Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Miklu máli skiptir fyrir fæðandi kon-
ur að geta höndlað aðstæður. Þær
líta öðrum augum á þann sársauka
sem fylgir fæðingum en annan sárs-
auka og mörgum konum finnst það
styrkja sjálfsmynd sína að fæða
barn. Þessar niðurstöður eru hluti
doktorsrannsóknar Sigfríðar Ingu
Karlsdóttur, ljósmóður og lektors
við Heilbrigðisvísindasvið Háskól-
ans á Akureyri, sem styrkt var af
Rannsóknasjóði Ingibjargar R.
Magnúsdóttur.
„Ég skoðaði væntingar barnshaf-
andi kvenna til sársauka í fæðingu
og upplifun þeirra að fæðingunni
lokinni,“ segir Inga, en einungis var
rætt við konur sem höfðu átt áfalla-
lausa meðgöngu og fæðingu að baki.
„Í flestum tilfellum var sársaukinn
meiri en þær áttu von á, en þeim
fannst hann ásættanlegur vegna
þess að hann hafði tilgang,“ segir
Inga. „Líka kom fram að það skipti
konurnar miklu máli að geta gert
ýmislegt til að létta sér fæðinguna og
að vera færar um að höndla þessar
aðstæður sem þær voru komnar í.“
Með hríðir í bíó
Að sögn Ingu kom það mörgum
kvennanna á óvart hversu miklu máli
skipti ef þær voru rólegar og örugg-
ar með sig. „Þær einbeittu sér alger-
lega að þessu verkefni. Þær kölluðu
þetta andlega verkjameðferð.“
Meðal þess sem fram kom í rann-
sókninni var að margar kvennanna
biðu með að fara á fæðingardeildina,
þó að þær væru byrjaðar að finna
fyrir verkjum. Þær héldu áfram sínu
daglega lífi, uns samdrættirnir urðu
harðari. „Sumar sögðust hafa bakað,
aðrar fóru út að ganga og ein fór í
bíó.“ Inga segir að ekki hafi verið
gerð sambærileg rannsókn fyrr hér
á landi. Margt bendi til þess að ís-
lenskar konur séu meira við stjórn-
völinn í fæðingum en víða annars
staðar. Þarna skipti viðhorf miklu
máli, en sums staðar sé litið á fæð-
ingar sem ástand sem ekki sé hægt
að fást við öðruvísi en með lyfjagjöf.
„Fyrst ég gat þetta …“
Inga segist vona að rannsóknin
beini sjónum kvenna að því hvernig
þær geta undirbúið sig sjálfar fyrir
fæðingu. Hún segir að kon-
urnar í rannsókninni hafi
verið sáttar við fæðinguna
þótt hún hafi verið erfið og
sársaukafull og að
mörgum þeirra hafi
fundist fæðingin
styrkja sjálfs-
mynd sína. „Þær
sögðu: „Fyrst ég
gat þetta, þá get
ég allt.“
Út í búð með fjóra í útvíkkun
Rannsókn sýnir að fæðandi konur telja sársauka við barnsburð ásættanlegan, því hann er með til-
gang Undirbúningur móður skiptir miklu máli í fæðingu Mikilvægt að geta höndlað aðstæður
Morgunblaðið/Golli
Fæðingar Reynsla kvenna af fæðingum er æði misjöfn og hver og ein hefur sína sögu að segja. Undirbúningur er
mikilvægur og væntingar fara ekki alltaf saman við raunveruleikann. Konur geta undirbúið sig með ýmsu móti.
Inga tók ítarleg viðtöl við 14
konur um upplifun þeirra af
sársauka í fæðingu á fyrstu sól-
arhringunum eftir að þær höfðu
fætt barn. Sjö kvennanna höfðu
fætt áður, hinar voru frum-
byrjur. Lítill munur var á þess-
um tveimur hópum, en þær sem
höfðu reynslu voru með meira
sjálfstraust í fæðingunni. Allar
konurnar bjuggu sig undir sárs-
aukann með því að fara á for-
eldranámskeið og kynna sér
valmöguleika. „Sumar hugsuðu
þetta sem tiltekið verkefni sem
myndi klárast,“ segir Inga.
Stundum heyrist það viðhorf
að hálfgerð skömm sé að því
að nota verkjalyf í fæðingu.
Inga segist kannast vel við
þennan hugsunarhátt. „En
ég varð ekki vör við þetta
viðhorf hjá konunum í
rannsókninni. Þær litu
þvert á móti á verkja-
lyf sem valmöguleika
sem þær áttu kost
á, ef þær þyrftu á
að halda.“
Sjálfstraust
skiptir máli
SÁRSAUKI Í FÆÐINGU
Sigfríður Inga
Karlsdóttir
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Dómur Hæstaréttar frá því á
fimmtudaginn um gengistryggingu
fjármögnunarleigusamninga getur
haft töluverðar afleiðingar í för með
sér hafi hann fordæmisgildi gagn-
vart öðrum sambærilegum samn-
ingum. Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjármála-
fyrirtækja, segir það ekki sjálfgefið
að dómurinn hafi fordæmisgildi um
alla sambærilega samninga. „Hafi
dómurinn fordæmisgildi eða niður-
staðan verður sú að þessi tegund
samninga verði dæmd ólögmæt yfir
línuna þá verður til óvissa upp á
framtíðina þar sem samningar af
þessu tagi hafa verið mikilvæg leið
fyrir fyrirtæki, ekki síður smærri
fyrirtæki, til þess að fjármagna sín
tækjakaup.“ Guðjón telur fulla
ástæðu til að skoða vandlega þá
óvissu sem getur skapast verði allir
sambærilegir samningar dæmdir
ólögmætir.
Kjartan Georg Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbankans Bíla-
og tækjafjármögnunar, tekur í sama
streng og spyr hvernig fyrirtæki
eigi að fjármagna sig ef samningar
af þessum toga verða dæmdir ólög-
mætir. „Ástæðan fyrir því að menn
tóku þetta samningsform er vegna
þess að það er fljótlegt, sveigjanlegt
og ódýrara. Ef þessi dómur þýðir að
ekki er hægt að fjármagna fyrirtæki
með þessum hætti gerir það mörg-
um fyrirtækjum erfitt fyrir.“ Dóm-
urinn gæti verið að mati Kjartans
bjarnargreiði fyrir þau fyrirtæki
sem njóta hans í dag. „Til framtíðar
getur þetta gert fyrirtækjum erf-
iðara fyrir að fjármagna sig.“ Lýs-
ing telur að þessi dómur hafi ekki
fordæmisgildi gagnvart sínum
samningum.
Vandræði með
virðisaukaskattinn
Að mati bæði Kjartans og Guð-
jóns hefur skapast óvenjulegt
ástand vegna virðisaukaskatts sem
innheimtur var af samningunum en
lagður af með dómi Hæstaréttar.
„Það var ríkisskattstjóri sem gaf út
leiðbeiningar með virðisaukaskatt-
inn og nú bíðum við eftir leiðbein-
ingum frá honum hvernig á að
reikna þetta.
Miðað við dóminn
þá eru skattfram-
töl og efnahags-
og rekstrarreikn-
ingar sem eru
með fjármögnun-
arleigusamninga
rangir og ég
myndi ætla að
endurreikna
þyrfti allan vask
á þeim,“ segir Kjartan. Þá telur
Guðjón mögulegt að þetta kalli á
endurgreiðslur úr ríkissjóði.
Árni Helgason, lögmaður hjá
Cato lögmönnum, segir að þetta
geti kallað á uppgjör þúsunda samn-
inga þar sem gera þarf upp virð-
isaukaskattinn mörg ár aftur í tím-
ann. „Í ljósi þess að tekinn hefur
verið vaskur af þessum greiðslum,
sem nú hefur komið í ljós að var
með ólögmætum hætti, er ljóst að
gífurleg vinna er framundan. Taka
þarf tillit til ýmiss konar sjónar-
miða, t.d. hversu mikið menn gátu
nýtt vaskinn í innskatt og allar fyrn-
ingarreglur.“ Árni segir að hjá Cato
lögmönnum séu bæði mál einstak-
linga og fyrirtækja til skoðunar
vegna dómsins.
Sigurbjörn lögmaður AB 258
Í frétt Morgunblaðsins í gær um
áhrif dóms Hæstaréttar um fjár-
mögnunarleigusamninga á banka er
rætt við Sigurbjörn Þorbergsson
lögmann. Í fréttinni er ranglega
sagt að Sigurbjörn sé lögmaður Ís-
landsbanka. Sigurbjörn var lögmað-
ur þrotabús AB 258 ehf. en Andri
Árnason lögmaður Íslandsbanka hf.
í málinu. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Kallar á uppgjör
þúsunda samninga
Dómurinn kallar mögulega á endurgreiðslur úr ríkissjóði
Kjartan Georg
Gunnarsson
Guðjón
Rúnarsson
Árni
Helgason
Fimm tillögur fengu viðurkenningu
frá dómnefnd Þingvallanefndar
vegna hugmyndaleitar um uppbygg-
ingu á Þingvallasvæðinu. Alls bárust
dómnefndinni 102 tillögur. Í dag
klukkan 13:30 verður umræðunni
um þjóðgarðinn á Þingvöllum haldið
áfram en þá verður efnt til hug-
myndasmiðju í Ráðhúsinu. Ólafur
Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður
segir að tillögurnar endurspegli
væntumþykju og sterk tengsl þjóð-
arinnar við Þingvelli. „Það eru þrjú
meginsvið sem ég tel að Þingvalla-
nefnd muni draga fram úr þessari
hugmyndaleit; hugsanleg veitinga-
og gistiaðstaða, aðstaða til að njóta
og skynja náttúru, menningu og
sögu Þingvalla í einhverju eins og til
dæmis margmiðlunarsetri og að
gera ferðamönnum auðveldara að
koma og ferðast um svæðið með
skiltum og stígum og slíku. Mark-
miðið er að Þingvellir verði varð-
veittir og við getum tekið við þeim
ferðamönnum sem þangað koma.“
Morgunblaðið/Golli
Skipulag Framtíðarskipulag Þingvalla verður markað með fimm verð-
launatillögum sem bárust í hugmyndavinnu Þingvallanefndar.
Framtíðarskipulag Þing-
valla rætt í Ráðhúsinu
Framtíð Þingvalla
» Vinningstillögurnar komu
frá Catherine Eyjólfsdóttur,
Sigrúnu Helgadóttur, Önnu
Ólafíu Guðnadóttur, Kristjáni
Gíslasyni og Gunnlaugi Þráins-
syni.
» Umræða um þjóðgarðinn
heldur áfram í hugmynda-
smiðju í Ráðhúsinu í dag sem
er opin öllum, en þar verða nið-
urstöður hugmyndaleitarinnar
ræddar.
» Markmið vinnunnar er að
mati Ólafs Arnar Haraldssonar
þjóðgarðsvarðar að varðveita
Þingvelli og gera þjóðgarðinum
kleift að taka betur á móti
þeim fjölda ferðamanna sem
heimsækja hann á hverju ári.
Fjármögnunarleigu-
samningar
» Dómur Hæstaréttar skilur
eftir sig spurningar vegna virð-
isaukaskatts sem greiddur var
af fjármögnunarleigusamn-
ingum.
» Mögulega þarf að leiðrétta
skattframtöl og efnahags- og
viðskiptareikninga mörg ár aft-
ur í tímann vegna dóms
Hæstaréttar.