. Það þarf ekki að stýra henni hún kann til verka. Öðru máli gegnir með rakstrarvélina, henni þarf að stjórna og um það sér ljóshærður stelpuhnokki sem situr uppi á vél- inni og fremur kúnstir sínar af ein- stakri lipurð og festu. Sömu lipurð og festu sem áttu eftir að einkenna stjórn hennar á vélum og tækjum alla tíð síðan. Þessari mynd bregð- ur fyrir í dag þegar við kveðjum frænku okkar Þóru Jónsdóttur sem var ein af mörgum syst- kinabörnum sem ólust upp á Ein- arsstaðatorfunni á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Á Einarsstöðum var jafnan fjöl- menni enda bærinn á krossgötum. Þar var pósthús og menn komu þangað til að sækja póstinn sinn því hann var ekki keyrður út. Þór- urnar lærðu að lesa með því að sortera póstinn fyrir afa. Þær lærðu fyrst að þekkja bæjarnöfnin og svo nöfnin á fólkinu og voru orðnar fluglæsar þegar þær byrj- uðu í skóla. Frændsystkinin fengu fljótlega hlutverk hvert við sitt hæfi. Þóra fór til dæmis ung að keyra dráttarvélar og bíla. Hún gekk nánast í öll störf sem vinna þurfti á stóru sveitaheimili, úti sem inni. 17 ára gömul tók hún bíl- próf og varð stuttu síðar mjólk- urbílstjóri, ef til vill fyrsti kven- maður sem gegndi því starfi hér á landi og það var glæsilegt að sjá hana sveifla 40- og 50 lítra brúsum upp á pallinn á litla Beddanum. Þessi átök komu örugglega niður á líkama hennar seinna á lífsleið- inni en hún var ekkert að halda því á lofti, var ekki mikið fyrir að kveinka sér. Á kvöldin og um helg- ar þegar hún átti frí ók hún svo um á „fína bílnum“ sem var sú al- fallegasta drossía sem nokkurt okkar hafði augum litið. Það voru forréttindi að fá að fara með á böll og skemmtanir í gljábónuðum, svörtum og rauðum Ford Fairlane sem átti engan sinn líka svo við vissum til. Þóra og maður hennar - Ing- ólfur Árnason - bjuggu sér heimili á Húsavík og það stóð frænd- systkinum hennar alltaf opið hvort sem um var að ræða til nær- ingar eða gistingar. Heimilið var fallegt og notalegt enda Þóra ötul handavinnukona, hún gekk að handavinnunni eins og öðrum verkum; af skerpu og vandvirkni. Bæði voru hjónin gestrisin og þáðu fréttir og spjall fyrir veittan greiða. Við eigum góðar minning- ar úr eldhúsinu hjá Þóru og Ing- ólfi og um leið og við þökkum fyrir allt og allt vottum við Helgu móð- ur hennar, Ingólfi og afkomendum þeirra Þóru okkar dýpstu samúð. Málmfríður Sigurðardóttir og systkinin frá Jaðri. Þóra Jónsdóttir Elsku amma mín, kveðjustundin runnin upp. Þú sjálf varst samt löngu farin með Alzheimer- sjúkdómnum. Þú hélst samt mörgum góðum karakterein- kennum, alltaf létt í lund, kát og glöð. Þú varst frábær amma. Ég var svo heppin að hafa ykk- ur afa alltaf nálægt mér á æskuárunum og lagði leið mína oft til ykkar þegar ég var á leið heim úr skólanum, þá sérstak- lega þegar ég var svöng. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér, ég var alltaf boðin inn í eldhús þar sem til voru heimabakaðar flatkökur, pönnukökur og eitt- hvað gott. Afi var mikið á flæk- ingi útaf vinnunni eða á seinni árum úti á flugvelli þar sem hann undi sér vel í að sinna flugmálum. Þú kvartaðir aldrei, þú varst alltaf bara glöð. Hafðir mikla ánægju af gróðrinum þín- um og garðræktinni. Gulræt- urnar þínar voru þér hjartans- mál og heimilið alltaf svo fínt og strokið, allt í röð og reglu á sín- um stað. Þegar afi veiktist þá var Alzheimer-sjúkdómurinn farinn að segja allnokkuð til sín. Bryndís Sveinsdóttir ✝ Ólöf BryndísSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1921. Hún lést á Selfossi 10. október 2011. Útför Bryndísar fór fram frá Sel- fosskirkju 15. októ- ber 2011. Þegar afi svo deyr gastu með hjálp allrar fjölskyldunn- ar búið áfram í húsinu þínu og stóðst þig svo vel. Þú varst nægjusöm og ánægð og þakk- lát með allt sem var gert fyrir þig. Ég kom stundum og bakaði hjá þér og þú gladdist mest við að fá bökunarilminn í húsið. Í einhver skipti kom ég og eld- aði „öðruvísi“ mat eins og þú sagðir. Við eitt tilefnið sagðir þú „þetta er bara eins og að vera komin til útlanda, matur- inn er svo góður“. Það þurfti ekki mikið til þess að gleðja þig. Það gladdi þig mikið að fá færð- ar plöntur og blóm. Jólarósin þín stóð yfirleitt fram að vori. Eftir að ég flutti frá Selfossi kom ég og eyddi hjá þér heilu dögunum. Ég saknaði þess mik- ið eftir að þú fórst á Ljósheima að koma ekki og hanga með þér heilan dag og fækkaði Selfoss- ferðunum mínum í kjölfarið á því að þú fórst á elliheimilið. Svo kom að því að þú varst hætt að þekkja mig en við gát- um samt alltaf fundið eitthvað til þess að skrafa um. Síðustu heimsóknirnar voru bara rétt til að rifja upp vísurnar sem þú kunnir sem barn, þú mundir þær alltaf. Takk fyrir allt, elsku amma Binna. Guðrún Þórisdóttir. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.